Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2011, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 14.10.2011, Qupperneq 40
14. október 2011 FÖSTUDAGUR24 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson Eini verjandi svona persónu er sá sem leikur hana Sigurður Sigurjónsson leikur spillta löggu í kvikmyndinni Borgríki. Meðal annars efnis Ömmurnar syngja með Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söng- kona Of Monsters and Men, er ánægð með breiðan hlustendahóp hljómsveitarinnar, sem er ein sú umtalaðasta á Íslandi í dag. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. járnstein, 8. húðsepi milli táa, 9. rangl, 11. átt, 12. jarð- sögutímabil, 14. gróðabrall, 16. nafnorð, 17. sægur, 18. skelfing, 20. drykkur, 21. málmhúða. LÓÐRÉTT 1. kvenklæðnaður, 3. frá, 4. fok- sandur, 5. sóða, 7. vopn, 10. ferðalag, 13. tækifæri, 15. smyrsl, 16. net, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. al, 8. fit, 9. ráf, 11. na, 12. ísöld, 14. brask, 16. no, 17. ger, 18. ógn, 20. te, 21. tina. LÓÐRÉTT: 1. sarí, 3. af, 4. vindset, 5. ata, 7. lásbogi, 10. för, 13. lag, 15. krem, 16. nót, 19. nn. Því miður er allt uppbókað hjá heimilislækn- inum í dag. Ertu búinn að prófa að fara á Slysavarðs- stofuna? Ekki spyrja! Á ég að segja ykkur svolítið skrítið? Ég byrjaði að vinna risastórt líffræðiverkefni um leið og því var úthlútað, vann aðeins í því á hverjum degi og kláraði það þremur dögum fyrir skiladaginn! Það mætti jafnvel halda að það hafi verið eitthvað vit í öllum fyrirlestrunum ykkar um vinnubrögð við heimanámið. Rólegur... Læknir Hæ! Hvernig var í skól- anum? Gaman. Fínt. Kennar- inn sagði að ég ætti að láta þig fá þetta. Arrrg! Lýs í bekknum þínum? Róleg Jóna, þetta er ekkert stórmál. Ekki hræða börnin. Hvernig eru lýs? Klór! Klór! Klór! Klór! GA AA A! Stærðfræðingur einn, sérlega auðmjúk-ur, bað eitt sinn hagfræðinginn Paul Samuelson að nefna eina hugmynd úr félagsvísindunum sem væri sönn og lægi ekki í augum uppi. Svar Samuelsons var kenning Ricardos um hlutfallslega yfir- burði. Þar hitti hann naglann á höfuðið! Hugmyndin snýst um að eins manns gróði sé ekki alltaf annars tap, að viðskipti geti bætt allra hag. Einföld hugmynd, oft end- urtekin, en það kemur reglulega í ljós að hugmyndin á merkilega víða undir högg að sækja. Til dæmis þegar tollamúrar eru lofsamaðir eða því haldið fram að menn eins og Huang Nubo ætli sér að græða rosalega mikið „á okkar kostnað“. Viðskipti eru yfirleitt af hinu góða, ekki því vonda. HUGMYNDIN á hins vegar víðar við en einungis í samhengi við- skipta. Til að mynda getur sam- starf bætt allra hag án þess að nokkur tapi. Þegar einstak- lingar taka höndum saman, skipta með sér verkum og nýta styrkleika hver annars þá er útkoman oftar en ekki betri en ef þeir hefðu unnið hver fyrir sig. Til dæmis benti Coase á að því fylgir margvís- legur kostnaður að taka þátt í viðskiptum. Samstarf getur hins vegar lækkað þann kostnað. Þetta skýrir af hverju atvinnulífið er ekki samsett af eintómum einyrkjum, af hverju fyrirtæki spretta upp. AF NÁKVÆMLEGA sömu ástæðu er eins ríkis gróði ekki alltaf annars ríkis tap. Þvert á móti er það yfirleitt hugmyndin að baki alþjóðasamstarfi að allir þátttakendur njóti góðs af. Ríki geta til dæmis hagnast á því að setja sér sameiginlegar reglur um viðskipti og markaði með það fyrir augum að lækka viðskiptakostnað sín á milli og auka stærðarhagkvæmni. Þetta er einmitt hugmyndafræðin að baki Evrópusamband- inu, þótt það hafi stundum teygt sig inn á svið sem það ætti betur að láta í friði. ÞESS VEGNA er furðuleg hugmyndin sem er reglulega sett fram á Íslandi að eina mögulega ástæða þess að ESB vilji nokkuð með Ísland hafa sé græðgi í það sem hingað sé að sækja. „Það“ vilji græða á okkar kostnað. Það er auðvitað fráleitt að ætla að 27 sjálfstæð þjóðríki kjósi af fúsum og frjálsum vilja að taka þátt í sam- starfi sem snúist um að arðræna einstök ríki. Það hljómar ekki eins og félagsskapur sem nokkurt ríki myndi vilja tilheyra og er sérdeilis slæm lýsing á því fyrirbæri sem ESB er. Þvert á móti liggur að baki ESB sú hugmynd að samstarf, líkt og viðskipti, geti bætt allra hag. Eins manns gróði …

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.