Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 28

Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 16. september 1936 strandaði rannsókn- arskipið Pour- quoi-Pas? á skerinu Hnokka í Borgarfirði og með því fórst franski heim- skautafarinn og leiðangursstjór- inn Jean Baptiste Charcot ásamt allri áhöfn utan ein- um. Til minningar um þennan at- burð hafa Alliance Française í Reykjavik og Háskóli Íslands und- anfarin ár boðið upp á erindi þann 16. september þar sem sögulegt og vísindalegt gildi þessara leiðangra fyrr og nú er reifað. Í ár flytur dótturdóttir Charcots, Anne-Marie Charcot, erindi um daglegt líf í heimskautaleiðöngrum og fjallar um ferð Pourquoi-Pas? til Suðurskautsins 1908-1910. Í er- indinu, sem flutt verður í Alliance Française á Tryggvagötu 8 kl. 20:00 fimmtudagskvöld, sýnir Anne-Marie Charcot áður óbirtar myndir úr eigu fjölskyldunnar. Leiðangurs Charcot minnst Jean Baptiste Charcot Vestan hafs er enn deilt um það hversu nýrri bók Jonathan Fran- zen, Freedom, var hampað. Franzen hefur ekki blandað sér í deilurnar en í útvarpsviðtali nýverið á NPR sagði hann að sér sýndist sem ekki væri verið að veit- ast að honum persónulega: „Ég hef ekki fylgst náið með um- ræðunum, en það litla sem ég hef heyrt bendir ekki til þess að þetta snúist um mína persónu. Þetta virð- ist gagnrýni á annað, þetta er fem- ínísk gagnrýni og hún snýr að því magni umfjöllunar sem bækur kvenna fá samanborið við magn umfjöllunar sem bækur karla fá. Og ég er er í raun sammála þessu og hef verið í mörg ár.“ Femínísk umræða um Franzen Jonathan Franzen Bjartur hefur gefið út reyf- arann Þríforkinn eftir frönsku skáldkonuna Fred Vargas. Bókin segir frá glæpamáli sem yfirlögregluforinginn Jean- Baptiste Adamsberg glímir við, en níu hafa verið stungin til bana með óvenjulegu vopni, þríforki, á sextíu ára tímabili. Í öll skiptin var einhver grun- aður um verknaðinn, handtek- inn, og dæmdur í ævilangt fangelsi. Morðingjarnir áttu annað en þríforkinn sameiginlegt: Allir þjáðust af minnisleysi þegar glæpurinn var framinn. Sagan endurtekur sig þegar Adamsberg er sakaður um að hafa myrt unga stúlku á skelfilegan hátt. Bókmenntir Bjartur gefur út Þrífork Vargas Kápa Þríforksins. Eins og áður hefur komið fram fékk Einar Már Guðmundsson heiðursverðlaun, sem kennd eru við Bjørnstjerne Bjørnson, fyrir stuttu. Hann veitti verð- laununum viðtöku 30. ágúst sl. við hátíðlega athöfn í Noregi. Í rökstuðningi akademíunnar kom meðal annars fram að Einar væri meðal fremstu rit- höfunda Norðurlanda, alvar- legur og nútímalegur höfundur með skínandi góðan húmor. Talsverð umfjöllun var um verðlaunin í norsk- um fjölmiðlum og ræddi Einar til að mynda við fréttastofuna NTB um þau reikningsskil sem óhjákvæmilega væru framundan á Íslandi. Bókmenntir Einar Már tekur við verðlaunum Einar Már Guðmundsson Síðastliðinn vetur var boðið upp hádegistónleika í Frí- kirkjunni í Reykjavík og þótti takast vel. Hádegistónleik- arnir hefjast að nýju á morgun kl. 12:15 á sama stað og standa í allan vetur. Tónleikaröðin ber sem fyrr heitið Ljáðu okkur eyra, en listrænn stjórnandi og gest- gjafi hennar er píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil. Tónleikarnir hefjast ævinlega kl. 12:15 og standa í hálftíma. Í upphafi þeirra býður gest- gjafinn fólk velkomið og kynnir verkin sem flutt verða. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá hverra tón- leika er ekki auglýst fyrir fram né flytjendur. Tónlist Ljáðu okkur eyra í Fríkirkjunni Gerrit Schuil Árni Matthíasson arnim@mbl.is Íslensk-danski djasskvintettinn The Vallekillers heldur tónleika í Risinu, Tryggvagötu 20, á fimmtudags- kvöld. Kvintettinn rekur uppruna sinn til þess er þeir Snorri Sigurð- arson trompetleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari héldu til Danmerkur að taka þátt í náskeiði fyrir atvinnudjassara. Undanfarin ár hefur verið haldið í Vallekilde á Sjálandi námskeið fyrir atvinnudjassara, framan af aðallega fyrir danska tónlistarmenn en síð- ustu ár hefur tónlistarmönnum frá hinum Norðurlandanna verið boðið að vera með, þar á meðal frá Íslandi. Að þessu sinni fóru þeir utan Snorri og Sigurður, en Snorri segir að það sé Sigurði að þakka að hann hafi far- ið utan: „Siggi bauð mér að vera með og ég kýldi á það.