Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 30

Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 ✝ Jónína fæddist íViðfirði 13. des- ember 1919. Hún lést 28. júlí 2010 á Hrafn- istu í Reykjavík. Áður bjó Jónína mörg ár í Bólstaðarhlíð 46 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðrún Frið- björnsdóttir klæðskeri frá Þingmúla í Skrið- dal, f. 11. maí 1893, d. 9. júní 1989 og Bjarni Sveinsson húsasmíða- meistari frá Viðfirði, f. 5. ágúst 1894, d. 24. febrúar 1978. Systkini Jónínu eru: a) Guðlaug Ólöf, f. 1916, d. 1987. Maki: Jón Ís- fjörð Aðalsteinsson, f. 1920, d. 1971. b) Guðrún Aðalbjörg, f. 1918. Maki: Sigurður Þ. Guðmundsson, f. 1915, d. 1977. c) Anna Sigríður, f. 1921. Maki: Sigtryggur Albertsson, f. 1916, d. 1998. d) Ingibjörg, f. 1922. Maki: Þórður Gíslason, f. 1911, d. 1989. e) Friðbjörg Bergþóra Bjarna- dóttir, f. 1924. Maki: Aðalgeir Sig- urgeirsson, f. 1920, d. 1997. f) Sveinn, f. 1927, d. 1963. Barnsmóðir Guðrún Magnúsdóttir. Maki: María Erna Hjálmarsdóttir, f. 1930, d. 1948 hélt hún utan og starfaði við sjúkrahús í Surray í Englandi og síð- an í Edinborg í Skotlandi. 1951 fór hún til Finnlands til frekara náms í skurðstofuhjúkrun og síðla þess árs til Svíþjóðar. Eftir það vann hún á Kristneshæli í Eyjafirði þar til hún tók við starfi yfirhjúkrunarfræðings við opnun Sjúkrahúss Akraness 1952 og starfaði þar til ársloka 1956. Á Akranesi kynntist hún verðandi maka sínum, Gunnari Sigurðssyni. Þau fluttust til Reykjavíkur. Jónína hóf störf við Heilsuverndarstöðina, fyrst við húð- og kynsjúkdómadeild og síðar við ungbarnavernd sem hún sinnti í fjölmörg ár. Síðustu starfs- árin vann Jónína við heilsugæslu- stöðina á Seltjarnarnesi og sem skólahjúkrunarfræðingur við Mýr- arhúsa- og Valhúsaskóla. Hún átti langa og farsæla starfsævi og vann til 70 ára aldurs. Jónína missti eiginmann sinn frá ungum dætrum sínum og sá ein fyrir þeim með mikilli vinnu. Þrátt fyrir það var heimili hennar alltaf opið ættingjum og vinum og þar nutu all- ir ástar og umhyggju. Jónína var fé- lagslynd og tók virkan þátt í starfi eldri borgara, hún hafði mikla ánægju af dansi, spilaði brids og var einnig mikil handavinnukona. Útför Jónínu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 13. ágúst 2010 og hefst athöfnin kl. 13. 1999. g) Unnur Ólafía, f. 1933. Maki: Ásgeir Lárusson, f. 1924. Jónína giftist Gunn- ari Sigurðssyni skrif- stofumanni frá Akra- nesi, f. 4. janúar 1917, d. 5. mars 1966. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Steinunn Agla Gunnarsdóttir, f. 2. janúar 1957. Maki: Karsten Sedal, f. 6. apríl 1954. 2) Guðrún Gunnarsdóttir, f. 26. júní 1958. Maki: Hörð- ur Björnsson, f. 12. júlí 1956. Börn Guðrúnar og Harðar eru: Steinunn Ylfa, f. 29. júlí 1987, Hafrún Sjöfn, f. 2. janúar 1990 og Björn Hjörvar, f. 23. febrúar 1992. Jónína fæddist í Viðfirði en þegar hún var á öðru ári flutti fjölskyldan til Norðfjarðar þar sem þau bjuggu í húsinu Tungu en það hús höfðu for- eldrar hennar byggt í Viðfirði og flutt með sér til Norðfjarðar. Tvítug að aldri fór hún í vist til Reykjavíkur og svo