Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 19.11.2011, Qupperneq 42
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR42 Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason Jafn mörgum álitsgjöfum þykir bókarkápa Hallgríms Helgasonar vel heppnuð og illa heppnuð, sem gerir hana að þeirri umdeildustu í ár. „Mér finnst þetta töff ljósmynd og stílisering á konunni. Mig langar að vita meira um þennan töffara.“ Anna Svava Knútsdóttir „Er þetta mynd af aldraðri konu? Ég hélt að þetta væri mynd af Andy Warhol eða útlif- uðum poppara. Þessa bók les maður ÞRÁTT FYRIR kápuna.“ - Soffía Auður Birgisdóttir „Á bakvið þessi sólgleraugu eru sögur sem ég vil heyra. Þetta finnst mér vel gert.“ - Halldór Högurður „Einhver kynni kannski að telja að Andy Warhol hafi verið ofsoðin kona en ég veit ekki hvort það álit kemst nógu vel til skila á þessari kápu.“ - Brynhildur Björnsdóttir 1. SÆTI Í nýjum heimi eftir Jóhönnu Kristínu Atladóttur „Ætti að vera forvarnarplakat gegn hugbúnaðarþjófnaði: „Þetta getur gerst ef þú sækir ólöglega útgáfu af Photo- shop“.“ - Ólafur Sindri Ólafsson „Kitch. Og það í fullri alvöru!“ - Viðar Eggertsson „Ósmekkleg framsetning þar sem hönnuður virðist hafa ætlað sér að segja söguna alla á kápunni með hjálp ný- uppgötvaðs Photoshop.“ - Sunna Valgerðardóttir 2. SÆTI Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur „Fyrst þegar mér varð litið á þessa bók hélt ég að hún ■ BESTU BÓKARKÁPURNAR ■ VERSTU BÓKARKÁPURNAR ■ UMDEILDASTA BÓKARKÁPAN 1. SÆTI Meistaraverkið og fleiri sögur eftir Ólaf Gunnarsson „Þessi kápa stendur undir nafni. Frábær hugmynd og vel gerð.“ - Örn Úlfar Sævarsson „Ótrúlega snjöll og falleg kápa. Ég þrái að snúa bókinni við og sjá málverkið hinum megin. Og lesa bókina í leiðinni.“ - Stígur Helgason „Flott hugmynd og fagmannlega útfærð. Ég myndi líklega ekki nenna að lesa bókina, en ég myndi pottþétt taka hana upp og skoða hana.“ - Ólafur Sindri Ólafsson „Flott hugmynd. Við fáum ekki að sjá myndina af „meistarverk- inu“, heldur er boðið upp á að gruna … Leturgerðir í fullkomnu samræmi við myndina og hug- myndina.“ - Viðar Eggertsson „Sjaldséð hlið á fletinum. Hress- andi, jafnvel þó að eilítið vanti upp á leturmeðferð í sögulista.“ - Arnór Bogason 2. SÆTI Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur „Einstaklega falleg bók bæði fyrir augu og hendur.“ - Brynhildur Björnsdóttir „Afar vönduð kápa með vönd- uðum teikningum sem eru ekki aðalatriði en ná samt að fylla forsíðuna.“ - Arnór Bogason „Heillandi og örlítið dularfull framsetning þar sem titill og kápa spila vel saman!“ - Sunna Valgerðardóttir „Falleg kápa, gaman að rýna í mynstrið.“ - Soffía Auður Birgisdóttir 3. SÆTI Myrknætti eftir Ragnar Jónasson „Retró-bragur yfir þessari sem ég fíla.“ - Anna Svava Knútsdóttir „Vel heppnuð eftirlíking af klass- ískum kvikmyndaplakötum. Fíletta.“ - Ólafur Sindri Ólafsson „Þessi nær mér, skemmtilegt retró-bíópóster sem kveikir í mér forvitnina. Þessu hefði verið hægt að klúðra en þarna finnst mér hafa tekist vel til. Þetta er kápa sem selur.“ - Halldór Högurður 4. SÆTI Glæsir eftir Ármann Jakobsson „Eins og mynd á grísku leirkeri af Mínótárusi, afar vel heppnuð tenging. Mynd sem kallar á augað þar sem hún er innan um aðrar.