Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 ✝ Gísli Sigurðssonvar fæddur að Út- hlíð í Biskupstungum, 3. desember 1930. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi að morgni sunnudagsins 27. júní sl. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Þorbjörg Gísladóttir og Sigurður Tómas Jónsson sem bjuggu í Úthlíð. Systkini Gísla eru :1) Ingibjörg Sigurð- ardóttir, maki Hróar Björnsson sem er látinn. 2) Björn Sigurðsson, maki Ágústa Margrét Ólafsdóttir sem er látin. 3) Sigrún Sigurð- ardóttir, maki Guðmundur Arason. 4) Kristín Sigurðardóttir, fyrri maki Greipur Sigurðsson sem er látinn, seinni maki Werner Rasmus- son. 5) Jón Hilmar Sigurðsson, hann er látinn. 6) Baldur Sigurðs- son, maki Kristbjörg Steingríms- dóttir. Lesbókar Morgunblaðsins. Þar starfaði hann í 33 ár, þar til hann lét af störfum árið 2000. Gísli var listmálari frá barnsaldri og var ekki gamall þegar hann var fenginn til að skreyta skólatöfl- urnar bæði í barnaskólanum í Reykholti og Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann hélt fjölda sýn- inga ýmist einn eða í félagi með öðrum og myndskreytti oft blaða- greinar sem hann skrifaði. Gísli gaf út nokkrar bækur og var einnig af- kastamikill ljósmyndari. Hann skrifaði Árbók Ferðafélags Íslands 1998 og tók flestar myndir í hana sjálfur. Stærsta ritverk hans var bækurnar Seiður lands og sagna, sem kom út í fjórum bindum en honum entist ekki heilsa til að ljúka fleirum. Hann gaf út bókina Ljóð- myndalindir þar sem hann orti ljóð við myndverk sín. Hann var ráðgef- andi við hönnun Úthlíðarkirkju og málaði altaristöfluna sem prýðir kirkjuna. Hann sótti myndefni sitt gjarnan til heimahaganna og Jarl- hetturnar í Langjökli voru honum kært myndefni. Útför Gísla fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 2. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Árið 1955 kvæntist Gísli eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 2. febrúar 1933. For- eldrar hennar voru Þórdís Eiríksdóttir og Bjarni Kolbeinsson sem bjuggu að Stóru- Mástungu í Gnúp- verjahreppi. Gísli og Jóhanna eiga tvö börn, Bjarna Má, f. 1955, sem kvæntur er Hrafneyju Ásgeirs- dóttur, og Hrafnhildi, f. 1959. Barnabörnin eru tvö. Gísli lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni og lauk síðan námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík vorið 1953. Eftir skóla- göngu starfaði hann hjá Lands- bankanum á Selfossi en hóf síðan feril sinn sem blaðamaður er hann tók við sem ritstjóri Samvinnunnar 1955. Árið 1959 varð hann ritstjóri Vikunnar og starfaði þar til ársins 1967 er hann tók við sem ritstjóri „Afi, segðu það sem þú mátt ekki segja.“ Þetta sagði ég þegar gelgjan gerði vart við sig. Afi kallaði mig alltaf ljós í húsi, að fara til afa og ömmu í Garðaflötina var yndislegt, maður breyttist úr venjulegri stelpuskjátu í prinsessu, kókómalt, hrökkbrauð með osti og marmelaði er bara gott hjá afa og ömmu, hvergi annars staðar. Afi var mikill listamaður, ófá skipti tók maður upp pensil og byrj- aði að mála eins og afi. Ein jólin lét hann mig mála jólamynd handa sér, hef verið svona 10-11 ára, í augum afa var þetta flottasta, æðislegsta og frábærasta mynd sem hefur verið máluð … enda var þessi mynd dreg- in upp með stolti