Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þrír mánuðireru liðnir fráþví kosið var
til sveitarstjórna í
landinu. Nýr meiri-
hluti í Reykjavík
tók við skömmu síðar og því má
segja að hveitibrauðsdagarnir
séu að baki.
Þegar Reykvíkingar skoða
störf nýja meirihlutans þessa
fyrstu mánuði hljóta þeir að
verða hugsi yfir því sem gengið
hefur á, því sem gert hefur verið
og því sem ekki hefur verið gert.
Besti flokkurinn fékk mikinn
stuðning þó að fólk vissi lítið
fyrir hvað hann stæði, enda gaf
hann ekki út neina stefnu sem
hann sjálfur tók mark á, hvað þá
að aðrir gætu gert það. Þrátt
fyrir þetta töldu margir kjós-
endur að flokkurinn væri boðberi
nýrra tíma og ekki síst nýrra
vinnubragða í stjórnmálum.
Vafalítið hafa kjósendur flokks-
ins talið að hin nýju vinnubrögð
yrðu ekki aðeins ný, heldur einn-
ig betri en hin eldri og hefð-
bundnari.
Af þessum sökum hafa ein-
hverjir sennilega orðið fyrir von-
brigðum með að meirihluta-
viðræðurnar eftir kosningar
væru lítið annað en leikrit og að
tal fyrir kosningar um samvinnu
var ekkert annað en einmitt það,
tal. Aðrir hafa væntanlega líka
orðið fyrir vonbrigðum með að
þetta nýja afl í borgarstjórn
Reykjavíkur ákvað nánast um-
ræðulaust að leiða þann flokk
sem mestu tapaði til mestra
valda í borginni.
Þrátt fyrir þetta er líklegt að
fólk hafi gert sér vonir um að nýr
meirihluti tæki til hendinni og
kynnti loks allar þær hugmyndir
sem nýja fólkið sagðist hafa til
að bæta borgina og stjórn henn-
ar. Þessar hugmyndir láta á sér
standa og helsta áþreifanlega
breytingin sem
borgaryfirvöld hafa
staðið fyrir er gríð-
arlega mikil hækk-
un á orkuverði til
borgarbúa.
Í stað nýju hugmyndanna sem
ýmsir hafa beðið eftir hefur
stjórn borgarinnar, fyrir utan
gjaldskrárhækkun, aðallega ein-
kennst af tvennu. Annars vegar
lagðist óvenjulega mikill doði
yfir borgina í sumar, ekki síst í
ljósi þess að nýr meirihluti var
að koma sér fyrir. Segja má að
tónninn hafi verið gefinn þegar
borgarstjóri hóf störf með því að
fara í sumarleyfi og í kjölfarið lá
að miklu leyti niðri starf borgar-
fulltrúa um fjármál borgarinnar
og fleira.
Hins vegar hefur stjórn borg-
arinnar einkennst af ýmsum
furðulegum uppákomum sem
flestar tengjast borgarstjór-
anum. Hann íhugaði að hætta við
flugeldasýningu á menningar-
nótt en fékk svo einkafyrirtæki
til að styrkja sýninguna. Hann
þáði bíl að láni frá einkafyrirtæki
og telur það samræmast fyllilega
siðareglum borgarinnar. Einnig
má nefna að hann kvartaði á dög-
unum undan minnihlutaflokki
fyrir að taka sér ekki nægilega
vel en sagði svo skömmu síðar að
sú kvörtun stafaði aðallega af
pirringi vegna fráhvarfs-
einkenna af nikótíntyggjói.
Meirihlutinn í borgarstjórn
telur ef til vill að furðulegar
uppákomur séu sniðugar, en
hætt er við að þær verði þreyt-
andi til lengdar og geri þar að
auki lítið til að hjálpa trúverðug-
leika borgarinnar og fyrirtækja
hennar. Það getur orðið dýr-
keypt fyrir Reykvíkinga ef við-
skiptavinir og lánardrottnar
borgarinnar telja að henni sé
stjórnað af uppákomum en ekki
ábyrgð.
