Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 48

Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 48
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR32 Elskuleg móðir okkar, Auður Eyvinds lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 24. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurgeir Ingi Þorkelsson Elísabet Sól Þorkelsdóttir Ísak Dagur Þorkelsson Okkar ástkæri Ragnar Ragnarsson Goðatúni 12, Garðabæ, sem lést 9. nóvember, verður jarðsettur frá Garðakirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Alfreð R. Jónsson Sigurjón Kristinsson Kristbjörg Sigurjónsdóttir Arnleif M. Kristinsdóttir Reynir Stefánsson Hrefna Kristinsdóttir Eiríkur Þ. Sigurjónsson Bjarni Kristinsson Oddný K. Jósefsdóttir Júlíana Magnúsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir Sveinn Magnússon Guðrún Hinriksdóttir Kristján Magnússon Snjólaug Brjánsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir Sigurður Guðmundsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu og sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, sonar, tengdaföður og afa, Gísla Pálssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Sérstakar þakkir viljum við færa lögreglukórnum og starfsfélögum í lögreglunni. Kolbrún Gísladóttir Arnþrúður Anna Gísladóttir Jónas Reynir Gunnarsson Hafþór Gíslason Svanfríður Gísladóttir Aldís Anna og Maríanna Hlíf Jónasdætur Móðir okkar og tengdamóðir, Sigríður Kristinsdóttir sem lést á dvalarheimilinu Hornbrekku Ólafsfirði 16. nóvember, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. nóvember kl. 14. Þeim sem vildu minnast Sigríðar er bent á dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði. Magnús Magnússon Sigursveinn Magnússon Örn Magnússon Þorgeir Gunnarsson og fjölskyldur. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Ég fæ nánustu fjölskyldu heim í mat. Pabbi ætlar að elda eitthvert gott nautakjöt, en hann er algjör meistara- kokkur,“ segir Inga María Valdimars- dóttir leikkona, sem er fertug í dag. Hún segist þó ekki mikið afmælisbarn og ekki hafa haldið upp á daginn frá því hún var unglingur. „Ég er ekki mikil fjölmennismann- eskja en fannst þó alltaf mjög gaman að fara í afmælisveislur þegar ég var lítil. Þetta verður fámennt og notalegt í kvöld. Við erum fjögur systkinin og svo á ég litla þriggja ára frænku, hana Sölku mína, sem kemur líka. Ég er búin að skreyta jólatréð sérstak- lega fyrir hana. Þetta verður æðis- lega gaman.“ Inga María ólst upp í Breiðholti fram á unglingsár. Hún flutti svo í Kópavoginn og kallar sig Kópavogs- búa. Hún segir leiklistarbakteríuna alltaf hafa blundað í sér þó að fleiri starfsgreinar hafi heillað. „Mig lang- aði til að verða leikskólakennari eða þroskaþjálfi. Ég vann á sumrin í sum- arbúðum í Reykjadal fyrir lömuð og fötluð börn og passaði líka mikið börn. Mér fannst það alltaf mjög skemmti- legt en leiklistin varð ofan á,“ segir Inga María, sem útskrifaðist úr Leik- listarskólanum árið 1997. Eftir útskrift tók við leikur á sviði og í sjónvarpi og kvikmyndum. „Síðustu tvö verkefnin mín í sjónvarpi og bíó vann ég fyrir Friðrik Þór og fannst það ofboðslega skemmtilegt,“ rifjar Inga María upp, en hún lék meðal annars í mynd Frið- riks, Mamma Gógó, sem kom út árið 2010. En hvað er hún að fást við í dag? „Í dag er ég að talsetja barnaefni fyrir