“ Snorri segir að námskeiðið sé ætl- að fyrir starfandi tónlistarmenn, at- vinnumenn í faginu, og fyrir vikið sé öll spilamennska í hæsta gæðaflokki, án þess hann vilji þó hampa sjálfum sér í því sambandi. „Ég lærði heil- mikið á því að fá að spila með þess- um mönnum og að fá að djamma með þeim fram eftir nóttu á hverju kvöldi,“ segir Snorri og bætir við að samburðurinn hafi líka sýnt honum að íslenskir djassspilarar standi nor- rænum starfsbræðrum lítt að baki, „Án þess þó að ég sé endilega að taka sjálfan mig með,“ segir hann og hlær við. Í kvintettinum spilar Snorri á trompet og Sigurður á saxófón, Ey- þór Gunnarsson leikur á píanó, Mor- ten Ankerfeldt á kontrabassa og Janus Templeton á trommur, en þeir Ankerfeldt og Templeton eru í fremstu röð ungra djasstónlist- armanna í Kaupmannahöfn. Flutt verður frumsamið efni eftir þá Sigurð og Snorra í bland við djassstandarda; „það kemur í ljós hvað við spilum þegar þeir lenda“, segir Snorri, en þeir Ankerfeldt og Templeton koma hingað frá upp- tökum í New York. „Námskeiðið var ekki síst gott í því að mynda tengsla- net og þeir höfðu til dæmis samband við okkur til að geta tekið eitt gigg hér á leiðinni heim til Danmerkur og vonandi fær maður líka tækifæri til að spila úti.“ Tónleikarnir á fimmtudagskvöld hefjast kl. 21:00. Íslensk-danskur djasskvin- tett heldur tónleika í Risinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinnumennska Snorri Sigurðarson trompetleikari er í íslensk-danska djasskvintettinum The Vallekillers.  Afrakstur nám- skeiðs fyrir atvinnu- menn í djassspila- mennsku Næstkomandi fimmudag verður opnuð í Grugli- asco skammt utan við Tórínó á Ítalíu sýning á verkum evrópskra myndhöggvara, en sýning- unni er ætlað að sýna fjölbreytni og þróun í höggmyndalist síðustu áratugi. Alls eru á sýn- ingunni um 150 verk ríflega þrjátíu myndlist- armanna, þar á meðal Guðrúnar Nielsen. Sýn- ingin stendur til 6. nóvember. Verk Guðrúnar á sýningunni heitir Labyrinth og er sérstök útgáfa af samnefndu verki hennar sem er nú í Harold Martin grasagarðinum í Leicester á Englandi. „Á Ítalíu sýni ég fjóra veggi verksins af sjö og restin af verkinu eru krítarlínur á gólfi sem endurspegla verkið. Ég smíðaði verkið hér á Íslandi og sendi það síðan út, en þar er trégrind með strekktum striga sem ég mála með ójöfnum lit þannig að þegar gengið er í kringum það sést í gegnum strigann.“ Þegar Guðrún hefur unnið með form hingað til hefur hún jafnan hulið þau, en þetta mun í fyrsta sinn sem hægt er að sjá í gegnum þau, en það vísar í upprunalega verkið í grasagarðinum. „Í grasagarðinum gengur fólk í kringum verkið og inn í það og sér þá gróðurinn og liti blómanna í gegnum það,“ segir Guðrún, en verkið er um það bil 2,70 m á hæð og spannar 4 x 5 m gólf- plan. Sýnendur í Grugliasco eru um þrjátíu talsins eins og nefnt er, allt félagar í skúlptúrfélagi í Þýskalandi að sögn Guðrúnar. „Listamenn sendu inn umsóknir og síðan var valið úr þeim, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni með þessum hópi. Þetta er svolítið öðruvísi skúlptúr en þegar ég hef tekið þátt í samsýningum á Englandi, ekki eins fígúratívur og mér finnst ég tengjast þessum þýsku og ítölsku listamönnum betur.“ Guðrún verður ekki viðstödd opnunina, því hún þarf að vera við aðra opnun, á verkinu Changes sem sett hefur verið upp á Greenham Common í Berksskíri á Englandi. Völundarhús í Grugliasco Þróun Labyrinth eftir Guðrúnu Nielsen en sér- stök útgáfa þess er á sýningu á Ítalíu.  Guðrún Nielsen tekur þátt í samsýningu evr- ópskra listamanna á Ítalíu Að einhverju leyti kynni mín af þessum sálarrannsóknarheimi á Ís- landi 30 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.