Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2011, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 26.11.2011, Qupperneq 106
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR70 ÞAÐ SEM ÉG HEFÐI ÁTT AÐ SEGJA NÆST EFTIR INGUNNI SNÆDAL METSÖLUSKÁLDIÐ AF JÖKULDAL AUÐVITAÐ BEINT Á METSÖLU- LISTA! „Skemmtileg og heiðarleg.“ HJALTI SNÆR, AÐ LÝSA LJÓÐUM INGUNNAR Í 2 ORÐUM Í VÍÐSJÁ Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM „Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum,“ segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kring- um 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því.“ Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merki- lega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina,“ segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og aðstoða Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margir fleiri á tónleikunum. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. - bb Afmæli íslensku rappplötunnar BRAUTRYÐJANDI Sesar A mun frumflytja nýtt lag, Láttu renna, á tónleikunum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 26. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 14.00 Gímaldin og Skúli mennski flytja lög sín á 1. hæð Borgarbókasafnsins Tryggvagötu 15. Aðgangur er ókeypis. 14.00 Selkórinn heldur tvenna tónleika í Seltjarnarneskirkju. Seinni hefjast kl. 17. Miðaverð er kr. 2.500. 14.00 Fjölskyldutónleikar með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Eldborg í Hörpu. Miðaverð er kr. 1.700 eða kr. 2.000. 17.00 Tónlistarskóli FÍH stendur fyrir tónleikadagskrá helgaðri tónlist bræðranna Jóns Múla Árnasonar og Jónasar Árnasonar undir yfirskriftinni Í hjarta þér. Tónleikarnir eru haldnir í hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27. Aðgangur er ókeypis. 18.00 Gunnar Halle trompetleikari frá Noregi heldur aðventutónleika í Dóm- kirkjunni í Reykajvík ásamt píanóleikar- anum Espen Eriksen. 20.00 Systkinin KK og Ellen halda aðventutónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Hljómsveitin Hjálmar fagnar útgáfu fimmtu hljóðversplötu sinnar sem ber nafnið Órar í Háskólabíói. Miðaverð er kr. 4.990. 21.00 Hljómsveitin ADHD spilar fyrir gesti Pakkhússins á Höfn í Hornafirði. 21.00 Lay Low spilar ásamt hljómsveit lög af nýútgefinni plötu ásamt gömlum perlum í Frystiklefanum á Egilsstöðum. Miðaverð kr. 2.500. 22.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiklist 14.00 Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit í Listakaupstað á Ísafirði. Leikritið heitir Bjálfansbarnið og bræður hans. Miðaverð er kr. 1.900. 19.00 Leikritið Saknað er sýnt í Rým- inu á Akureyri. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Sýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 20.00 Leikritið Eftir lokin er sýnt í Tjarnarbíói. Miðaverð er kr. 3.200. 21.00 Stúdentaleikhúsið sýnir leikritið Hreinn umfram allt í Norðurpólnum, Sefgörðum 3. Leikritið ber upprunalega heitið The Importance of Being Earnest og er eftir Oscar Wilde. Almennt miðaverð er kr. 1.500 en nemar greiða kr. 1.000. ➜ Opnanir 14.00 Nemendur á listnámsbraut við Fjölbrautaskólans í Breiðholti opna samsýningu í Gallerí Tukt í Hinu húsinu, Póstússtræti 3-5. Allir eru velkomnir. 14.00 Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna Breytingar í Mjólkurbúðinni í Listagili á Akureyri. 15.00 Sýning á teikningum Jóns Baldurs Hlíðberg verður opnuð í Víkinni. Verið velkomin. 16.00 Sýningin Strangir fletir opnar í sýningarsölum Norræna hússins. 16.00 Ómar Stefánsson opnar tvær myndlistarsýningar í dag. Sú fyrri er í Gallerí Listamenn við Skúlagötu 32. Hin sýningin ber heitið Fussballet og opnar kl. 18 á gistiheimilinu Kexi við Skúlagötu 28. Allir velkomnir. 