Fréttablaðið - 25.10.2011, Qupperneq 41
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2011 25
Hverfisgata 56, 101 Reykjavík
Sími: 552 1630
Opið:
sun.-fim. 18:00 - 22:00
fös. og lau. 18:00 - 23:00 www.austurindia.is
Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að
halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug
þeirra og hjörtu.
Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla
birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á
sérstakan fimm rétta Diwali-hátíðarmatseðil í
október á afar góðu verði: 4.990 kr. alla daga.
Borðapantanir í síma 552 1630.
Hátíð ljóssins hjá
Austur-Indíafjelaginu
DIWALI
hátíðarmatseðill
4.990 kr.
Fimm rétta
FORRÉTTUR
Pather Ka Murgh
Hlóðagrillaður kjúklingur í
kraftmikilli maríneringu, borinn fram
með kóríander-chutney.
Lostæti úr hringiðu Hyderabad!
AÐALRÉTTIR
Murgh Rogan Josh
Hægeldaðar kjúklingalundir í himneskri
sósu með kanil, kardimommum og
negul. Eftirlætisréttur frá Norður-Indlandi.
og
Gosht Mussalam
Grillað lambafillet og ríkulega marínerað
með engiferi, hvítlauk, kókos, chillí,
kóríander og svörtum pipar. Gömul
uppskrift frá konungsdæminu
Avadh í Norður-Indlandi
og
Rajma
Nýrnabaunir eldaðar í ljúfri sósu með
túrmerik, kóríander, garam masla og chillí.
Réttur sem þorri manna í Norður-Indlandi
gæti ekki lifað án!
MEÐLÆTI
Raitha
Heimalöguð jógúrtsósa með
gúrkum og kryddblöndu
og
Basmati hrísgrjón
og
Naan brauð
Gómsæti úr Tandoori-ofninum
EFTIRRÉTTUR
Crème Brulée
Indversk útgáfa af þessum klassíska rétti
með ferskjum og engiferi
Chandrika Gunnarsson hjá
Austur-Indíafélaginu býður gesti
velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.
PL
Á
N
E
TA
N
2
01
1
Nú eru síðustu
forvöð að panta borð.
Diwali-hátíðinni
lýkur mánudaginn
31. október.
Við þökkum
frábærar viðtökur!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur 25. október
➜ Tónleikar
12.15 Hörður Áskelsson, kantor Hall-
grímskirkju, flytur orgeltónlist eftir
Johannes Brahms og Domenico Zipoli í
Hafnarfjarðarkirkju. Aðgangur ókeypis.
20.00 Tónleikar til heiðurs Franz Liszt
í tilefni 200 ára afmæli hans í Salnum
í Kópavogi. Tónleikarnir eru í flutningi
Karlakórs Hreppamanna og Unglingakór
Selfosskirkju. Miðaverð er kr. 2.700.
20.00 Einar Örn Finnsson tenór og
Davíð Ingi Ragnarsson bassi syngja
perlur óperubókmenntanna í Grafar-
vogskirkju. Miðaverð er kr. 1.000.
20.00 Lög Oddgeirs Kristjánssonar og
Jóns Múla Árnasonar í flutningi Lúðra-
sveitar Reykjavíkur í Neskirkju. Aðgangs-
eyrir að tónleikunum er kr. 1.500.
20.30 Hljómsveitirnar Retro Stefson
og Nolo koma fram á tónleikaröðinni
Kaffi, kökur og rokk & ról í Edrúhöllinni,
Efstaleiti 7. Aðgangseyrir er kr. 500.
21.00 Mogadon heldur tónleika á Café
Rosenberg.
➜ Leiklist
20.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir
Finnska hestinn í Valaskjálf á Egils-
stöðum. Miðaverð er kr. 2.500 en eldri
borgarar og börn 14 ára og yngri greiða
kr. 2.200.