Ríkissjónvarpið og Stöð tvö og sitthvað sem fellur til. Svo spila ég mikið golf. Ég byrjaði fyrir tveimur árum og geng- ur bara nokkuð vel,“ segir Inga María kankvís og blaðamaður fær togað upp úr henni að hún sé með 22 í forgjöf, sem þyki nokkuð gott. Hún segist þó ekki vera farin að keppa í íþróttinni. „Nei, ég er jafn lítil keppnismann- eskja eins og ég er fjölmennismann- eskja, þetta er bara fyrir mig sjálfa. Ég spila mest með Bolla, kærastan- um mínum, en við förum mikið í golf á Hamri í Borgarnesi á sumrin,“ segir hún og viðurkennir með semingi að kærastinn sé ívið betri en hún í golf- inu. „En það verður ekki lengi,“ segir hún hlæjandi. heida@frettabladid.is INGA MARÍA VALDIMARSDÓTTIR LEIKKONA: FAGNAR FERTUGU Í DAG Skreytir jólatréð fyrir kvöldið EKKI MIKIÐ FYRIR AFMÆLISHALD Inga María Valdimarsdóttir leikkona ætlar að halda fámennt en góðmennt matarboð í tilefni fertugsafmælis síns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hópur breskra og írskra tónlistarmanna kom saman í hljóðveri undir nafninu Band Aid þennan dag árið 1984 og tók upp lagið Do They Know It’s Christmas? Tilgangurinn var fjáröflun vegna hungursneyðar í Eþíópíu, en allir tónlistarmenn- irnir gáfu vinnu sína. Frumkvæðið að uppátækinu áttu tónlistarmennirnir Bob Geldof og Midge Ure en þeir hóuðu saman nöfnum eins og Bono, Boy George, Sting og George Michael. Lagið kom út fjórum dögum síðar og rauk strax upp í fyrsta sæti breska smáskífulistans. Milljón eintök seldust strax í fyrstu vikunni, en lagið sat í fyrsta sætinu samfleytt í fimm vikur. Verkefnið vatt upp á sig og hinn 13. júlí árið 1985 voru haldnir fjáröflunartónleikar í London og í Fíladelfíu samtímis, undir stjórn þeirra félaga Geldofs og Ure. Tónleikarnir voru kallaðir Live Aid og var sjónvarpað beint um allan heim. Smáskífan Do They Know It’s Christmas? hefur síðan verið endurútgefin, árið 1989 og árið 2004. ÞETTA GERÐIST: 25. NÓVEMBER ÁRIÐ 1984 Band Aid verður til ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON frá Dagverðará, refaskytta og skáld (1905-2003), fæddist þennan dag. „Sterkasta aflið er andans ró, sem allt getur fyrirgefið.“ Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna flytur fyrstu sin- fóníu Mozarts á tónleik- um í Seltjarnarneskirkju á sunnudag klukkan 17. Sinfóníuna samdi Mozart þegar hann var aðeins átta ára. Hljómsveitin fær góða gesti til liðs við sig, þá Dean Ferrell kontrabassa- leikara og Gissur Pál Gissurarson tenór. Þeir munu flytja aríur og ein- leiksstykki eftir Mozart, Sperger, Rossini, Hoff- meister og Müller, annað hvort saman eða hvor í sínu lagi. Á tónleikunum verður leitast við að svara spurn- ingunni sem tónlistar- fræðingar hafa velt fyrir sér um aldir: Hvað gekk Mozart til þegar hann samdi aríuna Per questa bella mano? Oliver Kentish er stjórnandi á tónleikunum. Aðgangseyrir er 2.000 krónur, afsláttarverð er 1.000 krónur fyrir nem- endur og eldri borgara og frítt er fyrir börn. - rve Flytja fyrstu sin- fóníu Mozarts TÖFRANDI TÓNAR Á tónleikunum verður leitast við að svara því hvað Mozart hafi gengið til þegar hann samdi aríuna Per questa bella mano. GESTUR Gissur Páll Gissurarson tenór kemur fram ásamt Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna á tónleikum í Seltjarnaneskirkju á sunnudag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.