Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 19
Lönd eins og Eistland, Írland,
Lettland, Malta, Holland og Svíþjóð
eru sjálfum sér næg. Ástandið er al-
varlegt í Austurríki, Belgíu, Búlg-
aríu, Kýpur, Tékklandi, Frakklandi,
Þýskalandi, Grikklandi, Ungverja-
landi, Ítalíu, Litháen, Póllandi,
Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóv-
eníu og Spáni. Hjá flestum þessum
löndum minnkar framleiðslugetan
stöðugt. Í heild eru ESB-löndin 27 í
slæmum málum, þau hætta að geta
séð fyrir fiskneyslu sinni á miðju ári
og eru alfarið háð fiskimiðum ann-
arra landa það sem eftir er árs (sjá
töfluna Lokadagur fiskframleiðslu
innan aðildarríkja ESB).
ESB, sem stundar ofveiðar á fisk-
stofnum með hættu á útrýmingu
þriðjungs fiskstofna sinna, ætti að
fara sér hægar í sakirnar og læra af
fiskveiðum Íslendinga í stað botn-
lauss yfirgangs með viðskiptahót-
unum, ef Íslendingar fallast ekki
umsvifalaust á kröfur sambandsins
varðandi makrílveiðar.
LÍÚ hefur á greinargóðan hátt
lýst alþjóðlegum fiskveiðisamn-
ingum, sem ESB fer á svig við. Það
er með eindæmum að sjá fiskkomm-
issar ESB, Maríu Damanaki, hóta
Íslendingum og Færeyingum öllu
illu, ef ekki verði tafarlaust fallist á
kröfur ESB og Norðmanna varðandi
makrílveiðar. Engu er líkari en hún
hafi aldrei heyrt talað um frjálsa
verslun, samninga EFTA, GATT,
EES eða Hafréttarsáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, sem bæði ESB og
Íslendingar eru aðilar að. ESB setur
sér veiðiheimildir á makríl langt um-
fram ráðleggingar Alþjóðahafrann-
sóknarstofnunarinnar.
Heldur María Damanaki kannski,
að titillinn „kommissjóner“ gefi
henni réttinn til að leiða útþenslu
ESB og ofveiðar á fiskstofnum, sem
brjóta í bága við alþjóðasamninga?
Höfundur er fv. ritari Evrópusam-
taka smáfyrirtækjarekenda.
19MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Í störfum mín-
um fyrir
stéttarfélag sjó-
manna hef ég
margoft fengið
upphringingar
vegna lasburða
og sjúkra aldr-
aðra sjómanna
sem hafa fengið
neitun vist-
unarmats-
nefndar um dvöl á vist- eða hjúkr-
unarheimili. Ástæðan: Fengu
aðstoð ættingja eða stóðu einir án
utanaðkomandi aðstoðar, voru
vanir að standa sína plikt en gátu
nú ekki meir. Margar fjölskyldur
eru í þeirri stöðu að sinna öldr-
uðum ættingja sem fær ekki vist-
unarmat vegna þess að ekki hefur
verið leitað til heimaþjónustu eða
heimahjúkrunar. Ef öldruðum er
sinnt af ættingjum er sá aðili ekki
gjaldgengur á vist- eða
hjúkrunarheimili. Fjölmörg önnur
dæmi eru til. Aldraður tengdafað-
ir minn lá í 8 vikur á Borgarspít-
alanum, var með öndunarerf-
iðleika, óstyrkur til göngu og réð
ekki við það sem frá honum fór. Í
sjöundu viku var ákveðið að hann
skyldi sendur heim en ættingjar
mótmæltu harðlega og hik kom á
lækna um heimsendingu. Á þess-
um tímapunkti barst bréf frá vist-
unarmatsnefnd höfuðborgar-
svæðisins um höfnun á dvöl á
hjúkrunarheimili. Hann væri hæf-
ur til að sjá um sig sjálfur með
aðstoð heimaþjónustu.
Í lok 8 vikna dvalar á Borg-
arspítalanum var hann sendur á
Landakot þar sem hann lést tveim
dögum síðar.
