Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 4
Þróun frá kosningum - stuðningur við ríkisstjórnina skv. Þjóðarpúlsi Capacent % 60 50 40 30 20 10 0 49% 47% 48% 47% 46% 50% 47% 47% 42% 47% Könnun Morgunblaðsins Ágúst 2009 Sept. 2009 Okt. 2009 Nóv. 2009 Des. 2009 Jan. 2010 Feb. 2010 Mars 2010 29.mars- 11.apríl 12.-29. apríl Júní 2010 42% Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi og mælist nú um 42%. Þetta er niðurstaða könnunar sem Miðlun ehf. vann fyrir Morgunblaðið í síðasta mánuði. Ef tekið er mið af niðurstöðu úr Þjóðarpúlsi Capacent Gallup þá nem- ur þessi 42% stuðningur lægsta stuðningshlutfalli ríkisstjórnarinnar síðan í kosningum. Raunar mældist stuðningurinn í næstsíðasta Þjóðar- púlsi einnig 42% en í könnuninni þar á eftir fjölgaði stuðningsmönnum um fimm prósent. Í öðrum Þjóðarpúlsum hefur stuðningur við ríkisstjórnina mælst á bilinu 46% til 50%. Í niðurstöðu könnunar Miðlunar kemur einnig fram að ríkisstjórnin er óvinsælli hjá körlum en konum. Bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni styðja um 42% svar- enda ríkisstjórnina, svo ekki er mun- ur þar á. Munur á aldurshópum er greinilegur í afstöðu til stjórnarinn- ar. Aðeins 35% yngstu þátttakend- anna, á aldursbilinu 18 til 24 ára, styðja ríkisstjórnina. Stjórnin nýtur mesta stuðningsins meðal elsta hópsins, þeirra sem eru á aldrinum 55 til 75 ára, eða um 46,5%. Þá haldast menntun svarenda og afstaða í hendur. 53% svarenda með háskólapróf styðja stjórnina en 31% svarenda sem eru með grunn- skólapróf styður hana. Þróunin virð- ist vera sú að því menntaðri sem svarendur eru, þeim mun vinsælli er ríkisstjórnin. Alls voru 849 manns spurð hvort þau styddu ríkisstjórnina. Þar af tóku 689 afstöðu. Úrtakið var til- viljanaúrtak einstaklinga á aldrinum 18-75 ára. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 11. til 28. júní. Færri styðja stjórnina en fyrr  Stuðningur við ríkisstjórn Samfylkingar og VG minnkar og mælist nú 42%  Aðeins um 35% þátttakenda á aldursbilinu 18 til 24 ára styðja ríkisstjórnina 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn júní var óvenju hlýr um mikinn hluta landsins og það fór eins og menn grunaði. Hita- metin féllu í Stykkishólmi, þar sem mælt hefur verið frá árinu 1845, og í Reykjavík, þar sem mælt hefur verið frá 1871. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Að mati Trausta er hér um veðurfarsleg stórtíðindi að ræða. Mjög þurrt var víðast hvar á landinu í júní og þurrkar háðu víða gróðri. Meðalhiti í Reykjavík var 11,4 stig (2,4°C yf- ir meðallagi) og hefur aldrei mælst hærri í júní. Júnímánuðir hafa verið óvenju hlýir frá aldamót- um, allir nema einn (2001) yfir meðallaginu 1961- 1990 og allir nema tveir yfir meðallaginu 1931- 1960. Methiti (10,8°C) mældist einnig í Stykk- ishólmi. Á Hveravöllum var einnig methiti í júní, en þar hefur aðeins verið mælt frá 1965. Athygli vekur að maí var einnig methlýr á Hveravöllum, líklega er það snjóleysi á hálendinu að þakka. Meðalhiti á Akureyri var 11,2°C og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Þetta er sjöundi hlýjasti júnímánuður á Akureyri en mælingar hófust þar haustið 1881. Meðalhiti á Höfn í Hornafirði mældist 10,1 stig. Að tiltölu varð kaldast á an- nesjum austanlands en hiti var þar þó vel yfir meðallagi, segir Trausti. Mjög þurrt var víðast hvar á landinu. Þurrkmet voru þó ekki slegin nema á stöðvum þar sem aðeins hefur verið athugað í stuttan tíma. Úrkoman í Reykjavík mældist 29,5 milli- metrar, sama og í maí, og eru það um 60 prósent af meðalúrkomu. Er þetta fjórði þurri júnímán- uðurinn í röð í Reykjavík. Í Stykkishólmi