Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 28

Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 28
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR28 H éðinn Halldórsson starfar á svæðisskrifstofu UNICEF í Amman í Jórdaníu, en undir hana heyra 20 lands- skrifstofur samtakanna í Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum. Héðinn starfar að kynning- armálum í sex manna teymi, sem hefur það verkefni að safna upplýsingum um stöðu kvenna og barna og miðla þeim áfram. Stuðningur fólks er mikilvægur „Það sem við erum helst að fást við um þess- ar mundir eru afleiðingar þeirrar gríðar- legu ólgu sem hefur verið í þessum heims- hluta allt þetta ár vegna arabíska vorsins. Það hefur verið í nógu að snúast við að vera málsvari barna til dæmis í Egyptalandi, Jemen, Sýrlandi og Líbíu,“ segir Héðinn. „Svo ég nefni einhver af þeim verkefnum sem UNICEF hefur sinnt má nefna að við höfum tekið á móti sýrlensku og líbönsku flóttafólki og mætt þörfum barna, kvenna og fjölskyldna sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur UNICEF nýlega staðið fyrir mjög stórri sendingu af berklabóluefni til Íraks, milljón skömmtum, og með því náð að vernda öll írösk börn gegn þessum skelfi- lega sjúkdómi.“ Þá er ekki síður mikilvægt að safna saman upplýsingum um ástandið í löndunum og að miðla þeim áfram í nafni samtakanna, svo að borgarar annars staðar í heiminum haldi áfram að styðja þarft starf UNICEF. „Ef maður skoðar til dæmis Jemen hafa hundrað börn látist í átökum frá því í janú- arbyrjun. Á því þarf að vekja athygli. Við segjum líka frá þeirri röskun sem hefur orðið á daglegu lífi barna í þessum heims- hluta, í kjölfarið á arabíska vorinu. Þúsundir barna komast til dæmis ekki í skóla vegna þessa ástands.“ Héðinn hefur starfað á svæðisskrifstof- unni í Amman í Jórdaníu í nokkra mánuði, en hann var áður hjá UNICEF í Jemen. Á báðum stöðum sá hann svart á hvítu hvern- ig peningarnir, sem UNICEF safnar í gegn- um heimsforeldra, komast til skila. „Þegar maður sér hvernig samtökin vinna og veit í hvað peningunum er veitt áttar maður sig enn betur á því hvað stuðningur fólks er mikilvægur.“ Börn misnotuð á margs konar hátt „Ég er að vinna að verkefni sem miðar að því að hjálpa börnum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og lifa án nokkurs stuðn- ings eða verndar fullorðinna. Þetta er einn af stóru þáttunum í hjálparstarfi UNICEF,“ segir félagsfræðingurinn Sólveig Svein- björnsdóttir sem starfar á vegum UNICEF í Eþíópíu. Hún býr í höfuðborginni Addis Ababa, þar sem hún starfar við að byggja upp barnvæna félagsþjónustu. Hún segir að mikil þörf sé þar á, enda mikill skortur á þjónustu og stuðningi við efnalítið fólk í Eþí- ópíu. „UNICEF styður við barnaverndarstarf í Eþíópíu, meðal annars með því að byggja upp barnvæna félagsþjónustu,“ segir Sólveig. Starf Sólveigar felst í að ferðast á milli sex héraða og heimsækja félagsmálayfirvöld á stöðunum. „Við vinnum náið með félags- málayfirvöldum og veitum þeim tæknileg- an stuðning og sérfræðiaðstoð. Við erum að vinna í því að setja upp kerfi til þess að leita uppi fjölskyldur barna, sem þau hafa af ein- hverjum ástæðum orðið viðskila við, og sam- eina þær á ný. Þetta er allt frá ungbörnum upp í 18 ára. Oft koma börnin úr sveitinni til að vinna í höfuðborginni, jafnvel ekki eldri en 7 ára gömul. Þessi börn eru misnotuð á margs konar hátt. Þar sem mikil fátækt er eru börn oft notuð til að afla tekna og for- eldrarnir eru oft ekki meðvitaðir um mis- notkunina.