Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 14.10.2011, Síða 4
14. október 2011 FÖSTUDAGUR4 SAMFÉLAGSMÁL „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upp- hæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskóla- pláss sona r hennar. Í kjöl- farið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykja- víkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endur- greiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjarg- að. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðu- lega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Sam- skiptabrestur hafi hins vegar vald- ið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mis- tök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þann- ig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borg- inni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verk- lagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is ALÞINGI Óskað er eftir hækkun- um fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjárauka- lögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjara- samningum. Tekjuáætlun ársins 2011 er hækkuð um 10 milljarða, þar sem 3,8 prósenta betri innheimta hefur verið á tekjum fyrstu 8 mánuði ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af hækka frumtekjur um 9,3 milljarða og vaxtatekjur um 0,8 milljarða. Í skýringum með frumvarpinu segir að mestar breytingar fjár- heimilda eigi rætur að rekja til áhrifa af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu og hækk- ana á bótum almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga sem ákveðnar voru í kjölfarið á því. Meðalhækkun á launaliðum stofn- ana vegna kjarasamninga er rétt um 5 prósent í frumvarpinu en bótagreiðslur voru hækkaðar um 8,1 prósent. Gert er ráð fyrir að í ár verði heildartekjur ríkissjóðs 482,7 milljarðar króna á rekstrar- grunni og heildargjöld 524 millj- arðar króna. Áætlað er að heildar- jöfnuður ársins verði neikvæður um 41,3 milljarða en frumjöfn- uður jákvæður um 4,5 milljarða. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um tæpa 52 milljarða króna og hreinn láns- fjárjöfnuður neikvæður um 46 milljarða. - kóp Innheimta tekna ríkisins tæpum fjórum prósentum betri fyrstu átta mánuði ársins en áætlað var: Fjárheimildir hækka um 14 milljarða FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpi til fjár- aukalaga í gær. Útgjöld aukast töluvert vegna kjarasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 17° 11° 11° 14° 11° 11° 11° 25° 16° 27° 22° 29° 9° 16° 27° 8° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR Vaxandi NA-átt, fyrst NV-til. 7 7 7 7 8 8 8 6 6 2 9 12 10 11 9 9 9 7 7 5 6 6 6 6 6 7 8 6 5 0 2 4 HELGARVEÐRIÐ verður ekkert rosalega spenn- andi, mjög líkt því sem verður í dag en von er á breyt- ingum í lok helgar. Suðaustanátt og skúrir sunnan og vestan til á morgun, hægari framan af á sunnudag en síðan tekur við stíf norð- austanátt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður VINNUMARKAÐUR Atvinnulausum fækkaði um 0,1 prósentustig í sept- ember frá fyrra mánuði. Alls voru að meðaltali 10.759 atvinnulausir í september og hafði þeim fækkað um 535 frá ágúst. Atvinnuleysi er hið sama og það var í júlí, eða 6,6 prósent. Fjöldi atvinnulausra er kominn niður í það sem hann var í janúar 2009. Þá snarjókst atvinnuleysið þegar áhrifa uppsagna eftir hrun fór að gæta. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vinnumálastofnun þarf að leita aftur til ársins 1995 til að sjá jafn mikið atvinnuleysi fyrir hrun, en þá mældist það 6,8 pró- sent í janúar og 6,5 prósent í mars. Atvinnuleysi er jafnan meira á fyrstu mánuðum ársins. - kóp Atvinnuleysi í september: Svipað og í janúar 2009 Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós Ung, einstæð móðir sem var rukkuð um of há leikskólagjöld hefur loks fengið endurgreitt eftir ítrekaðar óskir um það. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg harm- ar að mistök hafi átt sér stað og segir að verklag verði endurskoðað. LILJA RÓS ÁSAMT SYNI SÍNUM REYKJAVÍKURBORG Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða 18 ára pilti tæplega 31 milljón króna vegna mistaka í meðhöndlun sem leiddu til veru- legs heilaskaða. Pilturinn er nú með skerta heyrn og sjón, spast- ískur og bundinn við hjólastól. Pilturinn var í nóvember 2004 fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með kviðverki, smá hita og uppköst. Við aðgerð reyndist hann vera með sýkingu í kviðar- holi og garnastíflu. Pilturinn fór seinna í öndunar- og hjartastopp, sem leiddi svo til örorku hans. Dómurinn áleit að viðbrögð starfsfólks hefðu verið of sein og ámælisvert að skýrsla um endur- lífgun hefði ekki verið fyllt út með fullnægjandi hætti. Þrettán mínútna töf hefði orðið á réttri meðferð piltsins og hann hefði verið hafður í óæskilegri stellingu miðað við ástandið. - jss 31 milljón króna í bætur: Handvömm og stórfellt gáleysi ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 GENGIÐ 13.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,7009 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,52 116,08 181,42 182,30 158,51 159,39 21,287 21,411 20,421 20,541 17,361 17,463 1,5013 1,51010 181,53 182,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Franski ofurhuginn Matthias Giraud stökk fram af brún fossins Drífanda sem er í Eyjafjöllunum vestanverðum en ekki Drífanda í Fljótshlíðinni eins og sagði í myndatexta á forsíðu Fréttablaðsins í gær. LEIÐRÉTT ANDERS BEHRING BREIVIK Áfram í einangrun af öryggisástæðum. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR, AP Norska lögreglan telur ekki lengur þörf á að fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik verði haldið í einangrun í fangelsi. Rannsókn- arhagsmunir kalli ekki lengur á það. Aftur á móti breytir þetta litlu fyrir Breivik, því fangelsis- yfirvöld munu áfram vilja halda honum frá öðrum föngum af öryggisástæðum. Christian Hatlo, saksóknari lögreglunnar, segir engar stað- festingar hafa fundist á þeim fullyrðingum Breiviks, að hann sé partur af samtökum sem hafi fleiri árásir í undirbúningi. - gb Breivik líklega einn að verki: Einangrun ekki lengur nauðsyn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.