Fréttablaðið - 20.10.2011, Side 2

Fréttablaðið - 20.10.2011, Side 2
20. október 2011 FIMMTUDAGUR2 SKÓLAMÁL „Vinnan í sumum mötu- neytum er farin að líkjast meira þrælabúðum en eðlilegum vinnu- stað,“ segir í yfirlýsingu Sam- taka faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur. Gunnar Bollason, formaður sam- taka matreiðslumannanna, segir að starfsfólki hafi stöðugt verið fækkað í skólamðtuneytum borg- arinnar á síðustu árum. Sem dæmi starfi hann sem matreiðslumaður í Rimaskóla með tvo skólaliða sér til aðstoðar og eldi ofan í um 550 manns. Áður hafi fjórir skólaliðar starfað með honum í mötuneytinu. Í yfirlýsingu sinni segjast mat- reiðslumennirnir vara við fækkun starfsfólks í mötuneytum margra grunnskóla Reykjavíkur. „Gífur- legt álag er á því starfsfólki sem eftir er þar sem því er gert að vinna sömu vinnu og áður. Það virðist vera geðþóttaákvörðun hjá hverjum og einum skólastjóra hvort stöðu gildum í mötuneytum er fækkað,“ segir í yfirlýsingunni. Gunnar lýsir ástandinu sem „fáránlegu“. Í sumum skólum ráði starfsfólkið ekki við að matreiða ofan í mannskapinn og að þar sé gripið til þess að leysa málið með aðkeyptum mat sem hitaður sé upp í skólunum. Það sé dýrari leið og auk þess sé sá matur ekki eins hollur og máltíðir eldaðar á staðn- um. Borgaryfirvöld hafi ekki léð máls á ábendingum matreiðslu- manna og óskum þeirra um úrbæt- ur. „Foreldrar eru að borga 275 krón- ur fyrir hverja máltíð barnanna. Af þeim eru teknar 63 krónur í laun eins starfsmanns og viðhald. Þá eru eftir 212 krónur. Það er mikil list að moða þannig úr slíkum peningum að þeir dugi í mannsæmandi mál- tíð,“ segir Gunnar. Matreiðslumennirnir segja þró- unina bitna á börnunum. „Vegna undirmönnunar er vegið að fag- mennsku matreiðslumanna, þar sem þeir neyðast til að kaupa inn meira af tilbúnum mat en áður. Þetta stríðir gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda þar sem skóla- mötuneytum er gert að fara að stöðlum Lýðheilsustöðvar og leggja áherslu á ferskan, hollan og nær- ingarríkan mat,“ segir í yfirlýsingu matreiðslumannanna, sem benda á misræmi hvað þessa hluti snertir milli sviða borgarkerfisins: „Skólamötuneyti sitja ekki við sama borð og matreiðslumenn hjá Velferðarsviði. Gert er ráð fyrir að þrjá matreiðslumenn og tólf aðstoðar menn þurfi til að matreiða ofan í um það bil eitt þúsund manns hjá Velferðarsviði. Hjá Menntasviði – sem sagt í skólamötuneyti – er dæmi um að einn matreiðslumaður og tveir skólaliðar sjái um að mat- reiða ofan í sjö hundruð manns. Þetta er óþolandi staða sem er búið að koma okkur í!“ gar@frettabladid.is Það er mikil list að moða þannig úr slíkum peningum að þeir dugi í mannsæmandi máltíð. GUNNAR BOLLASON FORMAÐUR SAMTAKA FAGLÆRÐRA MATREIÐSLUMANNA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR Sigfús, er þetta bara hráka- smíð? „Við verðum allavega að spýta í lófana og klára málið.“ Sigfús Ólafur Helgason er umsjónar- maður í Íþróttahúsinu Boganum. Iðkendur íþrótta fá sýkingar í sár sem eru raktar til þess að hrækt er á gervigrasið, sem hefur ekki verið þrifið. VIÐSKIPTI Hlutabréfaverð Icelandair Group, móðurfélags Icelandair og fleiri fyrirtækja, hefur hækkað um 81,3 prósent það sem af er ári. Á sama tímabili hefur hlutabréfaverð helstu flugfélaga Evrópu lækk- að verulega. Þetta kemur fram í saman tekt norska dagblaðsins Dagens Næringsliv um flug rekstur í Evrópu. Í umfjölluninni segir að sam- spil hás eldsneytisverðs og minnk- andi eftirspurnar vegna alþjóðlegu efnahagslægðarinnar hafi leikið evrópsk flugfélög grátt undan farið, að Icelandair undanskildu. „Við metum það þannig að þetta sé klárlega staðfesting á því að við séum að gera eitthvað rétt,“ segir Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair Group. „Við teljum að okkar rekstrarmódel hafi sann- að sig síðustu misseri. Þá hefur leiðarkerfi Icelandair og okkar nýju leiðir, svo sem Seattle, komið mjög vel út.