Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2011, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.10.2011, Qupperneq 14
14 25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem kveða á um viðurkenningu punktaleturs sem ritmál þeirra sem á því þurfa að halda til samskipta og upplýsingaöflunar. Í tilefni af því gefst þér nú tækifæri á að kynnast punktaletri. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða upp á námskeið sem ætlað er öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér punktaletur. Ekki er gerð nein krafa um fyrri þekkingu á punktaletri. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: Hvernig punktaletur varð til Yfirferð á táknum punktaleturs Þátttakendum gefst færi á að læra að lesa og skrifa texta á punktaletri. Kennslan verður í formi fyrirlestra og verklegra æfinga. Námskeiðið fer fram í Endurmenntun Háskóla Íslands dagana 2. og 9. nóv. Kl. 19.30 - 22.00 Verð kr. 8.500,- Skráning hjá Endurmenntun.is Skráningarfrestur er til 28. okt. Verið hjartanlega velkomin Langar þig að læra að lesa og skrifa á punktaletri? Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Á undanförnum áratugum hefur margt áunnist í sam- göngumálum þjóðarinnar. Bundið slitlag hefur verið lagt á nánast allan hringveginn og flestum erfiðustu umferðarhindrunum á þeirri leið verið rutt úr vegi. Helstu umferðaræðar innan borgarmarkanna hafa verið tvöfaldaðar eða jafnvel þrefald- aðar og tengingar milli þeirra víða auðveldaðar með mislægum gatnamótum. Allir þéttbýliskjarnar landsins eru jafnframt í vegasambandi við hringveginn þótt víða séu slíkir vegir erfiðir og illfærir stóran hluta ársins. Óleyst viðfangsefni í sam- göngumálum eru þó jafnframt mörg og brýn. Umferðarþunginn á suðvesturhorni landsins er mikill og ráðast þarf í umfangs- miklar framkvæmdir til að auka umferðaröryggi og draga úr umferðartöfum á mesta anna- tíma. Utan suðvesturhornsins eru vegir hins vegar víða mjög lélegir, fjallaskörð varasöm og brýr einbreiðar. Þá búa einstak- ir byggðakjarnar við afar erfiða einangrun frá næstu nágrönnum sínum og nálægum þjónustu- kjörnum. Hættur leynast víða á þjóð- vegum landsins og stafar öllum vegfarendum þannig til dæmis bráð lífshætta af ökuníðingum sem böðlast fram úr á öfugum vegarhelmingi á móti þungri umferð, á blindhæðum og blind- beygjum, jafnt í rigningu, myrkri sem hálku. Tvöföldun þjóðvega virðist eina leiðin til að verjast þeim og hljóta umferðarþyngstu kaflarnir að njóta þar forgangs. Einnig stafar fólki víða mikil hætta af sundurgröfnum, signum og allt of mjóum vegum þar sem örfáir sentimetrar skilja milli lífs og dauða þegar fjölskyldubílar og flutningabílar mætast á miklum hraða. Flest verða umferðar- slysin á umferðarþyngstu veg- unum en oft er lífshættan mest á þeim fáfarnari. Lífshætta í umferðinni er þó ekki eina réttlæting vegafram- kvæmda. Síðustu öldina hefur Reykjavík verið byggð upp sem þungamiðja opinberrar stjórn- sýslu, menntunar, verslunar, heil- brigðisþjónustu og menningar fyrir alla landsmenn en jafn- framt hafa stærstu byggðarlög einstakra landshluta verið efld til að sem flestir landsmenn geti notið slíkrar þjónustu. Þessi þétt- býlisstefna hefur valdið umtals- verðri byggðaröskun en flestir eru sammála um að þetta sé skynsamlegri ráðstöfun en að dreifa allri opinberri þjónustu jafnt og þunnt milli stórra og smárra byggðarlaga landsins. Fyrir vikið þarf hins vegar að tryggja að íbúar hinna dreifðu byggða geti af sæmilegu öryggi sótt heilbrigðisþjónustu, mennt- un, verslun og menningu um þjóðvegi landsins. Þess vegna er fólksfjöldi heldur ekki eini mælikvarðinn á sanngjarna forgangsröðun sam- göngubóta. Þannig eru foreldrar og börn á Kjalarnesi til dæmis afar lítill hluti þjóðarinnar en hagsmunir þeirra af undirgöng- um undir Vesturlands veginn afar brýnir. Að sama skapi eru íbúar Norðurlands austan Vaðla- heiðar minnihluti þjóðarinnar