17.00 Einkasýning Helga Þórssonar, Litli föstudagur, verður opnuð í Nýlista- safninu. Allir velkomnir. 17.00 7factory Gallerí opnar að Fiskislóð 31. Opnunarsýningin ber yfir- skriftina Útlendingar. Allir velkomnir. ➜ Listasmiðja 13.00 Tónskáldin Áki Ásgeirsson, Magnús Jensson og Jesper Pedersen leiða seinni hljóðfærasmiðju LornaLAB í Hafnarhúsinu í dag. Gestir hljóðfæra- smiðjunnar eru hvattir til að koma með rafdót og smátæki sem gefa frá sér hljóð og væri hægt að taka í sundur og breyta á frjálslegan hátt. Viðburðurinn er ókeypis. ➜ Heimildarmyndir 16.00 Kvikmyndasafnið sýnir myndina Carrie eftir William Wyler. Myndin er sýnd í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnar- firði. Miðaverð er kr. 500. ➜ Uppákomur 14.50 Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi á Akureyri. Fjölbreytt tón- listaratriði og jólasveinar fara á stjá. 16.00 Kveikt verður á jólaljósum vina- bæjarjólatrés Kópavogsbúa á Hálsatorgi. Skólahljómsveit Kópavogs og Samkór Kópavogs spila og syngja jólalög og jólasveinar kíkja í heimsókn. 16.00 Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ. Fjölbreytt dag- skrá. Leikritið Jólarósir Snuðru og Tuðru verður sýnt í Bókasafni Garðabæjar kl. 13.30. Markaður á Garðatorgi. ➜ Útgáfuhóf 11.30 Útgáfu bókarinnar Auður og gamla tréð, jógabók fyrir börn, eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Stellu Sigurgeirs- dóttur verður fagnað í Eymundsson á Skólavörðustíg. ➜ Dansleikir 23.30 Hljómsveitin Klaufar heldur dansleik á Hvíta riddaranum, Háholti 13 í Mosfellsbæ. Miðaverð er kr. 1.500 og miðar seldir við inngang. ➜ Tónlist 19.00 Það verður sannkölluð dans- veisla á Kaffibarnum með erlendum plötusnúðum. Dj Kári stjórnar tónlistinni eftir kl. 2. 21.00 Matti af Rás 2 spilar tónlist á Bar 11. 21.00 Pétur Jesú leikur á gítarinn og syngur á Glaumbar. Dj Danni Deluxe þeytir skífum eftir gítarleikinn. 22.00 Símon þeytir skífum á skemmti- staðnum Austur. 22.00 Tónleikar með hljómsveitinni Dream Central Station á Bakkusi. Dj Kgb tekur við og spilar hressa tóna. 22.00 Kvöld tileinkað teknó tónlist verður haldið í bakherberginu á Faktorý. Captain Fufanu og Bypass spila hressa tóna. NonniMal þeytir skífum. ➜ Myndlist 15.00 Nemendur Kvennaskólans verða með leiðsögn á Kjarvalsstöðum um sýninguna Kjarval snertir mig. ➜ Markaðir 11.00 Jólamarkaður Bjarna Sigurðs- sonar fer fram á vinnustofu listamanns- ins að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði báða daga helgarinnar kl. 11 til 17. Boðið upp á glögg og smákökur. Allir velkomnir. ➜ Samkoma 17.00 Móttaka verður í Skaftfelli á Seyðisfirði vegna kaflaskila í Frásagna- safninu. Rithöfundarnir Vigdís Gríms- dóttir og Hallgrímur Helgason deila sögum frá Seyðisfirði. Um kvöldið kl. 20.30 lesa rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Ragna Sigurðardóttir, Vigdís Grímsdóttir og Jón Yngvi Jóhannsson upp úr verkum sínum í Skaftfelli. Aðgangseyrir að upplestrinum er kr. 1.000 og kr. 500 fyrir eldri borgara og börn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 27. nóvember 2011 ➜ Tónleikar 14.00 Hátíðartónleikar í Hafnar- fjarðarkirkju. Barbörukórinn í Hafnarfirði kemur fram undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar og félaga úr Bachsveitinni í Skálholti. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Stórsveit Reykjavíkur leikur lög af plötunni Gáttaþefur í glöðum hópi, sem kom út fyrir 40 árum. Miðaverð er kr. 3.000. 16.00 Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands býður til sann- kallaðrar veislu. Stórsöngvararnir Kristján Jóhanns- son og Sigríður Thorlacius flytja ásamt stúlknakór mörg af eftirlætis jólalögum þjóðar- innar. Miðaverð er kr. 4.900. 16.00 Með eld í æðum. Léttsveit Reykjavíkur heldur sína sívinsælu aðventutónleika í Eldborg í Hörpu fyrsta sunnudag í aðventu. Einsöngvararnir Valgerður Guðnadóttir, Hildigunnur Ein- arsdóttir og Ívar Helgason koma fram. Miðaverð er kr. 2.900 til kr. 3.900. 16.00 Niall Chorell, Laura Pyrrö, Ágúst Ólafsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir koma fram á tónleikum í Norræna hús- inu. Miðaverð er kr. 2.500. 17.00 Tónleikar með yfirskriftinni Just Julian 4 verða haldnir í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar. Flutt verða tónverk eftir tónskáldið Julian Michael Hewlett. Miðaverð er kr. 2.000. 17.00 Kammerkórinn Schola cantorum syngur á upphafstónleikum Jólatónlist- arhátíðar í Hallgrímskirkju 2011. 17.00 Dagskrá tileinkuð Pétri Pálssyni tónskáldi, ljóðskáldi og myndlistar- manni verður á Gallery Bar 46 á Hverf- isgötu 46. Hópur vina, vandamanna og listamanna flytur lög hans í tilefni þess að hann hefði orðið áttræður um þess- ari mundir. 20.00 Inn í ítalska stofu er yfirskrift tónleika kammerhópsins Nordic Affect í Bókasal Þjóðmenningarhússins í Reykjavík. Miðaverð er kr. 2.000. Náms- menn og eldri borgarar greiða kr. 1.000. 20.00 Tríó Reykjavíkur flytur verk eftir tónskáldin Schubert og Brahms í Hafnarborg. Miðaverð er kr. 2.400. 20.30 Systkinin KK og Ellen halda aðventutónleika í Duushúsinu í Keflavík. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Jón Svavar Jósefsson kemur fram ásamt djasskvartettinum Ferlíki á Café Rosenberg. Miðaverð er kr. 1.500. Enginn posi. ➜ Leiklist 14.00 Möguleikhúsið sýnir barnaleikrit- ið Jólarósir Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Miðaverð er kr. 2.000. 14.00 Kómedíuleikhúsið sýnir nýtt íslenskt jólaleikrit í Listakaupstað á Ísafirði. Leikritið heitir Bjálfansbarnið og bræður hans. Miðaverð er kr. 1.900. 20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir leikritið Hreinn umfram allt í Norðurpólnum, Sef- görðum 3. Leikritið ber upprunalega heit- ið The Importance of Being Earnest og er eftir Oscar Wilde. Almennt miðaverð er kr. 1.500 en nemar greiða kr. 1.000. 20.00 Forvarnaleikritið Hvað ef verður sýnt í Valaskjálf á Egilsstöðum. 20.00 Hinn bráðfyndni harmleikur Endalok alheimsins er sýndur í Kvikunni í Grindavík. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Listasmiðja 14.00 Leiðsögn um sýninguna ÞÁ OG NÚ í fylgd Ásgerðar Júlíusdóttur, listfræðings, og listsmiðja fyrir börn á aldrinum 5 til 9 ára í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg 7. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Upplestur 16.00 Þorsteinn frá Hamri, Kristín Svava Tómasdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Eyþór Árnason lesa upp úr bókum sínum á Gljúfrasteini. Allir velkomnir. ➜ Heimildarmyndir 15.00 Heimildarmyndin Kirkjutónlist á Íslandi verður sýnd kl. 15 og kl. 16 í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Allir velkomnir. ➜ Uppákomur 15.30 Kveikt verður á ljósum Óslóar- trésins á Austurvelli. Skemmtileg dag- skrá fyrir alla fjölskylduna. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík að Stangarhyl 4. Dans- hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en kr 1.300 fyrir félagsmenn FEB. 22.00 Hljómsveitin Spútnik og söng- konan Telma Ágústsdóttir verða með dansleik á Spot. ➜ Tónlist 21.00 Lifandi djass verður leikinn á Faktorý. Aðgangur er ókeypis. ➜ Listamannaspjall 14.00 Hryggjarstykki, sýning á verkum Svövu Björnsdóttur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur í dag. Boðið verður upp á listamannaspjall með Svövu. ➜ Myndlist 15.00 Málarinn Daði Guðbjörnsson verður með leiðsögn um sýningu sína Á slóðum Ódysseifs, sem var opnuð síðasta laugardag á Kjarvalsstöðum. ➜ Samkoma 11.00 Hug- og félagsvísindadeild í samvinnu við Félag áhugafólks um heimspeki, Akureyrarstofu og Bláu könnuna stendur fyrir heimspekikaffi á Bláu könnunni. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.