Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 26.11.2011, Qupperneq 24
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR24 B ókin Í klóm dalalæðunnar, sem kom út á vegum Ver- aldar í haust, er fimmta ljóðabók Sindra Freysson- ar en hann hefur líka sent frá sér þrjár skáldsögur. Þótt staðan sé 5-3 fyrir ljóðunum seg- ist Sindri ekki líta á sig sem ljóðskáld umfram skáldsagnahöfund. „Ég hef aldrei gert upp á milli þess- ara tveggja bókmenntagreina og lít á þær sem jafnréttháar,“ segir Sindri. „Ljóðið er hins vegar léttfætt og tiplar svo hljóðlega um markaðinn að það vill oft gleymast í öllum fyrirganginum sem fylgir skáldsögunum. Þess vegna er svo gaman þegar ljóðabækur vekja athygli; það er eins og þegar feimni krakkinn í háværa partíinu stendur upp og lætur ljós sitt skína. Þá sjaldan sem það ger- ist, þá er það jákvætt. Ég hef hins vegar gefið út þrjár skáldsögur og tel óþarfa að gera upp á milli. Hvort tveggja snýst um sama meginöxul, skáldskapinn.“ Sindri er því bæði maður hins knappa forms, ljóðsins, en seinustu tvær skáld- sögur hans hafa hins vegar verið mikl- ar að vexti. Spurður hvort hann sé ekki maður millivegarins kveðst Sindri álíta þetta hið fullkomna jafnvægi. „Annars vegar þetta knappa form þar sem minna er meira, og síðan þarf maður að sökkva sér í skáldsögur,sem taka kannski mörg ár í vinnslu og engin grið gefin með að hella sér í heimild- arvinnu. Þegar maður vinnur með jafn mikið textamagn og skáldsagan útheimtir er hvíld í því að geta skroppið inn í eitthvað sem er hnitmiðað og stutt, kannski bara ein mynd, hugsun eða hug- mynd sem maður vill koma á framfæri. Það má kannski líkja þessu við það að þræla á skuttogara en koma svo í land og skreppa þá með stöng í Laxá í Aðal- dal.“ Líður vel innan ramma þemans Ljóð Sindra eru þó sjaldnast einmana myndir á stangli því ljóðabækur hans innihalda yfirleitt ákveðið þema. „Þetta byrjaði sumpartinn með Harða kjarnanum, þar sem ég vildi með einhverjum hætti ná utan um næt- urborgina Reykjavík; skemmtanamenn- inguna, drykkjuna og dópið og það sem einkenndi tilvistina eftir miðnætti um helgar. Mér fannst mjög gott að vinna innan ákveðins ramma og búa þann- ig til heildstæða mynd. Í (M)orðum & myndum vildi ég kafa inn í þetta marg- notaða efni, ástina og dauðann, og reyna að finna nýja fleti á því án þess að vera of hátíðlegur; ganga til móts við dauðann í bókmenntum án helgi- slepju eða upphafningar, svo að segja. Síðan kemur Ljóðveldið Ísland, sem var skrifuð mjög hratt nánast sem bein við- brögð við hruninu, sem varð mánuðina á undan. Þar afmarkaði ég mig einfald- lega við sögu lýðveldisins frá stofnun þess 1944.“ Jörðin Hagi í Aðaldal fyrir norð- an er yrkisefni Í klóm dalalæðunnar. Jörðin er í eigu föðurfjölskyldu Sindra, sem hefur vanið komur sínar þangað frá barnsaldri, einkum til að skrifa í seinni tíð. „Ég fór í Haga sem strákur á hverju sumri og fékk mikla á ást á þessari jörð. Hún er ákaflega falleg en ekki beint óskaland sauðkindarinnar, hraun, gervigígar og tjarnir. Jörðin var lengi eingöngu í eigu föðurbróður míns en um aldamótin dreifðist eignarhaldið innan fjölskyldunnar og þá fór ég að sækja mikið þangað til að skrifa. Í kjölfarið má segja að ég hafi endur- uppgötvað þessa jörð með ýmsum hætti; ég fer daglega í gönguferðir og nýt náttúrunnar og umhverfisins. Úr þessum ferðum spruttu stundum ljóð og þegar ég safnaði þeim saman rann upp fyrir mér að ég var að yrkja um þessa jörð, dalinn minn og fólkið. Ég byrjaði í framhaldinu að vinna skipu- lega og þematískt með þetta efni; búa til sögulega heild og jafnframt óð til þessa lands.