Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.10.2011, Qupperneq 12
12 25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SÁPA OG VARNARKREM TIL DAGLEGRAR UMHIRÐU Á KYNFÆRASVÆÐINU EFTIR BREYTINGASKEIÐ EKKI NOTA HVAÐ SEM ER... FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP HALLDÓR Fyrir ári var ákveðið að sameina St. Jósefsspítala og Landspítala-Háskóla- sjúkrahús. Þá sagðist ég ekki fara gegn þeirri sameiningu ef hún myndi leiða til raunverulegrar hagræðingar. Að sam- einingin myndi varðveita þjónustustig og merkar rannsóknir sem átt hafa sér stað innan St. Jósefsspítala og að staða starfs- fólks yrði tryggð. Að starfseminni til ára- tuga á þessum sögulega spítala yrði sýnd örlítil virðing. Kannski var það röng nálg- un hjá mér sem þingmanni Suðvesturkjör- dæmis, kannski var réttara að fara strax í „kjördæmisgírinn“ svonefnda og segja nei við öllu. Það hefur gefist vel hjá ýmsum enda auðveld leið. Það finnst mér hins vegar ekki málefnalegt, allra síst á tímum erfiðra ákvarðana í ríkisfjármálum. Í umræðum um sameininguna var síðan ýmsu lofað samhliða erfiðum breytingum í tengslum við St. Jósefsspítala. Þótt Hafnfirðingar væru engan veginn sáttir var haldið að við þessi einföldu loforð um legudeild yrði staðið. Auðvitað voru uppi raddir um að þetta væru bara enn ein Pótemkíntjöld ríkisstjórnarinnar, að ráð- herrann myndi alltaf á endanum loka St. Jósefsspítala en þyrði ekki að segja hlut- ina hreint út þegar átökin voru sem mest. Ég vildi ekki trúa því en það hefur nú komið á daginn. Spítalanum hefur nú verið lokað. Engin starfsemi er í þessari merku stofnun og húsi sem St. Jósefssystur létu í hendur ríkinu árið 1987 eftir 60 ára starf. Vel- ferðarráðherra Samfylkingar ber ábyrgð á því. Ekkert liggur fyrir um hagræð- inguna og alger óvissa er um hvernig varðveita á rannsóknir og þekkingu sem byggðist upp á spítalanum í Hafnarfirði. Þótt ráðherrann hafi játað það að hafa svikið loforð við Hafnfirðinga þá má að hans mati ekki spyrja frekari spurninga. Allra síst þeir sem sátu í ríkisstjórn Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks er hrunið varð. Það er rétt, ég heiti Þorgerður Katrín og var menntamálaráðherra í þeirri stjórn. Er nú í stjórnarandstöðu. Mun ekki sitja hljóð meðan ég verð á þingi, heldur halda uppi gagnrýni á það sem er illa gert eða má betur fara. Ég hef sjálf slæma reynslu af því að taka óþægilegar aðfinnslur óstinnt upp og hef lært af því. Það er nefnilega betra að hlusta á gagn- rýni þótt hún kunni að vera óþægileg, ekki síst fyrir þá sem halda um stjórn- völinn hverju sinni. Hver má segja hvað? Heilbrigðis- mál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður Framboðstilkynning Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hyggst bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni. Sumir telja að Hanna sé að falla á tíma og þurfi að drífa út tilkynningu, ætli hún í framboð. Af því tilefni má rifja upp að síðast þegar formaður féll í kosningu, þegar Davíð felldi Þor- stein, var tilkynnt um framboð 13 dögum fyrir landsfund. Samkvæmt því hefur Hanna Birna enn rúm til ákvörðunar, en landsfundur verður settur 17. nóvember. Barnaólánið Umræða á landsfundum stjórnmála- flokka getur tekið á sig kúnstugar myndir. Meðal þeirra verkefna sem Jóhanna Sigurðar dóttir brýndi flokksmenn til, í ræðu á landsfundi Samfylkingarinnar, var að „hlúa þannig að barnafjölskyldum að það verði eftirsóknarvert og gefandi að fæða og ala upp börn á Íslandi“. Af þessu má skilja að svo sé ekki í dag. Fjölbreyttar fyrirspurnir Fyrirspurnir