Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010
Prinsessa Crown Princess er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Reykjavíkur í sumar. Það er engu líkara en að hér sé gríðarstórt fjölbýlishús á siglingu með íbúa sína innanborðs.
Árni Sæberg
Föstudaginn 23. júlí
2010 komst Héraðs-
dómur Reykjavíkur að
þeirri niðurstöðu að
vextir í gengistryggð-
um lánasamningi sem
var undir í málinu,
myndu miðast við
lægstu óverðtryggðu
vexti Seðlabanka Ís-
lands á hverjum tíma.
Það sem truflaði mig
örlítið fyrst við dóminn er að talað
er um rangar forsendur í bland við
brostnar forsendur í upphafi IV.
kafla dómsins. Sagt er að forsenda
stefnanda (Lýsingar) hafi verið
röng og því brostið. Í II. kafla
dómsins eru reifuð lagarök stefn-
anda (Lýsingar) og þar eru nefndar
rangar forsendur. Þar sem for-
sendur stefnanda (Lýsingar) voru
rangar frá upphafi, þ.e. við gerð
lánasamningsins, og ekkert kom
upp sem breytti atvikum, annað en
að rangur skilningur stefnanda á
lögum var staðfestur fór ég að
velta fyrir mér hvernig málið liti út
frá sjónarhóli rangra forsendna
sem koma fram í 32. gr. l. nr. 7/
1936:
Löggerningur, sem vegna misrit-
unar eða annarra mistaka af hálfu
þess er gerði hann hefur orðið ann-
ars efnis en til var
ætlast, er ekki skuld-
bindandi fyrir þann
sem gerði hann ef sá
maður, sem löggern-
ingnum var beint til,
vissi eða mátti vita að
mistök hefðu átt sér
stað.
Þetta ákvæði rímar
ágætlega við atvik
þessa máls, þar sem
annar aðili semur
samninginn einhliða
án samráðs við gagn-
aðila. Í þessu ákvæði er talað um
mistök af hálfu þess sem samning-
inn gerði. Lántakinn hafði eins og
héraðsdómur nefnir, eingöngu
möguleika á því að velja milli teg-
unda lána (eða sleppa því alfarið að
taka lán). Lánasamningurinn varð
því fyrir mistök lánveitanda annars
efnis en upphaflega var stefnt að,
vegna þess að lánveitandi taldi
ranglega að sér væri heimilt að
lána með tilteknum hætti. Það er
skilyrði fyrir því að hægt sé að
beita 32. gr. smnl. að gagnaðilinn
(lántakandinn) vissi eða mátti vita
að sá sem gerði samninginn (lán-
veitandi) væri í villu um efni hans.
Í þessu felst að lántakinn þurfti að
vita af því að ólögmætt væri að
gengistryggja lán í erlendri mynt
eða það væri svo augljóst fyrir við-
komandi að hann gæti ekki haldið
því fram að hann vissi það ekki
(hann væri grandsamur). Það er
ekki líklegt að lántakinn yrði talinn
grandsamur þar sem þessi lán voru
veitt athugasemdalaust frá 2001 og
þar til Björn Þorri Viktorsson hrl.
og fleiri fóru að benda á að þetta
kynni að vera ólögleg aðferð við
lánveitingu. Það kann að vera eðli-
legt að ætla, að lögfræðimennt-
uðum aðilum sem skoðuðu lögin um
vexti og verðtryggingu hafi mátt
vera þetta ljóst eftir lestur frum-
varps þeirra laga. Það er þó ekki
einhlítt því lögfræðingar eru ekki
sammála og sumir telja að geng-
istryggingin sé lögmæt en réttar-
farslegar aðstæður hafi bundið
hendur Hæstaréttar. Því hefur ver-
ið haldið fram að lánasamningurinn
hafi verið hagstæðari fyrir skuld-
ara þegar hann var gerður og því
væru ákvæði hans undanþegin 13.
og 14. gr. vaxtalaga sbr. 2. gr.
sömu laga og gengistryggingin því
ekki ólögmæt. Af þessu má vera
ljóst að meira að segja lögfræði-
menntaðir aðilar þurfa að skoða
málið rækilega og jafnvel eftir
skoðun málsins eru þeir ekki endi-
lega sammála. Því er ólíklegt að
uppfyllt séu skilyrði rangra for-
sendna um grandsemi gagnaðila
(lántakanda). Þó er í undantekning-
artilfellum hægt að víkja frá þessu
skilyrði.
Héraðsdómur byggir niðurstöðu
sína á brostnum forsendum, telja
verður, ef á annað borð er fallist á
brostnar forsendur, að skilyrði um
verulega ákvörðunarforsendu og
grandsemi aðila um mikilvægi for-
sendu séu uppfyllt. Þó er ekki eins
óumdeilt að sjónarmið um að nið-
urstaða sé ekki ósanngjörn fyrir
gagnaðila sé uppfyllt. Ekki ber að
miða við stöðu lántakanda þegar
samningurinn var ólögmætur, því
hann var aldrei gildur sem slíkur.
Heldur ber að miða við samning
eins og hann er, þegar hann upp-
fyllir skilyrði laga. Einnig má líta
til þess að lántakinn tók sér geng-
istryggt lán sem er ekki það sama
og verðtryggt lán. Því verðtrygg-
ingin er hugsuð til að tryggja verð-
gildi greiðslna til lánveitanda og
vernda hann frá því að verðbólga
eyðileggi hagnað sem hann annars
hefði af láninu. Gengistrygging
virkar þannig að lán breytist í sam-
ræmi við breytingar á gengi ákveð-
ins gjaldmiðils, t.d. evru, banda-
ríkjadollars eða jena, allt eftir því
hvernig samið var. Það er mik-
ilvægur munur á þessu tvennu.
Lántaki sem tók gengistryggt lán
gerði það í flestum tilfellum til að
sleppa við verðtrygginguna og fá
sambærileg kjör og er víða erlend-
is. Gengistryggingin tengist ekki
verðgildi greiðslnanna og því ekki
líklegt að lántaki hafi viljað ein-
hvers konar verðvísitölu. Hann
vildi lága vexti, svipaða og hægt er
að fá víða erlendis og taldi að
gengissveiflur yrðu sér hag-
kvæmar. Því er allt eins líklegt að
hann hefði hafnað því að taka verð-
tryggt lán hefði hann ekki fengið
gengistryggt lán. Þá er einnig erf-
itt að ímynda sér að skuldari hefði
viljað taka óverðtryggt lán með allt
að 20,9% vöxtum. Þar sem geng-
istryggða lánið var með lága vexti,
má ætla að lántaki hafi haft það
sem forsendu af sinni hálfu að
vextir væru sem lægstir. Það verð-
ur fróðlegt að sjá hver niðurstaða
Hæstaréttar verður og hvort hann
byggir á brostnum eða röngum for-
sendum.
Eftir Ólaf
Egil Jónsson »Héraðsdómur byggir
niðurstöðu sína á
brostnum forsendum,
telja verður, ef á annað
borð er fallist á brostnar
forsendur, að skilyrði
um verulega ákvörð-
unarforsendu og grand-
semi aðila um mikilvægi
forsendu séu uppfyllt. Ólafur Egill Jónsson
Höfundur er lögfræðingur (með BA-
gráðu).
Telja dómstólar útilokað að lántakendur
fái lán með 2-4% vöxtum?