“ Bogi segir að hluta af hækkuninni megi án efa rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi en bendir á að ferðir frá Íslandi hafi einnig aukist talsvert. Icelandair Group gekk á síðasta ári í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu og var í kjölfarið ráðist í hlutafjárútboð. Þar voru hlutir seldir á genginu 2,5 en það stóð í 5,7 síðasta miðvikudag. - mþl Markaðsvirði Icelandair Group hefur hækkað um ríflega 80 prósent á árinu: Icelandair sker sig úr meðal flugfélaga Þróun hlutabréfaverðs evrópskra flugfélaga Félag Hlutabréfaverð* Þróun í ár Markaðsvirði** Ryanair Holding 3,3 -13,4% 768.828,8 Deutsche Lufthansa-reg 9,8 -37,7% 721.642,0 Intl Consolidated Airline-di 165,7 -39,2% 565.186,7 Easyjet Plc 368,9 -16,2% 291.889,3 Air France - KLM 5,6 -58,8% 271.587,5 Sas ab 9,5 -51,7% 64.079,1 Finnair Oyj 2,9 -42,9% 59.402,1 Aer Lingus 0,6 -39,9% 55.324,8 Norwegian Air Shuttle as 62 -47,2 44.321,1 Air Berlin Plc 2,6 -30,2% 35.531,7 Icelandair Group 5,7 81,3% 28.896,8 Veuling Airlines sa 5,5 -43,7% 26.374,3 Aegan Airlines sa 1,6 -25,1% 18.507,1 Cimber Sterling Group a/s 1,5 -58,6% 1.426,6 Meðaltal -30,2% 210.928,4 * Skráning 12. október í gjaldmiðli kauphallar hvers félags. ** Í milljónum króna. VESTMANNAEYJAR Ferjan Baldur verður einungis skammtímalausn til siglinga á milli Vestmanna- eyja og Landeyjahafnar, að mati Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Elliði ræðir um samgöngumál á vefsíðu sinni þar sem hann segir meðal annars að í ljósi þess að breytingar á Baldri séu kostn- aðarsamar sé hann, jafnvel sem vetrarlausn, vart í boði nema leit að heppilegra skipi skili ekki árangri. Baldur hefur siglt til og frá Vestmannaeyjum undan farið, þar sem aðstæður í Landeyjahöfn hafa verið óhagstæðar fyrir Herjólf. - sv Bæjarstjóri um Baldur: Aðeins lausn til skamms tíma NÁTTÚRA Aldrei hafa verið fleiri frjókorn í lofti yfir Reykjavík en í sumar og á Akureyri mældust frjókorn yfir meðallagi. Niður- stöður frjómælinga hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnun- ar Íslands. Júní var aðalfrjómánuðurinn í Reykjavík. Þá var birkið í blóma en frjó þess urðu sex sinnum fleiri en í meðalári og hafa aldrei verið fleiri. Asparfrjó urðu einnig ríf- lega sex sinnum fleiri en í meðal- ári. Þá fóru grasfrjó og súrufrjó líka yfir meðaltalið. Á Akureyri mældust birki- og asparfrjó yfir meðallagi en gras- og súrufrjó í tæpu meðallagi. Ágúst var aðal- frjómánuðurinn en þá var sem mest af grasfrjóum. - shá Sexföldun í Reykjavík í júní: Frjókorn aldrei mælst fleiri ASPARFRJÓ Oft er hvítt yfir að líta vegna asparfrjóa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið Betware hefur skrif- að undir stóran samning við Cirsa Gaming Corporation frá Spáni. Í samningnum felst að Cirsa mun nýta sér leikja- og hugbúnaðarlausn Betware fyrir internet- og snjall- símavefi fyrirtækisins á Spáni og í fleiri löndum. Cirsa, sem er með höfuðstöðv- ar á Spáni, rekur 32 spilasali, 83 rafræna spilasali, yfir 32 þúsund spilakassa, 88 bingósali og 139 íþróttaspilasali á Spáni, Ítalíu og í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta er stór áfangi í markaðs- og sölustarfi Betware, en Cirsa er fjórði erlendi viðskiptavinur fyrir- tækisins