Morgunblaðið - 13.08.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 13.08.2010, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Nú í haust verða tvö ár liðin frá hruni ís- lenska hagkerfisins. Allt frá fyrsta degi hafa háværar umræður átt sér stað um hvað olli því að þessi fámenna en vel efnaða þjóð, sem býr í landi mikilla auðlinda, steyptist á örskammri stundu niður í efna- hagslegt svarthol og rankaði við sér í hópi fátækustu ríkja heims. Um viðbrögðin, góð og slæm, er óþarft að fjölyrða um hér þar sem fátt annað hefur komist að í þjóðfélags- umræðunni en skýrsla rannsókn- arnefndar, þær rannsóknir sem emb- ætti sérstaks saksóknara er með í gangi og allar þær umræður og skoð- anir sem ómað hafa um það hver beri ábyrgðina. Það hriktir í Alþingi og ríkisstjórn, við að finna leiðir til að koma þjóðarskútunni aftur á flot, á meðan stjórnmálin eyða mestu púðri í að lappa upp á brotna ímynd sína með þeim meðulum sem í boði eru þar á bæ. Og ástæður hrunsins hafa verið dregnar fram og flestir sammála um að slakað hafi verið um of á klónni og eftirlitsaðilar sofnað á verðinum. Hins vegar hafa menn lítið gert að því að horfa í eigin barm og flestir firra sig ábyrgð. Öll þessi hringiða miðast við einn út- gangspunkt, það sem tapaðist og það sem flesta landsmenn skortir til að ná endum saman; hin viðurkenndu verð- mæti nútímasamfélags – peninga. En hvað með hin raunverulegu verð- mæti: Fólkið sjálft – mannauðinn? Nú þegar hafa stór skörð verið höggvin í velferðarkerfið í tilraunum stjórnvalda til að lágmarka hinn stóra skaða og vitað mál að þetta er aðeins byrjunin. Fólk er í stórum stíl farið að taka sig upp og flýja land, og fyrirséð að sá straumur á eftir að aukast. Þannig heldur tapið áfram og gerir okkur enn erfiðara að reisa landið við aftur þar sem sterkasta vopnið okkar, menntakerfið, verður æ bitlausara við þessar aðstæður, bæði þegar litið er til stöðu þess gagnvart niður- skurðarhnífnum og þeirrar köldu staðreyndar að stór hluti þeirra sem flytja erlendis er vel menntað fólk. Þessi staða vekur hjá mér spurn- ingar sem ég spurði mig fljótlega eft- ir hrun: Hvar er umræðan um upp- eldi og menntun barnanna okkar? Hvernig getum við skýrt hrunið í ljósi menntastefnu þjóðarinnar og út frá áherslum hennar í uppeldi barna sinna síðustu áratugina? Þarf ekki menntakerfið okkar endurskoðunar við alveg eins og fjármálakerfið? Hvernig nýtist menntakerfið okkur best við að vinna okkur út úr krepp- unni? Þar sem ég er grunnskólakenn- ari að mennt og fyrrverandi starfs- maður í uppeldisgeiranum, er mér þetta mál afar kært og hef ég verið að leggja eyrun við umræðu í fjölmiðlum um þetta þarfa málefni. Þar hef ég uppskorið minna en ég vonaðist til og hef m.a.s. orðið vitni að því að innlegg í þessa veru hafi verið kæft í fæðingu í umræðuþætti í Ríkisútvarpinu. Annað sem ég hef rekist á var lesendabréf frá eldri konu í dagblaði og einhverjar færslur á bloggsíðum. En hvergi hef ég rekist á gagnrýna og ítarlega um- fjöllun um þetta efni, þrátt fyrir að sjálfur Háskóli Íslands hafi verið far- inn að snúast fast á sveif með útrás- armaskínunni. Ég vil ekki trúa því að uppeldis- frömuðir okkar, kennarar og aðrir sem að þessum málum koma, hafi ekki rætt sín á milli um þessi mál, annað væri fásinna og sjálfhverfa af versta tagi, enda hefur þetta án efa borið á góma yfir mörgum kaffibollanum í stund milli stríða. Það hefði því mátt ætla að þjóðfundur um menntamál, sem haldinn var í febrúar síðast- liðnum, fjallaði um þennan vinkil og ályktaði þar um, en svo var því miður ekki. Getur verið að uppeldisgeirinn sé orðinn svo niðurbældur og múl- bundinn að hann veigri sér við að horf- ast í augu við þátt uppeldisstefnu þjóðarinnar í hruninu? Ef svo er þarf skepnan heldur betur að rífa sig lausa og fara að íhuga sína stöðu og hlut- verk í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Í ljósi þessa tel ég brýna nauðsyn að skerpa á allri umræðu um uppeld- ismál, að þjóðin líti í eigin barm á óvæginn og gagnrýninn hátt og skoði á hvaða leið við séum í uppeldi barna okkar. Sú umræða á fyrst og fremst að beinast að heimilunum og þjóð- félaginu sjálfu en vera leidd af fag- fólki úr uppeldisgeiranum. Þjóð- fundur um uppeldismál væri þarna góður vettvangur og jafnvel að sett yrði á laggirnar nefnd skipuð af menntamálaráðuneytinu í ætt við hina tíðræddu rannsóknarnefnd Al- þingis. Þessi „rannsóknarnefnd upp- eldismála“ myndi á faglegan hátt vinna nákvæma úttekt á uppeldi á Ís- landi síðustu áratugi, ekki til að leita að sökudólgum, heldur til að skýra hrunið út frá íslensku