Fréttablaðið - 20.10.2011, Síða 53

Fréttablaðið - 20.10.2011, Síða 53
FIMMTUDAGUR 20. október 2011 45 uppþvottalögur glerhreinsirbaðherbergishreinsir sturtuhreinsiryfirborðshreinsirblettahreinsir uppþvottaefni þvottaefnimýkingarefni þvottaefni og mýkingarefni Allt sem þú þarft er smá umhverfisvæn og húðvæn hreinsiefni sem virka HÚÐVÆNT án ertandi ilm- og litarefna UMHVERFISVÆNT framleitt samkvæmt ströngustu umhverfisstöðlum án kemískra efna ÖFLUG VIRKNI NÁTTÚRULEGAR ILMOLÍUR ferskur ilmur Hagkaup Víðir Þín Verslun Seljabraut Fjarðarkaup fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á Whooo Leikaraparið Javier Bardem og Pénelope Cruz vakti athygli veg- farenda í Sarajevo um daginn þegar þau voru í göngutúr ásamt níu mánaða syni þeirra, Leo Enc- incas. Litla fjölskyldan er stödd í Bosníu þar sem Cruz er við tökur á myndinni Venuto al Mondo en þar leikur Cruz einstæða móður sem ferðast til Bosníu ásamt 16 ára syni sínum til að sýna honum hvar faðir hans lést í stríðinu. Leo litli skoðaði mannlíf Sarajevo-borgar úr magapoka framan á föður sínum á meðan Cruz gæddi sér á ís. Tóku soninn á næturrölt HAMINGJUSÖM Javier Bardem og Pénelope Cruz eru stödd í Sarajevo ásamt syni sínum Leo. Hér eru þau á góðri stundu þegar Cruz var ennþá ólétt. NORDICPHOTOS/GETTY Rihanna hefur komist að sam- komulagi við tískuljósmyndar- ann David LaChapelle utan dóm- stóla. Hann hélt því fram að myndir sem hann tók af söngkon- unni hefðu verið notaðar án hans leyfis í myndbandi við lag hennar S&M. LaChapelle krafðist um 115 milljóna króna í skaðabætur. „Mér líkar vel við RiRi. Þetta er ekkert persónulegt heldur snýst þetta eingöngu um viðskipti,“ sagði ljósmyndarinn þegar hann höfðaði málið. „Tónlistarmenn borga fyrir að nota lagabúta frá öðrum og því ætti það sama að gilda um myndefni listamanna.“ Sættir nást í dómsmáli SAMKOMULAG Rihanna hefur komist að samkomulagi við ljósmyndarann David LaChapelle. Á meðan allt leikur í lyndi milli Baltasars Kormáks og Marks Wahlberg og þeir tveir farnir að leggja drög að sinni næstu mynd, 2 Guns, hefur heldur betur kastast í kekki milli leikarans og leikstjórans Davids O. Russell. Vinslitin voru aðalmálið á bandarískum kvikmynda- vefmiðlum í gær. Vináttan hangir á bláþræði eftir að Russell ákvað að sniðganga Wahlberg við valið í kvik- myndina The Silver Linings Playbook og fá í staðinn Bradley Cooper. „Hann kostaði minna,“ hefur vefmið- illinn The Wrap eftir heimildarmanni sínum. Wahlberg dró Russell upp úr miklu drullusvaði þegar hann fékk leikstjórann til liðs við sig í kvikmyndinni The Fighter, Russell hafði þá ekki fengið eitt einasta verkefni eftir kvikmyndina I Heart Huckabees og til að bæta gráu ofan á svart lak myndband á netið þar sem leikstjórinn sást öskra á leikkonuna Lily Tomlin. Skapofsi Russells hefur áður komið honum í bobba því hann hnakkreifst við George Clooney á tökustað Three Kings. Það þykir ekki gott að verða „óvinur“ Wahlbergs um þessar mundir því leikarinn hefur á undanförnum árum komist til mikilla metorða í Hollywood, hann bæði leikur í og framleiðir bíómyndir og hefur þar að auki haslað sér völl í sjónvarpsgeiranum með sjónvarpsþáttaröð- inni Entourage. Svo skemmtilega vill til að Russell þessi átti að leikstýra 2 Guns og hafði fengið Vince Vaughn til að leika aðalhlutverkið en Wahlberg og Baltasar hafa nú yfirtekið verkefnið og ætla að skila því til byggða árið 2013. - fgg Í SKOTLÍNU Baltasar Kormákur hefur tekið verkefninu 2 Guns sem David Russell, besti vinur Mark Wahlberg, átti að leikstýra. Samkvæmt fjölmiðlum þar vestra eru Russell og Wahlberg hættir að tala saman eftir að Russell sniðgekk leikarann fyrir sína nýjustu mynd. Kastast í kekki milli stjarna í Hollywood

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.