Vinnubrögð vistunarmats-
nefndar eru forkastanleg og ól-
íðandi. Starfar þessi nefnd til
heilla heilbrigðis- og félagsmála-
ráðherra svo þeir geti skreytt sig
og baðað í nafnlausum biðlistum á
vist- og hjúkrunarheimilum? Eru
þessi vinnubrögð þakklæti ráð-
herra og afdankaðra embættis-
manna til aldraðra Íslendinga sem
hafa í brauðstriti æviáranna skil-
að þjóðinni góðu búi? Ég veit að
það eiga margir í erfiðleikum
vegna vanmats vistunarmats-
nefndar og skora ég á alla þá að
láta nú í sér heyra. Ástandið er
óviðunandi og því verður að
breyta.
BIRGIR H. BJÖRGVINSSON,
Sjómannafélagi Íslands.
Vanmat vistunar-
matsnefndar höfuð-
borgarsvæðisins
Frá Birgi H. Björgvinssyni
Birgir Hólm
Björgvinsson
BRÉF TIL BLAÐSINS
Strætóskýli á Ak-
ureyri verða iðulega
að glerbrotahrúgu
eftir athafnir unga
fólksins að næturlagi.
Íþróttasinnuð ung-
menni eru trúi ég
ekki í þessum fram-
kvæmdum, það er
frekar fólk sem finn-
ur ekki réttar leiðir í
tilverunni. Fé-
lagsmiðstöð er lokað
kl. 22 og þá er farið heim, en þar
taka hugsanlega við athugasemdir
foreldra þessa saklausa unga
fólks: Foreldrar sem þá jafnvel
taka til við orrustu hvort upp í
annað, stundum með hjálp áfeng-
is, við að kenna hvort öðru um
slæmt uppeldi unglingsins á heim-
ilinu og finnst það vera hlutverk
skólakerfis/tómstundastöðva að
sjá um uppeldið. Hinn ungi með-
limur fjölskyldunnar fer auðvitað í
vörn og yfirgefur veisluna í tor-
tryggni og fer út aftur til félaga
sinna sem í hefnigirni brjóta rúðu.
Unga fólkið fer síðan ekki heim
fyrr en ölsyfja hefur tekið foreldr-
ana inn í draumalandið. Í Noregi
eru strætóskýlin látin í friði því
að eftir heimildum mínum þá hef-
ur ungt listafólk fengið að skreyta
skýlin og þar með líður öllum vel
og skýlin fá frið og njóta virð-
ingar/aðdáunar. Ég hef ekki séð
þessi myndskreyttu skýli úti í
Norgi, en ég hef fulla trú á unga
fólkinu.
Eitt sinn var ég búsettur í
minni bæ en Akureyri og þar voru
ungmenni fastagestir hjá mér og
leið vel þar og fóru ósjálfrátt að
myndskreyta mína veggi. Mér var
einnig vel við gestina og verk
þeirra. Listmenning verður ótrú-
lega oft útundan í fjölmiðlum, ef
einhverjir hafa ekki tekið eftir
því! Íþróttapakki er fastur liður
kvöldfréttatíma stóru stöðvanna,
auk sportstöðvar á
stöð 2. Sjónvarp er
sterkur miðill, – það
má ekki gleymast
hvað það er áríðandi
að fjöllistarás sé til
staðar, sem t.d. vísar
ungu, ráðvilltu fólki
inn á svið sköpunar í
listum; handverk,
myndlist, matargerð-
arlist, hljóðfæraleik,
listdans, leikhús.
Þetta gleymist allt í
sportdýrkun fjölmiðla,
að t.d. tónskólar séu uppeld-
isstofnanir, hvað þá myndlist,
leiklist. Það þarf tíðari umfjöllun
um listir og menningu, hvort sem
það er fyrir 5-15, eða 75 ára ung-
menni.
Ég er fæddur og uppalinn í
sveit og hef því meðfædda hæfni
til að vera „rolla“ – ég meina for-
ystukind. forystukind@simnet.is.
