Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN SEGIR AÐ ÉG HAFI EKKI VERIÐ MJÖG GÓÐUR UNDANFARIÐ. KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ BYRJA NÚNA ÁI SKILUR ÞÚ ÞAÐ?!? ÉG SKIL! ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ ÖSKRA Á MIG! KANNSKI HEFUR ÞÚ RÉTT FYRIR ÞÉR... KANNSKI ÆTTI ÉG EKKI AÐ ÖSKRA... EN EF ÉG GERÐI ÞAÐ EKKI... ÞÁ MYNDIR ÞÚ EKKI HLUSTA Á MIG! MUNDU, HAMLET... ÞAÐ ER MJÖG ÓKURTEIST AÐ TALA MEÐ FULLAN MUNNINN AUK ÞESS GETUR ÞÚ EKKI BORÐAÐ EINS HRATT HÆ, MAMMA! ER PABBI ENNÞÁ AÐ VINNA SEM JÓLASVEINN? ÞETTA GEKK EKKI MJÖG VEL HJÁ HONUM HVAÐ ER ÞAÐ? HVAÐ SEGIR ÞÚ UM TITILINN, „ENGAR GJAFIR EF ÞÚ BÍTUR MIG“? HANN ER AÐ SKRIFA ÆVISÖGUNA SÍNA NEI, ÞVÍ MIÐUR EN LEIÐINLEGT! HVERNIG LÍÐUR HONUM? HANN ER BARA MJÖG HRESS. HANN ER BÚINN AÐ FINNA SÉR NÝTT VERKEFNI ASNINN ÞINN! ÞÚ HRINTIR MÉR! ÉG GET EKKI HALDIÐ JAFNVÆGI! AAAHH!ÉG GAT EKKI LEYFT ÞÉR AÐ DREPA HANN GRÍMUR FÓR Í AÐGERÐ OG ER NÚNA BARA Á FLJÓTANDI FÆÐI Þekkir einhver börnin Mynd af þessum börnum fannst í Breiðafjarðareyjum. Ef einhver kannast við myndina, þá vinsam- lega hafið samband við Elínu í síma 821-2871. Góð grein Ég vil þakka Sigurði Björnssyni fyrir góða grein um hjúskaparlögin sem hann skrifaði í Morgunblaðið, þriðjudaginn 22. júní síðastliðinn. Ég hélt að við ættum að virða orð Biblíunnar og fara eftir þeim. Ein sem lærði biblíusögur í skóla. Þjófnaður Í Þjóðskjalasafninu þarf að borga 50 krón- ur fyrir hvert ljósrit, sem er kannski allt í lagi ef þig vantar 1-2 ljósrit, en þegar nem- ar koma til að afla sér heimilda þá geta þeir t.d. ekki notað ljósrit- unarkort HÍ eða keypt kort, nei þeir skulu sko borga 50 krónur fyrir hvert eintak. Ég veit um til- felli þar sem þetta hleypur á fleiri þús- undum, þar sem við- komandi er að afla sér heimilda í BS-ritgerð. Það skal enginn segja mér að það kosti þennan pening, mér er nokkuð sama um launa- kostnað og annað bull, er nefnilega búin að lifa í þeirri blekkingu að blessuð ríkisstjórnin okkar ætlaði að gera eitthvað fyrir nema annað en að svipta þá tækifærinu til að lifa. Sólveig Antonsdóttir. Ást er… … það sem sést á góðum degi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu- stofa opin og hád.matur. Bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði Stangarhyl 4 sunnudagskvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Dags- ferð í Landmannalaugar 7. júlí, laus sæti, uppl. í síma 588-2111. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Þátttakendur í ferð til Winni- peg hafi vegabréfin með sér á fund sem haldinn verður kl. 19.30 mánudaginn 5. júlí í Safnaðarheimilinu Þverholti 3. Félagsstarf Gerðubergi | Vegna sum- arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður frá og með 1. júlí. Í fé- lagsmiðstöðinni Árskógum er hádegis- verður, panta þarf með dags fyrirvara í s. 535-2700. Nánari uppl. á Þjónustu- miðstöð Breiðholts, sími 411-1300. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30. Orlofsferð á Austurland, 22.-27. ágúst, gist á Hótel Laka og Norðfirði. Sjá www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi, hádegisverður, fóta- aðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1 | Sýning á ljósmyndum eftir Bergþór Sigurðsson. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó kl. 13.30. Sumarferðina 5. júlí, uppl. og skráning í síma 411-9450. Björgvin Geirsson á Egilsstöðumvar svo glöggur að taka eftir misritun á höfundi vísu, sem birtist í Vísnahorninu 8. júní síðastliðinn. Það er rétt hjá honum að vísan er eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu) frá Teigi í Vopnafirði. Og vísan er svohljóðandi: Brekkur anga allt er hljótt aðrir ganga að dýnu sárt mig langar sumarnótt að sofna í fangi þínu. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir limru úr sveitinni: Oftsinnis utan við garð Arnljótur tröllkonur sarð. Aðspurður hví hann útskýrði „því skessurnar vildu, ég varð.“ Gestur Guðfinnsson orti lengi undir dulnefninu Lómur í Alþýðu- blaðið. Þar á meðal var ljóðið Blaðamannaskóli: Í tvö hundruð ár hafa íslenskir blaða- menn unnið sitt starf af heldur lítilli getu og kunnáttuleysið er landfrægast hjá þeim enn og linnulaust stríð við ypsilon og setu. Og það er auðvitað margföld minnkun og vömm að misþyrma tungunni í blaðanna fúk- yrðaspjalli og einum og sérhverjum óafmáanleg skömm ef ærumeiðingin stendur í röngu falli. En nú hyggjast blaðamenn hækka hag sinn sem fyrst með háskólagöngu og berjast gegn orðaprjáli. Og hér eftir skulu þeir skammast af íþrótt og list og skrifa níðið á akademisku máli. Vísnahorn pebl@mbl.is Af skessum og sumarnótt Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.