í Hjúkrunarskóla Íslands og lauk námi þaðan haustið 1946. Hún stundaði framhaldsnám í skurð- stofuhjúkrun við Landspítalann. Jónína tilheyrði þeirri kynslóð hjúkrunarkvenna sem fékk menntun sem byggðist á reynslu í hjúkrun og umönnun sjúklinga, enda voru hjúkr- unarnemarnir notaðir sem vinnukraft- ur á spítölunum. Nýútskrifuð fór Jón- ína til Edinborgar og síðan til Finnlands og Svíþjóðar þar sem hún lærði skurðstofuhjúkrun. Eftir heim- komuna varð hún yfirhjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Akranesi og þar kynnt- ist hún Gunnari Sigurðssyni. Hann var sjómaður, hafði bæði verið á fiskveið- um og í langsiglingum. Þau giftust á Akranesi árið 1956 og fluttust til Reykjavíkur þar sem Jónína fór að vinna á Heilsuverndarstöðinni og Gunnar, sem var glöggur á tölur, fékk skrifstofuvinnu. Árið 1957 kom eldri dóttir þeirra, Steinunn Agla, í heiminn, og hálfu öðru ári síðar fæddist Guðrún. Árið 1966 varð Gunnar bráðkvaddur og Jónína var ein eftir með dæturnar aðeins 7 og 9 ára gamlar. Hún var út- sjónarsöm og tókst að kaupa íbúð í Bólstaðarhlíð. Þar ólust stúlkurnar upp á heimili sem alltaf var opið öllum vinum og stórri fjölskyldu. Jónínu þótti sjálfsagt að dæturnar fengju menntun en Steinunn er lyfjafræðing- ur og Guðrún læknir. Jónína lærði líka að keyra bíl, þó að hún ætti erfitt með að ná niður á ped- alana í bíl ökukennarans. Jónína var nefnilega ekki hávaxin kona. Hún var rauðhærð sem ung, það lá í ættinni. Seinna varð kröftuga hárið silfurgrátt. Jónína var svo heppin að vera mjög heilsuhraust, var full atorku og fór fyrst á eftirlaun sjötug. Við sem umgengumst Jónínu vitum að hún naut tilverunnar sem ellilífeyr- isþegi. Hún var mikið á ferðinni og heimsótti dætur sínar í Svíþjóð og Danmörku. Það háði henni ekki að búa á 4. hæð því hún var létt á fæti. Hún hafði líka mikla ánægju af að dansa. Árið 2002 fékk Jónína blóðtappa. Þrátt fyrir ótrúlegan bata var ljóst að hún myndi ekki geta búið áfram í Ból- staðarhlíð. Hún fékk lítið herbergi á Hrafnistu í Reykjavík, og deildi salerni með nágrannanum. Jónína kvartaði samt ekki. Hún hélt áfram að njóta til- verunnar með brids, handavinnu, út- varpi, sjónvarpi og dagblöðum. Jónína var fréttafíkill og ekki mátti missa af Kastljósinu. En þó að heilsan mætti stundum vera betri var hún samt alltaf sjálfri sér lík, ánægð með hvern dag og ánægð að fá gesti. Ég kynntist Jónínu árið 1982. Jón- ína hefur án efa verið svolítið tortrygg- in við tilhugsunina um að fá danskan tengdason, en hún sætti sig þó fljót- lega við mig og við áttum margar ánægjulegar stundir saman. Við höfð- um meðal annars sameiginlegan áhuga á hefðbundnum íslenskum mat eins og t.d. signum fiski og þess konar góðgæti. Hún skildi þó ekki hvað ég gat borðað mikið af kartöflum. Sjálf borðaði hún ekki mikið og var alltaf grönn. Á gömlum ljósmyndum má líka sjá hana sem unga fimleikakonu. Á öðrum er hún flott dama sem margur maðurinn hefur sjálfsagt horft á eftir. Eða hjúkrunarkona í stífum búningi, hvítum sokkum og kappa. Eins og á einni frábærri mynd þar sem Jónína situr brosandi á stólarmi á