Morgunblaðið - 03.08.2010, Side 11

Morgunblaðið - 03.08.2010, Side 11
Heilsukokkur Auður Ingibjörg Konráðsdóttir eldar óvenjulega og spennandi rétti úr hollu hráefni. misvísandi upplýsingum varðandi mataræði en það sem er svo frá- bært við Kyle er að hann einfaldar allar þessar upplýsingar, koll- varpar sumu og setur þetta svo allt fram á mannamáli þannig að þetta liggur ljóst fyrir og setur þetta í samræmi við hvernig mannkynið hefur þróast,“ segir Auður Ingibjörg. Þau Auður Ingibjörg og Kyle skipuleggja nú Íslandsför í sept- ember. Þá munu þau dvelja hér á landi í eina viku og halda nokkur heilsunámskeið í Reykjavík, á Eg- ilsstöðum, Selfossi og Akureyri. Kyle er mjög vakandi yfir því að nýta ofurfæðu sem vex í heima- högum þannig að þau munu fjalla um íslensk ber, fjallagrös og fleira slíkt. „Kyle fór sérstaklega fram á það að fara í berjamó svo ég þigg allar ábendingar um hvar sé góð berjaspretta. Annars ætlum við að nýta okkur það sem fæst í heima- högunum sem fólk horfir oft á tíð- um fram hjá og veit ekki hvað er mikil næring í slíkum hráefnum. Fyrst þegar við Kyle hittumst fór ég til að mynda heim til hans og við sátum úti í garði. Þá tíndi hann til alls konar blóm og jurtir og bjó til drykk sem var mjög góð- ur. Þetta hefði mér aldrei dottið í hug og það sama á við heima á Ís- landi þar sem nota má arfa, hvönn og margt fleira. Kyle mun segja fólki hvað hægt sé að gera við slíkar jurtir og ég mun svo gera rétti úr því sem eru óvenjulegir og spennandi en mjög bragðgóðir,“ segir Auður Ingibjörg. Allir hafa sama rétt Auður Ingibjörg segir að þau Kyle vilji koma þessum skila- boðum til flestra þannig að sem flestir fái að njóta þeirra lífsgæða sem við höfum öll sama rétt á. Þau hafi bæði upplifað það að vera veik og öðlast svo vellíðan eftir að hafa tekið mataræðið í gegn. Margir séu í þeim sporum sem þau voru í og þau vilji aðstoða fólk við að taka næsta skref til vellíðunar. Þau hefja ferð sína hér á Íslandi en fara síðar á árinu til Indónesíu og í byrjun næsta árs til Ástralíu og Suður-Afríku. Frekari upplýs- ingar um þau Auði Ingibjörgu og Kyle má nálgast á vefsíðunum vi- talitychef.com og kylevialli.com. Þá má senda Auði Ingibjörgu póst á heilsukokkur@heilsukokkur.com Sunny 125 gr jarðarber 3 dl lífrænn kókos/ananassafi frá Yggdrasil safi úr 1/4 lime Aðferð Maukið jarðarberin og blandið síðan saman við safana. Óáfengur heilsu-mojito 1 flaska Naturfrisk Lemonade, frá Yggdrasil 2 þunnar sneiðar af súraldini 2 tsk súraldinkjöt 1/2 tsk hrásykur 8-10 myntulauf mulinn ís Aðferð Steytið mintu, limekjöt og hrásykur í mortéli, hellið yfir mulinn ís í tveimur glösum, hellið límonaði yfir og skreytið með limesneið. Mojito Óáfengur og frískandi heilsu-mojito. Við ætlum að nýta okkur það sem fæst í heimahögunum eins og ber, hvönn og arfa. Ljósmynd/Hrund Jakobs MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010 M bl 11 82 44 1 UNDIRFÖT • SUNDFÖT Skálastærðir A-FF Kvenfatnaður Stærðir 36-46 Hæðasmára 4 - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 - www.selena.is Útsala útsala 30-60% afsláttur af völdum vörum Daglegt líf 11 Reykjavíkurmaraþonið fer fram hinn 21. ágúst næstkomandi og hafa helstu hlaupagarpar landsins verið duglegir við æfingar í sumar. Að hlaupa mara- þon er áskorun og ekki síst gagnvart sjálfum sér. Margir líta því á þátttöku í hlaupinu sem tækifæri til að taka sig á og njóta þess að geta stefnt að ákveðnu markmiði við æfingar. Boðið er upp á fjórar vegalengdir í ár en hægt er að hlaupa maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km), 10 km og 3 km skemmtiskokk. Í fyrsta skipti verður einnig boðið upp á boðhlaup en þá geta tveir til fjórir hlauparar skipt á milli sín maraþoni. Á vefsíðunni hlaupastyrkur.is er hægt að heita á ákveðna hlaupara sem hafa valið að hlaupa í þágu góðs málefnis. Skráðir góðgerðahlauparar á marathon.is skrá sig til leiks á síðunni undir hnappinum „Nýskráning“ og velja sér góðgerða- félag. Eftir nýskráningu geta allir heit- ið á viðkomandi hlaupara með sms- sendingu eða kreditkortagreiðslu en upphæð áheita er að eigin vali. Hægt verður að heita á góðgerðahlaupara fram að miðnætti 23. ágúst en nú þeg- ar hafa safnast hátt í tvær milljónir króna. Reynum öll að hlaupa eða gefa til góðs! Vefsíðan www.hlaupastyrkur.is Maraþon hlaup- ið til góðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.