Uppákomur og doði
hafa einkennt stjórn
borgarinnar í sumar }
Hveitibrauðsdagar
að baki í borginni
Fámennið hérgerir frægðina
eftirsóknarverða og
snertur af heims-
frægð er næstum
ómótstæðilegur.
Einstaka Íslendingur hefur verið
allþekktur um skeið, ekki síst á
sínu sviði. Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuður, söngvararnir
Stefán Íslandi, Kristinn Sig-
mundsson og Kristján Jóhanns-
son, dansarinn Helgi Tómasson,
vísindamaðurinn Kári Stefáns-
son, rithöfundarnir Halldór Lax-
ness, Gunnar Gunnarsson og nú
síðast Arnaldur Indriðason.
Myndlistarmennirnir Ólafur Elí-
asson og Erró, aflraunamað-
urinn Jón Páll Sigmarsson og
löngu áður Snorri Sturluson svo
nokkrir séu nefndir. Þótt útrás-
arvíkingar séu nú horfnir af öll-
um þekktum vinsældalistum kitl-
aði það einnig frægðartaug
landans þegar „við“
höfðum eignast
þekkt fyrirtæki í ná-
lægum löndum.
Stimpill Nóbels gef-
ur Halldóri Laxness
nokkurt forskot í þessum fríða
hópi. Enda var um hann sagt að
hann hefði verið lifandi
stórveldisdraumur fámennrar
þjóðar. En sennilega væri ofsagt
að hann hafi verið heimsfrægur
maður. Eini Íslendingurinn sem
náð hefur því er Björk. Hún var
á dögunum að taka á móti enn
einni verðskuldaðri viðurkenn-
ingu fyrir list sína og tilþrif í Sví-
þjóð. Ástæða er til að samgleðj-
ast henni. Björk segir stundum
skoðun sína á lands- og heims-
málum. Um þau veit hún sjálf-
sagt ekki miklu meira en við hin,
þrátt fyrir heimsfrægð. En í
Magmamálinu hefur hún verið á
réttu róli.
Enn fær Björk
verðskuldaða
viðurkenningu }
Björk S
léttan er gul og teygir sig út að sjón-
deildarhringnum. Endalaus flat-
neskja og fátt sem minnir á Ísland
ef ekki væri fyrir blá skilti sem
hvert á fætur öðru vísa inn heim-
reiðina að kunnuglegum bæjarnöfnum: Að-
alból, Grund, Húsavík, Drangey. Ummerkin
eftir íslenskt landnám er alls staðar að finna við
þennan enda Winnipeg-vatns og það gerir
mann einhvern veginn kjánalega uppveðraðan.
Í ágústbyrjun fór ég um Íslendingaslóðir í
Manitoba í Kanada, 135 árum eftir að fyrstu Ís-
lendingunum skolaði á land á Víðinesi sunnan
við Gimli. Ég neitaði að trúa því fyrr en ég tæki
á því að íslenskan gengi ennþá mann fram af
manni þarna, eftir allar þessar kynslóðir. Það
reyndist líka rétt, að mestu, því það virðist vera
fyrst og fremst gamla fólkið, það sem ólst upp
við íslensku sem fyrsta mál á æskuheimilinu, sem talar
hana. En það er nú svo að þótt við Íslendingar hér heima
einblínum gjarnan á tungumálið sem grundvöll þjóðernis
okkar þá er fleira sem sameinar mannfólkið og ég fann
fljótt fyrir því að þarna voru margir sem úthlutuðu Ís-
landi stóran sess í hjarta sínu þótt þeir kynnu aðeins að
tjá það á ensku.