öll jól á Garðaflöt- inni. Afi sýndi öllum myndina sem litu inn, mjög ánægður með mynd- ina. Afi var hress og skemmtilegur kall og var ekkert að tvínóna við hlutina, ef hann fékk hugmynd var rokið á stað og það var framkvæmt og með engu hiki, ætli þetta mundi ekki kallast ofvirkni í dag? Afi lifði lífinu svo sannarlega lifandi, skemmtilega lifandi. Þótt við teljum okkur vita hvar við endum öll þá bregður manni mikið og ávallt er sárt að kveðja. En ég veit að afi er á góðum stað þar sem honum líður vel og einhvern daginn mun ég hitta hann aftur. Þín Jóhanna litla. Sumarið 1930 var haldin hátíð á Þingvöllum og minnst 1000 ára af- mælis alþingis. Ungu hjónin í Úthlíð, Sigurður og Jónína, riðu á Þingvöll þótt frúin væri farin að þykkna und- ir belti. 3. desember fæddist þeim hjónum frumburðurinn sem var skírður nafni móðurafa síns Gísla Guðmundssonar. Gísli var ekki gam- all þegar í ljós kom að listamanns- gáfan úr móðurættinni væri honum gefin en Gísli móðurafi hans og Ein- ar Jónsson frá Galtafelli voru bræðrasynir. Er Gísli var 10 ára kom að Úthlíð málari úr Reykjavík, Magnús að nafni, til að mála íbúðar- húsið. Hann var góður frístundamál- ari og hafði með sér alla hluti til að mála landslagsmyndir. Gísli heillað- ist af þessum málara sem kenndi honum undirstöðuatriði í teikningu og að fara með vatnsliti. Þegar amma hans fór til Reykjavíkur þá um haustið fékk hann sína fyrstu vatnsliti og pensla ásamt teikni- blokk. Árið 1940 fór hann í Reyk- holtsskóla þar sem Stefán Sigurðs- son kennari tók á móti Gísla og skildi ekkert í því hver hafði kennt honum svo fljótt til verka. En Stefán var fjölhæfur kennari og kallaði móður okkar á sinn fund og sagði: „Eitt- hvað þarftu nú að gera í þessu, Jón- ína mín.“ Fyrsta myndin sem kom fyrir augu Tungnamanna eftir Gísla var mynd sem hann málaði í barnaskól- anum, og var notuð í leiksýningu, af nátttrölli ógurlegu sem kom á glugga. Gísli fór að mála með vatns- litum af áhuga eftir fermingu og hafa sumar myndir hans frá þeim tíma varðveist. Gísli fór á íþróttaskólann í Hauka- dal. Var hann frískur vel alla tíð og hafði yndi af íþróttum. Einn af vin- um hans úr íþróttaskólanum var Haukdælinn Kristbergur á Laug. Þeir sóttu hvor annan oft heim og kepptu í kringlukasti. Þó var aðal- umræðan hvort öxlin væri of há eða of lág. Eftir að hafa verið í skóla undir umsjón þriggja merkra skólamanna: Sigurðar í Haukadal, Bjarna á Laugarvatni og Jónasar frá Hriflu tók alvara lífsins við. Hann kynntist yndislegri konu, Jóhönnu Bjarna- dóttur frá Stóru-Mástungu og komu þau sér upp menningarheimili í Reykjavík og eignuðust börnin tvö. Eftir að hann settist að í Reykja- vík sneri hann sér að blaðamennsk- unni sem varð hans lifibrauð æ síð- an. Hann var ritstjóri Samvinnunnar og Vikunnar og ritstjórnarfulltrúi Lesbókar Morgunblaðsins, en þar starfaði hann í rúma þrjá áratugi. Gísli skrifaði meira en flestir aðrir um arkitektúr, menningu og listir. Hann málaði alla tíð mikið og er ekki nema mánuður síðan hann lagði frá sér pensilinn. Hann hélt rúmlega 20 opinberar einkasýningar sem voru fjölsóttar. Síðar fluttu þau í Garðabæinn með fjölskylduna. Var heimili þeirra hjóna ávallt opið fyrir fjölskyldur þeirra sem bjuggu í Árnessýslu. Þar gisti ég oftar en tölu