Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Fyrir hálfri öld eða svo reistu Japanar háþróaðasta framleiðsluiðnað sem veröldin hafði séð á rústum lands sem beið ósigur í síðari heimsstyrjöldinni. Konur tóku virkan þátt í uppbyggingunni enda vant- aði vinnufúsar hendur eftir allt mannfallið. Niðurstaðan varð efnahagsundur sem flest ríki heims renndu öfundaraugum til. Nú er efnahagsveldið að eldast og þá þarf að leita út fyrir landsteinana til að finna kaupendur að raftækj- unum sem renna af færiböndunum. Samband Japana og Kínverja hefur löngum verið stormasamt en sú saga var lögð til hliðar þegar Jap- ansstjórn ákvað í vikunni að slaka á reglum um vega- bréfsáritanir til landsins, gagngert í því skyni að greiða fyrir heimsóknum vel stæðra Kínverja. Nálgast milljón milljónamæringa Áætlað er að nú séu yfir 750.000 milljónamæringar í Kína og er þá miðað við eignir sem eru yfir milljón Bandaríkjadala, eða um 130 milljónir króna á núvirði. Sé skilgreiningin rýmkuð er ljóst að milljónir, ef ekki tugmilljónir Kínverja eru í mjög góðum efnum. Hópurinn stækkar dag frá degi og standa vonir jap- ansks iðnaðar til að kaupgleði kínverskra neytenda muni slá á minnkandi sölu á raftækjum, snyrtivörum og öðrum dýrum og vönduðum vörum sem fólk er tilbúið að greiða hærra verð fyrir en þegar um ódýrari merki er að ræða. baldura@mbl.is Japanar opna dyrnar fyrir kaupglöðum Kínverjum  Slaka á reglum um vega- bréfsáritanir til að örva sölu Reuters Kröfur Vel stæðir Kínverjar vilja það nýjasta og besta. Alex dreifir olíu um flóann Heldur dró úr styrk fellibyljarins Alex í gærmorgun er hann var færð- ur niður um þrep og skilgreindur sem hitabeltislægð. Alex reið yfir Mexíkóflóa á versta tíma en þar berjast sem kunnugt er bandarísk yfirvöld við mikla olíubrák í kjölfar olíuslyssins, þess mesta í sögu landsins, í apríl. Óttast er að Alex kunni að auka á olíumengunina í votlendi við Missis- sippifljót en þeir eru afar mikilvægir fyrir lífríkið í flóanum. Olíufangarar fluttir í land Óvíst er hversu mikið fellibylurinn hefur tafið olíuhreinsunina en færa þurfti ríflega 500 olíufangara á land í varúðarskyni. Þá var olíuhreinsun- arskipum siglt til hafnar. Alex olli mestum usla í Mexíkó, Níkaragva, Gvatemala og El Salva- dor en að minnsta kosti 11 manns létu lífið í hamförunum síðustu helgi er rigningar sem honum fylgdu komu af stað aurskriðum og flóðum. Alex olli einnig tjóni í sambands- ríkinu Texas en hann er sá fyrsti á fellibyljatímabilinu í ár. Fellibylurinn, sem náði mest 2. stigi af 5 á Saffir-Simpson-kvarðan- um, var jafnframt sá öflugasti á svæðinu síðan í júní 1966. Veðurfræðingar óttast að Alex kunni einnig að auka olíumengunina við strendur vinsælla viðkomustaða ferðamanna í Bandaríkjunum en það yrði þá einnig á versta tíma þar sem ferðahelgin vegna þjóðhátíðarhald- anna 4. júlí er framundan. Við öllu búin Mexíkóski sjóherinn tefldi ekki á tvær hættur heldur skipaði um 2.000 sjómönnum að bíða í landi á meðan Alex ýfði flóann. Þá var um 17.500 manns gert að yfirgefa heimili sín við suðaustur- strönd landsins. baldura@mbl.is Í Mexíkó Margir leituðu skjóls.  Áhyggjur af votlendi við Mississippifljót Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á meðan stjórnvöld margra evrópskra ríkja eru blóðug upp fyrir axlir í einum mesta niður- skurði síðustu áratuga ganga mörg ríki Róm- önsku-Ameríku í gegnum góðæri. Þróunin er gerð að umtalsefni á vef New York Times en þar er vitnað til þeirrar spár Al- þjóðabankans að hagvöxtur í álfunni verði 4,5% í ár, vöxtur sem fer langt með að stroka út neikvæð áhrif niðursveiflunnar. Álfan er rík af auðlindum og er Brasilía þar fremst í flokki. Landið, það fjölmennasta í Rómönsku-Ameríku, gekk í gegnum niður- sveiflu í fyrra en nú er annað uppi á teningnum. Brasilísk stjórnvöld spá þannig 7,3% hag- New York Times. Þá muni Mexíkó snúa við blaðinu og fara úr 6,5% samdrætti árið 2009 í 4% hagvöxt í ár. Segir þar einnig að meðalvöxt- ur