“ - Brynhildur Björnsdóttir „Klassískur blær yfir hönnuninni, gott samræmi í myndinni og hæfir vel innihaldinu. Glæsi-leg kápa.“ - Soffía Auður Birgisdóttir „Sterk mynd af aðalpersónunni í magnaðri teikningu, aðeins í tveim litum sem gerir hana bæði dulúðuga og áhrifaríka.“ - Viðar Eggertsson 5. SÆTI Götumálarinn eftir Þórarin Leifsson „Grófkornótt bláleit kápa af götu- málararanum við iðju sína og svo er titillinn þrykktur á, skínandi gull. Sex stuttar línur á forsíðu um flakkþörfina sem kveikir í manni löngun til að lesa. Pirrar mig hve stórt letrið á baksíðunni er, en framhliðin er alveg skotheld.“ - Halldór Högurður „Þessi bjagaði Bogart dregur mann til sín, litir jafnsmekklegir og letrið, og textinn sem fylgir er spennandi.“ - Stígur Helgason Meistaraverkið besta bókarkápan Endalaust má velta fyrir sér kostum og göllum umbúða af ýmsu tagi og eru bækur engin undantekning. Jólabókaflóðið var hvati þess að Fréttablaðið leitaði álits valinkunns andans fólks á bestu og verstu bókakápum ársins, án tillits til gæða innihaldsins. Anna Svava Knútsdóttir leikkona Arnór Bogason, grafískur hönnuður Brynhildur Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður Dröfn Ösp Snorradóttir pistlahöfundur Gréta V. Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður Halldór Högurður Ólafur Sindri Ólafsson þýðandi Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur Stígur Helgason, blaðamaður á Fréttablaðinu Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu Viðar Eggertsson leikhússtjóri Örn Úlfar Sævarsson íslenskufræðingur ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS héti Sigrún. Það er þekkt bragð að hafa nafn frægs höfundar stærra en titilinn á bókarkápu, en öllu má nú ofgera. Sérstaklega þegar höfundurinn er ekki stærra nafn en þetta. Gerir ekki annað en að magna þá tilfinningu að Sigrún sé að skrifa hetjusögu um sjálfa sig.“ - Stígur Helgason „Dæmi um það þegar reynt er að láta slæma ljósmynd bera uppi bókakápu. Kloss- aðri leturgerð lyft upp úr grunninum með ljósum „skugga“ sem gerir kápuna enn moðslegri. Kápan getur ekki endurspeglað, að mínu mati, annars skeleggan og spennandi höfund.“ - Gréta V. Guðmundsdóttir 3. SÆTI Einvígið eftir Arnald Indriðason „Vonbrigði! Mér finnst kápan ekki hæfa metsölu-sagnameistara. Myndefni kápunnar finnst mér klisjukennt og ofnotað. Til dæmis er nýútkomin bók, Dögun eftir Steph- anie Meyer, sem er ótrúlega lík.“ - Gréta V. Guðmundsdóttir „Sorglega groddaleg og ljót, sérstaklega vegna þess að efnið býður upp á svo skemmtilegar hugmyndir og úrvinnslu.“ - Örn Úlfar Sævarsson 4. SÆTI Feigð eftir Stefán Mána „Hallærisleg kápa sem minnir í senn á endurútgefinn Stephen King og myndskreytingu í barnabók frá 9. áratugnum.“ - Sunna Valgerðardóttir „Þetta er eins og eitthvað sem unglingur mundi senda inn í myndasögusamkeppni hjá Nexus.“ - Stígur Helgason 5. SÆTI Ég drepst þar sem mér sýnist eftir Gísla Rúnar Jónsson „Gísli Rúnar Jónsson sem færði Íslendingum Kexvexmiðjuna nú í haust hefur stigið fram á ritvöllinn. Af kápunni að dæma er svellhált á þeim velli.“ - Arnór Bogason „Einkennileg teikning af Gísla Rúnari að skemmta fyrir tómu húsi. Veikt og ljótt letur. Ég mundi ekki láta sjá mig með þessa bók í mannlausu húsi.“ - Örn Úlfar Sævarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.