Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 52
Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Belgíu þar sem hægt er að finna guðdómlega hluti á góðu verði. Eftir það kem ég glöð og endur- nærð til baka.“ Lína Rut segir vinnudag sinn við listsköpun langan, en verkin selur hún hérlendis og erlendis. „Ég vinn daglangt og fer oft á vinnustofuna þegar strákarnir eru sofnaðir á kvöldin. Líf mitt snýst um myndlist og fjölskyld- una, en ég hef líka mikinn áhuga á stjórnmálum og reyni að fylgj- ast vel með því að hlusta á viðtals- þætti, eins og Silfur Egils og Ingva Hrafn á ÍNN. Það styttir mér heil- mikið stundirnar á vinnustofunni,“ segir Lína Rut, sátt við sitt hlut- skipti sem listamaður. „Að vera listamaður er hálfgert bull og ekki hægt að sinna því til lengdar nema að hafa mikla sköp- unarþörf og ástríðu fyrir starf- inu. Starfinu fylgir mikil einvera, það er engin árshátíð á mínum vinnustað og þetta er erfiðara en en margur heldur. Að baki hverju verki er gríðarleg vinna og væri ég ekki alltaf á tánum að nýta tímann vel mundi lítið gerast.“ Undanfarið hefur Lína Rut fengist mest við málaða skúlptúra og lágmyndir úr pappamassa, en er nú aftur farin að fókusa á mál- verkið. Hún hefur einnig farið út í að hanna litlar fígúrur sem heita Kríli og Happy Face-kall til styrktar fötluðum og veikum börnum á Íslandi. „Nú vinn ég hörðum höndum að skúlptúrasýn- ingu í París, ásamt því að leggja lokahönd á barnabók sem ég skrifaði fyrir áratug en ekki kom- ist í að myndskreyta fyrr en nú.“ Línu Rut var landsfræg fegurð- ardís á árum áður og vekur enn athygli fyrir ægifagurt útlit. „Blessunarlega hætti ég að vera heltekin af útlitinu eftir að gelgju- skeiðinu sleppti, en hef auðvitað enn gaman af því að líta vel út. Ég hef alltaf stundað hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl, en aldrei nein- ar öfgar. Þá hef ég alla tíð þurft að berjast við kjaftasögur um að hafa verið í dópi og rugli á yngri árum en það er þvílík fásinna og á hreinu að slíkt líferni markar andlit fólks síðar meir,“ segir Lína Rut sem í dag leggur meiri áherslu á að halda andliti sínu unglegu en líkama. „Þegar konur nálgast fertugt þurfa þær að huga að því hvort þær vilji halda andlitinu unglegu eða líkamanum, en sjaldgæft er að geta hvoru tveggja. Stundið pass- lega mikla líkamsrækt, því hvað er gaman að vera hasarkroppur með andlit sem lítur út fyrir að vera mun eldra en það er í raun? Þá vara ég konur við hlaupum, því hlaup fara illa með andlit. Og þótt ég sé orðin 45 ára nota ég aldrei gagnslaus hrukkukrem.” En hvað stendur til um helgina? „Eldri strákurinn, Már, er tólf ára í dag og við höldum honum veislu. Annars erum við heimakær og verjum helgum í samverustund- ir, vinafundi og að kíkja á borgir í nágrenninu.“ thordis@frettabladid.is Lína Rut með Má sem fæddist blindur en hann á 12 ára afmæli í dag. Á forsíðunni er Lína Rut með fígúruna Happy Face, til styrktar fötluðum og veikum börnum. Framhald af forsíðu 101 hotel við Ingólfsstræti í Reykja-vík býður upp á glæsilega jóla-matseðla bæði í hádeginu og á kvöldin í nóvember og desember Jólamatseðill 101 hotel verður með nýstár- legum hætti í ár. Á honum verða jólaréttir sem bera einkenni ólíkra þjóða, einn réttur frá hverju landi, nema okkar eigin Íslandi sem á bæði for- rétt og aðalrétt á seðlinum. Forrétturinn er heit- reykt gæsabringa og aðalrétturinn