Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 50

Fréttablaðið - 25.11.2011, Side 50
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR34 Meðal annars efnis: Nói verður ástarbréf til Íslands Darren Aronofsky leikstjóri um væntanlega kvikmynd sína og kvikmyndalandið Ísland Útrásin til Mars Curiosity leggur í rannsóknaferð til plánetunnar rauðu í dag. Athvarf fyrir asna Asnar eiga öruggt skjól í bænum Nerja í Andalúsíu. Kepptu við kónginn Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohnsen upplifðu það báðir að spila við Maradona. BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur Það var yfir hrímköldum bjór sem eigin-maðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grát- leg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjór- kolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teyg- andi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum. Í DAG er það að hafa verið á móti bjórnum pólitískum ferli eins og æskuafglöp – pínu vandræðalegt uppátæki sem afskrifað er sem ungæðisháttur og tákn tímanna. Svona eins og sítt að aftan. Því fer þó fjarri að liðin sé sú tíð að geðþótta- ákvarðanir stjórnmálamanna stýri því hvað Íslendingar fá að setja ofan í sig. Nýverið heimsótti bróðir minn mig í Lundúnum þar sem ég dvel. Fyrir utan skylduheimsókn í H&M var aðeins eitt á dagskránni. Rúmum 20 árum fyrr, á tímum bjórbannsins, hefði það verið að marinera lifrina í eins miklum bjór og er mögulegt á einni helgi. Nú voru það hins vegar önnur höft sem stýrðu neyslu Íslendingsins í útlönd- um. Markmið ferðarinnar var að innbyrða geitaost eins og um keppnisíþrótt væri að ræða en forðast bráða kransæðastíflu. UNDANFARNA mánuði hefur umræðan um réttmæti þess að vernda innlendan landbúnað með tollum og innflutningshöft- um farið hátt. Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu í vikunni ítrekar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afstöðu sína um að standa beri vörð um þessa hagsmuni sem hann færir í dular- gervi „fæðuöryggis“. Jón leggur og til að íslenskir bændur hefji framleiðslu á eigin eldsneyti til að nota á vélar sínar. Í DAG hlæjum við vandræðaleg að bjór- banninu. En á sama tíma sættum við okkur við að matvælaúrval á Íslandi sé takmark- að af lobbíistum landbúnaðar. Til að vernda hagsmuni fárra framleiðenda fá íslenskir neytendur sjaldan að borða kræsingar á borð við franskan geitaost og grískan feta. Innflutningur á sælgæti var takmarkaður allt til 1981. Dettur okkur í hug að taka upp nammitolla á ný til að verja íslenska sæl- gætisframleiðendur? JÓN BJARNASON hefur á réttu að standa. Það er alveg hægt að lifa bara á íslensku kjöti og spenvolgri mjólk. Við gætum alveg framleitt okkar eigið eldsneyti úr hrein- ræktuðum íslenskum flór. Það má vel flytja aftur inn í moldarkofana og hefja sjálfs- þurftarbúskap. Spurningin er hins vegar þessi: Viljum við það? Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. blaðra, 6. úr hófi, 8. starfsgrein, 9. matjurt, 11. í röð, 12. þvílíkt, 14. enn lengur, 16. berist til, 17. árkvíslir, 18. for, 20. ætíð, 21. krukka. LÓÐRÉTT 1. á endanum, 3. frá, 4. alls, 5. tál, 7. þögull, 10. tilvist, 13. knæpa, 15. korn, 16. hryggur, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. masa, 6. of, 8. fag, 9. kál, 11. mn, 12. slíkt, 14. áfram, 16. bt, 17. ála, 18. aur, 20. sí, 21. krús. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. af, 4. samtals, 5. agn, 7. fálátur, 10. líf, 13. krá, 15. maís, 16. bak, 19. rú. Ég rann og sneri á mér ökklann. Fljót, náðu í klaka handa mér! Svo er það svanurinn. Eftir 30 ár í bolt- anum án þess að teygja fer hann beint í krákuna. Svaninn! Svaninn, fyrirgefðu. Ég er með góða hugmynd. Ef þið byrjið að blogga gætuð þið skrifað allar leiðinlegu sögurnar sem þið segið vanalega yfir kvöldmatnum. Þá gæti ég lesið þær þegar ég hef tíma og við gætum borðað í ró og næði. Ef við tölum ekki saman, til hvers þá að borða saman? Þarna ertu með aðra góða hug- mynd. Mamma! Hannes er að horfa á mig!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.