Fréttablaðið - 25.10.2011, Side 4

Fréttablaðið - 25.10.2011, Side 4
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 NÁTTÚRA Skráning Náttúrufræði- stofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurta tegunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Sam- svarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugð- ist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undir- býr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráð- ist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunn- ar spurður um áherslur nefndar- innar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í ný útkominni Hvítbók um náttúru- vernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er frið- að eða sauðfjárbeit lítil, en eink- um þó við þéttbýli og á skógrækt- ar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæski- legar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverð- mæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúp- ína hefur verið notuð mikið til land- græðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is GENGIÐ 24.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,0103 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,74 115,28 182,64 183,52 158,60 159,48 21,299 21,423 20,588 20,710 17,401 17,503 1,5062 1,5150 181,24 182,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Ranghermt var í umfjöllun um tónleikaröð Karlakórs Hreppamanna í tilefni af 200 ára afmæli Franz Liszt að tónleikarnir í Selfosskirkju væru á morgun. Þeir tónleikar verða miðvikudaginn 2. nóvember. Sýning í Safnahúsinu á Ísafirði er um Kristínu Ólafsdóttur sem fyrst kvenna á Íslandi lauk námi í læknisfræði. Nafn hennar var misritað í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. LEIÐRÉTT Í LAXÁ Á ÁSUM Nýtt veiðihús verður reist við ána. STANGVEIÐI Til stendur að reisa allt að 328 fermetra veiðihús við Laxá á Ásum í Húnavatnssýslu. Þó að veiði í Laxá hafi dalað nokkuð er áin ein sú dýrasta á landinu. Fram til þessa hefur aðeins verið veitt á tvær stangir í ánni og ætti því að verða rúmt um gesti í nýja veiðihúsinu sem í fyrsta áfanga verður þó aðeins 192 fermetrar. Bæjarstjórn Blönduóss hefur samþykkt að úthluta veiðifélagi Laxár lóð undir veiðihúsið í landi Hnjúka og gefið byggingarleyfi fyrir fyrsta áfanga hússins. - gar Breytingar við dýra veiðiá: Risaveiðihús við Laxá á Ásum Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur Lúpína hefur myndað varanlega stofna allvíða á hálendinu. Sama vandamál er komið upp á friðlýstum svæðum. Notkun framandi tegunda er bönnuð á þessum svæðum. Hálendið er í forgangi við að hamla frekari útbreiðslu. ÚTBREIÐSLUKORT LÚPÍNU Í skýrslu lúpínunefndarinnar er útbreiðslan sýnd í 10x10 kílómetra reitum árin 2009 og 2010, eftir endurmat. Myndin sýnir að landnám jurtarinnar nær til alls landsins í meiri eða minni mæli. STÚLKAN Litla stúlkan skömmu áður en vöruflutningabíll ók yfir hana. MYND/AP PEKING, AP Lögreglan í Kína hefur handtekið tvo ökumenn sem eru grunaðir um að hafa ekið yfir tveggja ára stúlku. Atvikið átti sér stað á fjölfarinni götu í suður- hluta Kína fyrir nokkru. Um langa hríð hafði enginn afskipti af stúlkunni sem lá á götunni, en hún lést viku síðar. Dauði stúlkunnar vakti mikla athygli í kínverskum fjölmiðlum, sem sögðu atvikið bera vott um dvínandi náungakærleik í land- inu. Í sjö mínútur eftir að fyrri bíllinn ók á stúlkuna gengu eða hjóluðu átján manns framhjá án þess að veita henni athygli. - fb Ekið á litla stúlku í Kína: Tveir ökumenn handteknir HEILBRIGÐISMÁL Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands og tann- lækna hafa ekki tekist. Í ágúst síðastliðnum kvaðst for- stjóri Sjúkratrygginga vona að tak- ast myndi að landa rammasamn- ingi við tannlækna í september. Nú standa hins vegar yfir við- ræður við þá tannlækna sem þátt tóku í átaki velferðarráðuneytisins í sumar um gjaldfrjálsar tann- lækningar fyrir börn tekjulágra. Viðræðurnar snúast um að þeir ljúki þeim skoðunum og viðgerðum sem ekki tókst að klára í sumar. - ibs Viðræður án árangurs: Ekki samið við tannlæknaLúpína er skilgreind sem framandi ágeng plöntutegund sem getur valdið verulegum breytingum á vistkerfum þar sem hún vex og ógnar því líffræði- legri fjölbreytni á hverjum stað. Nokkrar slíkar tegundir plantna vaxa hér en af þeim er lúpínan talin mesti vágesturinn. Framandi ágeng plöntutegund VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 12° 11° 10° 11° 12° 10° 11° 26° 15° 21° 17° 26° 8° 15° 21° 10°Á MORGUN 8-13 m/s SV- og V til, annars hægari. FIMMTUDAGUR Víða fremur hægur vindur. 2 3 5 4 3 4 5 8 77 -1 9 9 3 8 2 5 6 4 5 11 6 7 8 6 7 8 7 6 5 5 6 VÆTUSAMIR DAGAR Úrkoma í kortunum en ekkert regnhlífar- veður því það verður strekkingur á köfl um. Slydda eða snjókoma N- til í dag í fyrstu. Hlýnar þó í veðri og hiti 5-10 stig á morgun. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður 130 handteknir Lögreglan í Chicago handtók 130 mótmælendur í gær sem neituðu að yfirgefa útivistarsvæði í borginni. Alls voru um eitt þúsund mótmælendur á staðnum. Mótmælin í Chicago eru í takt við þau sem byrjuðu á Wall Street fyrir nokkrum vikum. BANDARÍKIN ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið í brigde tapaði fyrir því hol- lenska í átta liða úrslitum á heimsmeistara mótinu í gær. Íslendingar náðu þó sigri í tveimur spilalotum af þremur í gær. Þeir hafa jafnframt náð markmiði sínu, sem var að kom- ast í hóp átta bestu landsliðanna. Jón Baldursson, Þorlákur Jóns- son, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson spiluðu fyrir Íslands hönd en Björn Eysteinsson var fyrirliði. - þeb Heimsmeistaramót í bridge: Íslenska lands- liðið úr leik VIÐSKIPTI Fjórtán verslunar- eigendur og húsgagnaframleið- endur ætla í mál við Arion banka vegna Pennans. Penninn, sem er að fullu í eigu Arion banka, tap- aði samtals rúmum milljarði króna í fyrra og árið á undan, en Arion banki hefur sett á annan milljarð króna í formi lána og hlutafjáraukningar í félagið. Skúli Rósantsson, eigandi Casa húsgagnaverslunar, er einn þeirra sem ætla í mál, og hann sakar bankann um óeðlilega við- skiptahætti. „Þetta er eitthvað sem ekki er lengur hægt að bjóða okkur upp á. Að Arion banki og þetta gæluverkefni Höskuldar banka- stjóra sé búið að setja 1,7 millj- arða króna í andvana fyrirtæki á tveimur og hálfu ári. Þetta er með ólíkindum,“ segir Skúli. Penninn hefur nú tekið á leigu stórt húsnæði við hliðina á Casa og hyggst opna þar húsgagna- verslun. Skúli segir þetta ólíðandi vinnubrögð. „Það er næsta skref hjá okkur að hjóla í Samkeppniseftirlitið, því þeir virðast ekki vera að gera neitt og leggja blessun sína yfir það sem bankinn gerir og bankinn virðist hafa leyfi til að gera hvað sem er.“ - þþ Fjórtán verslunareigendur ósáttir við framgöngu bankans í málefnum Pennans: Ætla að höfða mál gegn Arion banka HÚSNÆÐI PENNANS Penninn hefur tekið þetta húsnæði við hliðina á Casa á leigu og hyggst opna húsgagnverslun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.