auk danska og spænska ríkislóttósins og fylkislottósins í Bresku Kólumbíu í Kanada. Auk stórra erlendra viðskiptavina er Íslensk getspá viðskiptavinur Betware. Starfsmenn Betware eru rúm- lega hundrað á Íslandi, í Danmörku, á Spáni og í Kanada. Í tilkynningu kemur fram að Betware hafi á undan förnum misserum verið að fjölga starfsmönnum og að samn- ingurinn við Circa, ásamt fleiri samningnum sem eru í vinnslu, muni styðja frekar við uppbygg- ingu á starfsemi fyrirtækisins inn- anlands. - shá Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki með stóran áfanga í markaðs- og sölustarfi: Betware landar stórum samningi HEIMASÍÐA Cirsa er risafyrirtæki en ekkert hefur verið gefið upp um virði samningsins fyrir Betware. NOREGUR Lögreglan í Noregi gerði sér strax grein fyrir því, aðeins fáeinum mínútum eftir sprengju- árásina í Ósló í sumar, að þar væri Anders Behring Breivik að verki. Lögreglan gerði sér einnig grein fyrir því á hvaða bifreið hann var og hvert var tilefni árásarinnar. Þeir sem stjórnuðu aðgerðum lögreglunnar fengu þó ekki þess- ar upplýsingar fyrr en rúmlega klukkustund síðar, þegar Brei- vik var á leiðinni til Úteyjar að fremja fjöldamorð á unglingum. Það er norska fréttasíðan ABC Nyheter sem skýrði frá þessu í gær og sagðist hafa upplýsing- arnar úr leynilegum lögreglu- skýrslum. - gb Lögreglan í Noregi: Vissi strax hver morðinginn var BRETLAND, AP Heillegt báts- kuml hefur fundist í Skotlandi, á afskekktum skaga sem nefnist Ardnamurchan. Talið er að víkingahöfðingi hafi verið grafinn þar ásamt báti sínum, exi, sverði og spjóti. Kumlið er líklega meira en þús- und ára gamalt, en þetta er fyrsta heillega víkingakumlið sem finnst í Bretlandi og þykir þessi fornleifafundur því afar merki- legur. Reynt er að afla vitneskju um samfélagsþróun á þessum slóðum frá víkingatímanum. - gb Víkingakuml fannst í Skotlandi: Gröf með báti og vopnum DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuð borgarsvæðinu hefur ákært tæplega tvítuga konu fyrir að stela rándýrum úlpum úr fatahengi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í nóvember í fyrra. Konan er sökuð um að hafa í tví- gang farið í skólann, stolið fyrst fimm úlpum og síðan einni. Í seinna skiptið var þrítug kona með í för og er hún ákærð fyrir hlut- deild í brotinu. Þá brugðust börn í skólanum skjótt við og hlupu þá yngri uppi. Hún er einnig ákærð fyrir að hafa kýlt aðra konu á Café Oliver og að aka undir áhrifum og ökuréttindalaus. - jss Var hlaupin uppi af börnum: Ákærð fyrir úlpuþjófnað Carla Bruni ól stúlkubarn Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sar- kozy Frakklandsforseta, ól stúlkubarn klukkan sex í gær að íslenskum tíma. Margmenni kom saman fyrir utan fæðingardeildina þegar fregnaðist að hún væri þar. Bruni á fyrir einn son og Sarkozy þrjá. FRAKKLAND Smurostar við öll tækifæri ms.is ...tvær nýjar bragðtegundir Ný bragðtegund með papriku Ný bragðtegund Texmex H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA - 11 -0 50 9 SPURNING DAGSINS Mötuneyti skólanna sögð sem þrælabúðir Samtök matreiðslumanna í grunnskólum segja að einum matreiðslumanni með aðstoð tveggja skólaliða sé gert að elda fyrir sjö hundruð manns. Með mikilli fækkun starfsfólks í skólamötuneytum versni máltíðirnar sem börn fái. MATEIÐSLUMENN Á FARALDSFÆTI Sextán af um þrjátíu félögum í Samtökum faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur fóru saman til Finnlands í sumar og kynntu sér skólamötuneyti þar. Gunnar Bollason er yst til hægri. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.