Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 56

Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 56
1. Anna Karenina eftir Leo Tolstoj Þessi fræga skáldsaga er á leiðinni á hvíta tjaldið á næsta ári. Bókin kom fyrst út árið 1878 og fjallar í stuttu máli um örvæntingar ungr- ar konu sem er föst á milli ást- manns og eiginmanns. Bresku leikaranir Keira Knightley og Jude Law verða í aðalhlutverkum en það er Joe Wright sem leikstýrir. 2. Back Roads eftir Tawni O´Dell Þessi skáldsaga fjallar um 19 ára dreng sem þarf að sjá um þrjár yngri systur sínar á meðan móðir þeirra er í fangelsi. Til að flækja lífið sitt enn frekar verður drengur inn ástfanginn af móður vinkonu systur sinnar og flækist inn í morðmál í smábænum sem hann býr í. Kvikmyndin Back Roads verður frumsýnd árið 2012 með Jennifer Garner og Andrew Garfield í aðalhlutverkum. 3. Admission eftir Jean Hanff Korelitz Skáldsagan fékk góðar viðtökur vestanhafs eftir að hún kom út árið 2009 en saga fjallar um konu sem vinnur á umsóknaskrifstofu Princeton-háskólans. Þar vinnur hún við að senda út neitunarbréf til vongóðra umsækjenda. Dag einn breytist líf hennar þegar hún hittir umsækjanda sem er fram- úrskarandi þrátt fyrir að standast ekki háar kröfur háskólans. Það er gamanleikkonan Tina Fey sem fer með aðalhlutverkið í myndinni. 4. Another Bullshit Night in Suck City eftir Nick Flynn Endurminningar höfundarins Nick Flynn hafa vakið mikla athygli, verið þýddar á 10 tungumál og unnið PEN/Martha Albrand verð- launin árið 2004. Bókin fjallar um tvítugan strák sem vinnur sjálf- boðavinnu á hæli fyrir heimilis- lausa og rekst þar fyrir tilviljun á föður sinn sem býr á götunni. Myndin verður frumsýnd á næsta ári og feðgana leika Robert De Niro og Paul Dano. 5. Alfred Hitchcock and the Making of Psycho Bókin fjallar um leikstjórann Alfred Hitchcock, sem var hvað þekktastur fyrir hryllingsmynd- ir sínar. Í bókinni er einblínt á samband leikstjórans við konu sína á meðan hann vann við gerð frægustu myndar sinnar, Psycho. Mynd upp úr bókinni er væntan- leg á næsta ári og er það sjálfur Anthony Hopkins sem fer með hlutverk leikstjórans fræga. Skáldsögur á hvíta tjaldið Það hefur ekki farið framhjá neinum að bókinni Karlar sem hata konur eftir sænska rithöfundinn Stieg Larsson hefur verið tekið opnum örmum í Hollywood og er á leiðinni á hvíta tjaldið undir leikstjórn Davids Fincher. Fleiri vinsælar skáldsögur eru á leiðinni í kvikmyndahúsin á næsta ári. Jólamarkaðurinn Elliðavatni verður opnaður laugardaginn 26. nóvem- ber. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-17 og eins og undan- farinn ár boðið upp á íslenskt handverk og jólatré. n Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Opið frá 12-16 í dag. Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457 Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára. Boðið verður upp á fjölskyldujóga í lótus jógasetri að Borgartúni í dag milli 14 og 15. Farið verður í jógastöður (asana), öndun (pranayama), leiki og slökun auk þess sem boðið verður upp á gómsætt heilsusnakk á eftir. Kennarar eru Ásta Arnardóttir og Andrea Vilhjálmsdóttir. Heimild www.this.is/asta 1 5 4 3 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.