Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 16
16 26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ Samráðsvettvangur trúfélaga, lífs-skoðunarfélaga um trúarleg efni og samstarfsaðila þeirra var stofnaður 24. nóvember 2006 og fagnar því fimm ára afmæli um þessar mundir. Markmið vett- vangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf, úr ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Samráðsvettvangur trúfélaga, eins og hann er jafnan kallaður, er opinn öllum skráðum trúfélögum. Stofnfélög voru þrettán en fleiri hafa bæst við og telur vettvangurinn nú sextán félög. Að auki starfaði Alþjóðahús með samráðsvett- vanginum fyrstu árin. Hvert félag hefur fulltrúa í stjórn og hittist hún reglulega. Samráðsvettvangurinn hefur unnið að markmiðum sínum með ráðstefnu, málþingum og útgáfu. Meðal verkefna má nefna ráðstefnu um siði og hefðir í tengslum við andlát og útför í ólíkum trúarbrögðum og bæklinginn „Virðing“. Þar má finna upplýsingar í stuttu máli um mikilvæg atriði í ólíkum trúarhefðum við andlát og greftranir, sem og upplýs- ingar um það hverja hafa skuli samband við í þessum aðstæðum hjá mismunandi trúfélögum. Upplýsingarnar voru ætl- aðar fólki í löggæslu, heilbrigðisstéttum, sjúkraflutningum og á útfararstofum og þessir hópar sóttu einnig ráðstefnuna. Þetta verkefni var styrkt af þróunarsjóði innflytjendamála. Samráðsvettvangur trúfélaga hefur að auki haldið tvö málþing. Hið fyrra fjallaði um fordóma gagnvart trúarbrögðum og var hluti af svokölluðu Progress-verk- efni Evrópuráðsins sem fjölmörg félög og stofnanir tóku þátt í. Hið síðara fjallaði um trúarlegar byggingar. Ráðstefnan og málþingin hafa verið byggð upp á þann hátt að auk fyrirlesara eru stutt innlegg frá ólíkum trúarhópum þar sem málið er reifað frá þeirra hlið og fást þannig ýmis sjónarhorn. Auk þessara málþinga tók Samráðs- vettvangurinn þátt í ráðstefnu á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar og kynnti starf sitt. Þá má einnig nefna útgáfu dagatals með hátíðardögum ólíkra trúar- bragða, sem vettvangurinn vann að í sam- vinnu við félagsmálaráðuneytið. Samráðsvettvangurinn er vettvangur samvinnu og samráðs. Hann er ekki vett- vangur ályktana eða sameiginlegs helgi- halds, en vilji einhver trúfélaganna taka sig saman um slíkt auðvelda góð kynni alla samvinnu. Þá vill vettvangurinn vera samtalsaðili við ríki og sveitarfélög um málefni er snerta trúfélög. Samstarf, umburðarlyndi og virðing Trúmál Bridget McEvoy Bahá´í samfélaginu á Íslandi Steinunn A. Björnsdóttir Þjóðkirkjunni Þorsteinn Pálsson er í tímabundnu leyfi frá Kögunarhólsskrifum. Hleðslumaðurinn Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun Ögmundar Jónas- sonar varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Kínverski fjárfestirinn Nubo fær ekki að kaupa jörðina eftir ákvörðun ráð- herrans. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa borið brigður á hæfi Ögmundar í málinu, vegna fyrri yfirlýsinga hans. Fáir ættu þó að vera hæfari í málinu, enda þekkir hann Grímsstaði á Fjöllum vel. Það má sjá á ummælum Ævars Kjartanssonar, en hann sagði í Fréttablaðinu 2010 að hann mundi eyða sextugsafmæli sínu í „torfbæ sem hann hlóð með hjálp Ögmundar Jónas- sonar, þingmanns, á Hólsfjöllum“. Ögmundur þekkir því vel til á svæðinu og veit hvaða áhrif hótel þar hefði á torfkofann sem hann hlóð. Erlendu yfirráðin Orðalag rökstuðnings ráðherra er nokkuð athyglisvert. Þar segir að engin fordæmi séu fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi „verið fært undir erlend yfirráð“. Þetta orðalag ætti frekar heima í vopna- hléssamningum stríðandi ríkja en ákvörðun um landakaup. Aðlögun hjá Jóni? Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðshóp sérfræðinga varðandi innflutningsbann á hráum dýraafurðum og lifandi dýrum. Verk- efni hópsins snýr að því að „Ísland geti gripið til nauðsynlegra ráðstafana til verndar íslensku búfé með takmörkun innflutnings á hráum búfjárafurðum og lifandi dýrum, komi til aðildar að Evrópu- sambandinu“. Er Jón kominn í aðlögun að ESB? kolbeinn@frettabladid.is M eð ákvörðun sinni um að synja félagi Huangs Nubo um leyfi til að kaupa meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum sendir Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra alþjóðlegum fjárfestum enn ein bandvitlaus skilaboð af stjórnarheimilinu. Ísland er lokað og athafnamenn með áform um atvinnuuppbyggingu eru óvelkomnir. Þegar þetta bætist við hótanir um ógildingu löglegra samninga og þjóðnýtingu í Magma-málinu, andstöðu við fyrirtæki sem hyggjast stunda rekstur sem fellur ekki að vinstri grænni hug- myndafræði og hringlandann í skattamálum atvinnulífsins er ekki að furða að hinir frjáls- lyndari í þingliði Samfylking- arinnar séu farnir að ókyrrast í ríkisstjórn sem hafði í upphafi að markmiði að auka erlenda fjárfestingu. Rökstuðningurinn fyrir því að veita Huang ekki undanþágu fyrir kaupunum er ekki merki- legur. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins er tíundað að félag Huangs uppfylli ekki skilyrði um íslenzkt eignarhald, stjórnar- menn og þar fram eftir götunum. Náttúrlega ekki. Þess vegna er beðið um undanþágu frá lögunum. Hana hafa að minnsta kosti 25 önnur fyrirtæki og einstaklingar fengið á síðustu árum. Eini rökstuðningurinn er í raun að landið sem Huang vill kaupa sé svo stórt. Ráðuneytið segir að „engin fordæmi [séu] fyrir því að jafnstórt landsvæði á Íslandi hafi verið fært undir erlend yfirráð“. Vísað er til þess að bannið við fjárfestingum útlendinga eigi að „standa vörð um sjálfstæði eða fullveldi landsins og mögu- leika Íslendinga til að njóta sjálfir arðs af auðlindum sínum“. Ef Huang Nubo væri til dæmis rúmenskur eða grískur ríkis- borgari mætti hann kaupa Grímsstaðalandið umyrðalaust og málið hefði ekki einu sinni lent á borði Ögmundar Jónassonar. Sennilega gæti Huang farið þá leið að stofna fyrirtæki í ein- hverju aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins til að halda utan um kaupin. Undir þann leka vill Ögmundur Jónasson setja; hann segir í Fréttablaðinu í dag að hann vilji þrengja heimildir EES- borgara til að eignast hér fasteignir! En Huang er sjálfsagt orðinn leiður á þessu bulli og fer með peningana sína annað – eins og fleiri fjárfestar. Setningin um „erlend yfirráð“ í rökstuðningi ráðuneytisins er kostuleg. Auðvitað fara öræfin á Fjöllum ekki undir erlend yfirráð þótt útlendur maður eignist þau. Um Grímsstaðalandið myndu áfram gilda íslenzk lög og skipulagsreglur. Ríkið yrði meðeigandi Huangs að jörðinni og yrði að gefa samþykki sitt fyrir því sem þar væri gert. Huang hefur engan áhuga á vatns- réttindum (sem Ögmundur hafði í upphafi áhyggjur af að hann ásældist) og er reiðubúinn að semja þau af sér. Hver er hættan fyrir sjálfstæði, fullveldi og auðlindir Íslands? Það er í raun sorglegt að stjórnmálamenn hafi ekki meiri trú á íslenzkri löggjöf og stjórnsýslu en þetta. Ákvörðun Ögmundar endurspeglar vanmetakennd og útlendingaótta. Það er vont vega- nesti þegar verið er að reyna að endurbyggja íslenzkt efnahags- líf, meðal annars með erlendum fjárfestingum í atvinnurekstri. Synjun á beiðni Huangs Nubo sendir enn ein kolröng skilaboð til alþjóðlegra fjárfesta. Erlend yfirráð? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.