hjólastól og heldur utan um gamlan sjúkling. Jónína var merk kona sem við mun- um minnast með hlýju. Karsten Sedal. Skrifa þessi fátæklegu orð með þakklæti í huga til konu sem ég hef átt samleið með í 33 ár. Notið góðs af ein- stakri gestrisni hennar og hlýju bæði snemma í tilhugalífi okkar Guðrúnar, dóttur hennar, og síðar við endurtekn- ar heimsóknir okkar Guðrúnar. Fyrst bara við tvö meðan á námsdvöl okkar í Skotlandi stóð og síðar frá Svíþjóð, fyrst þriggja, þá fjögurra og loks fimm manna fjölskylda og alltaf var nóg pláss í litlu íbúðinni hennar og hennar stóra hjarta. Enda gleðin mikil meðal barnanna að fara að heimsækja ömmu. Ekki var gleði þeirra minni þegar amma kom reglulega í heimsókn til okkar á þeim 14 árum sem við bjugg- um í Svíþjóð. Við ungu foreldrarnir nutum einnig góðs af mikilli og langri reynslu hennar sem hjúkrunarfræð- ings, m.a. í ungabarnavernd og ekki síður stuðnings og góðra ráða á öðrum sviðum lífsins frá lífsreyndri, hlýrri og ráðagóðri manneskju. Nutum við fimm áfram samverustunda með ömmu eftir heimkomu okkar 1999, þó að með öðrum hætti hafi verið eftir að veikindi hennar byrjuðu fyrir 8 árum. Vonandi tókst okkur þessi síðustu ár að endurgjalda að einhverju leyti allt það sem hún hafði fyrir okkur gert í gegnum árin. Þegar ég hugsa til baka hvað ein- kenndi þessa konu umfram það sem að framan getur og við og börnin okkar getum tekið til fyrirmyndar, er þrennt sem kemur fyrst upp í hugann. Ber þar fyrst að nefna að hún var óvenju- fordómalaus kona bæði gagnvart ein- staklingum og hópum fólks, sem að einhverju leyti skáru sig úr eða voru öðruvísi. Heyrist mér af fólki sem unn- ið hefur með henni að þetta hafi einnig mjög einkennt hana í hennar vinnu sem hjúkrunarfræðingur, sem hafði samskipti við fjölda fólks daglega bæði á sjúkrastofnunum og í heimavitjun- um. Hún gerði ekki mannamun og aldrei heyrði maður hana hallmæla nokkurri manneskju. Annað sem ekki fór fram hjá neinum sem umgekkst Jónínu var að henni féll sjaldan verk úr hendi og stundaði það sem ég vil kalla nytjalist og eru mörg fögur listaverkin sem hún skilur eftir til að gleðja okkur og fyrir okkur að njóta. Enda var hún við hannyrðir og prjónandi nánast fram á dánardægur. Síðast en ekki síst ber að nefna einstæða jákvæðni henn- ar og sterkan vilja til að gera það besta úr því sem lífið bar í skauti sínu. Blessuð sé minning hennar. Hörður Björnsson. Á sólríkum sumardegi í júlí, viku fyrir andlátið, heimsóttum við mamma Jónu systur hennar. Hún sat í stólnum í herberginu sínu, með prjónana í höndunum eins og svo oft áður, lítil og nett kona, gráhærð, kom- in á tíræðisaldur. Það var spjallað og hlegið og minningin er ljúf. Þegar fólk er komið á þennan aldur veit maður að það hlýtur að styttast í að kallið komi, en samt er eins og það komi manni einhvern veginn alltaf á óvart. Þær systurnar frá Tungu í Norð- firði voru sjö, en sú elsta er áður látin, ásamt eina bróður þeirra. Í endur- minningunni birtist mynd af systrun- um í stofunni heima með hannyrðir í höndunum, það tíðkaðist ekki að láta sér falla verk úr hendi. Þær