Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 11
mér, ýmist á mottu á gólfinu eða við eldhúsborðið, með þæfingarnálina mína og öll boxin mín með efnivið í skartið og læt svo bara stemninguna hverju sinni ráða hvað verður til. Mér finnst gaman að vinna með mismun- andi form og liti og prófa mig áfram í að raða saman,“ segir Kristjana sem hannar undir nafninu PELE-skart og vísar þar til hins fræga þeldökka fót- boltamanns. „Þegar ég og kærastinn minn vorum að byrja saman þá sagði hann foreldrum sínum að ég væri svört, en þegar þau höfðu hitt mig komust þau að því að þetta var grín, þar sem ég er mjög ljós á hörund og með skjanna- hvítt hár. Þetta nafn festist við mig og kærastinn minn og systkini hans kalla mig alltaf Pelé. Ég er sem sagt Pelé,“ segir Kristjana og hlær. Selur skartið á mörkuðum Kristjana er aðeins byrjuð að koma PELE-skartinu sínu á fram- færi og hún ætlar að selja það í Kola- portinu um næstu helgi. „Ég var líka að selja um síðustu helgi á hátíðinni Blóm í bæ í Hvera- gerði en mamma mín, Ragnhildur Barðadóttir, býr þar og hún var líka að selja skart úr silfri og gleri sem hún býr til í bílskúrnum heima hjá sér. Við verðum með hlutina okkar á handverksmarkaði að Breiðu- mörk 24 í Hveragerði alla daga út júlí. Síðan ætlum við að fara saman með skartið okkar norður til Akur- eyrar og vera með á árlegri hand- verkshátíð í Hrafnagili helgina 6-9 ágúst.“ Ætlar að verða smíðakennari Kristjana ætlar að setjast á skólabekk í haust og mennta sig á áhugasviði sínu. „Ég ætla að fara í Kennarahá- skólann með hönnun og smíði sem kjörsvið og þá kem ég til með að læra silfursmíði, glersmíði, trésmíði og ýmislegt fleira áhugavert. Ég er rosalega spennt og sé mig alveg fyrir mér sem smíðakennara. Þær eru ekki margar konurnar sem eru í því starfi en ég hitti eina um daginn og hún sagði að það væri mjög gaman, þann- ig að ég hlakka til,“ segir Kristjana sem vinnur á kaffihúsinu Gráa kett- inum og það hentar henni vel að kött- urinn sá er lokaður eftir klukkan þrjú á daginn. „Þá get ég notað það sem eftir er dagsins til að búa til skartið mitt.“ Facebook.com/peleskart www.smartskart.is Ég skellti mér með mömmu á þæfingar- námskeið í Borgarnesi. Eftir það hef ég verið óstöðvandi. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Írskir dagar verða formlega settir í dag. Á hátíðinni kennir ýmissa grasa, t.a.m. verður lasertag og paintball kl. 16, í kvöld verður götugrill um allan bæinn og kl. 22 verður kvöldvaka með Ingó Veðurguði og Helga Björnssyni og Reiðmönn- um vindanna. Þá verða tónleikar á Breiðinni með Gusgus og Óla ofur. Margt fleira verður í boði á morgun og á sunnudag en það sem hefur vakið mesta athygli er keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn. Hún fer fram á morg- un kl. 15 í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Allar frekari upplýsingar um dagskrána má finna á irskirdagar.is Grænt gaman um helgina Morgunblaðið/RAX Írskir dagar á Akranesi Mörgum þekktustu poppstjörnum heims nægir ekki að vera ein- göngu þekktar fyrir sönginn heldur vilja spreyta sig á fata- hönnun. Söngvarar á borð við Gwen Stefani, (L.A.M.B.), Justin Tim- berlake (William Rast) og Beyoncé (House of Dereon) hafa all- ir spreytt sig og nú bætist í hóp- inn ekki ómerk- ari söngkona en Madonna. Hún og 13 ára dóttir hennar Lourdes unnu sam- an að línunni „Material Girl“ en í henni er að finna föt, skó, töskur og skart- gripi fyrir unglinga. Línan verður aðeins til sölu í Macy’s og kemur í búðir 3. ágúst. Madonna hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir ögrandi klæðnað en eng- an slíkan verður að finna í lín- unni. Þess í stað verða fall- egir, köflóttir jakkar og skyrt- ur, pils með blómamunstri, vesti o.fl. „Material Girl“ línan væntanleg í ágúst Madonna og Lourdes hanna föt Stærsta heimili í Bandaríkjunum hef- ur verið sett á sölu. Það er tæpir 8.400 m² að stærð og er í Winder- mere í Orlandó (í nágrenni við heim- ili Tigers Woods og fleiri hálauna- manna). Í húsinu eru 23 baðherbergi, 13 svefnherbergi, 10 eldhús og þrjár sundlaugar. Anddyrið eitt minnir á meðalstóra íþróttahöll. Verðið er litlir 9,7 milljarðar kr. og það sem meira er – húsið er ekki einu sinni fullklárað. 20 bíla bílskúr og keilusalur Flesta veggi vantar enn innanhúss, allar innréttingar og gólfefni og þar að auki mun það eflaust kosta sitt að fylla húsið með húsgögnum, svo ekki sé minnst á allt starfsfólkið sem þarf til að halda höllinni hreinni. Það er því svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að fjárfesta í húsinu og ljóst að viðkomandi verður ekki að minnka við sig. Seljandinn, David Siegel, er mikill viðskiptamógúll en viðskiptaveldi hans fór illa út úr kreppunni. Þurfti því að stöðva framkvæmdir og reyna að selja húsið, sem hann sjálfur kall- ar Versali, en loftskreytingarnar, ljósakrónurnar og gyllingarnar á súl- unum sem má finna innan hússins minna óhjákvæmilega á frönsku höll- ina. Eflaust er þó ekki að finna 20 bíla bílskúr, keilusal, bíósal, líkams- ræktarsal, hjólaskautavöll, hafna- boltavöll og tvo tennisvelli í alvöru Versölum. Stærsta heimili Bandaríkjanna til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.