Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 96

Fréttablaðið - 26.11.2011, Page 96
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR60 arionbanki.is — 444 7000 Glæsileg gjöf fylgir Framtíðarreikningi Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney Köku- & brauðbókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast Krossgáta Lárétt 1. Ákveðin greind sál gerði þetta ekki af rælni (10) 5. Týnt krítarkort kemur mér á skrá yfir skussa (9) 10. Fótum troðið klassafólk (5) 11. Stækka ef ég færi þær út (8) 12. Letingi liggur á lélegu líni (8) 16. Hrææta truflar meltingu (7) 18. Selja sitt af hverju í tilvöldu tjaldi (7) 19. 170 metra buxur passa borgfirskum bergrisa og liturinn fer honum (7) 22. Fugl sem allt snýst um í öðrum dansi en fugladansinum (4) 23. Mun háfur trufla hryssu? (6) 24. Sjávarsíða Sólons Islandusar geymir sjólegið sælgæti (10) 26. Flótti frá Síðu endar við hverinn (9) 28. Hryggur og yfirborðskenndur en nauðsynlegur fyrir heildarmyndina (10) 30. Drenghnokkar birtast á ósléttum velli þegar rignir (9) 33. Alvarleg truflun gleypti aðra minni (8) 35. Lítill seðill fyrir smærri iðnaðarmenn (10) 36. Húrra, skip! segir strandaglópur og baðar út öllum öngum (6) 37. Tákn tala um hvernig tákn eru notuð í tali (7) 38. Saumamálning er fingramálning (9) 39. Engist ef spilið er endurtekið (4) 40. Gróin órækt hverfur í krydd (7) Lóðrétt 1. Skynja að vetur víkur og finn til með snjóköllum (8) 2. Á eftir gyltu í föðurlandi fílahirðis (5) 3. Finna hinn sanna húsanda með því að ákveða skápaskipan (8) 4. Oft má heyra afturgöngugól við Tjörnina (8) 6. Það sem ég geri á þingi er rannsóknarefni jarðfræðinga (6) 7. Vanstillt eðalgas gerir þær óðar (7) 8. Áttblöðungar um ævaforn skip? (5) 9. Auður sjávar, vinir mínir (7) 13. Dauður Danakóngur tengir tölvu og síma (7) 14. Söngur um fall, brot og þunga undiröldu? (6) 15. Brennivín og blýsakka er allt mitt hafurtask (6) 17. Rauðublóm er selja sæt og sælleg (8) 20. Sjávarbúi með harða skel lætur ekki mjólka sig út á nafnið (8) 21. Æðstaklerksins kollur út um holt og hóla (12) 22. Kokkaði kindarlega kálfana (10) 25. Hauki var brugðið við bleikan flekk (6) 26. Svei, takmarkað skyggni boðar illt fyrir framtíðina (9) 27. Ill setur allt á hvolf við altarið (9) 29. Blómasjór til bragðbætis (8) 31. Gleymi ekki gaur sem breytti heiminum (7) 32. Flokkar og sekkur þar sem bein mætir beini (7) 34. Leysi gátuna aftur enda vafasöm (6) 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 V A N D A Ð U R Á H L A U P T F N G R R O F B U Ð U L J Ó S A D Ý R Ð I N A T O N A Í A Æ N B T R A N D Ó B E R M I N Ð U A O Ð U R A R I R Ú N A R I S T U R Ö B L Á E D R Ú A M I S G A N H A Ð P I Ð R I N N H E I G L A R N I R I Ú D A R K A R L G Ó Ð V I K L I Ð S I N N I R V Æ L Æ U R N T D A O I S Y S T R A L A G A F L A U S T U R A T F A Ð E F L L Á R É T T U N S A E G A I G S Ó L H A T T U R N Í P K A R A H D M P Í A N Ó L Ö G I N Ö R T R Ö Ð I N A I Ð L F L R B E I T U S K Ú R L I N K I N D S K U T - T O G A R I Vegleg verðlaun Lausnarorð Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist ein vinsælasta stofnun landsins. Sendið lausnarorðið fyrir 30. nóvember næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „26. nóvember“. Lausnarorð síðustu viku var skuttogari. Sé krossgáta síðasta laugardags leyst á réttan hátt fást tíu bókstafir sem mynda eiga lausnarorð. Einn þeirra er ö, en ætti með réttu að vera o. Vikulega er dregið er úr inn- sendum lausnarorðum og fær vinningshafi gjafakörfu frá Te og kaffi að verðmæti 5.000 kr.. Vinningshafi síðustu viku var Svavar Sigmundsson, Reykjavík. Á þessum degi fyrir réttum 89 árum, hinn 26. nóvember árið 1922, gerðu fornleifafræðingarnir Howard Carter og Carnarvon lávarð- ur einhverja merkilegustu uppgötvun allra tíma þegar þeir stigu inn í grafhýsi faraósins Tútankamons. Grafhýsið er í Dal konunganna, en ólíkt þeim fjölmörgu sem hýsa leifar faraóa forn-Egyptalands var grafhýsið og allt sem það innihélt ósnert, sennilega í öll þau þrjú þúsund ár sem liðu frá því að hinn ungi faraó var lagður til hinstu hvílu. Tútankamon er merkilegur fyrir margra hluta sakir, en þó síst fyrir afrek sín í embætti. Hann tók kornungur við embætti og lést aðeins 18 ára að aldri. Dauði hans er ein ráðgátan sem vísindamenn nútímans hafa glímt við, en síðustu rannsóknir benda til þess að hann gæti hafa látist af völdum malaríu og beinasjúkdóms sem afmyndaði faraóinn seinheppna. Nokkru eftir dauða Tútankamons árið 1323 fyrir Krist var nafn hans, og nokkurra annarra faraóa frá hans tíma, máð af lista yfir konunga Egyptalands og gleymdist hann því nær algerlega, sem sannast hvað best með því að grafhýsi Ramsesar IV var reist ofan á innganginum inn í gröf Tútankamons. Þangað rötuðu Carter og Carnarvon eftir langa og ítarlega leit og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Fyrir utan gríðarlegt magn dýrgripa og annarra fornminja fannst múmía Tútankamons inni í þremur kistum. Hinar tvær ytri voru gullslegnar viðarkistur, en sú innsta var úr skíra gulli. Fundurinn endurvakti áhuga almennings á Vesturlöndum á hinni merku sögu menningarheims forn-Egypta og Tútankamon sjálfur, sem var að öllum líkindum ekki mikið fyrir mann að sjá í lifanda lífi, er nú ein nafntogaðasta persóna fornaldar. - þj Heimildir: History.com og Britannica Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1922 Fundu grafhýsi Tútankamons í Dal konunganna Fornleifafræðingar gerðu eina merkilegustu uppgötvun allra tíma og endurvöktu áhuga Vesturlandabúa á forn-egypskri menningu. FRÆGARI DÁINN Faraóinn Tútankamon var hvorki sérlega farsæll né langlífur í embætti og lést úr veikindum á nítjánda aldursári. Eftir að múmía hans fannst í graf- hýsi fyrir 89 árum hefur nafn hans verið vel þekkt um allan heim.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.