bjuggu á Norðfirði, á Húsavík og fyrir sunnan. Jóna var í Reykjavík, en mamma, Imma, í Hafnarfirði. Því voru ætíð mikil samskipti við Jónu og dæturnar Steinunni og Guðrúnu, en við erum jafnaldra. Þær komu iðulega í sunnu- dagskaffi í minni æsku og finnst mér að Jóna hafi ætíð verið hluti af minni tilveru. Í hugann koma skemmtilegar minningar. Ég fór tvisvar með þeim frænkum mínum á skíðanámskeið í Kerlingarfjöllum og er sú minning sveipuð hálfgerðum ævintýraljóma, svo skemmtilegar voru þessar ferðir. Þegar ég hugsa til baka efast ég um að það hafi verið algengt að fólk á miðjum aldri, sem aldrei hafði stigið á skíði, tæki sig til og lærði á skíði. En Jóna fékk sér síðan gönguskíði og notaði í mörg ár. Þær systur frá Tungu eru flestar orðnar háaldraðar, um og yfir nírætt, en bera aldurinn nokkuð vel, svo vel að einhvern veginn finnst manni að þær hljóti að vera yngri. Jóna kom til okkar fjölskyldunnar og gisti eina nótt í sumarbústað, þá komin um átt- rætt. Mamma svaf í neðri koju, og mér fannst eðlilegt að þær systur svæfu í sama herbergi og bjó um hana í efri kojunni. Það var ekki fyrr en Jóna varð eitthvað óörugg að klifra upp í kojuna að það rann upp fyrir mér að kannski væri ekki eðlilegt að bjóða áttræðri konu slíka gistingu. Það er lífsins gangur að fólk kveðji. Við sem eftir erum áttum okkur allt í einu á því að föstu punktarnir í tilver- unni fara smám saman að tínast í burtu. Fólkið sem hefur átt hlutdeild í gleði okkar og sorgum frá því munum eftir okkur, fært okkur fréttirnar hvað af öðru, það er ekki lengur til staðar. En ef minningin er jafn björt og sólríki sumardagurinn, þá hefur það lifað góða daga. Jóna frænka mín kvaddi sátt. Hvíl í friði. Hrafnhildur Þórðardóttir. Aðeins fá orð við ferðalok Jónínu skólasystur. Við áttum samleið í Hjúkrunarskóla Íslands frá ári 1943, við vorum 16 sem kvöddum skólann 1946. Frelsinu fegnar með bréf upp á það að vera hæfar að takast á við starf- ið sem í því fólst. Það var glaður og bjartsýnn hópur sem þann daginn andaði léttar – þá var öldin önnur en nú á dögum, verkin mörg sem kostuðu strit og mikinn sveita en hvað um það. Kjarni náms og starfs var að líkna og lina þrautir þjáðra, láta gott af sér leiða, og það kostar sitt. Það fór hver sína leið að finna sér framtíð í dagsins önnum en ekki brustu vinaböndin frá námsárunum. Stundir gáfust til endur- funda og að treysta gömul kynni. Eftir að Jónína átti þess ekki kost að búa að sínu í eigin ranni leitaði hún skjóls á Hrafnistu í Reykjavík, þar fann hún sig heima. Hún kvartaði ekki því hún naut skjólsins, þótt vítt væri ekki til veggja. Hún dró sig ekki inn í skel, var félagslynd og nýtti óspart kynni við mann og annan, undi sér við spilaborðið með góðum félögum. Hún var ekki þeirrar gerðar að sitja auðum höndum. Handavinna var hennar önnur og fyrsta dægrastytting, þeim sem una því er það hugarró og heilsubót, ekki síst þegar kvölda tekur. Við hjónin áttum mörg sporin á hennar fund og gestum var fagnað. Hún var ekki að þreyta mann með víli og voli, allt var þegið með þökkum sem af góðum hug var gert. Nú hefur