í álfunni hafi verið 5,3% á árunum 2003 til 2008, vöxtur sem hafinn er aftur. vexti á árinu en til samanburðar var vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi um 9%. Verði þetta raun- in hefur hagkerfi landsins ekki vaxið jafn hratt á einu ári í tæpan aldarfjórðung. Mexíkó hefur ekki farið varhluta af upp- sveiflunni en þar er áætlað að hagkerfið hafi vaxið um 4,3% á fyrsta ársfjórðungi og að vöxt- urinn verði um 5% á árinu öllu, að því er fram kemur í fréttaskýringu New York Times. Samdráttarskeið að baki Tekið skal fram að árið 2009 var almennt samdráttarár, staðreynd sem ber að hafa í huga þegar ofangreindar tölur eru metnar. Engu að síður er ljóst að Rómanska-Amer- íka er komin á beinu brautina. Simon Romero, blaðamaður New York Tim- es, hefur þannig eftir Mario Zamora, sem á og rekur sex lyfjaverslanir í úthverfi Lima, höfuð- borgar Perú, að hann hafi aldrei upplifað aðra eins gósentíð og að undanförnu. Zamora hefur við rök að styðjast því vöxturinn í Perú í apríl var 9,3% miðað við sama mánuð í fyrra. Hrakspár rættust ekki Fram kemur á vef Alþjóðabankans að áhyggjur af því að fjármálakreppan haustið 2008 myndi draga úr langtímavexti í álfunni hafi reynst óþarfar. Stærri ríki álfunnar, á borð við Brasilíu, hafi þannig hafið viðsnúning á fyrri árshelmingi ársins 2009 en tekið skal fram að spáin fyrir Brasilíu hljóðar þar upp á um 6% hagvöxt í ár, sem er nokkru minna en hjá heimildarmönnum Uppsveifla í Rómönsku-Ameríku  Álfan nýtur góðs af eftirspurn eftir hráefnisvörum  Alþjóðabankinn spáir 4,5% hagvexti í álfunni í ár  Hagkerfi Brasilíu vex hröðum skrefum Reuters Aðalmálið Brasilíumenn fylgjast með HM. Hann fer sér að engu óðslega maðurinn þar sem hann kemur fagurlega ávölum leirpottum fyrir í heimasmíðuðum brennsluofni í pakistönsku borginni Peshawar. Pottarnir verða að líkindum notaðir undir plöntur en ekki fylgir sögunni hvað maðurinn fær fyrir erfiði sitt. Reuters Gerir pottana klára Michael O’Leary, forstjóri lágfar- gjaldaflug- félagsins Ryan- air, kynnti í gær nánari útfærslu á hugmyndum að „stæðum“ í 250 flugvélum félags- ins. Verðið á stæð- unum verður frá 5 og upp í 8 pund, að því er fram kom á vef Daily Telegraph, en það samsvarar 950 til 1.520 krónum. Farþegarnir uppréttir í beltum Flugmálayfirvöld eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir hug- myndina en hún gengur út á að festa farþegana á bekk sem kann að svipa til tannlæknastóls sem hefur verið reistur upp á rönd. Stæðin eru því í raun upprétt sæti en ef hugmyndin hlýtur braut- argengi verða þau staðsett aftast í vélum félagsins. Þá gætu hugmyndir forsvars- manna Ryanair um að rukka fyrir aðgang að salerni senn færst nær veruleika en til greina kemur að innheimta 1 pund, eða 190 krónur á núvirði, fyrir hverja ferð. 950 kr. á hvert flugstæði Farþegar Ryanair standa í stuttu flugi Ein hugmyndanna að útfærslunni. Forsíðan á opnunardaginn sagði meira en mörg orð. Undir rauðum borða þar sem opn- un alþjóðlegrar útgáfu Xinhua- fréttastöðvarinnar, málgagns kín- verska kommúnistaflokksins, var fagnað var boðið upp á samantekt á hjónabandserjum stjarnanna í myndaglugga, að Al Gore, fyrrver- andi varaforseta Bandaríkjanna, meðtöldum. Sem sagt efni sem talið er höfða til vestrænna lesenda. Pólitíkin var þó ekki langt undan og fyrir neðan mátti nálgast frétta- skýringar þar sem dreginn var taumur Írana og Palestínumanna. Umbúðirnar eru óaðgreinanlegar frá vinsælum vestrænum fréttasíð- um. Innihaldið er hins vegar annað enda er markmiðið að draga upp mynd af heiminum sem er þessum stærsta stjórnmálaflokki veraldar- innar þóknanleg. Áhugasömum er bent á að í gagnasafni Xinhua má finna nýlega frétt af því hvernig seðlabanki Kína hafi komið „skuld- um vafinni evrópskri eyju“ til hjálp- ar. Sú eyja heitir Ísland. baldura@mbl.is Heimurinn með augum risaveldis  CNN risaríkisins í austri í loftið Ný Forsíða Xinhuanet.com í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.