Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 10

Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ég byrjaði að æfa kraft-lyftingar fyrir tveimur ár-um, 15 ára gamall,“ segirJúlían. Hvað var til þess að þú fórst að æfa þær? „Ég er ekki alveg viss. Mig lang- aði bara að verða sterkur. Ég held að ég hafi alltaf verið sterkur en mig langaði til að verða sterkari.“ Júlían byrjaði að lyfta í World- class en æfir nú hjá Breiðabliki í Kópavogi. „Þegar það var komin dá- lítil alvara í þetta hjá mér, og ég byrj- aði að verða stærri og sterkari, fór ég að æfa í Breiðabliki og á fleiri stöðum þar sem er meiri alvara í æfingunum. Núna er ég með þjálfara sem hefur hjálpað mér mjög mikið, Halldór Jónhildarson heitir hann,“ segir Júl- ían sem æfir fjórum sinnum í viku all- an ársins hring. Fannstu strax að þetta var við þitt hæfi? „Já, ég var búinn að vera í nokkrum íþróttum áður, var í körfu- bolta og smá í júdói og einhvern tím- ann í fótbolta. En um leið og ég fór að æfa lyftingar var ekkert annað sem komst að.“ Uppskerð eins og þú sáir Hvað er svona skemmtilegt við kraftlyftingar? „Þetta er svo bein íþrótt, ef þú tekur vel á því og æfir vel sést það, árangurinn kemur í ljós, þú uppskerð eins og þú sáir. Það er líka gaman að verða alltaf sterkari og sjá breyt- inguna á sjálfum sér.“ Júlían keppti í fyrsta skipti í „Mig langaði til að verða sterkari“ Júlían Jóhann Karl Jóhannsson langaði að verða sterkari og stærri og hóf því að æfa kraftlyftingar fyrir tveimur árum. Júlían er sautján ára nemandi við Mennta- skólann við Hamrahlíð og hefur nú slegið Íslandsmetið í sínum aldurs- og þyngd- arflokki um þrjátíu sinnum. Júlían Jóhann Karl hefur heldur betur orðið var við að stelpurnar laðist að stórum og sterkum strákum. Með krafta í kögglum Júlían lyftir í æfingaraðstöðu Breiðabliks. Hin rómantíska Jenn Thorson er frá Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hún heldur úti vefsíðunni Thriftshoprom- antic.blogspot.com þar sem hún fjallar um hvernig hægt er að halda úti heimili í vintage-stíl. Hún fer mik- ið á markaði og í verslanir sem selja gamla hluti og elskar að finna hluti sem hún hefur verið að leita að og aðra sem hún vissi ekki að væru til. Thorson er hrifin af antíkhlutum og miðað við myndirnar sem hún set- ur á bloggsíðuna kaupir hún aðallega rómantíska hluti til heimilisins, það má sjá mikið af rósóttum skálum og bollum, kristal og blúndum og öðru stelpulegu, sætu og bleiku. Hún segir frá ferðum sínum á flóa- markaði og hvað hún fann þar, hún tekur myndir af því sem henni líst vel á og segir frá hvaða tímabili það er. Thorson er líka hrifin af gamalli tísku og birtir myndir og umfjallanir úr gömlum tísku- og prjónablöðum. Thriftshopromantic.blogspot.com er góð vefsíða fyrir þá sem hafa gam- an af því að skreyta heimili sitt með gömlum og góðum hlutum. Vefsíðan www.thriftshopromantic.blogspot.com Morgunblaðið/ÞÖK Kaffistell Thorson yrði hrifin af þessu rómantíska kaffistelli. Gamaldags og rómantísk Karl Lagerfeld lét fyrirsætur sínar klæðast loðnum stígvélum þegar hann kynnti haust- og vetrarlínu Chanel 2010/11 í París í vor. Þetta voru mjög loðin stígvél úr gæru eða feldi sem náðu alveg upp að hnjám. Þessi skóbúnaður átti vel við á tískusýningunni þar sem sýningarpallurinn var eins og klaka- borg og fyrirsæturnar eins og eskimóar. Ekki halda að þótt loðin stígvél hafi sést hjá Chanel séu þau að komast í tísku og ef þau gera það, ekki fá þér ein slík. Mundu eft- ir Ugg Boots-skótískunni. Loðin stígvél eru ekki flott á neinum nema þá kannski 190 cm fyrirsætu með spóaleggi. Aðrar styttast og líta út eins og lítil tröllabörn í svona skóbún- aði. Fáðu þér frekar flott leðurstígvél sem gera eitthvað fyrir leggina eða gúmmístíg- vél, bara ekkert loðið. Endilega … … ekki fá ykkur loðin stígvél Chanel Flottur kjóll en ljótir skór. Megrunarkúrar eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Sumir teljast heilsu- samlegir á meðan aðrir eru hreinlega hættulegir heilsunni. Margir skrýtnir kúrar hafa náð miklum vinsældum á þessu ári. Þar má meðal annars nefna hinn svokallaða smáköku- kúr, en samkvæmt honum er einungis leyfilegt að borða sex smákökur auk einnar hollrar máltíðar á dag þar til mark- miðsþyngd er náð. Á síðustu mán- uðum hafa margar stjörnur fylgt barnamatark- úrnum, en sam- kvæmt slúð- urpressunni vestanhafs var leikkonan Jennifer