þú, kæra vina, lagt í langa ferð. Megi gæf- an fylgja þér á vit ástvina sem fyrr fóru. Hafðu innilega þökk fyrir tryggð og trúfestu. Þau fylgi þér í anda orðin þessi: Því náðin Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. (EHK.) Innilega samúð votta ég dætrum og ástvinum Jónínu. Beta Einarsdóttir. Kær vinkona fjölskyldunnar, Jónína Bjarnadóttir, 90 ára, er fallin frá. Við Guðrún, dóttir hennar, eða Gunna eins og ég kalla hana alltaf, kynntumst þegar við vorum 13 ára og urðum perluvinkonur. Steinunn, systir hennar, varð svo líka kær vinkona mín og svo auðvitað Jónína sem losnaði ekki við mig þegar dætur hennar flutt- ust af landi brott til náms og starfa. Jónína var hjúkrunarfræðingur og mér fannst mikið til koma þegar ég frétti að hún hefði starfað sem slík í fleiri en einu landi, áður en hún gifti sig og eignaðist dætur sínar. Hún missti mann sinn þegar dæturnar voru að hefja grunnskólanám. Það hefur ekki verið auðvelt og hefur án efa átt sinn þátt í að gera þær mæðgur eins nánar og raun ber vitni. Þegar við Gunna vorum 16 ára fluttu foreldrar í mínir í íbúð við hliðina á þeim mæðgum og það verður að segj- ast eins og er að við vorum meira en ánægðar með þetta stelpurnar. Nú gátum við bara tölt út á svalirnar sem lágu saman og spjallað þar tímunum saman. Þar með tengdust fjölskyld- urnar órjúfanlegum vinaböndum. Óteljandi minningarbrot fara um huga minn við fráfall Jónínu: Kvöld- kaffi á aðfangadag í Bólstaðarhlíðinni, Jónína að ganga snaggaraleg út Ból- staðarhlíðina með vinkonum úr stiga- ganginum, Jónína að stíga upp á kassa til að ná að opna bílskúrshurðina, Jón- ína að vinna með minjagripaselina, Jónína að banka með skóhorninu á svalahurðina og síðast enn ekki síst Jónína með handavinnuna sína við stofugluggann. Hún var mikil hann- yrðakona og var einstaklega afkasta- mikil og vandvirk. Nú prýðir handverk hennar heimili dætranna og ljær minningu hennar einstakri hlýju. Jónína var svona svolítið aldurslaus kona og rabbaði alltaf við mann sem jafningja. Ekki neitt kynslóðabil á þeim bæ. Svo var hún bara svo skemmtileg og alltaf stutt í glensið og hláturinn! Hún hafði kynnst því af eigin raun að ekkert hefst fyrirhafn- arlaust og var sönn fyrirmynd í sínum verkum og tókst á við lífið af kjarki, jákvæðni og dugnaði. Dætur Jónínu og fjölskyldur þeirra hafa sýnt henni mikla umhyggju og alúð í ellinni eftir að heilsu hennar hrakaði. Ég hef notið þess að hitta hana og reyndar setið svolítið fyrir henni heima hjá Gunnu vinkonu minni og Herði. Ég þakka Jónínu samfylgdina og tryggðina gegnum öll árin. Við kom- um til með að sakna hennar. Það segi ég líka fyrir hönd foreldra minna Kristínar og Guðmundar. Megi Jónína hvíla í friði. Erna, Kristján og börn. Að eiga gott fólk að og njóta sam- vista við það er mikil gæfa. Fólk sem lætur sig hagi samferðarfólks síns varða, er öðrum fyrirmynd með eigin lífi og hefur heilsteyptar og fordóma- lausar skoðanir. Þannig manneskja var Jónína S. Bjarnadóttir og að leið- arlokum er mér þakklæti efst í huga. Ég kynntist Jónínu þegar við Steinunn dóttir hennar urðum vin- konur