Fréttablaðið - 25.10.2011, Page 13
Verð frá kr. 1.4
90
Rain-X rúðuþurrku
blöð
BFGoodrich - Jepp
adekk
TOYO - Hágæðade
kk MAXIS - Gott úrval
Verð frá kr. 1.0
99
Djúpar mottur í bí
la
Verð frá kr. 1.4
90
Rain-X rúðuvökvi
Opnunartími verslunar:
Opið virka daga frá kl. 08-18.
Vagnhöfði 23 - S: 590 2000
benni.is - verslun@benni.is
fyrir veturinn!
Gerðu bílinn kláran
Sérfræðingar í bílum
Miðvikudaginn 26. október kl. 12:00-13:30
Hátíðasalur Háskóla Íslands
Fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar og Viðskiptafræðideildar í tilefni
sjötugsafmælis Þráins Eggertssonar.
Í fyrirlestrinum fjallar prófessor Benham um framlag smáþjóða til uppfinninga,
en framlag Íslands og Íslendinga til uppfinninga er hlutfallslega mjög stórt.
Uppfinningar eru uppspretta hagvaxtar, og Benham veltir fyrir sér þremur
spurningum:
Lee Benham er prófessor emeritus við hagfræðideild Washington University í St.
Louis og stjórnarmaður og kennari við Ronald Coase Institute.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Small Countries,
Important Innovations
VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Lee Benham
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2011
Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðung-
ur fimmtán ára drengja gæti
ekki lesið sér til gagns. Jafn-
framt kom fram að þeim liði
ekki tiltakanlega illa. Það er
vísast vegna þess að hvers kyns
tækni er víða aðgengileg, ekki
síst í tölvum, sem gerir þeim
kleift að nálgast þekkingu og
styttir þeim leið í námsverkefn-
um. Hitt er furðulegra, að þess-
ar upplýsingar komi fram svona
seint. Að ekki hafi verið gripið
til þeirra úrræða og stuðnings
sem hentað hefði hverjum og
einum einstaklingi í þessu til-
viki. Með allri virðingu fyrir
stærðfræði, náttúrufræði og
öðrum greinum í grunnskóla,
þá hlýtur að vera lykilatriði að
hvert einasta barn kunni að lesa
þegar barnaskóla lýkur. Þurfi
ekki að stauta gegnum texta
þegar kemur að mannkynssögu
og öðrum greinum.
Góður kennari
Ég veit ekki hvernig er með
aðra, en sjálf hef ég aldrei
fundið aðra eins frelsistilfinn-
ingu eins og þegar ég varð læs á
sínum tíma. Ég var búin að rella
um tíma í foreldrum mínum að
fá að fara í Ísaksskóla sem var í
göngufæri frá heimilinu. Ég var
þá fimm ára, en maður þurfti að
vera orðinn sex ára til að komast
í skólann. En af því að ég átti
afmæli í janúar var ég tekin
inn og var í þessum dásamlega
skóla í þrjú ár. Kennarinn minn,
Helga Magnúsdóttir, var ekki
bara góður og skemmtilegur
kennari inni í kennslustofunni,
heldur hvar sem maður hitti
hana. Ég kynntist henni síðar í
Vindáshlíð, og á fundum KFUM
og K. Alltaf jafn skemmtileg og
fræðandi. Hún hló mikið þegar
ég spurði hana á gönguferð í
Vindáshlíð þegar ég var átta ára
afhverju fólk talaði um að eitt-
hvað væri táhreint. Tær væru
ekki alltaf hreinar. „Jónína mín,
það er tárhreint, hreint eins og
tárin!“ Við þetta varð orðið nátt-
úrlega fallegt og tært.
Ég man vel eftir frelsinu sem
mér fannst ég fá við að verða
læs. Þurfa ekki að spyrja neinn
um neitt. Geta lesið á götu skiltin
í hverfinu, undir myndirnar í
dagblöðunum og hvaða bók sem
ég vildi. Í dag er tæknin á því
stigi að tölvan og hvers kyns lófa-
leikföng geta kennt og frætt um
eitt og annað. En það breytir ekki
því að öll börn og allir unglingar
eiga rétt á að vera læs. Fluglæs.
Rós í hnappagatið
Ísland var í heiðurssæti á ný-
afstaðinni bókamessu í Frank-
furt. Mikið hefur verið ritað og
rætt um fagmennsku, smekk-
vísi og fjölbreytni þeirra sem
að þessu standa, og hvergi ýkt.
Halldór Guðmundsson stóð í
stafni og var með áhöfn þar sem
valinn maður var í hverju rúmi.
Þó að mikið hafi verið skrifað um
íslenska rýmið og myndir birtar
ná þær ekki andrúmsloftinu á
staðnum. Að minnsta kosti ekki
að mínu mati. Þegar ég gekk inn
í þetta rými átti ég von á því að
verða ánægð, en ekki eins hrærð
og klökk og raun varð á. Allt var
einstakt. Kyrrðin, virðingin og
yfirlætisleysið. Íslenska montið
og derringurinn hvergi nærri.
Gaman væri ef hægt væri
að setja þetta upp hér á landi í
desem ber, bókamánuðinum, í
viðeigandi húsnæði. Þá fengi öll
þjóðin tækifæri til að upplifa
afleggjarann af rósinni í Frank-
furt.
Lestur
Jónína
Michaelsdóttir
Blaðamaður
Í DAG
Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stund-
um erum við sérstaklega hepp-
in og höfum ríka ástæðu til að
fagna góðu dagsverki. Nýlega átti
ég slíkan dag, ásamt ríflega 300
öðrum náttúruverndarsinnum,
þegar Umhverfisþing var haldið
í sjöunda sinn.
Yfirskrift Umhverfisþings að
þessu sinni var náttúruvernd en í
forgrunni umræðunnar var Hvít-
bók um löggjöf til verndar nátt-
úru Íslands, sem kom út í haust
og er til umsagnar á heimasíðu
umhverfisráðuneytisins. Bók-
inni er ætlað að vera grundvöllur
heildarendurskoðunar á íslenskri
löggjöf um náttúruvernd. Er þar
tekið saman yfirlit yfir stöðu
náttúruverndar á Íslandi og í
nágrannaríkjunum, til að hægt sé
að hafa sem mesta þekkingu til-
tæka við lagasmíðina. Hvítbókin
sjálf er hins vegar fjarri því endi-
mark stefnumótunarvinnunnar.
Á hinn bóginn er Hvít bókin
góður grundvöllur umræðu.
Slík umræða átti sér m.a. stað á
Umhverfisþingi og þarf að halda
áfram því íslensk náttúra snert-
ir okkur öll sem byggjum þetta
land, bæði nú og í framtíðinni. Á
þinginu var enda áberandi sam-
hljómur fundarmanna um mikil-
vægi þess að hafa samráð og
kynningu á Hvítbókinni fyrir
almenning svo hann hafi raun-
verulegan möguleika á að hafa
áhrif á endurskoðun löggjafar-
innar.
Hvítbókin hefur þegar fengið
nokkra umfjöllun fjölmiðla en að
auki hyggst umhverfisráðuneytið
standa fyrir almennum kynning-
arfundum á efni hennar á næstu
vikum. Þá er Hvítbókin sjálf
og umfjöllun um hana aðgengi-
leg á heimasíðu umhverfis-
ráðuneytisins, þar sem einnig eru
leiðbeiningar um hvar skila skuli
umsögnum og athuga semdum um
hana.
Allt er þetta gert til að stuðla að
samráði um framhaldið en til að
niðurstöður samráðsins séu sem
bestar þarf að tryggja að öflug
og góð skoðanaskipti eigi sér
sem víðast stað. Þau verða að fel-
ast í því að aðilar setji fram ólík
sjónar mið og hlusti á hin gagn-
stæðu.
Ég vil því hvetja sem flesta
til að kynna sér efni Hvítbókar-
innar og mynda sér skoðun, allt
eftir áhugasviði og þekkingu
hvers og eins. Ekki er gerð krafa
um að vera sérfræðimenntaður til
að hafa skoðun á náttúruverndar-
málum og það er ekki skylda að
lesa Hvítbókina spjaldanna á milli
til að hafa álit á henni. Heildar-
endurskoðun náttúruverndarlaga
er mikilvægt verkefni, sem er
ekki einkamál okkar í umhverfis-
ráðuneytinu eða fyrir fram skil-
greindra hagsmunaaðila.
Til að vel takist til verður allt
samfélagið að koma að verk-
inu. Áhugasamir eru því hvatt-
ir til að fjölmenna á heimasíðu
umhverfis ráðuneytisins fyrir
15. desember og leggja sínar hug-
myndir í púkkið.
Að loknu
Umhverfisþingi
Umhverfisvernd
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfisráðherra