Fréttablaðið - 25.10.2011, Síða 26
Ráðist var í verkefnið vorið 2010.
Leitað var til nokkurra reyndra jökla-
manna sem hafa ferðast ýmist á
vélknúnum farartækjum eða gangandi
og greining gerð á hvað æskilegt væri
að hafa á slíkum kortum. Samhljómur
var um nokkur atriði sem hafa verið
notuð til hliðsjónar við vinnu
verksins:
Flokkun sprungusvæða þarf að vera
einföld og auðlærð
Upplýsingar á útgefnum kortum
verða að sýna hættusvæði, ferða-
leiðir (GPS ferlar) og jafnvel
útsýnisstaði.
Strax var ljóst að sprungsvæðakort
geta einungis verið gild í takmark-
aðan tíma. Ekki er hægt að ábyrgjast
upplýsingar um sprungusvæði
vegna örra jöklabreytinga og þau eru
því aðeins til viðmiðunar. Velt var
vöngum yfir öðrum hættum á
jöklum, hvernig koma má upplýs-
ingum um þær í texta og þá einnig
góðum ráðum um ferðatækni. Með
þetta veganesti var síðan mótað
einfalt flokkunarkerfi þar sem
sprungusvæði eru skilgreind í fjögur
hættustig.
Kortlagningin er unnin eftir nýleg-
um loft- og gervitunglamyndum af
jöklunum auk nákvæms hæðalínu-
grunns og ljósmynda af jöklum sem
teknar voru úr flugvél síðsumars
2010. Sprungusvæði eru merkt sem
flákar. Flákarnir vitna um ástand
jökla síðsumars og sýna umfang
sprungusvæða í ákveðnu árferði.
Ljóst er að flestir ferðast um jöklana
síðla vetrar og að vori þegar aðstæð-
ur eru aðrar. Af kortum fást því
upplýsingar um ástand jökulsvæða
undir snjóþekju. Hægt verður að
sækja gögn sem birtast á algengum
tegundum GPS leiðsögutækja; þessi
Kortlagning sprungusvæða á jöklum
Tilgangur ekki að banna eða vekja falskt öryggi
Öræfajökull 10. ágúst 2010.
Hrundið hefur verið af stað verkefni þar sem sprungusvæði á jöklum
eru kortlögð með það að markmiði að auka öryggi. Vonast er til þess að
sprungukort geti hjálpað ferðamönnum að velja hættuminnstu
leiðirnar yfir jökla og forðast lífshættuleg sprungusvæði. Stefnt er að
því að síðar á árinu 2010 megi hlaða niður af veraldarvefnum
sprungusvæðakortum af stærstu jöklum landsins auk valinna GPS
leiðarferla endurgjaldslaust.
Snævarr
Guðmundsson
gögn, eða myndþekjur, sýna flákana
með auðkennislit í kortaviðmóti
tækjanna. Sama framsetning verður
notuð á kortum. Ferðalangar eiga því
að átta sig á því hvernig sprungu-
svæði er undir snjóþekju sem ekið er
yfir og metið aðstæður í ljósi þess.
Auk kortanna til útprentunar verða
fáanlegar sprungusvæðaþekjur sem
leggjast yfir kort í gps tækjum.
Samhliða gerð sprungukortanna
verða lagðir út GPS leiðarferlar sem
ætlað er að sýna „öruggustu“ leið
hverju sinni. Reynt verður að sneiða
hjá sprungusvæðum eins og kostur
er. Tilgangurinn er tvíþættur: í fyrsta
Sprungusvæðaþekjur leggjast
myndrænt yfir kort í GPS tækjum.
lagi er vonast til að þeir sem eru
óvanir jöklaferðum notfæri sér leiðar-
lögnina og komi til með að halda sig á
eða nærri þeim og forðist þar af leið-
andi hættuleg sprungusvæði. Í öðru
lagi geta ferðalangar, sem eru t.d.
staddir annars staðar á jöklum, valið
að fylgja slíkum leiðum, ef veður
versnar eða aðstæður breytast á ein-
hvern hátt, ef þeir telja hana vera
öruggari t.d. vegna nýrri upplýsinga.
Mikilvægt er að hér komi fram að
tilgangurinn með kortlagningu
sprungusvæða og útgáfu leiða er ekki
að skilgreina hvar má ferðast og hvar
ekki, né að banna fólki á nokkurn hátt
að fara inn á sprungusvæði. Ekki er
heldur ætlunin að vekja falskt öryggi.
Ferðalög á jöklum eru og verða
ábyrgð þeirra sem taka sér þau sér á
hendur. Þessi vinna hefur nú verið
kynnt fjölda manna innan raða björg-
unarsveitanna (Landsbjargar) og
ferðasamtaka, eins og F4x4, Lands-
sambandi vélsleðamanna og annarra
útivistarfélaga. Jafnframt hefur
verkefnið verið kynnt fyrirtækjum
sem gera út á jöklana. Fræðslu og
kynningu verður haldið áfram nú í
vetur. Mikilvægt er að einhugur ríki
um þetta málefni sem snertir alla þá
sem stuðla vilja að ferðaöryggi á
jöklum landsins.
Tilgangur ekki að banna eða
vekja falskt öryggi
Sprungusvæði á Hagafellsjökli 3. október 2010.
Nefnd skipuð af umhverfisráðherra
setti í desember fram drög að nýjum
náttúruverndarlögum, en við vinnu
þeirra var lítið sammráð haft við
hagsmunaaðila. Búið er að loka á
athugasemdaferli, birta hina svoköll-
uðu hvítbók og áfram er haldið án
samstarfs eða samvinnu við hags-
munaaðila. Mjög áríðandi er að skoða
muninn á náttúruverndarlögum í
Noregi og Svíþjóð, en í Svíþjóð var
mikil samvinna við alla hagsmunaað-
ila og þar náðist góð í þessum mikil-
væga málaflokki.
Komin er inn ný skilgreining á
vegum í nýjum náttúruverndarlögum.
Hvað gerist ef skilgreining þar er önn-
ur en í umferðarlögum? Hvor
skilgreiningin gildir gagnvart
Skilgreina vegi í bæði umferðar- og
náttúruverndarlögum?
dóm-
stólum? Ef ákært er fyrir hraðakstur,
gilda þá umferðarlög og ef ákært er
fyrir utanvegaakstur, gilda þá
náttúruverndarlög. Það verður að
taka af öll tvímæli um gildi skil-
greininga samkvæmtþessum lögum.
Gert er ráð fyrir að umhverfisráð-
herra geti takmarkað eða bannað
akstur á jöklum og frosinni og snævi
þakinni jörð vegna náttúruspjalla.
Það vantar lagaákvæði um hvernig
þetta mat á náttúruspjöllum verði
framkvæmt og hvaða viðmið notuð.
Umhverfisráðherra getur tak-
markað eða bannað akstur vegna
óþæginda fyrir aðra. Hverjir eru
aðrir og hvernig á að meta óþægindi?
Er til staðall um óþægindi og við
hvað er miðað?
Hvað erunátttúruspjöll?
Hvað eruóþægindi fyriraðra?
Kortagrunni á aðhafna
Hvað er utanvegaakstur
og hvernig á að mæla hann?
Kortagrunnur sá sem stefnt er að
vinna og klára fyrir árið 2016 er
algjörlega ófullnægjandi hvað varðar
framkvæmd við ferlun, skráningu,
umsjón, daglegan rekstur, upp-
lýsingaskyldu og framsetningu.
Hvergi er gert ráð fyrir fjármagni
í vinnu við ferlun í kortagrunn.
Ekkert samráð er við hagsmuna-
aðila s.s. félagasamtök, ferðaþjón-
ustu og almenning.
Ekki er gert ráð fyrir endurskoðun
á kortagrunni í náinni framtíð.
Hvergi er talað um lagalega
upplýsingaskyldu eða framsetn-
ingu upplýsinga úr kortagrunni.
Engar upplýsingar eru til um
tilkynningarskyldu þeirra sem munu
Enn verið að brjóta ákvæði Árósarsáttmálans og stjórnsýslukærum á eftir að fjölga
Endurskoðun á náttúruverndarlögum í uppnámi
hafa undanþágu til aksturs utan hins
almenna vegakerfis. Samt er talað
um að utanvegaakstur hafi aukist.
Hvaðan koma þær staðreyndir og
hvernig á að mæla þetta?
Þúsundir aðila munu hafa undan-
þágu til utanvegaaksturs s.s um
20.000 aðilar innan hjálparsveita,
hundruðir bænda með sitt heimilis-
fólk, vísinda- og rannsóknaraðilar
og fleiri hópar. Hvernig verður
utanvegaakstur þessara aðila
skráður? Taka þarf af allan vafa um
hvernig mæla eigi hann og hvernig
aðgreint verði á milli ólögmæts og
lögmæts utanvegaavegaksturs. Þetta
þarf að skilgreina í nýjum í náttúru-
verndarlögum og setja reglur um
tilkynningarskyldu þeirra sem hafa
undanþágu til aksturs utan hins
almenna vegakerfis.
Undanþágur vegna utanvegaaksturs
Tryggja verðuralmannarétt
Náttúruverndarlög verða að tryggja
almenningi rétt til að ferðast um
landið. Ferðafólk hefur í vaxandi
mæli mætt ólögmætum lokunum og
engin ákvæði í nýjum drögum treysta
rétt almennings til að ferðast um
löglega vegslóða á einkalandi. Lögin
þurfa að kveða skýrt á um að óheimilt
sé að hindra ferðafólk í að ferðast um
landið á lögmætum vegumslóðum.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi úr
drögum að nýjum náttúruverndar-
lögum og ef allt væri tekið fyrir, væri
það efni í heila bók. Það stefnir í að
enn eitt málið tengt ferðafrelsi
íslendinga verði unnið án samráðs og
samvinnu við almenning, útivistar-
samtök og aðila í ferðaþjónustu.
Ákvæði Árósarsáttmálans verða
líklega þverbrotin og stjórnsýslu-
kærum mun því líklega fjölga
verulega á næstu mánuðum og árum.
Guðmundur G.
Kristinsson