verður á komið. Alltaf var eitthvað að gerast. Hann málaði stöðugt og ræddi við mig um landsmálin enda fylgdist blaðamað- urinn vel með þeim. Gísli var sem fyrr segir liðtækur íþróttamaður, byrjaði snemma að æfa golf og var í því sem öðru mikill eljumaður. Náði hann góðum ár- angri í íþróttinni og var í landsliði öldunga um nokkurra ára skeið. Þegar hann hætti að vinna á Les- bókinni fór hann að skrifa bóka- flokkinn Seiður lands og sagna. Í bókunum segir hann í máli og mynd- um frá lífi og starfi fólksins í landinu fyrr og nú allt frá Lóni í Öræfum og vestur á Snæfellsnes. Síðasta bók hans var bókin Ljóðmyndalindir en þar ljóðskreytir hann málverkin sín og er sú bók hans mesta meistara- verk. Samband okkar Gísla var alla tíð náið og fylgdist hann vel með því sem ég var að bjástra við. Hann hjálpaði mér við að hanna og byggja golfvöllinn í Úthlíð. Þegar hann kom á sumrin í heimsókn tók hann alltaf hring á vellinum og sagði til um hvað skyldi laga og hverju ætti að breyta. Eftir þá umræðu var oft tekist á um Sturlungu, ekki síst meðan Jón bróðir okkar var meðal okkar, en báðir voru þeir með frábært minni og mér ofjarlar. Stundum náði ég þó að koma þeim á óvart með því að lesa mér dálítið til ef ég vissi að til stæði að við myndum hittast. Gísli hafði alla tíð mikinn áhuga á arkitektúr og er kom að því að ég hygðist reisa kirkjuna í Úthlíð til minningar um nýlátna eiginkonu mína sagðist Gísli ætla að teikna kirkjuna fyrir mig sem hann og gerði. Hann tók síðan virkan þátt í byggingunni og kom oft austur með Jóni bróður okkar sem gerði heim- ildarmynd um byggingu kirkjunnar. Á þessari vegferð treystust enn bræðraböndin og þótt við hefðum unnið margt ólíkt um dagana, þá fóru skoðanir okkar oft saman, ekki síst er farið var að innrétta kirkjuna. Okkar síðasta verkefni var að hanna og byggja upp duftkirkjugarðinn við Úthlíðarkirkju. Reiturinn var vígður er við jarðsettum kerið hans Jóns bróður okkar. Fyrir þremur vikum kom Gísli austur til að hitta vini sem vildu heiðra hann. Þá skoðaði hann graf- reitinn fullbúinn. „Hvar ætlar þú að láta mig vera, nú ræður þú öllu Björn?“ Ég sýndi honum reitinn. „Þú verður við hliðina á honum Jóni bróður okkar, ég verð hinum megin við hann, það verður um nóg að spjalla.“ Nú þegar bróðir minn hefur lokið sinni vegferð hér á jörð er mér efst í huga þakklæti fyrir alla hjálpsemina og vináttuna. Jóhönnu konu hans Bjarna Má, Hrafneyju, Hrafnhildi, Jóhönnu yngri og Sverri Má votta ég samúð mína. Fáir hafa getað fet- að í fótspor þín, kæri bróðir. Björn Sigurðsson, Úthlíð. Gísli mágur minn lauk jarðvist sinni að morgni sunnudagsins 27. júní. Við hjónin sátum að hádegis- verði ásamt Birni bróður hans í Réttinni í Úthlíð þegar sími Krist- ínar, konu minnar og systur Gísla, hringdi. Í símanum var Jóhanna, eiginkona Gísla að tilkynna andlát hans þá um morguninn. Ekki verður með sanni sagt að það hafi komið mjög á óvart, því erfiður parkinsons- sjúkdómur hafði hrjáð hann í mörg ár og hrakaði heilsu hans mjög hratt á síðastliðnum 2-3 árum. Gísla kynntist ég fyrst persónu- lega þegar kynni tókust með mér og systur hans Kristínu, en auðvitað hafði maður vitað af honum, þjóð- þekktum manninum, bæði sem lista- manni og ritstjóra Lesbókar Morg- unblaðsins. Það