Aniston ein af þeim. Líkt og nafnið gefur til kynna samanstendur kúrinn af nokkrum skömmtum af barnamat. Þá hefur skyndibita- staðurinn Taco Bell í Bandaríkjunum auglýst matarkúr sem nefnist bílalúgukúrinn. Þó svo að hann hljómi ekki trú- verðuglega reynir stað- urinn að sannfæra fólk og vísar máli sínu til stuðnings til við- skiptavinar sem segist hafa misst ein 25 kg með því einu að fylgja honum. „Í hvert einasta skipti sem nýr megrunarkúr kemur á markaðinn þá vill fólk prófa. Það er bandaríska leið- in. Við viljum að hlutirnir gerist hratt. Við viljum þá núna og við viljum ekki þurfa að hafa mikið fyrir þeim,“ segir Dav- id Edelson, stofnandi fyrir- tækisins HealthBridge sem sérhæfir sig í megrunar- ráðgjöf. Samkvæmt bandarísk- um heilbrigðisyfir- völdum eyða Banda- ríkjamenn mörgum milljörðum í megr- unarvörur. Konur kaupa ívið meira af vörunum en karlar, enda er talið að 45% kvenna séu í megrun á degi hverjum. Að sögn Mary Gocke, bandarísks sérfræðings í megrunarráðgjöf, eru konur 10 sinnum líklegri til að ganga of langt í megrunarkúrum. „Margir kúrar sem konur reyna ganga út á það að borða sem fæstar kaloríur. Þessir kúrar geta hreinlega verið lífshættulegir.“ Heilsa Vafasamir megrunarkúrar Megrun Jennifer Aniston er sögð borða barnamat til að halda línunum í lagi. Þegar ég var í menntaskóla sat ég valáfangaþar sem fjallað var um leikhús í víðum skiln-ingi. Í einum tímanum kom virt leikskáld íheimsókn og hvatti okkur til að skrifa hand- rit. Gott væri að byrja á einhverju einföldu til að æfa sig og styðjast við formúlu, þótt það hljómaði ef til vill ekki listrænt væri það ágætis byrjun. Ein slík leið væri að sjá fyrir sér handahófskenndar aðstæður og planta þar inn skemmtilegum persónum. Það er lykilatriði að persónurnar séu afar ólíklegar til að lenda í aðstæðunum. Þær þurfa líka að hafa ákveð- inn karakter sem allir þekkja. Með þetta að leiðarljósi mætti hugsa sér tónlistarmanninn geðþekka Júlí Heiðar taka viðtal við Sigurð Líndal lagaprófessor um birtingarmynd umhverfisfemínisma í ljóðum Ein- ars Benediktssonar fyrir bókmenntaþáttinn Kilj- una. Sömuleiðis mætti sjá fyrir sér Halldór Ás- grímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, stjórna lífsstíls- og hönnunarþáttunum Innlit- útlit í félagi við tanaða ofurmanninn Ásgeir Kolbeins. Þarna myndu skapast ansi áhuga- verðar aðstæður sem ég fullyrði að myndu í það minnsta fá mikið áhorf í sjónvarpi. Vinsælir sjónvarpsþættir byggjast nú oftar en ekki á svona fáránlegum aðstæðum. Nær allir grínþættir fjalla um feita menn, vel undir meðalgreind, sem gera lítið ann- að en að drekka bjór og horfa á sjónvarp. Samt eiga þeir gull- fallegar eiginkonur, vel gefin börn og búa í risastórum hús- um. Það virðist kannski fáránlegt en jafnvel hinar undarlegustu aðstæður eru alls ekki svo fá- ránlegar þegar á hólminn er komið. Jón Gnarr er borg- arstjóri í Reykjavík eins og ekkert sé eðlilegra. Einhvern tíma hefði það verið efni í grínskets að láta Jón Gnarr sitja við hlið forseta Íslands við hátíðarhöldin 17. júní. Þvert á móti þótti mér ekkert athugavert þegar ég sá Jón Gnarr klæddan jakkafötum taka í höndina á Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrir utan dómkirkjuna á þjóðhátíðardaginn. Það var eins og maðurinn hefði alltaf verið borgarstjóri. Ég má til með að nefna, í þessum samhengi, að fyr- ir nokkru var ég spurður til vegar. Það væri ekki frá- sögur færandi nema vegna þess að ég var staddur í Kaupmannahöfn og sá sem spurði mig gerði það á sænsku. „I vilken riktning är Kongens Nytorv,“ sagði þessi glaðbeitti svarthærði Svíi. Hann hét Muhammad og var ekki einn á ferð því með honum var öll stórfjölskyldan. Konan hans var klædd búrku frá toppi til táar að íslömskum sið og börnin voru klædd í treyjur enskra knattspyrnuliða. Þetta finnst mér skemmtilegt en um leið mjög súrrealískt. Mér fannst samt ekkert eðlilegra. Það var ekki fyrr eftir að samtali okkar var lokið að ég fór að hugsa um grínhliðina á þessari uppákomu. Sænskur Muhammad spyr ís- lenskan Hjalta Geir til vegar, á sænsku, í Kaupmannahöfn. Gleðilega ramödu! Hjalti Geir Erlendsson | hjalti- geir@mbl.is »Með þetta að leiðarljósi mættihugsa sér tónlistarmannin geð- þekka Júlí Heiðar taka viðtal við Sig- urð Líndal lagaprófessor um birting- armynd umhverfisfemínisma. HeimurHjalta Geirs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.