“ Félagsþjónustan byggð upp Kerfið sem verið er að byggja upp felur líka í sér þátttöku menntamála- og heilbrigðisyfir- valda. Í raun er verið að byggja upp félags- þjónustuna í landinu frá grunni. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni sem á eftir að taka mörg ár. Við erum rétt á byrjunarstiginu,“ útskýrir Sólveig. Sólveig hefur unnið fyrir önnur hjálparsamtök og Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna, og hefur starf- að bæði á Srí Lanka og í Súdan. Hún hefur því talsverða reynslu og á gott með að bera saman starf UNICEF og annarra sambæri- legra samtaka. „Það sem ég kann að meta við UNICEF er að samtökin vinna náið með stjórnvöldum við að byggja upp eitthvað sem er varanlegt. Við hjálpum við að setja upp kerfi, aðstoðum við þjálfun og menntun fólks. Það er verið að byggja upp frá grunni.“ Bæta líf barna um allan heim Í nær 160 löndum og svæðum víðs vegar um heim starfar fólk á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stærstu barnahjálparsamtaka í heimi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sló á þráðinn til tveggja íslenskra starfsmanna Barnahjálparinnar, þeirra Héðins Halldórssonar, sem býr í Amman í Jórdaníu, og Sólveigar Sveinbjörnsdóttur, í Addis Ababa í Eþíópíu. FLÓTTAMENN Í JEMEN Þessa fjölskyldu hitti Héðinn Halldórsson í Al-Mazraq-flóttamannabúðunum í Jemen, þar sem UNICEF vinnur öflugt starf. Konur og börn eru meirihluti flóttamanna. MYND/HÉÐINN HALLDÓRSSON … fæst allt þetta: ■ 1 moskítónet sem kemur í veg fyrir malaríusmit ■ 10 bólusetningar gegn mislingum ■ 100 prótínríkar kexkökur sem hjálpa börnum í neyð ■ 100 skammtar af ormalyfi gegn sníkju- dýrasýkingu ■ 1000 lítrar af vatni hreinsuðu með vatns- hreinsitöflum Hægt er að styrkja UNICEF með stökum framlögum, með því að kaupa rautt nef og með því að gerast mánaðarlegur styrktarað- ili. Allar nánari upplýsingar á www.unicef.is. FYRIR 2.000 KRÓNUR… Dagur rauða nefsins verður haldinn 9. desember næstkomandi. Dagurinn er landssöfnun fyrir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, en á bak við hann stendur fjöldi grínara og annarra listamanna. Þeir sameina krafta sína í skemmti- og söfnunarþætti sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð 2. Aðalkynnar kvöldsins verða Þorsteinn Guð- mundsson og Ilmur Kristjánsdóttir en auk þeirra koma fjölmargir listamenn að þættinum. Þeirra á meðal eru Spaugstofan, Steindi Jr., Ari Eldjárn, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir og margir fleiri. Þetta verður í fjórða skiptið sem dagur rauða nefsins er haldinn á Íslandi. Í undangengin skipti hafa þúsundir Íslendinga bæst í hóp styrktar- foreldra UNICEF – heimsforeldra. Þeir fjármunir sem hafa safnast hafa verið notaðir til að bæta aðstæður barna um allan heim. Sala á nefjunum hófst á fimmtudag þegar Vigdís Finnbogadóttir, verndari heimsforeldra UNICEF, setti upp fyrsta nefið í ár. Rauðu nefin eru seld um land allt og skátar bjóða þau til sölu. Í ár er um að ræða þrjá mismunandi karaktera: Skottu, Skjóðu og Skrepp. SKOTTA, SKJÓÐA OG SKREPPUR Í AMMAN Í JÓRDANÍU Héðinn hefur það verkefni að safna og miðla upplýsingum um ástand kvenna og barna í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. SÓLVEIG SVEINBJÖRNSDÓTTIR Myndin er tekin í Harar-héraði í austurhluta Eþíópíu, einu af sex héröðum sem Sólveig heimsækir reglulega vegna vinnu sinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.