var gott að heimsækja þau hjónin Gísla og Jóhönnu. Þegar maður kom var manni ávallt fagnað sem gesti, sem lengi hafði verið beð- ið eftir og sárt hafði verið saknað. Gísli var mjög ljúfur maður og glaðvær. Aldrei heyrði ég hann mæla styggðaryrði um eða við nokk- urn mann, en enginn skyldi halda að Gísli hefði verið maður án skoðana, þvert á móti. Hann hafði sterkar skoðanir, m.a. á húsagerðarlist og ritaði oft greinar um það og ýmislegt annað, sem honum lá á hjarta hverju sinni. Flestum nægir eitt hlutverk í líf- inu, en svo var ekki með mág minn, hinn fjölhæfa snilling. Á yngri árum stundaði hann hlaup og frjálsíþrótt- ir, en síðustu 40 árin átti golfið hug hans allan og náði hann þar frábær- um árangri, eins og þekkt er. Hann var í fullu starfi hjá Morgunblaðinu í rúm þrjátíu ár, en þar að auki var hann afkastamikill listmálari, ljós- myndari, rithöfundur og golfari. Teikniáráttan var Gísla í blóð borin. Ungur að árum notaði hann hvert tækifæri sem gafst til myndsköpun- ar og eigum við hjónin t.d. frábæra mynd af Úthlíð og nágrenni, sem hann teiknaði upp úr fermingu. Svo sterk var þessi árátta, að þótt hann væri orðinn fársjúkur og gæti tæp- ast á fótum staðið, málaði hann mynd af hrossastóði með gosinu í Eyjafjallajökli í bakgrunni og sein- ustu pensilstrokurnar voru teknar daginn áður en hann var lagður fár- Gísli Sigurðsson Gísli Sigurðsson var einn þeirra manna, sem mótuðu Lesbók Morgunblaðsins hvað mest. Árni Óla, sem hóf störf á Morg- unblaðinu við stofnun þess 1913 skrifaði enn í Lesbókina eftir að Gísli hafði tekið við daglegri um- sjón hennar undir lok sjöunda áratugarins. Þeir tveir spönnuðu nánast allan útgáfutíma Lesbókar sem sjálfstæðrar einingar í útgáfu Morgunblaðsins. Geri aðrir betur! Á ritstjórn dagblaðs eru stöðug átök dag hvern ýmist inn á við eða út á við. Eitt af því, sem ég hygg að hafi fylgt Morgunblaðinu alla tíð eru deilur milli ritstjórnar og framkvæmdastjórnar um lok blaðsins á kvöldin og prent- unartíma, sem gat ráðið miklu um útgáfukostnað. Þessi átök náðu aldrei til Lesbókar þann tíma, sem ég þekkti til vegna þess, að Gísli Sigurðsson var svo skipu- lagður í vinnubrögðum, að slík vandamál voru nánast óþekkt á hans vettvangi. Fyrstu árin, sem Gísli starfaði við Lesbókina einkenndust, að því er mér fannst, af stöðugum ásök- unum um að þetta og hitt væri ekki í blaðinu sjálfu þann daginn vegna gleymsku eða skipulags- leysis. Slík vandamál voru óþekkt á Lesbókinni. Það var alltaf allt á hreinu hjá Gísla. Í þau fáu skipti, sem alvarleg mistök urðu í útgáfu Lesbókar tók Gísli þau óskaplega nærri sér, sem sýndi hversu sam- vizkusamur hann var. Matthías Johannessen fékk Gísla til starfa á Lesbókinni eftir nokkrar sviptingar síðustu árin, sem Sigurður A. Magnússon var umsjónarmaður hennar, en Sig- urður og Haraldur J. Hamar fylgdu eftir þeim breytingum, sem urðu, þegar Árni Óla lét formlega af störfum. Þá var Les- bókin stækkuð og aukin áherzla lögð á umfjöllun um menningu. Í áratugi varð Lesbókin einn helzti vettvangur til birtingar á ljóðum og smásögum gamalla sem nýrra kynslóða skálda og rithöfunda. Þeim breytingum var ekki vel tekið af öllum áskrifendum Morg- unblaðsins. Uppsagnir urðu margar eins og stundum gerist, þegar blaði er breytt. Kynni