Morgunblaðið - 03.08.2010, Side 6

Morgunblaðið - 03.08.2010, Side 6
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Kostnaður við rekstur sendiráðs Ís- lands á Indlandi er svipaður og verð- mæti útflutnings Íslands til Ind- lands. Hins vegar hefur sú þróun orðið að íslensk fyrirtæki hafa verið að setja upp starfsemi í landinu. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Ís- landsstofu, telur að þessi þróun eigi eftir að halda áfram, en ólíklegt sé að vöruútflutningur til Indlands verði mikill. Íslenskt sendiráð var opnað á Ind- landi í ársbyrjun 2006, en það er í sama húsi og danska sendiráðið í Nýju-Delí. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, fyrrverandi menntamála- ráðherra, opnaði sendiráðið í fjar- veru Geirs H. Haarde forsætisráð- herra. Hún sagði við það tilefni að opnun sendiráðs væri mikilvæg og ætti eftir að stuðla að öflugum og skilvirkum samskiptum þjóðanna, en viðskiptahagsmunir Íslendinga á Indlandi færu stöðugt vaxandi. Fluttu út vörur fyrir 106 milljónir í fyrra Árið 2006 fluttu Íslendingar út vörur til Indlands fyrir 56 milljónir. Hægt hefur gengið að auka þennan útflutning og hann nam aðeins 106 milljónum í fyrra. Þetta er svipað og rekstur sendiráðs Íslands í Nýju- Delí kostar, en samkvæmt fjárlögum þessa árs fara 96,5 milljónir til rekst- ur sendiráðsins. Rekstur sendiráðs- ins kostaði 90 milljónir í fyrra. Sú spurning vaknar hvort stofnun sendiráðs á Indlandi hafi skilað til- ætluðum árangri með vísan til þess að tilgangur þess var öðrum þræði að auka viðskipti landanna. „Útflutningur til Indlands hefur verið lítill og raunar varla mælanleg- ur,“ sagði Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu (sem áð- ur hét Útflutningsráð). „Viðskiptin hafa hins vegar verið að aukast í því formi að við erum að setja niður starfsemi á Indlandi. Sú starfsemi kemur hvergi fram í hagtölum hér á landi. Actavis er með mikinn rekstur á Indlandi og Sæplast sömuleiðis, en síðan eru nokkur hugbúnaðarfyrir- tæki þarna með ansi mikinn rekst- ur.“ Jón sagði að orkufyrirtækin hefðu einnig skoðað verkefni á þessu svæði. Það hefði ekki skilað niður- stöðu enn, en hann taldi líklegt að eitthvað ætti eftir að koma út úr þessu á næstu árum. „Ég á ekki von á því að viðskipti okkar við Indverja verði svo mikið í því formi að þeir kaupi vörur af okk- ur. Það margt sem hindrar beinan útflutning þangað. Ég held hins veg- ar að það séu miklir möguleikar í því sem hefur verið að gerast, að íslensk fyrirtæki hasli sér völl með starfsemi á Indlandi, bæði þjónustu og vöru- framleiðslu.“ Lítill útflutningur til Indlands  Verðmæti vöruútflutnings til Indlands rétt dugar fyrir rekstri sendiráðs Íslands í Nýju-Delí  Íslensk fyrirtæki í hugbúnaði og lyfjaframleiðslu hafa verið að setja upp starfsemi á Indlandi Indland Forseti Indlands við Bessastaði árið 2005, ásamt Ólafi Ragnari og Dorrit. Útflutningur til Indlands 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 71,6 56,0 79,1 146,3 106,3 0 20 40 60 80 100 120 140 160 milljónir kr. Heimild: Hagstofa Íslands Morgunblaðið/Golli 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 „Það fór margt um hugann á þeim klukkustundum sem ég beið björgunar. Sú ákvörðun að leggja út í svellkalda ána og storka náttúruöflunum var alfarið mín og ég sit eftir með sárt ennið. Núna er mér þó efst í huga þakklæti til björgunarmanna sem sýndu snarræði,“ segir Gunnar Maríusson í Keflavík. Litlu mátti muna að illa færi þegar menn úr röð- um Slysvarnafélagsins Landsbjargar björguðu Gunnari úr jökulá norðan Jökulheima við Vatna- jökul vestanverðan. Þetta var um kvöldmatarleytið á laugardag. Liðsmenn tveggja björgunarsveita, það er Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og björg- unarsveitarinnar Núpa frá Kópaskeri, fóru í björg- unina, en þær voru á Sprengisandsleið og við Land- mannalaugar. Straumhörð á og djúp Gunnar ók fjórhjóli sínu út í jökulá sem kemur úr Sylgjujökli í Vatnajökli og festi hjólið. Ferðafélagi hans óskaði þá aðstoðar hjá Neyðarlínunni. „Áin er bæði straumhörð og djúp,“ segir Gunnar Björgvinsson björgunarsveitarmaður sem var á vettvangi. Fyrst var reynt að vaða til mannsins á hjólinu úti í ánni. Þegar það gekk ekki var varpað til hans líflínu sem björgunarvesti hafði verið fest á og þannig komst maðurinn í land. Í framhaldinu óð björgunarmaður í flotgalla að fjórhjólinu sem dreg- ið var upp á árbakkann, talsvert skemmt. Hægt að bregðast skjótt við Yfir sumarið eru björgunarsveitarmenn á hálend- isvakt á fjölförnustu slóðum hálendisins, það er á Kili, Sprengisandi, Fjallabaki og í Öskju. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir atvikið á laugardag og fleiri sanna hversu miklu skipti að hafa öryggissveitir á hálendinu á sumrin enda sé með því hægt að bregð- ast skjótt við þegar óhöpp hendi. Hve víða GSM- kerfið virki á fjöllum hafi einnig sannað gildi sitt. „Mér finnst einstakt og sýna mikla fórnarlund af björgunarsveitarmönnum að vera í sjálfboðaliða- starfi og til þjónustu reiðubúnir ef vá steðjar að. Gefa sig alla í þetta og vera fjarri fólkinu sínu til dæmis nú um verslunarmannahelgina, sem er tími samveru fjölskyldna,“ segir Gunnar Maríusson, þakklátur fyrir hjálpina. sbs@mbl.is „Storkaði náttúruöflum og sit eftir með sárt ennið“  Bjargað eftir langa bið úr svellkaldri á við Jökulheima  Fórnarlund björgunarmanna sem eru á hálendisvakt Björgun Líflínu kastað til Gunnars sem var á fjórhjóli sínu úti í miðri svellkaldri jökulánni og beið björgunar. Ljósmynd/Landsbjörg Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Matfugl innkallaði ferska kjúklinga á laugardag vegna salmonellusmits. Þetta er í fjórða skiptið sem þetta er gert hjá Matfugli á þessu ári og hef- ur salmonellusmitum farið fjölgandi að undanförnu, en á árabilinu 2005 til 2007 komu þau alls ekkert upp á kjúklingabúum landsins. Að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar, forstöðumanns hjá Matvælastofnun, er líklegt að krosssmit hafi komið upp á milli sláturhópa, því önnur svona tilkynning kom upp fyrir helgina. Þá hefur smitið komið upp í sláturhúsinu en ekki á kjúklinga- búinu sjálfu. Þannig hefur salmon- ellusmitið getað lifað frá fyrri sýkta hópnum sem kom í sláturhúsið, á meðan verið var að rækta upp sýnin úr honum og komist í seinni hópinn. Sigurður Örn vill þó engu slá föstu um þetta. Ekki er talið þurfa að fara í sérstakar aðgerðir vegna tíðs salm- onellusmits, heldur þurfi bara að halda áfram að hreinsa sláturhúsið vel eftir að svona lagað kemur upp og innkalla hina sýktu vöru. Hún er þó hættulaus ef hún er vel soðin eða steikt alveg í gegn og blóð- vökvi ekki látinn komast í aðrar vörur. Þeir sem eiga kjúkling með rekjanleikanúmerum 126-10-25-2- 51, 126-10-25-4-53 og 126-10-25-3-52 eru beðnir að skila þeim í verslun eða beint til Matfugls. Morgunblaðið/Sverrir Kjúklingar Salmonellusmit kem- ur reglulega upp á kjúklingabúum. Enn inn- kallað hjá Matfugli Salmonellusmit í fjórða skipti á árinu TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sótti í fyrrinótt sjúk- ling um borð í rússneskan tog- ara djúpt suð- vestur af Reykja- nesi. Þyrlan flaug 160 sjómíl- ur út á haf til móts við togar- ann. Sjúkraflugið tók um þrjár klukkustundir, að sögn stjórn- stöðvar Landhelgisgæslunnar. Sjúkraflug svo langt út í haf var gerlegt því önnur þyrla var tiltæk til vara. Sjúkraflugið gekk að ósk- um enda gott veður í fyrrinótt. Langt sjúkraflug í rússneskan togara Björgun TF-LÍF fór í langt sjúkraflug. Ökumaður, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók á átta kyrrstæða bíla í Landeyjahöfn aðfaranótt sunnu- dagsins. Fjórir bílar, auk bílsins sem maðurinn ók, voru óökufærir eftir uppákomuna. Ökumaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var handtek- inn og reyndist hann að auki vera ökuréttindalaus; hafði verið sviptur þeim áður. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur. Bílar skemmdir við Landeyjahöfn Skemmdir Bílarnir við Landeyjahöfn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í gær, grunaða um að hafa framið tvö innbrot í fyr- irtæki í austurborginni í fyrrinótt. Ekki lá fyrir í gær hvort einhverju hefði verið stolið, en mennirnir voru vistaðir í fangageymslu áður en þeir voru færðir til yfirheyrslu. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn lögreglu, þó var eitthvað um minniháttar pústra kringum skemmtanahald í miðborginni. Þá voru tveir ökumenn teknir undir áhrifum áfengis, annar án ökurétt- inda og hinn ók of greitt um aust- urborgina. Einn ökumaður var tek- inn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir handteknir vegna innbrota

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.