mæld- ist úrkoman 10 millimetrar og er það um fjórð- ungur meðalúrkomu. Þetta er minnsta úrkoma í júní í Stykkishólmi síðan 1998. Aðeins tveir milli- metrar mældust á Akureyri og eru það sjö pró- sent meðalúrkomu. Enn minni úrkoma mældist á Akureyri í júní 2007. Þegar skoðaðar eru hitatölur fyrstu sex mánuði ársins hafa þær aðeins þrisvar orðið marktækt hærri í Reykjavík en nú. Það var árið 1929 (vetrarhlýindi), 1964 (vetrarhlýindi) og 2003 (allir mánuðir hlýir nema maí). Álíka hlýtt varð 1972 (mikil vetrarhlýindi) og 1974 (óvenju- leg vorhlýindi). Hitametin féllu víða um land í júní  Methiti í Stykkishólmi, þar sem mælt hefur verið samfellt frá árinu 1845  Metin féllu einnig í Reykjavík og á Hveravöllum  Úrkoman á Akureyri í mánuðinum var aðeins tveir millimetrar Morgunblaðið/Ernir Veðurblíða Landsmenn nutu góða veðursins. Sólin skein skært nyrðra » Sólskinsstundir í Reykja- vík mældust 158 í júní og má það heita í meðallagi. » Mjög sólríkt var á Ak- ureyri. Þar mældust sólskins- stundirnar 256 sem er 79 stundum umfram meðallag. » Þetta er sólríkasti júní þar síðan 2000 en þá mældust sól- skinsstundir þar 285. » Loftþrýstingur í Reykjavík mældist 1015,6 hPa í júní og er það 5,5 hPa yfir meðallagi. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð þar sem þrýstingurinn er yfir meðallagi. Heldur var hún slök stemningin á opnunardegi sumarmarkaðarins á Thorsplani í Hafnarfirði í gær. Veðurguðirnir voru verslunarmönnum vondir og hvass- og votviðri varð til þess að bás- um var lokað mun fyrr en ætlað var. Víða olli veðrið þó meiri vandræðum en í Hafnarfirði því bílar og hjólhýsi fuku víða um land af vegum. Ferðalangar sem komu með Nor- rænu til Seyðisfjarðar í gær lentu nokkrir í vandræðum, m.a. festust þýskir ferðamenn í hús- bíl sínum þegar hann fauk af veginum við Sand- fell í Öræfum og húsbíll franskra ferðamanna fór sömu leið á svipuðum slóðum. Öllum var bjargað og engar fregnir höfðu borist af alvar- legum slysum á fólki vegna veðurs í gærkvöldi. Morgunblaðið/Ernir Veðrið setti strik í reikning verslunarmanna Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna spurðu um störf stjórnar- formanns Orku- veitu Reykjavík- ur á fundi borgarráðs í gær og óskuðu m.a. eftir áliti borgar- lögmanns á lögmæti þess að stjórn- arformaður væri í fullu starfi. Þá var óskað eftir svari við því hver tæki ákvörðun um að miða laun stjórnarformanns við laun sviðs- stjóra og á hvaða forsendum. Um kvöldmatarleytið í gær barst fjölmiðlum tilkynning frá aðstoðarmanni borgarstjóra þar sem m.a. segir að eigendur OR hafi samþykkt einróma að stjórnar- formaðurinn yrði tímabundið í fullu starfi. Launin taki mið af launum sviðsstjóra án fríðinda. „Það þótti eigendum hæfilegt mið- að við umfang starfsins og ábyrgð,“ segir í tilkynningunni. Stjórnarformanni hafi þó ekki ver- ið falin önnur en lögboðin verkefni. Spurt um stjórnarfor- mann OR Launin þykja hæfileg miðað við ábyrgð Orkuveituhúsið Pólverjar komust upp fyrir Íslend- inga á Evr- ópumótinu í brids í Belgíu í gær og var íslenska liðið í fjórða sæti eftir daginn, með 218 stig eftir 24 um- ferðir. Auk þess að tapa fyrir Pól- verjum gerði liðið jafntefli við Svía, 16:16, og við Eista, 15:15. Ítalir tóku forystuna af Ísraelum í gær og voru eftir daginn með 243 stig. Ísraelar fylgdu fast á hæla þeim með 240,5 stig og svo Pólverj- ar í þriðja sæti með 232 stig. Enn getur margt gerst enda fjórar um- ferðir eftir en sex efstu sætin tryggja þátttökurétt á heims- meistaramótinu í haust. Íslenska liðið í fjórða sæti í gær Brids Krefst mik- illar útsjónarsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.