þingmanna eru oft hinar áhuga- verðustu. Nú liggja fjölmargar slíkar fyrir ráðherrum og fjalla um ólíklegustu málefni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spyr mennta- málaráðherra til dæmis um áhrif rafbóka á skólakerfið, en áhrif þeirrar nýjungar er mikið rannsóknarefni um allan heim og fáir gætu svarað fyrirspurninni svo vel færi. Mörður Árnason slær ekki slöku við og hefur til að mynda sent sjávarútvegs- ráðherra þrjár fyrirspurnir um hvalveiðar. Flestir bíða líklega spenntir eftir svari við annarri fyrirspurn hans, sem er stutt og laggóð: Hvað heitir Ríkisútvarpið? kolbeinn@frettabladid.isV íg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna. Frásagnir af endalokum einræðisherrans benda hins vegar til að hann og sonur hans hafi í raun verið teknir af lífi án dóms og laga. Sama má segja um tugi stuðningsmanna Gaddafís, en lík þeirra fundust á hóteli í borginni Sirte. Enn fremur hafa borizt fréttir af grimmilegum hefndaraðgerðum gegn fólki sem talið er hafa unnið fyrir stjórn Gaddafís eða notið velvildar hans. Þetta bendir til að annaðhvort meini nýir valdhafar í landinu ekki það sem þeir segja um að nú eigi að koma á réttarríki í Líbíu eða að þeir hafi enga stjórn á ástandinu. Hvort tveggja er áhyggjuefni. Æski- legast hefði að sjálfsögðu verið að Gaddafí og liðsmenn hans hefðu fengið sanngjörn réttarhöld. Það er því fullkomlega réttmætt sem mannréttindasamtök, erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa farið fram á, að tildrög dauða Gaddafís verði rannsökuð. Uppreisnarmenn í Líbíu komust til valda með aðstoð alþjóðasamfélagsins og eiga að sjálfsögðu að sæta aðhaldi þess nú þegar þeir halda um stjórnartaumana. Það er alls ekki sjálfgefið að byltingarnar í arabaríkjunum, arabíska vorið svokallaða, leiði af sér nýtt blómaskeið friðar, lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum. Lýðræðishefð er víða engin til og stofnanir sem geta fyllt upp í valdatómið sem einræðis herrarnir skilja eftir sig eru víða vanþroskaðar eða hreinlega ekki til. Átök milli ættbálka, þjóðarbrota og fylgis- manna ólíkra trúarbragða krauma víða undir. Kosningarnar í Túnis fóru vel fram, að mati þeirra sem fylgzt hafa með þeim, og gefa vonir um að hægt sé að færa völdin í hendur almennings með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Margir hafa hins vegar áhyggjur af því að herforingjarnir sem tekið hafa völdin í Egyptalandi muni verða tregir til að láta völdin af hendi að afstöðnum kosningunum sem fram undan eru. Vorkoman í arabaríkjunum er þess vegna enn óviss. Vestur- lönd bera mikla ábyrgð á því að fyrstu sprotar lýðræðis í þessum heimshluta nái að skjóta rótum og blómstra. Aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins geta til dæmis engan veginn firrt sig ábyrgð á ástandinu í Líbíu, nú þegar hernaðaraðgerðum er lokið. Leiðtogar Vesturlanda eru uppteknir af öðrum málum þessa dagana; skuldavanda, fjárlagahalla, atvinnuástandi og mót- mælum. Þeir verða hins vegar líka að beina sjónum að araba- ríkjunum og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa nú svo sárlega á að halda. Nýir valdhafar þurfa aðstoð við að endurreisa efnahagslífið, en ekki síður við að byggja upp lýðræðislegar stofnanir og búa til stjórnkerfi þar sem þjóðernis- og trúarhópar deila með sér völdum og réttindi minnihluta eru virt. Ef það tekst geta ný lýðræðis ríki í arabaheiminum átt bjarta framtíð. Ekki er öruggt að byltingarnar í arabaríkjunum leiði af sér frið, lýðræði og mannréttindi. Óviss vorkoma Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.