uppeldi í sí- breytilegu samfélagi og koma með til- lögur að leiðum til úrbóta á því sviði, með viðreisn og uppbyggingu Íslands að leiðarljósi. Fái þessar hugmyndir ekki hljómgrunn ráðamanna kalla ég eftir orðum og aðgerðum úr hópi þess mæta fólks sem helgað hefur uppeld- ismálum sína starfskrafta, og þeirra foreldra sem vilja láta til sín taka á þessum vettvangi. Eftir Sólmund Friðriksson » Getur verið að upp- eldisgeirinn sé orð- inn svo niðurbældur og múlbundinn að hann veigri sér við að horfast í augu við þátt uppeld- isstefnu þjóðarinnar í hruninu? Sólmundur Friðriksson Höfundur er grunnskólakennari að mennt. Hvað með uppeldið? Sæll Guðni, ég þakka þér grein þina um Skáksetur Fisc- hers og Friðriks. Þú segir réttilega í grein- inni að það hafi verið afrek að ná einvígi ald- arinnar hingað 1972. Það er rétt. Hins veg- ar ferð þú alvarlega út af sporinu þegar þú segir hvernig það kom hingað. Það gefur auga leið að svo stórkostlegt einvígi er ekki auðvelt að fá og krefst mikils undirbúnings. Hugmyndina af HM- einvígi á íslandi fékk Freysteinn Þor- bergsson í Moskvu 1957 þegar hann var þar við nám og horfði á heims- meistarakeppni milli Botwinniks og Tals. Eitt er að fá hugmynd og annað að fylgja henni eftir. Það var ekki auðvelt verk og þurfti margt að kynna sér í mörgum löndum og álf- um. Það gerði Freysteinn. Hann und- irbjó sig vandlega, lærði tungumál til að ná sem bestum árangri, heimsótti háskóla og ræddi við prófessora. Freysteinn kynnti sér starfsemi FIDE fyrst 1954 þegar hann í Amst- erdam sat Alþjóðaþing FIDE sem áheyrnarfulltrúi án atkvæðis og til- löguréttar. Freysteinn sótti flest þing FIDE eftir það fyrir hönd SÍ en einn- ig stundum fyrir skáksamband Norð- urlanda sem hann stofnaði 1954. Freysteinn fékk hingað sænska stór- meistarann Staahlberg 1954, Her- mann Pilnik 1955, Stúdentamótið 1957 og Fischer 1960 og marga fleiri. Freysteinn var með Friðriki bæði 1958 og 1959 þegar Friðrik var að vinna sína stærstu sigra í skákinni og skrifaði greinar um það í Morg- unblaðið, Tímann, Þjóðviljann og Al- þýðublaðið, einnig sendi hann útvarp- inu fréttir. Freysteinn var eini Íslendingurinn sem var á Alþjóðaþingi FIDE í ágúst 1971 þegar fyrsti fundur um einvígið var haldinn í Amsterdam. Þar sá Freysteinn að eini möguleiki Íslands til að fá einvígið væri ef þjóðirnar gerðu tilboð í einvígið, en það hafði ekki verið gert áður. Freysteinn lagði því til að FIDE gerði útboðsgögn handa þeim sem rétt höfðu á að bjóða í einvígið, en það voru þær þjóðir sem höfðu tilkynnt að þær hefðu áhuga á að halda einvígið. Það gerði Frey- steinn fyrir hönd Íslands þó að hann hefði ekki til þess umboð, en tók áhættuna sem var þó nánast engin. Eina skuldbindingin var að gera varð tilboð í einvíg- ið. Ef Ísland vildi ekki halda það gat það sent svo lágt tilboð að því yrði ekki tekið. Freysteinn samdi svo tilboðið og var sendur með það til Amst- erdan þar sem hann var valinn í þriggja manna nefnd sem var við opnun tilboðanna. Þannig traust hafði Freysteinn unnið sér á þingi FIDE. Það sem þú segir um áhrif einvíg- isins tel ég vera rétt. Auðvitað voru margir sem komu að einvíginu þegar kom að því að halda það, en Frey- steinn var upphafsmaðurinn að því og sá sem gætti þess að Ísland yrði ekki hlunnfarið á þingi FIDE í ágúst 1971. Guðmundur G. Þórarinsson var á móti einvíginu í upphafi og setti það hvað eftir annað í hættu. Skáksetur sem tileinkað er Fischer á ekki að vera byggt á lygum. Fischer var heið- arlegur maður og sagði við mig hvað eftir annað að það hefði veri Frey- steinn sem kom einvíginu hingað til lands. Fischer vildi ekki tefla einvígið hér á landi en gerði það fyrir Frey- stein að hans sögn. Hvaðan kom hugmyndin um skák- setur? Hugmyndina um vaxbrúður setti ég fram í grein minni Skákborg- in á Mogga-blogginu. Það var hug- mynd Freysteins fyrir 38 árum. Íslendingar eru búnir að fá nóg af lygum stjórnmálamanna og er mál að linni. Kominn er tími til að leiðrétta sögufalsanir sem búnar eru að vera í gangi allt of lengi. Til dæmis forseta- tíð Friðriks 1978-1982 sem stenst ekki skoðun. Friðrik var forseti FIDE samkvæmt mínu minni frá 4. sept.-23. sept. 1974 eða í samtals 19 daga. Með bestu kveðju. Svar við grein Guðna Ágústssonar um Skáksetur Eftir Eddu Júlíu Þráinsdóttur Edda Júlía Þráinsdóttir »Kominn er tími til að leiðrétta sögufals- anir sem búnar eru að vera í gangi allt of lengi. Höfundur er húsmóðir.Í Skírisskógi Hrói höttur nútímans, á tali við gangandi vegfaranda, eins og frægum sögupersónum einum er lagið. Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.