Fréttablaðið - 25.10.2011, Page 38

Fréttablaðið - 25.10.2011, Page 38
25. október 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 F O R S A L A Á Þuríður Sigurðardóttir þriðju tónleikarnir Gestasöngvarar: Jóhann Vilhjálmsson og Sigurður Pálmason fimmtudaginn 27. október Nr.3 minningar H L J Ó M S V E I T I N S É R U M U N D I R L E I K MIÐASALA ER EINNIG Í SÍMA: 5 700 400 - MIÐASALA SALARINS KRASSANDI SPENNA „Elsebeth Egholm hefur stíl. Með bókaflokknum um blaðakonuna Dicte Svendsen hefur hún skapað lítinn alheim og sagnaform í sérflokki.“ BER L INGSK E T IDENDE FR Á GL ÆPASAGNADROTTNINGU DANMERKUR koma mjög við sögu í sýningunni. Að þessum þætti loknum voru gestirnir 24 leiddir inn í tónleikasal Norræna hússins. Þar settust allir á hvíta stóla sem raðað hafði verið í hring, söngur ómaði og örlaga- nornin Urður hóf upp raust sína. Það var heillandi að ganga inn í heiminn sem hafði verið skapaður fyrir þetta verk og ekki hægt að segja annað en Norræna húsið sé nýtt á hugvitsamlegan hátt. Sumir þættirnir voru einkar vel heppn- aðar innsetningar. Örlaganornin Verðandi flækt í reipi var eftir- minnileg mynd, sömuleiðis blóð- fórnin og umbreytingin á bóka- safni Norræna hússins í veislusal var ævintýraleg. Við veislu borðið myndaðist skemmtileg stemn- ing, áhorfendur eru í veislu undir stjórn Loka, sem var vel leikinn af Morten Burian. Í heildina má segja að hinn sjón- ræni þáttur þessa verks hafi verið frábær, leikmynd, lýsing, búning- ar – allt var þetta magnað. Sög- unni vindur fram í gegnum sjón- ræna þáttinn og texta sem er bæði brot úr Völuspá og samtímatexti aðstandenda. Bragðlaukarnir voru líka sendir í ferðalag með sjö rétta máltíð þar sem gæðavín var fram- borið með hverjum rétti. Þættirn- ir spiluðu vel saman – uppbygging matseðilsins rímaði vel við sög- una. Völuspá segir frá tilurð heims- ins og ragnarökum. Söguna þekkjum við þó að kvæðin séu kannski framandi. En maður þarf alls ekki að vera vel að sér í nor- rænum fræðum til að njóta kvöld- stundarinnar í Norræna húsinu, frekar að vera tilbúinn til að láta koma sér á óvart og njóta lífsins. Sýningin er samstarfsverkefni Norræna hússins og danska leik- hússins Republique. Hugmynda- smiðir eru danskir, Dorte Holbæk, sviðsmynda- og búninga hönnuður, Alette Scavenius leikrita höfundur, Mette Sia Martinussen, sem er kunn í heimalandinu fyrir Matar- leikhús sitt, og Martin Tulinius leikstjóri. Hann er þekktur fyrir sýningar sem leggja áherslu á hið sjónræna og samruna miðla. Íslenskt innlegg er til að mynda frábær ljósahönnun Aðalsteins Stefánssonar og matreiðsla Gunn- ars Karls Gíslasonar. Leikararn- ir eru líka flestir íslenskir, þeir standa sig vel. Miðinn á verkið kostar nær 20.000 krónur þannig að þessi samruni sjónlistar og matargerðar kostar sitt. En það er dýrt að fara út að borða með stæl á Íslandi og hér fá gestir meira en bara mat á disk. Áhugafólk um mat og menn- ingu fær því sannarlega eitthvað fyrir peninginn. Sigríður Björg Tómasdóttir Niðurstaða: Sjónlist og sælkeramatur spila saman í eftirminnilegri fram- setningu á Völuspá. 22 menning@frettabladid.is Leikhús ★★★★ Völuspá Leikstjóri: Martin Tulinius Sviðsmynd og búningar: Dorte Holbek Matreiðslumenn: Mette Sia Martinussen og Gunnar Karl Gíslason Leikritahöfundur og textavinna: Alete Scavenius Ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson Myndbandshönnun: Mikal Bing Hljóðhönnun: Emil Sebastian Boell Sýningin Völuspá – A Nordic Food Expedition er kynnt sem ferðalag fyrir öll skilningarvitin. Í henni eru leidd saman forn kveð skapur, Völuspá, og hin nýja norræna matar gerð – og er mark miðið að gestur á þessari skemmtun upplifi nýtt og spennandi leikhús skyn- færanna. Fyrirheitin lofuðu góðu og undir rituð mætti spennt á vett- vang leiksins, Norræna húsið. Þar var tekið á móti gestum með freyðivíni af brosmildum þjónustu stúlkum. Skömmu síðar hófst leikurinn. Eldri kona og ung stúlka báðu gesti að fylgja sér og fyrsti þáttur verksins hófst við Gróðurhús Nor- ræna hússins. Heimurinn varð til með ljósagerningi, gestir fengu að bragða rót lífsins – framborna af þjónustustúlkunum sem reyndust Nýstárleg Völuspá FORTÍÐIN Norræna húsið er nýtt á hugvitsamlegan hátt í frumlegri Völuspá sem sýnd er þar um þessar mundir. LISTAMANNSSPJALL Í FLÓRU Sýningu Þórarins Blöndals myndlistarmanns í Listagili á Akureyri, Guli skúr 8, lýkur laugardaginn 29. október. Fimmtudaginn 27. október verður boðið upp á spjall við listamanninn í Flóru. Viðmælandi hans verður Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og listrænn ráðunautur í Flóru. Spjallið hefst klukkan 20. Basie, beint af augum er yfirskrift tónleika Stórsveitar Reykjavíkur sem haldnir verða í Kaldalónssal tónlistarhússins Hörpu næsta laugar dag, 29. október, klukkan 15. Eins og nafnið gefur til kynna er dagskrá Stórsveitarinnar helguð stórsveit Count Basie og þá sér- staklega útsetjaranum og tón- skáldinu Sammy Nestico. Sá skrif- aði fyrir Basie-bandið á árunum 1967 til 1984. Flutt verður öll tón- listin af hinni rómuðu plötu „Basie Straight Ahead“ frá árinu 1968, auk nokkurra annarra verka frá sama tíma. Stjórnandi er Sigurður Flosa- son, en hann hefur áður meðal annars stjórnað sveitinni í dag- skrám helguðum tónlist Thad Jones og Bob Brookmeyer. Basie, beint af augum COUNT BASIE Stórsveitin heiðrar djassar- ann í Hörpu á laugardag. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.