Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 47

Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 47
Vorið er skemmtilegur árs-tími til borgarferða, þegar trén laufgast og gróður- ilmurinn fyllir loftið. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða í vor enda hefur áhugi Íslend- inga á slíkum ferðum aukist mjög undanfarið að sögn Margrétar Helgadóttur, framleiðslustjóra Úr- vals Útsýnar. Hún nefnir nokkrar borgir til sögunnar. Zagreb 18.-22. apríl „Zagreb er höfuðborg Króatíu. Þangað hefur ekki oft verið farið beint frá Íslandi og því spennandi kostur,“ segir Margrét og nefnir að verslunarglaðir eigi mikið erindi til borgarinnar. „Þar er ekki evra og því hagstætt verðlag,“ segir hún glaðlega. 19. apríl er frídagur og því tapast aðeins einn vinnudag- ur fyrir þá sem fara í þessa ferð. Zagreb er áhugaverð f yrir margra hluta sakir. Borgin er aðalmiðstöð fyrir viðskipti, há- skóla, menningu og listir. Borg- in skiptist í þrjá hluta. Þúsund ára gamla Gornji Grad, 19. aldar hverf- ið Donji Grad með aðalverslunar- götunni Ilica, og þriðja hverfið er Novi Zagreb eða Nýja Zagreb með háreistum nýmóðins byggingum. „Í Zagreb upplifir maður bæði gamla og nýja tímann, sér upp- bygginguna en einnig ummerki eftir stríðið,“ lýsir Margrét og segir Króata mjög jákvæða gagnvart Ís- lendingum. „Enda vorum við fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Króata á sínum tíma.“ Ljubljana 18.-22. apríl Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, er ein fámennasta höfuðborg Evrópu, með 300 þúsund íbúum. „Borgin býr yfir ríkulegri arfleifð og er bæði spennandi og vinaleg,“ segir Margrét og heldur áfram. „Þar eru fallegar byggingar, góður matur og fínt að versla auk þess sem hægt er að fara í skemmti- legar skoðunarferðir út í sveit.“ Í nágrenni borgarinnar eru enda hinir undurfögru dalir Alpa- fjallanna. Gamli bærinn er mjög áhuga- verður, en hann er byggður út frá kastala sem reistur var fyrir ríf- lega þúsund árum. Frá kastal- anum liggur hverfi með vinaleg- um gömlum húsum og þröngum, steinlögðum strætum sem liggja að fljótinu Ljubljanica. Dublin 19.-23. apríl Dublin er Íslendingum að góðu kunn enda alltaf vinsælt að fara þangað. „Flugið er stutt og borg- in er sérlega vinsæl meðal hópa,“ segir Margrét. Hún segir minna um að fólk versli mikið en það nýti þess í stað tímann til að hafa það huggulegt. Brighton „Breska borgin Brighton er oft kölluð Litla London,“ segir Mar- grét, en Úrval Útsýn skipulegg- ur ferðir þangað dagana 22.-25. mars, 12.-15. apríl, 28. apríl-1. maí og 25.-28. maí. „Borgin þykir bjóða upp á allt það sama og London nema á lægra verði,“ upplýsir Margrét og telur einnig stóran kost að aðeins tekur 35 mínútur að aka þangað frá Gatwick. Miðbær Brighton skiptist í þrjá hluta: North Lanes, sem eru nokkrar mjög skemmtileg- ar göngugötur, Old Lanes, sem eru mjög litlar göngugötur – eins og hálfgert völundarhús – og svo Churchill Square og Western Road, en þar er verslunarmið- stöðin. Hægt er að lesa nánar um ferðirnar á heimasíðu Úrvals Út- sýnar www.urvalutsyn.is. Verð frá: 99.900 kr. á mann í tvíbýli í 4 nætur Ljubljana sameinar töfra liðinna alda og nútímann. Í Ljubljana fáum við á tilfinninguna að við séum í litlu fjallaþorpi og samt erum við í kraftmikilli menningarborg þar sem bíður okkar fjöldi kaffihúsa, veitingastaða, verslana, leik- og óperuhús. Höfuðborg Slóveníu LJUBLJANA Gullfalleg, vinaleg og hlý! BORGARFERÐIR Spennandi helgarferðir í vor 2012 LÁGMÚLA 4 108 RVK SÍMI 585 4000 URVALUTSYN.IS Ferðaskrifstofa 18.-22. apríl 2012 FERÐIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Kynningarblað Heillandi Austur-Evrópa Ferðast um jólin Vilhjálmur prins trekkir að Toy Story ævintýragarður Bólusetningar Góð ráð Stóraukin ásókn í borgarferðir Úrval Útsýn býður upp á borgarferðir í vor, meðal annars til Ljubljana í Slóveníu, Zagreb í Króatíu, Dublin á Írlandi og Brighton á Englandi. Áhugi á borgarferðum hefur aukist mjög meðal Íslendinga undanfarið. Þá þykja borgir í austurhluta Evrópu afar spennandi kostur. Zagreb er falleg borg með nokkuð hagstæðu verðlagi. Dublin er Íslendingum að góðu kunn. Brighton er stundum kölluð Litla London. Borgin þykir bjóða upp á allt það sama og London nema á lægra verði. Ljubljana er lítil borg en afar vinaleg og falleg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.