Förum með leikskólabörnin og
unga fólkið á tómstundastöðv-
unum í heimsóknir til dagvistunar
aldraðra og finnum sameiginlega
lausn á málum okkar með áfeng-
isfríum málefnafundum án kyn-
slóðabils. Stafræna flokkunin okk-
ar dró okkur í dilka eins og rollur
í réttum. En nú er einmitt bráð-
um að koma sá tími þar sem allar
kynsóðir sameinast sameinast
hvort sem er með rollum í réttum.
Ungmennabrot
uppalenda
Eftir Atla Viðar
Engilbertsson
Atli Viðar
Engilbertsson
» Í Noregi eru
strætóskýlin látin
í friði því að eftir heim-
ildum mínum þá hefur
ungt listafólk fengið að
skreyta skýlin og þar
með líður öllum vel og
skýlin fá frið og njóta
virðingar/aðdáunar.
Höfundur er fjöllistamaður.
ir, Stefanía Arnardóttir hjúkr-
unarfræðingur hjá Þróunarstofu
heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
og Valgerður Snæland Jónsdóttir
náms- og starfsráðgjafi, með BA í
sérkennslufræðum og M.Phil. í
skólanámskrárgerð og mennt-
unarstjórnun, auk dr. Gauta Krist-
mannssonar fyrrverandi forstöðu-
manns Þýðingarseturs Háskóla
Íslands. Leiðbeinendur á námskeið-
unum eru löggiltir Gottman-
leiðbeinendur. Þeir sérfræðingar
sem hafa kynnt sér námsefni
„Barnið komið heim“ hérlendis
telja vísindalegan bakgrunn þess
ótvíræðan. Jafnréttisráð er þeirrar
skoðunar að með námskeiðinu sé
unnið að auknu jafnrétti, jafnari
ábyrgð foreldra í millum og aukinni
gagnkvæmri virðingu beggja kynja.
Slíkt stuðli jafnframt að farsæld
barnsins og fjölskyldunnar í heild.
Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í
félagsráðgjöf, hefur bent á mik-
ilvægi þess að unnið sé útfrá vitn-
eskjunni um viðkvæmni parsam-
bandsins og mikilvægi fræðslu og
tilfinningalegs stuðnings við fæð-
ingu fyrsta barns. Úttekt velferð-
arsviðs Reykjavíkurborgar bendir
til þess að þátttakendur á nám-
skeiðinu séu almennt ánægðir með
námskeiðið en þeir gáfu því með-
aleinkunnina 4,4 af 5 mögulegum.
Sama niðurstaða kemur fram í loka-
verkefni félagsráðgjafanemanna
Dagbjartar Rúnar Guðmunds-
dóttur og Daggar Guðnadóttur í
BA-námi í félagsráðgjöf nú í vor.
Í þeim darraðardansi sem fylgir
efnahagshruninu á Íslandi er mik-
ilvægt að huga að parsambandinu
og fjölskyldunni. Nú eiga betur við
en oft áður orð dr. Johns Gottman:
„Stærsta gjöfin sem þið getið gefið
barninu ykkar er sterkt samband
milli ykkra sjálfra“.
» Þegar tveir verða
þrír reynir með öðr-
um hætti á samskiptin
Hera Ósk er félagsráðgjafi og verk-
efnastjóri forvarna og þróunar hjá
Reykjanesbæ og Ólafur Grétar er
fjölskylduráðgjafi hjá ÓB-ráðgjöf.
Vegna mistaka við
vinnslu blaðsins í gær
er eftirfarandi grein birt aftur. Að-
standendur eru beðnir velvirðingar
á mistökunum.
Móðir okkar er nú laus úr viðj-
um veikinda. Við kveðjum hana
með söknuði og minningar um það
sem einu sinn var leita á hugann.