þeirra Gísla og Matthías- ar hófust með samtali sem Gísli átti við Matthías í Vikuna um ljóðlist. Jafnan síðan var Lesbók- in unnin í samráði þeirra tveggja, svo og Huldu Valtýsdóttur, sem starfaði einnig við útgáfu hennar um árabil. En auðvitað komu fleiri að störfum við Lesbókina. Við Eykon komum þar lítið nærri. Þannig var þetta þar til þeir létu báðir af störfum Gísli og Matthías í lok 20. aldarinnar. Ég þekki hins vegar ekki sögu Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur að þessu leyti. Það voru alltaf skiptar skoðanir um Lesbókina, bæði meðal les- enda og innan blaðsins. Sumum þótti efni, sem féll undir hugtakið þjóðlegur fróðleikur, ekki nægi- lega mikið, aðrir töldu, að menn- ingarefni væri of ráðandi. Enn aðrir voru ekki sáttir við stefnu Lesbókarinnar eða Morgunblaðs- ins yfirleitt í umfjöllun um menn- ingarlífið. Þrýstingur á kynning- arefni um menningarlífið var mikill frá þeim, sem störfuðu að menningarmálum, sem var skilj- anlegt. Innan ritstjórnarinnar þótti mörgum of mikið pláss fara undir kynningu á menningu og of lítið um efnislegar umræður um menningu. Gísli Sigurðsson kom víða við. Sjálfur var hann listmálari og eft- ir því sem árin liðu sóttu þær ást- ríður áreiðanlega meira á hann. Hann hafði mikinn áhuga á skipu- lagsmálum og sá til þess að húsa- gerðarlist var gert töluvert hátt undir höfði á síðum Lesbók- arinnar. En einmitt vegna þess, að hann var sjálfur virkur listmál- ari lá hann undir gagnrýni frá öðrum listmálurum eða þeim, sem störfuðu með einhverjum hætti að myndlist. Það voru um skeið – og eru kannski enn – miklir flokka- drættir innan myndlistargeirans. Sumir töldu, að Gísli gerði al- þýðulist of hátt undir höfði á síð- um Lesbókarinnar. Á móti komu skrif Braga Ásgeirssonar, listmál- ara, bæði í Lesbók og ekki síður í blaðið sjálft, sem höfðuðu til þeirra, sem töldu að hin æðri list ætti að sitja í fyrirrúmi. En svo voru þeir, sem gagnrýndu bæði Gísla og Braga fyrir að draga um of taum málaralistar og gefa ekki nægilegan gaum að þeirri nýju myndlist, sem var að ryðja sér til rúms. Það hjálpaði Gísla að takast á við þessa ólíku strauma, marg- víslegar kröfur, sem til hans voru gerðar úr ólíkum áttum og þá togstreitu, sem þarna var á ferð, að hann átti ákaflega auðvelt með að eiga samskipti við fólk, þótt annarrar skoðunar væri en hann sjálfur. Það var mjög auðvelt að starfa með honum, þótt hann stæði fast á sínu. Í áratugi voru átök um útgáfu Lesbókar á milli ritstjóra og framkvæmdastjóra. Það var ekki auðvelt að selja auglýsingar í Lesbók. Þeir sem starfa að menn- ingarmálum hafa ekki peninga til að kaupa auglýsingar. Þess vegna þótti þeim, sem héldu um buddu Árvakurs, kostnaður við útgáfu Lesbókar mikill. Það hjálpaði rit- stjórum Morgunblaðsins mjög í þessum deilum, að það var hvergi veikan blett að finna á sjálfri framleiðslu blaðsins. Gísli Sig- urðsson sá til þess. Gísli Sigurðsson var lykilmaður í þeim sterka kjarna, sem hélt rit- stjórn Morgunblaðsins uppi í ára- tugi. Fyrir hönd okkar Matthías- ar beggja og samstarfsmanna okkar frá fyrri tíð þakka ég hon- um samstarfið og flyt fjölskyldu hans samúðarkveðjur okkar. Styrmir Gunnarsson. Kveðja frá samstarfsfólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.