árið 1966, Jónína var þá nýorð- in ekkja, 46 ára, með tvær ungar dæt- ur, Steinunni níu ára og Guðrúnu tæplega átta ára. Mæðgurnar voru nýfluttar í Bólstaðarhlíð 46, ég bjó handan götunnar í nr. 39. Ferðir mín- ar upp á 4. hæð í nr. 46 urðu margar, fyrst til að heimsækja systurnar en síðar, þegar þær voru farnar til náms erlendis, átti ég Jónínu að. Án efa hef- ur oft reynt á sálarþrek Jónínu á þessum árum en það var ekki hennar háttur að barma sér, hún horfði alltaf fram á við og gerði það besta úr því sem hún hafði. Fyrstu minningar mínar um Jón- ínu eru þær að hún vann af kappi heima flest kvöld við að að útbúa minjagripi sem hún seldi í Ramma- gerðina en með því móti hafði hún t.d. ráð á að eignast skíði fyrir sig og dæt- urnar. Síðan var farið stuttar skíða- ferðir í nágrenni Reykjavíkur en líka á námskeið í skíðaskólann í Kerlinga- fjöllum á hverju sumri í mörg ár. Með þessu móti átti hún góðar samveru- stundir með dætum sínum þrátt fyrir langan vinnudag en hún vann mikið til að skapa dætrum sínum sem best lífs- kjör. Eftir liðlega níutíu ára farsæla ævi lagði Jónína af stað í síðasta ferðalag- ið, á björtu og fögru sumarkvöldi og upp í huga minn koma ótal myndir. Skíðaferðirnar; Jónína við stýrið í bláa Moskvitsinum með okkur stelp- urnar á leið út fyrir bæinn, lágvaxinn bílstjórinn teinréttur í baki en náði ekki langt upp fyrir stýrið, eða Jónína að renna sér á gönguskíðum á Klam- bratúni, komin yfir áttrætt, Jónína á gönguferðum í Hlíðunum eða á leið í einhverja uppákomu í félagsmiðstöð- inni, og svo var það handavinnukon- an; á síðkvöldum logaði ljósið í glugg- anum hjá henni oftast því hún sat við að hannyrðir, fagur útsaumur eða prjónles á ættingja og vini rann úr höndum hennar, hún sat aldrei iðju- laus með hendur í skauti. Ljúfar er minningarnar um mína fullorðnu ná- grannakonu sem kom yfir götuna til líta eftir drengjunum mínum, þegar ég kom heim sat barnfóstran gjarnan á gólfinu með sonum mínum og sýsl- aði í dótinu með þeim, t.d. í búðarleik, allir voru glaðir og sælir og tæplega 70 ára aldursmunur virtist ekki há samskiptum þeirra! Jónína fluttist á Hrafnistu fyrir sjö árum eftir heilablóðfall sem hún fékk árið 2002. Þar átti hún góð ár og var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hún aðlagaðist lífinu þar og kynntist nýju fólki. Mér hefur alltaf þótt endurnær- andi að heimsækja Jónínu og það breyttist ekki þótt hún væri flutt á Hrafnistu, samt var brosið og blikið í augunum, hlýjan, fallegu orðin og hrósið sem ég fékk í hvert sinn þegar ég birtist. Við Jón Ingi og synir okkar vottum fjölskyldu Jónínu innilega samúð en minningin um mæta konu lifir með okkur öllum. Meira: Mbl.is/minningar Sigríður Helga Þorsteinsdóttir. Jónína S. Bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Ég þakka allar góðar sam- verustundir og gleði sem við höfum átt saman, elsku systir mín. Ég bið Guð að styrkja þig og vernda þína sál. Friður Guðs þér fylgi. Sofðu rótt. Ég votta dætrum hennar, tengdasonum og barnabörnum samúð mína. Aðalbjörg Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.