Æskuheimili okkar var á Strönd
við Miðstræti. Pabbi var á sjó
fyrstu árin og kom það því mest í
hlut mömmu að ala okkur upp og
sjá um heimilið og fórst henni það
vel úr hendi. Hún prjónaði margar
peysurnar og saumaði flest okkar
föt fram á unglingsár. Hún var ein-
staklega góður kokkur og bakari,
enda urðu eldamennska og bakstur
hennar starfsvettvangur alla tíð.
Mamma var glaðlynd og mjög fé-
lagslynd. Hún hafði yndi af söng og
ekkert fannst henni skemmtilegra
en að syngja í góðra vina hópi. Hún
var dugleg kona, hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og hvatti hún okkur til að gera
slíkt hið sama. Líf hennar var þó
ekki alltaf dans á rósum en hún
gafst aldrei upp og hélt ótrauð
áfram.
Sveitin, Álftaverið, skipti hana
ávallt miklu máli. Þó hún byggi alla
sína tíð í Eyjum þá var hún dugleg
að rækta samband við systkini sín
og sterkar rætur voru alltaf á
bernskuslóðir. Hún fór þangað ár-
Pálína Jónsdóttir
✝ Pálína Jónsdóttirfæddist í Norð-
urhjáleigu, Álftaveri,
Vestur-Skaftafells-
sýslu, 23. janúar 1923.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hraun-
búðum 7. ágúst 2010.
Pálína var jarð-
sungin frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 31.
ágúst 2010.
lega ef hún mögulega
komst og dvaldi þar
um lengri eða
skemmri tíma.
Mamma var góð
amma og skiptu
barnabörnin hana
miklu máli. Þau eldri
eiga um hana góðar
minningar en þau
yngri verða að láta
sér nægja sögur og
myndir. Hún vildi
hafa okkur sem mest
hjá sér og kvaddi svo
þetta líf umkringd
öllum þeim afkomendum sem sáu
sér fært að koma.
Móðir okkar dvaldi á Hraunbúð-
um í Vestmannaeyjum síðustu níu
árin. Heilsu hennar hrakaði stöð-
ugt og það var vissulega sársauka-
fullt að fylgjast með henni hverfa
smám saman. Það var mikil hugg-
un að starfsfólk Hraunbúða sýndi
henni mikla umhyggju og góðvild.
Fyrir það verður seint fullþakkað.
Við trúum því að nú líði henni vel
og hún hafi átt góða heimkomu.
Elsku mamma, við kveðjum þig
með þessum ljóðlínum:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þínar dætur,
Þórunn og Sigríður.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bridsdeild Félags eldri borgara
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 30.
ágúst. Spilað var á 10 borðum. Með-
alskor: 216 stig. Árangur N-S:
Rafn Kristjánss. – Júlíus Guðmundss. 275
Óskar Karlsson – Björn E. Pétursson 262
Auðunn Guðmundss. – Björn Árnason 246
Árangur A-V:
Ólafur B. Theodórs – Haukur Leósson 258
Kári Jónsson – Haukur Guðbjartss. 246
Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 244
Komnir í startholurnar
í Gullsmáranum
Spilamennska í Gullsmára þetta
haustið hefst fimmtudaginn 2. sept-
ember. Spilamennska hefst stund-
víslega kl. 13. Allt spilaáhugafólk
velkomið. Stjórnandi er Ólafur Lár-
usson.
✝
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur kærleik
og hlýju vegna andláts föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
JÓNS EINARSSONAR
frá Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi
Akraness og dvalarheimilinu Höfða fyrir alla um-
hyggju og góðvild honum og okkur öllum til handa.
Svana Jónsdóttir, Örn Ó. Helgason,
Halldór Fr. Jónsson, Kristín G. Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Páll Jónatan Pálsson,
Þórelfur Jónsdóttir,
Gunnar Þór Jónsson, Ingunn Sveinsdóttir,
Lovísa Jónsdóttir, Gísli Þorsteinsson,
Ólöf Jónsdóttir, Gylfi Lárusson,
Einar Jónsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Svanborg R. Jónsdóttir, Valdimar Jóhannsson,
Svanfríður Jónsdóttir, Kristófer Oliversson
og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar