Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 12

Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Allt að þrefalt meira fannst af mak- ríl í íslenskri lögsögu í nýafstöðnum leiðangri heldur en á sama tíma á síðasta ári. Makríll fannst nánast allt í kringum landið, en þó var áberandi minnst af honum úti fyrir Vestfjörðum og vestanverðu Norð- urlandi. Hrygningarstofn makríls sem gengur á norðlægar slóðir er talinn vera um 2,5 milljónir tonna, en Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur, segir ekki hægt út frá fyrirliggjandi gögnum að meta hversu mikill hluti stofnsins gengur inn í íslenska lögsögu. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson kom í gær úr 24 daga leið- angri hringinn í kringum landið og var togað á fyrirfram ákveðnum stöðum til að fá samanburð við síð- ustu ár. Sveinn var leiðangursstjóri og segir hann að meira sé af makríl við landið heldur en áður. „Við sáum tvisvar til þrisvar sinnum meira af makríl heldur en í fyrra og var þó töluvert að sjá þá,“ segir Sveinn. Hann segir að veru- lega meira sé af makríl undan Suð- urlandi, Suðausturlandi og Suðvest- urlandi heldur en í fyrra. Hins vegar sé magnið heldur minna í ár heldur en í fyrra úti af Norðaust- urlandi og norðanverðum Aust- fjörðum, en á austurmiðum hefur mest verið af makríl síðustu ár. Breytingar á hitastigi „Yfirborðssjórinn fyrir norðaust- an land er kaldari en var í fyrra og það veldur því að makríllinn er þar ekki í eins miklum mæli og síðustu ár,“ segir Sveinn. „Aftur á móti er hlýrra á suðursvæðunum og því leitar makríllinn þangað í auknum mæli. Hitabreytingar sem hafa orðið í hafinu á síðustu árum valda því að þessar göngur koma inn í íslenska lögsögu. Til skamms tíma hélt fisk- urinn sig að mestu í norðanverðum Norðursjó og talið var makríll gengi ekki að ráði norður fyrir Færeyjar. Áður komu hingað ekki nema stöku flækingar, en á síðustu árum hefur orðið breyting á þessu og göngurnar stækkað með hverju árinu.“ Makríll er orðinn einn af mikil- vægustu nytjafiskum í íslenskum sjávarútvegi. Í ár er samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra heimilt að veiða 130 þúsund tonn í íslenskri lögsögu. Árin 2008 og 2009 voru veidd 112 og 116 þúsund tonn og árið 2007 var aflinn 36 þúsund tonn. Makrílleiðangur Hafrannsókna- stofnunar er hluti af samvinnuverk- efni Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga, fyrir tilstuðlan Norðurausturfiskveiðinefndarinnar. Sveinn segir að eftir sé að fara yfir gögnin sameiginlega og meta þær vísitölur sem aflað hefur verið. Hugsanlega verði hægt að meta magn á einstökum svæðum þegar öll gögn liggi fyrir, en það sé alls ekki hægt á þessu stigi. Makríl er ekki hægt að bergmálsmæla eins og flestar aðrar fisktegundir þar sem hann er ekki með sundmaga. Hefur ekki stórar áhyggjur af seiðum Aðspurður um fæðu makrílsins segir Sveinn að í rannsóknum sem gerðar voru í fyrra hafi komið í ljós að fæða hans sé allt að 97% sviflæg krabbadýr: rauðáta, ljósáta, mar- flær og fleiri slíkar tegundir í yf- irborðslögum sjávar. Vissulega éti makríllinn fisk þegar slíkt bjóðist. „Í fyrra sáum við á takmörkuðu svæði úti af Vesturlandi að sandsíli var 18% af fæðunni,“ segir Sveinn. „Á tilteknu svæði fyrir Austurlandi sáum við að um 6% af fæðunni voru laxsíldar og slíkar tegundir. Í fyrra sáum við vott af loðnu í mögum makríls úti af Norðaust- urlandi og á því svæði sáum við í sumar loðnuseiði í einhverjum mög- um. Þetta var ekki áberandi og þar sem hlutfallslega er miklu minna af makríl á þessum slóðum heldur en sunnar þá hef ég ekki stórar áhyggjur af því að makríllinn sé mikið í seiðum.“ Sveinn segir að ekki hafi sést mikið af bolfiskseiðum í makríl, en um þetta leyti árs hefur þau rekið með hafstraumum norður fyrir land. Allt að þrefalt meira af makríl  Hlýrra á suðursvæðunum en í fyrra og mun meira af makríl þar en áður  Heldur minna fyrir Norðausturlandi og norðanverðum Austfjörðum  Áta og sviflæg krabbadýr eru uppistaðan í fæðunni Rannsóknir á makríl -4°-8°-12°-16°-20°-24°-28° 62° 64° 68° Árni Friðriksson 1987 2009 1987 2009 Heildarafli (þús. tonna) 1987-2009 Stærð hrygningarstofns 1987-2009 Ísland Aðrar þjóðir1.000 800 600 400 200 0 Þú s. to nn Hrygningarstofn Veiðidánartala (F)5 4 3 2 1 0 0,5 0, 4 0, 3 0, 2 0, 1 0, 0 M ill j. to nn Ve ið id án ar ta la (F ) Morgunblaðið/Eggert Í höfn Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Reykjavíkur í gær eftir 24 daga leiðangur í fiskveiðilögsögunni. Meira fannst af makríl en áður. Fiskifræðingar könnuðu hrygningu makríls í júnímán- uði og var um samvinnuverkefni Íslendinga, Norð- manna, Evrópusambandsins og Færeyinga að ræða. Þá kom í ljós að dreifing nýhrygndra hrogna var miklu norðar en menn töldu að verið hefði