“ Bók sem vekur vellíðan Sindri segir það hafa vakað fyrir sér að ljóðin vektu vellíðan með lesandanum. „Ég vildi fara með lesandann í veg- ferð þar sem hann gæti heyrt í öndun- Með því að draga upp þessa kyrr- látu nátt- úrumynd vil ég minna á að þessi veru- leiki er enn til staðar, að hann er mikilvægur og við getum leitað þar að ákveðnum gildum en þurfum jafnframt að vernda hann. FEÐGARNIR SINDRI OG SEIMUR Sindri Freysson hefur gefið út fimm ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann vinnur nú að verki sem hann segir grimmara og ágengara en fyrri verk sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leiðin til léttleikans er þung á fótinn Sindri Freysson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í haust fyrir ljóðabókina Í klóm dalalæðunnar. Bókina orti hann með það fyrir augum að auka vellíðan lesandans og um leið taka til varnar fyrir veruleika sem á undir högg að sækja. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Sindri skáldskap, lestrarþróun og segir frá sérstæðu fjölskyldulífi í Haga í Aðaldal. ■ SAGAN AF HAGA Í AÐALDAL Í ljóðabókinni Í klóm dalalæðunnar er ort um jörðina Haga í Aðaldal. Í henni framkallar Sindri náttúrustemningu og dregur upp svipmyndir af ættarsögu sinni. Þetta er gömul jörð, fyrst getið í Ljósvetningasögu á seinna hluta tíundu aldar,“ segir Sindri. „Fyrsti ábúandinn hét Forni og þúsund árum síðar er nafnið enn þá í ættinni. Af óskilgreindum ástæðum hef ég alltaf verið stoltur af því að jörðin komst aldrei í eigu biskupsstóla, klaustra, kóngs eða annarra valdastofnana. Langafi minn, Jakob Þorgrímsson, eignaðist þessa jörð 1903. Hann var merkilegur maður fyrir margar sakir. Hann hefur til dæmis verið kallaður fyrsti jafnaðarmaður Íslands, því hann eignaðist tíu börn með tveimur konum – systrum; fimm með hvorri, fjórar dætur og einn son. Þetta skiptist því hárjafnt á milli.“ Þetta er saga af ástum í meinum segir Sindri. „Langafi felldi hug til yngri systurinnar, Rannveigar Jónasdóttur, en var látinn kvænast þeirri eldri, Sesselju, því hún var húsmæðraskólagengin og þótti betra kvonfang. Þau byrjuðu að búa í Haga en hann sótti alltaf í Rannveigu og fór til þess langar vegalengdir í öllum veðrum. Að lokum fór svo að Sesselja sagðist ekki vilja að hann Jakob blessaður yrði úti á þessu flakki sínu og því færi best á að yngri systirin flytti í Haga, sem og varð. Þetta var óneitanlega sérstakt, ég hef séð teikningu af svefnherbergi þeirra; rúm hjónanna lá samsíða með bil á milli en þvert á fótgaflana lá rúm yngri systurinnar. Jakob fór bara á milli rúma og sinnti báðum.“ Ein af dætrum Jakobs og eiginkonu hans var amma Sindra, Jóna. „Afi minn, Jóhannes Friðlaugsson, var fæddur í sveitinni. Hann var farandkennari og gekk tugi kílómetra á viku í alls konar færð og ófærð til að kenna börnum. Hann kenndi hér og þar um landið fyrstu árin eftir kennaraskólann en sneri síðar aftur í Aðaldal og kenndi meðal annars ömmu, sem hann varð síðan ástfanginn af. Hann var þá fertugur en hún átján ára; í dag væri þetta á mörkum þess að vera lögreglumál eða myndi að minnsta kosti enda á síðum DV! Í ofanálag voru þau skyld. Árið 1923 kaupir Jóhannes fjórðung úr jörðinni af tengda- föður sínum. Þarna bjuggu þau afi og amma og eignuðust átta börn. Að foreldrum sínum gengnum tók föðurbróður minn við jörðinni. Hann var aðeins sextán ára gamall og það hálfpartinn dæmdist á hann. Hann rak þarna bú fram til aldamóta en þá dreifðist eignarhaldið á jörðinni um föðurfjölskylduna.“ um á tjörninni og fundið ilminn af birk- inu, þannig að úr yrði jákvæð sálræn upplifun og vellíðan. Það er allt önnur stemning í fyrri bókum mínum; í Harða kjarnanum er slydda, myrkur og kalsi, og heilmikil reiði í Ljóðveldinu. Nú vildi ég búa til hlýrri bók og ljúfari, fara í unaðsferð í sveitasælu án þess að upphefja hana of mikið eða detta í rómantískan klisjupott.“ Hann áréttar að þetta sé ekki „þægi- legur“ skáldskapur í merkingunni áreynslulaus. „Alls ekki, enda kemst ég þannig að orði í upphafi bókar að leiðin til léttleikans er þung á fótinn.“ Þótt yrkisefni bókarinnar sé af pers- ónulegum meiði sprottið hefur það víð- ari skírskotun, jafnvel beittan sam- félagslegan undirtón. „Með því að draga upp þessa kyrr- látu náttúrumynd vil ég minna á að þessi veruleiki er enn til staðar, að hann er mikilvægur og við getum leit- að þar að ákveðnum gildum en þurf- um jafnframt að vernda hann. Þá er ég ekki að tala um styrki til bænda, heldur að vernda náttúruna fyrir misfallegum hugmyndum um verk- smiðjutengda nýtingu eða ágangi af hömlulausri ferðaþjónustu. Þetta er ögn kaldhæðnislegt; lengst af þrauk- uðu landsmenn varla á þessari harð- býlu eyju því að náttúran var sífellt að slátra fólki í blóma lífsins. Núna þurfa landsmenn að gæta náttúrunnar og skilja auðlegð hennar dýpri skilningi en áður.“ Veruleikinn alltaf skáldskapur Maður verður þess fljótt áskynja að fortíðin er Sindra hugleikin. Verk Sindra, bæði ljóðabækur og skáldsög- ur, eiga það mörg sammerkt að vera ofnar úr sögulegum þræði. Sindri flétt- ar sögu ættar sinnar í bókinni Í klóm dalalæðunnar, saga lýðveldisins er undir í Ljóðveldinu og skáldsögurnar Flóttinn og Dóttir mæðra minna byggja báðar á sögulegum atburðum á tímum seinni heimsstyrjaldar. Stofuveggurinn hjá honum ber fortíðaráhuganum líka vitni en þar hangir uppstækkuð mynd af Austurstræti eftir brunann mikla í Reykjavík 1915. „Ég hef alltaf haft áhuga á söguleg- um fróðleik. Ég ólst að miklu leyti upp við þetta, það voru ótal margar sögu- bækur á heimilinu, ekki síst tengdar seinni heimsstyrjöld, sem er það tíma- bil sem ég hef skoðað hvað mest. Sagan býr yfir ógrynni af efnivið í skáldskap, efni sem oft og tíðum er kannski þjapp- að niður í nokkrar setningar í sögurit- um en þegar betur er að gáð opnast fyrir manni heill heimur. Skáldskapur er í sjálfu sér aldrei búinn til frá grunni, heldur byggður á einhverjum raunverulegum atburð- um og framkomnum hugmyndum og liðin tíð er jafn gild uppspretta og hver önnur, enda lumar fortíðin á endalaus- um bitastæðum sögum. Hinn meinti raunheimur – þrívíður, áþreifanlegur og unnt að nema með sjón, heyrn, snert- ingu, lykt og bragði – er auðvitað hvort sem er helber skáldskapur. Veruleikinn er alltaf skáldskapur – og öfugt.“ Sindri vinnur um þessar mundir að skáldsögu sem gerist í nútíðinni. Hann segist hafa viljað tilbreytingu frá sagnfræðigrúskinu sem fyrri skáld- sögur útheimtu, auk þess sem honum hafi þótt óþarft að vera talinn fastur í sögulegum skáldskap. „Ég vildi losna úr þessum fjötrum fortíðar. Þessi bók sem ég er að vinna að verður miklu grimmari og ágengari en fyrri bækur mínar. Sagan er stað- sett rétt fyrir hrun og á að koma við kvikuna á þeim veruleika sem nútíma- maðurinn hefur byggt sér. Ég spái að hún eigi eftir að vekja umtal og vonandi búa til nýjan lesendahóp.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.