Einn daginn fórum við amma, minn ágæti ferðafélagi, í
siglingu á Rauðánni. Íslendingar höfðu talsvert af ánni að
segja í kringum landnámið, ekki síst íslenskir „sjantabú-
ar“ í sollinum í Winnipeg. Þegar við komum aftur í land
kom ung kona með son sinn hlaupandi á eftir okkur og
spurði hvort við værum frá Íslandi. Sjálf var hún það
ekki, en maðurinn hennar var hinsvegar
þriðju kynslóðar Íslendingur og sonur hennar
þar með af íslenskum ættum. Hún vildi því
endilega heilsa og óska okkur velfarnaðar. Á
rölti um Gimli næsta dag mættum við amma
konu sem ýtti á undan sér tveimur barnakerr-
um með skellihlæjandi, ljóshærðum syst-
kinum.
Við stöldruðum aðeins við og hlógum að
þeim og með þeim. „Ég er amma,“ sagði kon-
an þá allt í einu til útskýringar. „Ég er amma.
Hann er þrjú ár. Hún er eitt ár.“ Svo brosti
hún afsakandi og útskýrði á ensku að þau
hjónin væru bæði af fjórðu kynslóð íslenskra
innflytjenda og ljóshærðu barnabörnin því
fimmtu kynslóðar Íslendingar. Það sem kom
mér því ánægjulega á óvart á þessum slóðum
er að þótt íslensk tunga haldi líklega ekki
sessi sínum þar mikið lengur mætir manni ótrúleg velvild
og hlýja, áhugi og kærleikur meðal þessa fólks sem lítur
ennþá á Ísland sem hluta af sínu „heima“ jafnvel þótt það
hafi aldrei komið hingað.
Ég minnist þess ekki að í minni skólaskyldutíð hafi ein
einasta kennslustund verið tileinkuð vesturferðum Ís-
lendinga. Samt er þetta saga sem tekur á svo mörgum
hliðum samfélagsins og setur okkur í samhengi við um-
heiminn. Það er hollt fyrir svona litla og einangraða þjóð
sem sjálf hefur stundum sýnt landnemum takmarkaðan
skilning. Saga þessa fólks á kannski ekki síst erindi nú
þegar landflótti er aftur orðinn raunveruleiki á þessu síð-
ari tíma „nýja Íslandi“. una@mbl.is
Una
Sighvatsdóttir
Pistill
Heima og heiman
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
HB Grandi með 9,83%
af heildaraflamarki
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
H
B Grandi er með mest
aflamark á fiskveiði-
árinu sem byrjar í
dag, en samtals er
fyrirtækið með
26.578 þorskígildistonn eða 9,83% af
úthlutuðu aflamarki. Brim og Sam-
herji eru með 6,87% og 6,07% af
aflamarkinu, samkvæmt upplýs-
ingum frá Fiskistofu. Alls hafa 644
skip fengið úthlutað aflamarki fyrir
fiskveiðiárið og þau sem minnsta
hlutdeild hafa eru aðeins með nokk-
ur kíló. Skipin voru 678 í upphafi síð-
asta fiskveiðiárs.
Mestur kvóti er vistaður í höf-
uðborginni, en Reykjavík er með
38.700 þorskígildistonn eða 14,3%
aflamarksins. Vestmannaeyjar eru
með 10,6% aflamarksins og Grinda-
vík er heimahöfn 9,6% aflamarksins.
Fiskveiðiárið sem nú er að hefj-
ast er heimilt að veiða 160 þúsund
tonn af þorski og er það í samræmi
við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Heimildir í þorski aukast um tíu
þúsund tonn, en samdráttur verður í
tegundum eins og ýsu og karfa.
Makrílkvóta hefur ekki verið
úthlutað fyrir næsta ár, en á þessu
ári mega íslensk fiskiskip veiða 130
þúsund tonn.
Þorskurinn að braggast
Fram kemur í formála Jóhanns
Sigurjónssonar, forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar, með ráðgjöf næsta
árs að stofnstærð þorsks er talin
hafa verið um 850 þúsund tonn í
byrjun þessa árs sem er nokkuð
meira en áður var áætlað. Hluta
þessa mismunar má rekja til göngu
frá Grænlandi sem væntingar hafa
verið um. Þetta eru jákvæð teikn og
vonandi fyrirboði þess að Græn-
landsgöngur verði mikilvægari í ný-
liðun þorsks við Ísland líkt og var á
hlýskeiði á fyrri hluta síðustu aldar
þegar hagstæð skilyrði voru fyrir
uppvaxandi þorsk við strendur
Grænlands, segir í formála Jóhanns.
