Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 96
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR60
krakkar@frettabladid.is
60
Nafn og aldur: Bragi Geir Bjarna-
son.
Í hvaða skóla ertu: Fossvogsskóla.
Í hvaða stjörnumerki ertu: Naut-
inu.
Áttu happatölu? 16.
Helstu áhugamál/hvað gerirðu í
frístundum þínum? Samkvæmis-
dans, puttaprjón, fótbolti og karate.
Eftirlætissjónvarpsþáttur: Dans,
dans, dans.
Besti matur? Pitsa og grjónagrautur.
Eftirlætisdrykkur? Vatn.
Hvaða námsgrein er í eftirlæti?
Heimilisfræði.
Áttu gæludýr – ef svo er, hvers
konar dýr og hvað heitir það? Ég á
hesta og kindur.
Skemmtilegasti dagurinn og af
hverju? Þriðjudagur, þá er skóla-
sund.
Eftirlætistónlistarmaður/-hljóm-
sveit? Elíza Newman og Valdimar.
Uppáhaldslitur? Gulur.
Hvað gerðirðu í sumar? Fór að
skoða Laugarvatnshelli, fór á Shell-
mótið í Eyjum og í sumarbústaðinn
að leika í heita pottinum.
Skemmtilegasta bók sem þú hefur
lesið? Tunglflaugin.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú
ert orðinn stór? Ég ætla að verða
bóndi.
Bragi Geir Bjarnason
Á ERLENDU VEFSÍÐUNNI www.miniclip.com/games er
að finna fjölda skemmtilegra netleikja, kappakstur, byssuleiki
og margt fleira fleira.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Einu sinni voru þrír menn
sem hétu allir Gísli, nema
Eiríkur hann hét Helgi.
Lísa: „Hvernig stendur á því
að þú veist allt um nágrann-
ana?“
Anna: „Ég passaði páfagauk-
inn þeirra um síðustu helgi.“
Hvaða drykk er auðvelt að
grípa?
- Greip.
Einu sinni voru tólf hermi-
krákur uppi í tré. Ein flaug í
burtu og hvað voru þá marg-
ar eftir?
Engin, hermikrákurnar
hermdu allar eftir þeirri
fyrstu.
Líffræðikennari við nem-
anda: „Hvaða fjölskyldu til-
heyrir górillan?“
Nemandi: „Ég veit það ekki.
Ég er svo nýfluttur í bæinn
að ég þekki ekki alla ennþá.“
Hvað þarf í tilraunina: Nokkrar hvítar rósir, skæri,
glös, vatn og nokkra mismunandi matarliti.
Aðferð:
1. Settu vatn í glösin.
2. Helltu mismunandi matarlit í hvert og eitt glas.
3. Taktu rósirnar og klipptu stilkinn þannig að
höfuð rósarinnar hvíli á glasabarminum.
4. Settu rósirnar í vatnið.
5. Farðu út og leiktu þér í svona tvær til þrjár klukku-
stundir.
6. Komdu aftur inn og skoð-
aðu rósirnar.
Hvað gerist?
Rósirnar drekka vatnið og
taka á sig þann lit sem
var í því. Þetta er næst-
um því alveg eins og þegar
þú drekkur djús í gegnum
rör, nema að höfuðið á þér
verður auðvitað ekki appelsínu-
gult á litinn.
Passaðu að:
Matarliturinn fari ekki í fötin þín.
Fara varlega þegar þú notar skærin.
Samanburðartilraunir:
Prófaðu að kljúfa stilkinn og setja endana hvorn í sinn
litinn. Rósin verður tvílit.
Prófaðu að nota sellerí í staðinn fyrir rósir.
Prófaðu hvort þetta virkar með eitthvert annað græn-
meti.
LÁTTU RÓSIR
BREYTA UM LIT
Ævar vísindamaður hefur verið óþreytandi við að gefa
krökkum innsýn í heim vísindanna. Glósubók Ævars
kemur út fyrir þessi jól, þar sem ýmsar rannsóknir
og margar tilrauna hans eru festar á prent.
Hann ákvað að gefa ungum lesendum
Fréttablaðsins uppskrift að einni.