Morgunblaðið - 01.09.2010, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Söngvari rokksveitarinnar Guns
N’ Roses, Axl Rose, segir hljóm-
sveitina hafa átt að spila lengur en
hún gerði á Reding- og Leeds-
hátíðunum sl. helgi. Hljómsveitin
hafi gert samkomulag um það við
skipuleggjendur hátíðanna.
Rose tístir um þetta á Twitter
og segir einhvern misskilning hafa
valdið því að hljómsveitin fékk
ekki að leika eins lengi og hún
vildi, eða þá að skipuleggjendur
hafi skipt um skoðun. Hljómsveitin
lék á Leeds-hátíðinni 29. ágúst sl.
og furðar Rose sig á ummælum
skipuleggjanda hátíðarinnar,
Melvin Benn, þess efnis að hljóm-
sveitir haldi því oft fram að þeim
hafi verið lofað að spila lengur,
þegar komið sé að því að þær fari
af sviði.
Guns N’ Roses hóf leik klukku-
stund síðar en dagskrá gerði ráð
fyrir á Reading-hátíðinni föstudag-
inn sl. og fékk að leika hálftíma
lengur en til stóð skv. dagskrá.
Rafmagnið var tekið af sveitinni
um miðnætti en hún hélt þó kyrru
fyrir á sviðinu. Á Leeds-hátíðinni
hóf hún leik hálftíma of seint.
Reuters
Rose Á tónleikum með Guns N’ Roses.
Rose ósáttur við
skipuleggjendur hátíða
Leik- og söngkonan
Lindsay Lohan er á for-
síðu nýjasta tölublaðs
Vanity Fair og aðal-
viðmælandi blaðsins. Í
viðtalinu segist hún
enn vera „fjári góð
leikkona“ en eins og
þeir vita sem fylgst
hafa með fréttum af
Lohan hefur hún
komist oftar en
einu sinni í kast
við lögin og verið
dæmd til fangels-
isvistar. Hún lauk nýverið
afplánun og fór að henni lokinni í
meðferð við áfengisfíkn.
Lohan segir í viðtalinu að vand-
ræði hennar megi rekja til þess að
umgangast ekki rétta fólkið. Blaðið
kemur út 7. september en brot úr
viðtalinu hafa verið birt á netinu.
Lohan segir sögurnar af fíkn henn-
ar í fjölmiðlum afar ýktar. Hún hafi
haft það bærilegt. „Ég hef aldrei
misnotað lyfseðilsskyld lyf. Aldrei á
ævi minni. Ég hef
enga löngun til
þess. Þannig er ég
ekki gerð. Ég hef
gengist við því sem
ég hef gert, að fikta
við ákveðna hluti og
prófa hluti af því ég
var ung og forvitin
og hélt að það væri í
lagi af því að aðrir
voru að gera það og
buðu mér að gera það
sama. Og ég sé hvaða
afleiðingar það hafði á
líf mitt,“ segir Lohan. Og
hún vandar föður sínum,
Michael Lohan, ekki kveðjurnar.
Hann hafi borið vitni, grátandi, í
máli hennar og hlaupið að því loknu
í viðtal. Þá lýsir Lohan því hvernig
lífið hafi verið fyrir hana í Los Ang-
eles þegar hún var kvikmyndaleik-
ari, 18 ára gömul, með fúlgur fjár en
án allrar leiðsagnar frá þeim eldri
og reyndari. Afleiðingarnar af því
hafi ekki verið góðar.
Lohan opinská
í Vanity Fair
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
Ástin
blómstrar
á vínekrum
Ítalíu í
þessari
hjartnæmu
mynd
Ástin á ávallt skilið annað tækifæri
HHH / HHHH
R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES
HHH / HHHH
ENTERTAINMENT WEEKLY
7HHHH
„Hinn fullkomni sumarsmellur“
- W.A. San Francisco Chronicle
FRÁBÆR MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
NICOLASCAGE - JAYBARUCHEL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
7
BESTA SKEMMTUNIN
STEP UP 3 3D kl.5:403D -83D -10:203D 7 LETTERS TO JULIET kl.8 -10:20 L
HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl.63D L THE SORCERERS APPRENTICE kl.8 -10:20 7
HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl.6 L SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.6 L
INCEPTION kl.7 -8-10 L
INCEPTION kl.7 -10 VIP-LÚXUS
/ ÁLFABAKKA / K
STEP UP 3 3D kl.5:403D -83D -10:203D 7
LETTERS TO JULIET kl.8 L
HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl.63D L
THE LAST AIRBENDER kl.10:50 10
BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT...
Ef þú fílar So You Think You
Can Dance þá áttu eftir að
ELSKA STEP UP
Twitch ásamt öðrum dönsurum úr So You
Think You Can Dance sýna hæfileikana
sýna í nýjustu og bestu Step Up myndinni
til þessa og nú í 3D
Á myndbandavefnum You-
Tube má finna viðtal við Sig-
rúnu Lilju Guðjónsdóttur sem
gerir út íslensku fylgihluta-
línuna Gyðja Collection, með
yfirskriftinni „Emmy Awards
stars 2010 receive Icelandic
design“, eða „Stjörnurnar á
Emmy-verðlaununum 2010 fá
íslenska hönnun“. Á viðtalinu
kemur fram að fjöldi kvik-
myndastjarna sem áberandi
voru á Emmy-verðlaununum
hafi klæðst vörum Gyðju Col-
lection, m.a. leikkonan Janu-
ary Jones úr þáttunum Mad
Men og Toni Collette úr Unit-
ed States of Tara. Í fyrra
gerði ástralska söngkonan
Kylie Minogue samning við
fyrirtækið um að hún myndi
klæðast skóm og beltum lín-
unnar í ár á tónleika-
ferðalagi.
Reuters
Fögur Leikkonan og sjónvarpsgyðjan January Jones úr Mad Men.
Gyðja og
gyðjurnar
Fjöldi tónlistarmanna treður upp víða um rokkbæinn
Reykjanesbæ á menningar- og fjölskylduhátíðinni
Ljósanótt sem fram fer dagana 2.-5. september. Þeir
allra spenntustu þurfa þó ekki að bíða til morguns því
Rockville Festival tekur forskot á sæluna á staðnum
Paddy’s í Reykjanesbæ í kvöld.
Fjörið mun standa fram á sunnudag en þeir sem stíga
á svið eru; Bárujárn, Black Earth, Bróðir Svartúlfs,
Endless Dark, For a Minor Reflection, Hellvar, Kallakór
Kaffibarsins, Keanu, Klass-Art, Klaus, Lifun, Nóra,
Orphic Oxtra, Reykjavík!, Rökkuró, Valdimar og Who
Knew.
Miðaverð er 1.000 kr. fyrir stakt kvöld og 2.500 kr. fyr-
ir öll fimm kvöldin. Miðasala fer fram á Paddy’s, Hafn-
argötu 38 í Reykjanesbæ og Faktory, Smiðjustíg 6 í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Ernir
Tónleikar Bróðir Svartúlfs treður meðal annarra upp á Paddy’s á næstu dögum.
Rockville Festival hefst í kvöld