Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 17
til Hæstiréttur sker úr um hvort og hvernig skuli endurreikna gengis- tryggð lán í íslenskum krónum en Hæstiréttur tók af réttarfarsástæð- um ekki á því í dómi um ólögmæti gengistryggingar íslenskra lána. Ekki er um bindandi tilmæli að ræða og hafa forsvarsmenn Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins tekið skýrt fram að endanleg úrlausn liggi hjá Hæstarétti eða hjá löggjafanum. Lánveitendur virðast þó ætla að hlíta tilmælunum að meira eða minna leyti hvað varðar þau lán sem víst er að til- mælin ná til. Haldreipi fyrir lánardrottna Lánveitendur hafa frá því dómur Hæstaréttar gekk hafnað þeirri túlk- un að þar sem rétturinn taldi aðeins ákvæði um gengistryggingu óskuld- bindandi standi önnur ákvæði, þar á meðal ákvæði um lága vexti, óhögg- uð. Kváðu þeir ekki ljóst hvernig ætti að gera upp lánin þar sem ekki væri tekið á því sérstaklega í dóminum. Brugðu af þessum sökum margir þeirra á það ráð, áður en fyrirmælin voru gefin út, að lýsa því yfir að ekki yrðu sendir út greiðsluseðlar til skuldara fyrr en leyst væri úr óvissu um hvernig lánin skyldu gerð upp. Tilmælin veita lánardrottnum því ákveðið haldreipi svo þeir geti heimt einhverjar afborganir af veittum lán- um. Að gengnum dómi Hæstaréttar um endanlegt uppgjör kemur svo í ljós hvort þeir hafa fengið ofgreitt eða ekki. Það er útbreidd skoðun meðal lög- fræðinga og hagsmunasamtaka að þar til dómstólar veiti skýrari svör skuli samningsvextir standa. Áþekk sennilegri niðurstöðu Lögspakir sérfræðingar á sviði samninga- og kröfuréttar hafa leitt að því líkur að dómsúrlausn um for- sendur uppgjörs lánanna verði ekki ólík þeim sem tilmælin kveða á um. Byggist það á því að með því að gengistryggingin fellur niður standi eftir kjör sem seint hefði verið samið um í upphafi. Þau megi jafnvel telja beinlínis ósanngjörn í garð lánveit- enda en í 36. gr. samningalaga er heimild til að breyta samningum eftir á, teljist þeir ósanngjarnir. Þeirri heimild hefur þó verið beitt afar var- færnislega í dómaframkvæmd og sjaldan eða aldrei til hagsbóta fyrir fyrirtæki á kostnað neytenda. Breytingar á afborgunum Þróun vaxta Seðlabanka Íslands Það athugast að við vexti verðtryggðra útlæna bætist verðtryggingin og línuritið endurspeglar því ekki heildargreiðslubyrðina. Þá standa þeir vextir semeru á verðtryggðum lánumóbreyttir út lánstímann en eru breytilegir á óverðtryggðum lánum. 1. júlí 2001 Lög um vexti og verðtryggingu taka gildi % Ath! Vextir taka gildi frá 1. hvers umrædds mánaðar Almennir vextir óverðtryggðra útlána skv.10.gr.laga nr.38/2001 Almennir vextir verðtryggðra útlána skv.10.gr.laga nr.38/2001 Júlí 2001 Júlí 2010 25 20 15 10 5 0 Júní 2007 Lánið í dæminu tekið 7,8 14,5 4,95 16,0 4,8 8,25 Dæmi um bílalán 4.000.000 kr. lán tekið 22. júlí 2007. Afborganir: 48. Dæmi um íbúðalán 20.000.000 kr. lán tekið 22. júlí 2007. Afborganir: 304. Heimild: Seðlabanki ÍslandsHeimild: Nordik fjármálaráðgjöf 1 Afborgun nú miðuð við að tilmælum SÍ og FME sé fylgt, verðtrygging og vextir. Vextir: 4,95% | Skuld í dag: 1.725.775 kr. Afb.: 39.704 kr. Vextir: 8,50% | Skuld í dag: 1.790.401 kr. Afb.: 44.130 kr. 3 Afborgun nú miðuð við að gengistrygging íslensks lánsfjár væri heimil. Vextir: 2,11% | Skuld í dag: 5.975.467 kr. Afborgun: 129.934 kr. 4 Afborgun nú miðuð við að vextir samkvæmt samningum um gengistryggð lán standi. Vextir: 2,11% | Skuld í dag: 478.683 kr. Afborgun: 10.409 kr. 5 Afborgun nú miðuð við að tekið hafi verið verðtryggt lán í upphafi. Vextir: 7,0% | Skuld í dag: 3.388.325 kr. Afborgun: 81.138 kr. Vextir: 4,95% | Skuld í dag: 24.091.616 kr. Afborgun: 139.204 kr. Vextir: 8,50% | Skuld í dag: 24.199.024 kr. Afborgun: 194.118 kr. Vextir: 2,11% | Skuld í dag: 46.821.875 kr. Afborgun: 199.038 kr. Vextir: 2,11% | Skuld í dag: 15.770.670 kr. Afb.: 67.041 kr. Vextir: 7,0% | Skuld í dag: 16.941.625 kr. Afborgun: 119.160 kr. 2 Afborgun nú miðuð við að tilmælum SÍ og FME sé fylgt, vextir en engin verðtrygging. Tilmælin gefa hagfelldari lyktir en gengistrygging  Betri niðurstaða fyrir lánardrottna en útbreidd túlkun á dómi hefði leitt til 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordik Leg- al, segir að það skapi nokkra óvissu um endur- útreikningana að tilmæli Seðla- banka og Fjár- málaeftirlitsins veiti ekki leið- beiningar um hvernig skuli skilgreina höfuðstól sem leggja skuli til grundvallar endurútreikningum. Morgunblaðið leitaði upplýsinga um þetta hjá Seðlabankanum en fékk engin af- dráttarlaus svör. Af þessum sökum miðaði Sturla við að mismunur á endurreikn- uðum greiðslum og raungreiðslum yrði til hækkunar eða eftir atvikum lækkunar á höfuðstól og hefðu þannig áhrif á endurútreikning á næsta gjalddaga á eftir. Telur Sturla til tvær mögulegar viðmiðanir til viðbótar; önnur þeirra felur í sér að mismunur á greiðslum sé lagður inn á sérstakan mismunarreikning og leiðir til já- kvæðari niðurstöðu fyrir skuldara en hin tekur ekki með í reikninginn vexti á mismun greiðslnanna. Fyrri aðferðina telur hann koma til greina en þá síðari segir hann ekki geta talist eðlilega. Niðurstaðan varð því sú að fara bil beggja og styðjast við fyrstgreindu aðferðina. Sömu forsendur liggja til grund- vallar þeim útreikningum sem hér birtast og þeim sem áður hafa birst í Morgunblaðinu í tengslum við gengistryggð myntkörfulán. Eru tilbúnu lánin í dæminu hér því í raun þau sömu og áður hafa birst í blaðinu. Óljós höfuðstóll veldur óvissu um reikningsniðurstöðu Sturla Jónsson Gunnar Tómasson hagfræðingur segir að tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins feli í sér að áhætta af áhrifum gengissveiflna á lán sé færð á lántakendur gengistryggðra lána þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi kveðið upp skýran dóm um að slíkt brjóti gegn lögum. Vísar Gunnar með þessu til dóms Hæstaréttar um að gengistrygging lánsfjár í íslenskum krónum samræmist ekki lögum. Þetta kemur fram í bréfi Gunnars til Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þar ritar Gunnar einnig að með tilmælunum virði stofnanirnar tvær og ríkisstjórn Íslands niðurstöðu dóma Hæstaréttar að vettugi. Telur Gunnar að dómur Hæstaréttar breyti engu um þá vexti sem fjár- málafyrirtækin töldu viðunandi þegar samningar voru gerðir og að með dómnum hafi gengisáhættan réttilega verið færð á þá sem veittu ólögleg gengistryggð lán. Með tilmælunum segir hann áhættuna færða aftur á lántakendur og það jafngildi því að lánsféð sé gengistryggt að nýju. Lánþegar beri gengisáhættuna TELUR SÍ OG FME VIRÐA DÓM HÆSTARÉTTAR AÐ VETTUGI Gunnar Tómasson hagfræðingur FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Næstu afborganir lánþega verða al- mennt töluvert lægri en ef uppruna- leg kjör samninga um gengistryggð lán stæðu, hlíti bankar og fjármögn- unarfyrirtæki tilmælunum sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sendu frá sér í fyrradag. Kjör þeirra verða aftur á móti ekki eins góð og ef lagt væri til grundvallar að samningsvextir stæðu óbreyttir og óverðtryggðir en margir lögspekingar hafa hallast að þeirri túlkun á dómnum. Er þetta meðal niðurstaðna út- reikninga sem Nordik fjármálaráð- gjöf gerði að beiðni Morgunblaðsins. Þannig getur upphæð næstu afborg- unar af láni sem veitt var árið 2007 numið aðeins um þriðjungi af því sem hún hefði verið með gengistrygg- ingu. Aftur á móti leiða til- mælin til tæplega fjór- faldrar afborgunar miðað við að samn- ingsvextir standi án gengistryggingar. Tilmæli stofnan- anna fela í sér að miða skal endurútreikning lánanna við vexti Seðla- bankans í stað umsam- inna vaxta. Þeim er ætlað að gilda þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.