Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2011, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 26.11.2011, Qupperneq 100
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR64 Af hverju heitir bókin „Óliver Tumi, segðu mér sögu“? Af því að ég heiti Óliver Tumi og segi sögurnar. Svo átti pabbi gamla bók sem hét „Amma, segðu mér sögu“. Af hverju spruttu upp úr þér full- sköpuð ævintýri? Mér finnst svo skemmtilegt að segja sögur og líka þegar einhver er að hlusta. Hvaðan koma hugmyndir að sög- unum þínum? Fyrst hugsa ég byrjunina, og svo miðjuna í sögunni, og síðan hugsa ég upp skemmtilegan endi. Ertu strax orðinn læs og skrif- andi, eða hefurðu fengið hjálp við að skrifa sögurnar? Ég er að læra að lesa og skrifa, en pabbi hjálpar mér að setja sög- urnar í tölvuna. Svo hef ég fengið hjálp hjá Binna í Fjósinu að skrifa upp sögurnar. Hver er uppáhaldssagan þín í bókinni? Það er sagan um strákinn sem datt inn í töfraheiminn. Hann var þar fastur í 75 daga, þar til drek- inn hjálpaði honum aftur heim. Segirðu vinum þínum sögurnar til að prófa þær á þeim? Já, ég byrjaði á að standa uppi á stól og skálda upp úr mér ævintýri í frístundaheimilinu Fjósinu og krökkunum þótti gaman að sögunum mínum. Hvernig sögur er skemmtilegast að skrifa? Ævintýri og sögur sem enda vel. Er erfitt að upphugsa ævintýri? Nei, það er mjög auðvelt og skemmtilegt. Hver er uppáhaldsbókin þín? Bókin um fjölskylduna og Mat- reiðslubók Disney. Hver er uppáhaldsrithöfundur- inn þinn? Ég þekki enga rithöfunda nema Óliver Tuma Auðunsson og Snorra Sturluson! Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í sund og í bíó. Hver er uppáhaldsbíómyndin? Cars 2 er skemmtilegust. Hvernig var að vinna með teikn- ara bókarinnar? Það var mjög skemmtilegt. Hann býr á Selfossi og við sendum honum sögur og hann sendi okkur síðan fallegar myndir. Hallur Karl Hinriksson er mjög skemmtilegur teiknari. Hvað segja vinir þínir um að þú sért orðinn rithöfundur? Þeim finnst það mjög skemmti- legt og segja að það megi ekki stríða rithöfundum. Langar þig að verða rithöfundur þegar þú ert orðinn stór? Já, það væri mjög gaman. Það er svo skemmtilegt að búa til sögur. Fyrir hvaða aldurshóp eru sögurnar þínar? Það er hægt að lesa þær fyrir lítil börn og svo geta fullorðnir haft gaman af þeim líka. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Það er skemmtilegt að læra og líka mjög gaman í frímínútum. Hvað viltu fá í jólagjöf? Ég vill fá súpervatnsbyssu og lest sem fer alveg ógeðslega hratt. Hver er uppáhaldsmaturinn? Makkarónugrautur og grjóna- grautur. Stundarðu einhverjar íþróttir? Já, ég er í fimleikum hjá Fram og svo er ég náttúrlega í leikfimi í skólanum. Hvert er uppáhaldsleikfangið? Það eru bangsarnir mínir, Birg- itta og Torfi. krakkar@frettabladid.is 64 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is DREKI HJÁLPAR STRÁK HEIM Óliver Tumi Auðunsson er hugmyndaríkur sex ára drengur sem tekur nú þátt í jólabókaflóðinu með sínu fyrsta sögusafni en það inniheldur heillandi ævintýri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég þekki enga rithöfunda nema Óliver Tuma Auðunsson og Snorra Sturluson! Brauðstangir í egg Þennan bráðholla og bragð- góða hádegisverð er ekki síður skemmtilegt að borða en útbúa. Fyrir 1: 1 egg 1 sneið gróft brauð 1/2-1 msk. ólífuolía örlítið sjávarsalt 1 hvítlauksrif Sjóðið eggið þannig að það sé hvorki linsoðið né harðsoð- ið heldur mitt á milli. Gott er að miða við 6 mínútur. Vatnið fer fyrst í pottinn, beðið þar til suðan kemur upp og smáveg- is borðsalt út í vatnið ef eggið skyldi springa. Eggið er þvínæst sett varlega út í vatnið, gott að gera það með skeið svo það slettist ekki upp úr. Á meðan eggið sýður er brauð- sneiðin sett í brauðrist í nokkrar mínútur. Afhýðið hvítlauksrifið og nuddið því yfir allt brauðið þannig að smá hvítlaukskeimur verði af því. Þar næst er olíunni hellt varlega yfir brauðsneiðina þannig að hún dreifist vel. Sáldr- ið sjávarsaltinu yfir og skerið brauðið loks í aflangar ræmur, fjórar til fimm talsins. Ef þið haldið að þið náið ekki að útbúa brauðið á þessum sex mínútum er betra að vera með allt tilbúið og vera búinn að afhýða laukinn áður en eggið er sett í vatnið. Rétturinn er svo snæddur með því að dýfa brauðstöngunum ofan í eggið. WWW.GRALLARAR.IS er skemmtileg síða þar sem finna má leiki, uppskriftir og litabækur. Hvað er svart þegar þú kaupir það, rautt þegar þú notar það og grátt þegar þú hendir því? Svar: Kol Af hverju hoppar Hafnfirðing- urinn upp og niður áður en hann drekkur kókómjólk? Svar: Á fernunni stendur: Hristist fyrir notkun. Kennarinn: Hvar er heima- verkefnið þitt Jói? Jói: Ég skrifaði það á blað og bjó til skutlu úr því. Svo var framið flugrán. Hvað sagði músin sem vó 15o kíló? Svar: Komdu kis, kis, kis. Hvernig ljós notaði Nói á örk- inni? Svar: Flóðljós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.