Jafnframt gefa árgangar frá
árunum 2008 og 2009, sem metnir
eru vera rétt um meðalstórir og
koma í veiðistofninn á árunum 2012
og 2013, fyrirheit um að stofninn
muni braggast enn frekar ef nýting
stofnsins verður með sama hætti og
nú er.
Þegar Jón Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra kynnti ákvörðun
um heildaraflamark á fiskveiðiárinu,
sem byrjar í dag, minnti hann á að
ákvörðun heildaraflamarks yrði að
skoða í ljósi þess að í gangi væri
vinna við endurskoðun á fisk-
veiðistjórnuninni. Búist er við að
starfshópurinn skili skýrslu til ráð-
herra í vikulokin.
Komið geti til lagabreytinga í
vetur sem kveði á um breytta fram-
kvæmd úthlutunar, verði um að ræða
aukningu á magni í einstökum teg-
undum á fiskveiðiárinu.
Hátt í þrír milljarðar
til greiðslu veiðigjalds
Í tilkynningu ráðherra í sumar
var rifjað upp að útgerð fiskiskipa
greiðir svokallað veiðigjald í rík-
issjóð. Gjaldið er lagt á úthlutaðar
aflaheimildir eða landaðan afla ein-
stakra tegunda. Gjaldið tekur mið af
afkomu greinarinnar hverju sinni.
Áætlanir gera ráð fyrir að veiðigjald
skili 2.700-2.900 m.kr. í ríkissjóð á
fiskveiðiárinu 2010/11 og hafi þá
hækkað um helming, en á yfirstand-
andi fiskveiðiári er áætlað að gjaldið
skili um 1.400 m.kr. í ríkissjóð, segir í
frétt ráðuneytisins.
Heildarafli íslenska flotans
fyrstu ellefu mánuði fiskveiðiársins
var 948.918 tonn. Það var nokkru
minni afli en á sama tíma í fyrra er
hann var orðinn 1.133.931 tonn.
Aflamark (tonn) eftir fyrirtækjum
Eigandi Þorskígildi Hlutfall
HB Grandi hf 26.577.800 9,83%
Brim hf 18.588.109 6,87%
Samherji hf 16.418.206 6,07%
Þorbjörn hf 15.013.651 5,55%
FISK-Seafood hf 12.877.431 4,76%
Vísir hf 11.570.805 4,28%
Rammi hf 11.510.433 4,26%
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 8.969.026 3,32%
Vinnslustöðin hf 8.760.937 3,24%
Nesfiskur ehf 7.156.756 2,65%
Skinney-Þinganes hf 6.194.487 2,29%
Ögurvík hf 5.057.430 1,87%
Bergur-Huginn ehf 4.629.570 1,71%
Síldarvinnslan hf 4.531.313 1,68%
ÍsfélagVestmannaeyja hf 4.460.252 1,65%
JakobValgeir ehf 3.967.619 1,47%
Eskja hf 3.564.586 1,32%
Stálskip ehf 3.245.966 1,20%
KG fiskverkun ehf 3.114.554 1,15%
Stakkavík ehf 3.073.443 1,14%
Aflamark skipa
-tíu hæstu (í tonnum)
1 Guðmundur í NesiRE 6.393
2 BrimnesRE 5.596
3 Júlíus Geirmundsson ÍS 5.265
4ArnarHU 5.155
5 Björgúlfur EA 4.974
6 Björgvin EA 4.503
7 Höfrungur III AK 4.174
8 ÞerneyRE 3.881
9 Ottó N. ÞorlákssonRE 3.835
10 ÁsbjörnRE 3.742
Þorskígildi