Fréttablaðið - 25.10.2011, Síða 36
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR20
BAKÞANKAR
Kolbeins
Óttarssonar
Proppé
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. heilu, 6. ólæti, 8. slæða, 9. hey-
skaparamboð, 11. í röð, 12. saman-
safn, 14. áburður, 16. skóli, 17. skarð,
18. stansa, 20. nudd, 21. sleit.
LÓÐRÉTT
1. land í asíu, 3. tveir eins, 4. land, 5.
mein, 7. ganga örugglega frá, 10. hús-
freyja, 13. samstæða, 15. óviljugur,
16. flinkur, 19. tvíhljóði.
LAUSN
Pa
ss
ið
yk
ku
r
þa
rn
a
up
pi
í
tr
éh
ús
in
u
st
rá
ka
r
LÁRÉTT: 2. öllu, 6. at, 8. lín, 9. orf, 11.
bd, 12. syrpa, 14. gúanó, 16. fg, 17.
rof, 18. æja, 20. nú, 21. rauf.
LÓÐRÉTT: 1. laos, 3. ll, 4. líbanon, 5.
und, 7. tryggja, 10. frú, 13. par, 15.
ófús, 16. fær, 19. au.
Þannig
liggur í
þessu.
Ha?
Kemur
hún ekki?
Nei, það
gengur
ekki upp
núna.
En... hún
ætlaði að
búa hjá
okkur í þrjár
vikur!
Já, en svona
er þetta bara.
Mamma er komin
með ofnæmi fyrir
hundum!
Ææææ
en
leiðin-
legt!
Kannski er hann
ekki vonlaus sóði,
kannski er þetta
einhvers konar
gjörningur.
Hvað er í
matinn?
Ég ætla að leyfa
Sollu og Hannesi
að ákveða það.
Þau rifust aðeins
en voru á end-
anum sammála
um að hafa pasta.
Ókei...
hvað
tefur þá?
Ég er að bíða eftir að þau
ákveði hvers konar pasta. S
paghettí!
Makkarónur
!
Makkarónur!
Spaghettí
!
Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgj-
ast með fólki, án þess að nokkur rökstuðn-
ingur liggi fyrir um hvort það hefur framið
glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið
klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak
undir heitinu forvirkar rannsóknarheimild-
ir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur.
Heimildir til að fylgjast með og skrifa
skýrslur um fólk, sem ekkert hefur til saka
unnið. Mögulega hyggur einhver viðkom-
andi á glæp, en þar sem ekki þarf að fylgja
rökstuddur grunur um slíkt er allt eins lík-
legt að svo sé alls ekki.
EFLAUST býr góður hugur að baki slíkri
tillögu frekar en hnýsni um ferðir sam-
borgaranna. Tillagan gengur hins vegar
svo freklega á réttindi borgaranna að
undrum sætir að hún sé til umræðu. Að
það þurfi ekki einu sinni að rökstyðja fyrir
dómara að ætlunin sé að fylgjast með ein-
hverjum er fráleit hugsun.
ÁTTMENNINGARNIR sem leggja til-
löguna fram vilja að slíkum njósnum sé
beint gegn „atferli sem talið er ógna
almenningi, öryggi ríkisins og sjálf-
stæði þess“. Á huldu er hins vegar
hver á að skilgreina öryggi ríkisins,
hvað þá sjálfstæði þess. Samkvæmt
röksemdum margra ESB-andstæð-
inga næði þetta yfir alla fylgismenn
aðildar að Evrópusambandinu.
Í GREINARGERÐUM vegna innkaupa
Ríkislögreglustjóra, sem Ríkisendur-
skoðun gagnrýndi, kom fram að grein-
ingardeild lögreglunnar telur að hér
hafi ríkt viðvarandi hættuástand frá
falli bankanna. Það ríki enn. Er það
nægt hættuástand til að fylgjast með
fólki sem ekki hefur enn framið brot?
Það veit enginn, verði tillagan sam-
þykkt, því ekki þarf rökstuðning með
njósnunum.
ÞVÍ MIÐUR er tillagan hluti af breyttu
hugarfari sem ryður sér æ meira til
rúms. Réttindi borgaranna eru vegin,
metin og léttvæg fundin og fórnað á alt-
ari einhverra óskilgreindra hagsmuna.
Eftir árásir á Tvíburaturnana í Banda-
ríkjunum hefur sú tilhneiging orðið
fyrir ferðarmeiri að öllu megi fórna á alt-
ari öryggis. Skerða megi réttindi fólks,
bara ef hægt er að halda því öruggu. Það
er svo að sjálfsögðu yfirvaldsins hverju
sinni að skilgreina hvað öryggi er.
TILLAGA sem þessi er stórhættuleg,
bæði í sögulegu ljósi sem nútímanum.
Stjórnarskrár og mannréttindasátt-
málar hafa sérstaklega tiltekið réttindi
borgara og tillagan brýtur á þeim.
VALD SPILLIR, sérstaklega eftirlits-
laust vald. Úr slíku valdi á að draga,
ekki að auka það.
Burt með réttindi borgaranna
MARKAÐURINN KEMUR ÚT
Á MORGUN
Umfjöllun um skakka stöðu á ýmsum
samkeppnismörkuðum.
BANKARNIR
TAKMARKA SAMKEPPNI
ÖRLAGASTUND EVRUSVÆÐISINS
Fréttaskýring um nýjustu björgunaraðgerðir Evrópu-
sambandsins og áhrif þeirra á þjóðríki og fjármálafyrirtæki.