áður. Eggjadreifing var og könnuð í íslenskri lögsögu í fyrsta skiptið. Þykir ljóst af niðurstöðum þessa leiðangurs að töluverður flutningur hefur orðið á hrygningu í norðurátt. Hrygnir norðar heldur en áður Á heimasíðu færeysku Hafrannsóknastofnunarinnar, Havstovunnar, er fjallað um makrílrannsóknir Færeyinga í sumar. Þar segir að rannsóknir í júlí sýni að makríl sé að finna víða í færeyskri lögsögu og að makríll hafi fengist nánast í hverju holi. Hann hafi verið blandaður síld á svæðinu norð- ur af Færeyjum. Makríllinn hafi að stærstum hluta verið 3-5 ára og stærri makríl sé að finna í lögsögu Íslands og Færeyja en við Noreg. Stærri makríllinn gengur lengra Í október ár hvert er gerð úttekt á makrílstofninum á vegum ICES. Ný út- tekt á ástandi stofnsins mun því ekki liggja fyrir fyrr en í október 2010 og er því nýjasta mat á stærð stofnsins frá því í október 2009. Samkvæmt því stofnmati hefur hrygningarstofninn farið vaxandi allt frá 2002, er hann var 1,8 milljón tonn, upp í 2,6 milljón tonn árið 2009, segir í riti Hafrann- sóknastofnunar um ástand nytjastofna. Allir árgangar frá 2001–2007, nema 2003 og 2007 árgangarnir, eru stærri en meðaltal áranna 1972-2006. Sterkur stofn – nýtt mat í haust „Það hefur verið góður gangur í veiðunum og það er mikið af makríl og víða við landið,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Í gær var búið að veiða um 84 þúsund tonn af þeim 130 þúsund tonnum sem heimilt er að veiða í ár. Hann segir að í fyrra hafi makrílveiðum lokið um 10. júlí, en í ár hafi menn byrjað að beita sér í þessum veiðum á sama tíma. Sig- urgeir segir að ýmsar jákvæðar breytingar hafi verið gerðar á fyrirkomulagi veiðanna frá síðasta ári. Hann nefnir sem dæmi að í sumar er heimilt að veiða úti fyrir Suðurlandi og allt vestur í Jökuldýpi, en í fyrra voru makrílveið- ar bannaðar á þessu svæði. Með þessu hefði opnast algerlega nýr heimur fyrir útgerðirnar og komið hefði í ljós að makríll væri miklu víðar í lögsögunni heldur en menn hefðu áður haldið. Þá væri mjög lítið af síld fyrir Suðurlandi, en hún væri hins vegar í miklu meira mæli úti af Norðausturlandi, þar sem minna hefði aft- ur fengist af makríl heldur en í fyrra. Auð- veldara væri því fyrir sjómenn að veiða aðeins aðra tegundina í einu. „Það er fleira sem hefur breyst frá því í fyrra og ég vil sérstaklega hrósa Jóni Bjarna- syni, sjávarútvegsráðherra, fyrir að úthluta kvóta á skip,“ sagði Sigurgeir. „Þetta er gríð- arleg breyting frá síðasta ári og allt annað fyrir útgerðirnar að vinna úr stöðunni. Ég vil þó eindregið koma þeim skilaboðum til ráð- herra að til þess að auka enn verðmæti af veiðum þarf að leyfa útgerðum að geyma 5- 10% fram á næsta ár. Ef það verður gert geta menn leyft sér að eiga hluta kvótans eftir fram á haustið og geta þá skoðað hvort eitt- hvað fæst af makríl í september og október þegar hráefnið er best og verðmætið mest.“ Hann segir að sveiflur hafi verið í verði á frystum makrílafurðum í sumar, en þær fara að stórum hluta til Rússlands. Kaupendur hafi haldið að sér höndum og verð á þessum afurðum hafi lækkað talsvert frá síðasta ári, en þá fór mun minna í frystingu. Hann segir að verð á mjöli og lýsi sé hins vegar mjög gott. Góður gangur í veiðunum og jákvæðar breytingar  Vill geta geymt hluta makrílkvótans til næsta árs  Lægra verð hefur fengist fyrir frystar afurðir 4.000 Sumarið 2006 veiddust um 4 þúsund tonn af makríl við Ísland, mest sem meðafli á síldveiðum. 130.000 Í sumar er heimilt að veiða 130 þús- und tonn af makríl í lögsögunni. ‹ NYTJASTOFN › » Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til að aflinn árið 2010 yrði á bilinu 527– 572 þús. tonn sem samsvarar veiðidánartölu 0,20–0,22. Þá yrði hrygning- arstofninn á bilinu frá 2,45 til 2,50 milljón tonn árið 2011 og minnkaði um 4–6% miðað við árið 2009. Þetta er talið samræmast varúðarsjónarmiðum, segir í ástandsskýrslunni. Ekki hefur náðst samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr stofninum um skiptingu aflans. Aflatillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir árið 2011 munu liggja fyrir í október 2010 að loknum haustfundi ráðgjafanefndar þess. Ekki samkomulag um veiðar Í leiðangri eins og Árna Friðrikssonar hringinn í kring- um landið kemur fjöldi fisktegunda í veiðarfærin. Í ný- afstöðnum leiðangri varð ekki vart við neinar nýjar teg- undir, en hins vegar vakti túnfiskvaða djúpt út af Suðvesturlandi athygli skipverja á Árna Friðrikssyni. Sennilega var önnur vaða á ferð um 60 mílur suður af Vestmannaeyjum, en skipið var of langt frá til að hægt væri að greina það nákvæmlega. Fyrir nokkrum árum reyndu Japanar túnfiskveiðar suður af landinu. Vaða af túnfiski suður af Eyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.