ofnbakaður, hnetuhjúpaður lax. Hvort tveggja er borið fram með freistandi meðlæti. Önnur lönd sem komast á blað eru Ítalía, Mexíkó, Frakkland, Svíþjóð og Spánn. „Réttirnir eiga uppruna sinn í þessum tilteknu löndum en við breytum þeim að okkar hætti og gerum þá dálítið 101-lega,“ segir Egill Sigurðsson, veitingastjóri 101 hotels, glaðlega og upplýsir að notað sé bæði íslenskt og erlent hráefni í matinn. Möndlusúpa með saffrani frá Castile á Spáni er meðal forréttanna, sömuleiðis sænskur graf- lax með spínati, piparrótarrjóma og ristuðu brauði en af aðalréttum má nefna franska anda- bringu með fíkjum og púrtvíni og rifinn kalk- ún með mole, kryddgrjónum og tortillu frá Mexíkó. „Mole er súkkulaði-chilisósa, syndsam- lega góð,“ segir Egill aðspurður um herlegheit- in. „Svo berum við fram vín og fullt af jólalegum drykkjum á tilboði.“ Egill segir 101 hotel hafa ávallt verið með sér- stakan jólamatseðil og breytt til frá ári til árs. „Það er gaman prófa eitthvað nýtt. Síðast vorum við með dönsk jól en nú er sem sagt farið víðar að leita fanga,“ segir hann. „Margar þjóðir eiga svipaða jólarétti þegar að er gáð en við leggjum áherslu á þá sem eru frábrugðnir hver öðrum og bera einkenni síns lands. Samt förum við ekki út í neinar öfgar.“ Í hádeginu á virkum dögum er í boði jólaseð- ill ásamt völdum grillréttum en um helgar helst okkar vinsæli bröns-seðill óbreyttur. Jólamatseðillinn mun verða í boði öll kvöld vikunnar ásamt okkar hefðbundna matseðli. Einnig minnum við á okkar vinsælu gleðistund þar sem við erum með helmingsafslátt af öllum drykkjum, alla daga á milli 17-19. Jólaréttir frá ýmsum löndum Kynning www.101hotel.is 5800-101 Hverfisgötu 10, 101 Rvk. Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðsmanna hófst í gær með heimsókn slökkviliðsmanna í þriðja bekk Fossvogsskóla. Þeir munu á næstu dögum heimsækja yfir fjögur þúsund átta ára börn og fræða um eldvarnir. Þeir hafa áhyggjur af berskjölduðum heimilum en yfir helmingur íslenskra heimili er án reykskynjara, slökkvitækja eða eldvarnateppis. Leiðsögn um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu verður í Þjóðminjasafni Íslands klukkan tvö á sunnudag. Í leiðsögninni, sem verður í hönd- um sýningarstjórans Ágústu Krist- ófersdóttur, verður rætt um til- raunir Hjálmars í ljósmyndun og hvernig hann með úthugsaðri uppbyggingu og lýsingu jók áhrifa- mátt mynda sinna. Uppbygging sýningarinnar verður skoðuð og rætt hvernig sýn sýningarhöfund- ar á höfundaverk Hjálmars birtist í henni. Hjálmar Bárðarson (1918-2009) var siglingamálastjóri og afkasta- mikill áhugaljósmyndari. Ljós- myndaferill hans spannaði 80 ár og hann lifði þrjú skeið í ljós- myndatækni; svarthvítar myndir, litmyndir og stafrænar myndir. Í safni hans eru um 70 þúsund svarthvítar myndir frá tímabilinu 1932 til 1988 en nýjar eftirtökur hafa verið gerðar eftir úrvali þess- ara mynda. Hjálmar arfleiddi sex félög og stofnanir að eigum sínum og var Ljósmyndasafn Íslands í Þjóð- minjasafni einn erfingjanna. Safnið erfði einnig myndasafn Hjálmars bæði filmusafn og papp- írsmyndir, auk skjala og gagna og er hluti þeirra til sýnis á sýning- unni sem nokkurs konar klippi- mynd af lífsferli þessa atorkusama manns. Lifði þrjú skeið í ljósmyndatækni Hjálmar gaf út fjölda bóka með myndum af landi og þjóð. Ljós- myndaferill hans spannaði 80 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.