en þeir hafa mikla hagsmuni af fyrirhuguðum göngum undir Vaðlaheiðina og öruggum sam- göngum allan ársins hring til Akureyrar þar sem börn þeirra fæðast, áætlunarflug þeirra lendir, háskólanemar útskrifast og innkaupakerrur fyllast í lág- vöruverslunum. Sú framkvæmd styrkir jafnframt þéttbýlis- svæðið á Mið-Norðurlandi frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og Húsavíkur þar sem ríflega þrjá- tíu þúsund manns búa og fólks- fjölgun hefur verið um 4% frá síðustu aldamótum. Eðlilega þykir flestum sem öll hagkvæmnis-, öryggis- og sann- girnissjónarmið hnígi að því að þeirra vandamál njóti forgangs og umræða um samgöngumál snýst því auðveldlega upp í ill- víga hreppapólitík og ásakanir um kjördæmapot. Vaðlaheiðar- göng gagnast Norðlendingum meira en öðrum landsmönnum líkt og tónlistarhúsið Harpa og hátæknisjúkrahús í Þingholtun- um gagnast íbúum höfuðborgar- svæðisins meira en öðrum. Mikilvægi þessara samgöngu- bóta fyrir íbúa Mið-Norðurlands dregur vitaskuld ekki úr nauðsyn brýnna samgöngubóta fyrir íbúa suðvesturhornsins, Vestfirðinga eða Austfirðinga. Fyrr eða síðar þarf að ráðast í allar þessar framkvæmdir og pólitísk forgangsröðun þeirra er erfið en nauðsynleg. Það yrði til mikilla bóta ef stefnumótun í samgöngumálum til næstu ára- tuga gæti falið í sér formlega for- gangsröðun sem rökstudd væri með faglegu mati á margvíslegum og ólíkum ávinningi mismunandi framkvæmda. Það er hins vegar ástæðulaust að níða niður tiltekn- ar framkvæmdir eða ráðast með offorsi að þeim sem tala máli íbúa á einstökum svæðum í samgöngu- málum. Sanngjörn forgangsröðun í samgöngumálum byggist á því að við setjum okkur hvert í annars spor. Landsbyggðarfólk sem er búið að skila börnum á barnaheimili og mætt til vinnu tíu mínútum eftir að eldhús- dyrnar lokuðust verður að geta sett sig í spor íbúa suðvestur- hornsins sem lenda daglega í seigfljótandi umferðartöfum. Á hinn bóginn þurfa íbúar suð- vesturhornsins einnig að ímynda sér augnablik verslanir sínar, háskóla og sjúkrahús handan við fjallaskarð sem oft sé illfært eða jafnvel ófært um að vetrarlagi. Umfram allt þurfa þó blaðamenn á fjölmiðlum allra landsmanna í Reykjavík að setja sig í spor allra landsmanna og stuðla þannig að sanngirni og jafnvægi í opinberri umræðu um samgöngumál. Vaðlaheiðargöng og forgangsröðun framkvæmda Skortur á fjárfestingum, lít-ill hagvöxtur og viðvarandi atvinnuleysi eru stóru atrið- in sem vantar í glæsi myndina sem stjórnvöld draga upp af árangri sínum af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyris sjóðinn. Ef ekki verður brugðist snarlega við er hætta á að Ísland búi við kreppu út áratuginn. Efnahagsáætlunin með Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum hefur fyrst og fremst falist í auknum aga í efna- hagsmálum, óhóflegum skatta- hækkunum og niðurskurði. Hug- myndafræðileg vandamál innan ríkisstjórnar Íslands og þörf fyrir blóraböggla hafa síðan stað- ið í vegi fyrir því að góð tækifæri hafi nýst og uppsveifla í atvinnu- lífinu geti hafist. Fjárfestingar á síðasta ári námu innan við 200 milljörðum króna eða aðeins um 13% af vergri lands- framleiðslu (VLF) sem er lægsta fjárfestingahlutfall í sögu lýð- veldisins. Á þessu ári verða fjár- festingar í besta falli um 15% af VLF. Við gerð kjarasamninga í maí sl. lýsti ríkisstjórnin því sem markmiði sínu að ná fjárfestingum í um 350 milljarða króna á ári og að ná fjárfestingahlutfallinu yfir 20% af VLF á samnings tímanum. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sagst vera sammála aðilum vinnu- markaðarins um nauðsyn þess að hvetja til fjárfestinga og efla hagvöxt hefur ekki tekist að búa fyrir tækjum, stórum sem smáum, eðlilegt fjárfestingaumhverfi. Þau gætu verið að sækja fram, stunda nýsköpun og fjárfesting- ar ásamt því að ráða fólk í vinnu en umhverfið býður almennt ekki upp á það. Ný könnun SA leiðir t.d. í ljós að aðeins rúm 14% fyrir- tækja á almennum markaði hyggj- ast ráðast í umtalsverðar fjár- festingar eða umbætur á næsta ári. Óvissa er einkum nefnd sem ástæða þess að fyrirtækin hyggj- ast ekki fjárfesta, bæði efnahags- leg og eins pólitísk óvissa, auk erf- iðrar rekstrar afkomu. Skatta- og atvinnustefna stjórn- valda hefur síður en svo hvatt til fjárfestinga í atvinnulífinu. Megin- orsökin er þó að ríkisstjórnin hefur hvorki framtíðarsýn né forystu um endurreisn og þróun fjármála- kerfisins. Endurskipulagning fjár- hags fyrirtækja, heimila og fjár- málakerfisins hefur gengið alltof hægt. Fjármálafyrir tækin eru að ósekju vinsælir blórabögglar stjórnmálamanna með forsætis- ráðherra sjálfan í fararbroddi. Hagkvæmt og öflugt fjármála- kerfi er lykilforsenda þess að fjár- festing geti tekið við sér í atvinnu- lífinu. Miklu máli skiptir að halda niðri rekstrarkostnaði í fjármála- kerfinu og kostnaði sem ríkið legg- ur á með sköttum og eftirliti. Sam- keppni innan fjármálakerfisins er einnig afar mikilvæg. Gjaldeyris- höft draga verulega úr samkeppni alls staðar þar sem markaðir eru lokaðir fyrir erlendri samkeppni. Afnám gjaldeyrishaftanna er því mikilvægt skref til að stuðla að hagkvæmni og betri skilyrðum fyrir fjárfestingar. Til að hægt verði að koma Íslandi út úr kreppunni þarf að auka árlegan hagvöxt í 4-5%. Það verður einkum gert með auknum fjárfestingum í útflutningsgrein- um. Áframhaldandi hjakk er ávís- un á að Ísland verði fast í krepp- unni út áratuginn. Því fylgir mikið atvinnuleysi og illa mun ganga að rétta við hag ríkissjóðs. Þetta þarf ekki að vera svona. Það eru leiðir út úr kreppunni. Samtök atvinnulífsins hafa marg- oft bent á þessar leiðir. Þær þarf að fara. Ryðjum hindrunum úr vegi Efnahagsmál Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Samgöngumál Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði og stjórnarformaður Byggðastofnunar Vaðlaheiðargöng gagnast Norðlendingum meira en öðrum landsmönnum líkt og tónlistarhúsið Harpa og hátæknisjúkra- hús í Þingholtunum gagnast íbúum höfuðborgar- svæðisins meira en öðrum. Af sögufölsunar- félaginu Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frum- kvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasalts- þjóða fyrrverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteini Páls- syni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálf- stæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokks- formaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfs- myndina. Stuðningur Íslands við endur- reisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímynd- að kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóð- remban fyrir á bæ þingflokks- formannsins og ekki á hana bæt- andi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystra- saltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálf- stæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýð- ræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra mál- stað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlönd- um og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tæki- færi skapaðist til að láta til skar- ar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá mun- aði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð for- ysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að sam- þykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu sam- hengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn ein- faldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakk- arvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmynda- fræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusam- lega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þing- flokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vil- nius, höfuðborg Litháen) Stjórnmál Jón Baldvin Hannibalsson fv. ráðherra

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.