➜ Opnanir
17.00 Útgáfu nýjustu bókar Vigdísar
Grímsdóttur, Trúir þú á töfra?, verður
fagnað í Borgarbókasafninu á Tryggva-
götu 15. Á sama tíma verður opnuð
sýning á myndum Vigdísar sem hún
málaði samhliða skrifunum.
➜ Málstofa
12.00 Málstofa á vegum Viðskipta-
fræðideildar og Alþjóðamálastofnunar
The European Union and Monetary
Integration in West Africa er haldin í HT
101 í Háskóla Íslands.
➜ Sýningar
20.00 Viðburðurinn Flakkið fer fram
í Hömrum í Hofi. Leikarar frá Silfur-
tunglinu og Leikfélagi Akureyrar, nemar
Myndlistarskólans á Akureyri og nem-
endur úr Tónlistarskólanum á Akureyri
rifja upp listasöguna með tónlist, leiklist
og myndlist. Miðaverð er kr. 1.500.
20.00 Völuspá – A Nordic Food
Expeditio, samstarfsverkefni leikhússins
Republique í Kaupmannahöfn, Norræna
hússins og Dill veitingastaðar, er sýnt
í Norræna húsinu og byggist á textum
Völuspár og norrænni matarmenningu.
Miðaverð er kr. 19.000.
➜ Heimildarmyndir
20.00 Heimildamyndirnar Iceland
Volcano Eruption og Into the Volcano,
um gosið í Eyjafjallajökli, verða sýndar í
Bíói Paradís kl. 20 og 22 í dag. Sýningar
standa til 4. nóvember.
➜ Kvikmyndahátíð
13.00 Kvikmyndahátíðin Berlín og Bláir
englar fer fram í kamesi Borgarbóka-
safns á Tryggvagötu 15. Sýndar verða
þýskar kvikmyndir frá millistríðsárunum.
Der blaue Engel er sýnd í dag kl. 13, 15
og 17. Aðgangur er ókeypis.
➜ Tónlist
22.00 Spilakvöld er haldið á Prikinu.
Dj Hús stjórnar tónlistinni.
22.00 Dj HalliValli þeytir skífum á
Kaffibarnum.
➜ Samkoma
09.30 Korpúlfar, samtök eldri borgara
í Grafarvogi, standa fyrir sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Söngkonan íturvaxna Jessica Simpson er
sögð hafa afhjúpað eigið leyndarmál á flug-
vellinum í Los Angeles þegar ljósmyndar-
ar mynduðu hana ansi myndarlega um sig
miðja. Sögusagnir um að Simpson eigi von
á barni hafa verið á kreiki að undanförnu
en hún hefur sjálf verið þögul sem gröf-
in. Hins vegar er breska blaðið Daily Mail
alveg sannfært um að söngkonan beri barn
undir belti en það birti flenni-
stórar myndir af söngkonunni
á rölti í flughöfninni í þröng-
um svörtum kjól.
Unnusti hennar er ruðn-
ingsleikmaðurinn Eric
Johnson.
Kim Kardashian hélt upp á afmæl-
ið sitt með risaveislu í Las Vegas
um helgina. Nokkur hundruð
manns sóttu veisluna, en miðað
við hvernig gestirnir tóku á móti
afmælisbarninu voru þetta ekki
nánustu vinir hennar.
Þegar plötusnúðurinn kynnti
hana fyrir gestum tóku þeir sig
til og bauluðu á hana þangað til
Khloe, systir Kardashian, greip
hljóðnemann og las yfir gestunum.
Það gerði illt verra og þeir bauluðu
hærra.
Kim þerraði svo tárin í smærri
afmælisveislu með fjölskyldu sinni
í New York.
Baulað á Kim í Vegas
ÓVINSÆLI Í EIGIN VEISU Gestir í
afmælisveislu Kim Kardashian voru afar
dónalegir.
Óléttukúla Simpson
ÓLÉTT? Jessica Simpson er
sögð hafa afhjúpað eigið
leyndarmál á flugvellinum í
Los Angeles nýverið.