Fréttablaðið - 20.10.2011, Page 4

Fréttablaðið - 20.10.2011, Page 4
20. október 2011 FIMMTUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 16° 9° 9° 10° 7° 10° 10° 25° 11° 20° 19° 22° 7° 11° 21° 7°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. LAUGARDAGUR Strekkingur á V-fjörð- um og með SA-strönd, annars hægari. 6 5 34 4 56 5 5 4 7 7 5 5 6 6 6 6 1 4 4 6 5 8 6 5 6 4 5 3 5 5 ÚRKOMA fellur um allt land í dag en fer minnkandi þeg- ar á daginn líður. Norðan og austan til verður snjókoma í fyrstu en síðan slydda og rigning. Það léttir heldur til norðaustan- lands á morgun en um sunnan- og vestanvert land verða skúrir eða slydduél. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun segir ekkert hafa komið fram sem breyti ábendingu stofnunarinnar frá 27. september um innkaup lög- gæslustofnana. Stofnunin standi því við ábendingu sína. Þetta er niðurstaða Ríkis- endurskoðunar í kjölfar niðurstöðu innanríkis ráðuneytisins þess efnis að farið hafi verið að lögum við öll þau innkaup sem stofnunin fjallaði um í ábendingu sinni. Ábendingar stofnunarinnar vörð- uðu meðal annars innkaup ríkis- lögreglustjóra í desember 2009, þegar keyptur var búnaður af Trademark ehf. fyrir samtals 12,6 milljónir króna. Viðskiptunum var skipt á þrjá reikninga, en Ríkis- endurskoðun vakti athygli á að samkvæmt lögum um opinber inn- kaup væri óheimilt að skipta við- skiptum upp í því skyni að þau yrðu undir viðmiðunarmörkum útboðs- skyldu. Þá benti Ríkisendurskoðun á óheppileg innkaup löggæslustofn- ana frá fyrirtækjum tengdum lög- reglumönnum. Ríkisendurskoðun segir að þótt tiltekin reglugerð framkvæmda- stjórnar ESB hafi ekki verið í gildi þegar umrædd innkaup á lögreglu- búnaði fóru fram hafi aðrar efnis- lega samsvarandi reglugerðir verið í gildi. Stofnunin standi því við þá niðurstöðu sína að um ein og sömu kaup á búnaði hafi verið að ræða. Af fyrirliggjandi gögnum sé vandséð að hægt sé að halda því fram að uppi hafi verið aðkallandi neyðarástand þegar kaupin á bún- aðinum fóru fram. Greiningar deild ríkislögreglustjóra hafi spáð fyrir um að áfram yrði uppi það hættu- ástand sem ríkt hefði í heilt ár og stæði enn að mati ríkislögreglu- stjóra. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að taka það fram að stofnunin hafi ekki séð hættumöt greiningardeildar Ríkislögreglu- stjóra frá falli bankanna til dags- ins í dag. „… og sætir það nokkurri furðu í ljósi alvarleika málsins,“ segir enn fremur. Bent er á að þessar upp- lýsingar hafi komið fram í greinar- gerðum Ríkislögreglustjóra til inn- anríkisráðuneytisins. Enn fremur að tilboðsfrestur í almennum útboðum sé fimmtán virkir dagar, en allt að tveir og hálfur mánuður hafi liðið frá því að ákveðið var að kaupa búnaðinn og þar til hann var afhentur. Loks tiltekur Ríkisendurskoðun að 26. ágúst hafi drög að ábend- ingu um innkaup verið send innan- ríkisráðuneytinu, Ríkislögreglu- stjóra og Lögregluskóla ríkisins. Skólinn hafi skilað athugasemd- um innan tilskilins frests, ráðu- neytið hefði skilað þegar ákvörðun um útgáfu hafi verið tilkynnt því og Ríkis lögreglustjóri hafi lagt fram athugasemdir við drögin á fundi með Ríkisendurskoðun. Þar hafi ekki verið að finna athuga- semdir sem embættið hefði gert í nýjum greinargerðum sínum til ráðuneytis ins og Ríkisendurskoð- un hefði fyrst fengið nú 18. október. jss@frettabladid.is GENGIÐ 19.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,9818 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,88 115,42 181,47 182,35 158,91 159,79 21,341 21,465 20,558 20,680 17,405 17,507 1,4952 1,5040 181,20 182,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Ekki aðkallandi neyðarástand Ríkisendurskoðun stendur við ábendingu sína um innkaup löggæslustofnana. Yfirlýsing innanríkisráðherra um að lög hafi ekki verið brotin breyti engu þar um. Kaupin hafi ekki verið gerð í aðkallandi neyðarástandi. ÞJÓÐKIRKJAN Um 150 manns tóku þátt í nám- skeiði á vegum þjóðkirkjunnar í Neskirkju í gær. Dr. Marie M. Fortune fræddi viðstadda um kynferðislegt ofbeldi í samhengi kirkju og trú- félaga og rétt viðbrögð við því. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hélt erindi og fór með bæn í byrjun námskeiðsins, þar sem hann lýsti djúpri sorg vegna mistaka sem voru gerð innan kirkjunnar við meðferð mála tengdum Ólafi Skúlasyni og sagðist biðja þess að allir lærðu af þeim. Þá sagði Karl að þjóðkirkjan væri í lærdóms- ferli sem miðaði að því að setja skýrari regl- ur um meðferð kynferðisbrota, efla fræðslu og skapa meðvitund um afleiðingar þess og forvarnir gegn því. Árni Svanur Daníelsson, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu, segir mikla ánægju ríkja innan kirkjunnar með að dr. For- tune sé komin hingað til lands að miðla reynslu sinni. „Biskup fagnar þessari heimsókn og tekur þetta mjög alvarlega,“ segir Árni Svanur. „Hann mun hitta Fortune tvisvar í þessari viku og fara yfir málin, eins og hann sagði í morgun [í gær]. Hann er mjög þakklátur fyrir hennar framlag til vinnu þjóðkirkjunnar í þessum málum.“ Karl mun hitta Fortune í dag ásamt fagráði þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot. Guðrún Ebba Ólafsdóttir var meðal gesta námskeiðsins og stjórnandi þess var sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkj- unnar. - sv Karl Sigurbjörnsson biskup hélt erindi á námskeiði dr. Marie Fortune um kynferðisofbeldi: Biskup lýsti djúpri sorg vegna mistaka BISKUP Á NÁMSKEIÐI Í NESKIRKJU Karl Sigurbjörns- son biskup mun hitta dr. Marie Fortune og fagráð þjóðkirkjunnar á formlegum fundi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Karlmaður um þrí- tugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuð- borgar svæðinu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Maðurinn er erlendur ríkis- borgari og hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann var hand- tekinn í fyrradag og samhliða var lagt hald á umtalsvert magn af sterkum fíkniefnum. Maðurinn er grunaður um að vera stórtækur í sölu og dreifingu fíkniefna. Hann hefur búið hér á landi um skeið. Málið er í rannsókn, en það hefur verið unnið í samvinnu við toll- yfirvöld. -jss Maður í gæsluvarðhaldi: Grunaður dóp- sali handtekinn Ríkisendurskoðandi fer fram á það í bréfi sínu að ráðuneytið afhendi sér afrit af samþykkt ráðherra fyrir kaupunum á grundvelli þess að neyðar- ástand hafi skapast. Þetta telur hann nauðsynlegt, þar sem ósamræmi sé á milli tveggja atvikalýsinga frá Ríkislögreglustjóra. Í greinargerð Ríkislögreglustjóra til Ríkisendurskoðunar segi frá fundum með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins þar sem fram hafi komið að litlar líkur væru á að fjárveitingartillagan hlyti brautargengi. Hins vegar hafi Ríkislögreglustjóri sent innanríkisráðuneytinu greinargerð þar sem segi að ráðherra hafi samþykkt að fjármunum yrði ráð- stafað í þessa veru „vegna hættuástands í þjóðfélaginu“. - sh Vill sönnun fyrir samþykki ráðherra DÓMSMÁL Sigurður Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, var í Héraðsdómi Stokkhólms í gær dæmdur í skil- orðsbundið fangelsi fyrir að ofsækja fyrrverandi kærustu sína og beita hana ofbeldi. Það er miðillinn Nyheter24 sem greinir frá dómnum, en þar kemur ekki fram hve langt skilorðið er. Sigurður gekkst við því að hafa sent konunni 468 SMS-skilaboð og tölvuskeyti sem mörg hver inni- héldu fúkyrði. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa gefið henni olnbogaskot í flugvél á leið frá Mallorca til Stokkhólms. Hann var jafnframt sektaður um sem nemur tæpum 300 þúsund krónum. Sigurður, sem þjálfar nú lið Enköping í sænsku fyrstu deild- inni, var sýknaður af alvar legustu ákæruliðunum, sem sneru að grófu líkamlegu ofbeldi. - sh Sigurður Jónsson í Svíþjóð: Dæmdur fyrir að ofsækja sína fyrrverandi MÓTMÆLT VIÐ ALÞINGI Ríkislögreglustjóri segir kaupin eðlileg, enda hafi ríkt hættuástand á Íslandi þegar þau hafi verið gerð og slíkt ástand ríki raunar enn. FRÉTTABALÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.