Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Umvafin hagræði með raunhæfum lausnum Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Við skilum þér skýrum og mælanlegum ávinningi með lausnum okkar og ráðgjöf. Hagræðing með Rent A Prent prentþjónustu, sýndarvæðingu netþjóna og miðlægri stjórnun útstöðva þýðir aukna hagkvæmni, betri nýtingu, minni orkunotkun og lægri kostnað. Við umvefjum þig hagræði Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. H 2 H Ö N N U N Fyrir hálfu öðru ári sagði Stein-grímur J. Sigfússon að færa mætti rök fyrir því að kynjuð hag- stjórn hefði aldrei verið brýnni. Í framhaldi af þessu réð hann – án auglýsingar að sjálfsögðu – sér- stakan starfsmann í verkefnið.    Afraksturinn læt-ur ekki á sér standa og nú hefur fjármálaráðherra greint frá því að hvert ráðuneyti muni kynna heilt til- raunaverkefni á þessu sviði. Miðað við þann árangur er kostnaðurinn sáralítill, eins og fjármálaráðherra útskýrði í umræðum vegna fjárlaga- frumvarpsins fyrr í vikunni.    Þeir sem horfa í nokkurra tugamilljóna kostnað vegna kynja- ðrar hagstjórnar eru óþarflega smá- smugulegir fyrst um er að ræða verkefni sem aldrei hefur verið brýnna að mati fjármálaráðherra.    Og auðvitað er það alveg rétt aðkynjuð hagstjórn hefur aldrei verið brýnni en nú og þess vegna er líka óþarfa hógværð hjá fjár- málaráðherra að gera minna úr verkefninu en efni standa til.    Kynjuð hagstjórn ríkisstjórn-arinnar einskorðast alls ekki við eitt verkefni í hverju ráðuneyti. Þessi hagstjórn er það sem helst ein- kennir fjárlögin og sést á metn- aðarfullum niðurskurði í heilbrigð- iskerfinu, í öldrunarþjónustu, í þjónustu við fatlaða og í mennta- kerfinu, svo nokkur dæmi séu nefnd.    Kreppan hafði fram að þessukomið verst við dæmigerðar karlagreinar atvinnulífsins og þess vegna var orðið brýnt að fækka störfum þar sem konur eru í meiri- hluta. Steingrímur J. Sigfússon Kynjuð hagstjórn skilar árangri STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra hefur ákveðið að fyr- irkomulag rjúpnaveiða í haust verði óbreytt frá fyrra ári. Veiðitímabilið hefst föstudaginn 29. október og veiðidagar verða átján talsins. Umhverfisráðherra greip til þeirrar nýbreytni í fyrra að setja reglugerð um rjúpnaveiði til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á tímabilinu. Að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar var veitt heldur meira af rjúpu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Til að stuðla að því að veiði fari ekki aftur fram úr veiðiráðgjöf hefur umhverf- isráðherra lagt áherslu á það við skotveiðimenn að þeir stundi hófleg- ar veiðar, en það er ein helsta for- senda þess að rjúpnaveiðar geti haldið áfram með sama hætti á næsta ári, segir í frétt frá ráðuneyt- inu. Auk þess verður sölubann áfram í gildi á rjúpu og rjúpna- afurðum og ákveðið svæði á Suð- vesturlandi verður áfram friðað fyrir veiði. Í fyrra fór veiði 32% umfram ráð- gjöf Náttúrufræðistofnunar, að sögn Ólafs K. Nielsen, vistfræðings hjá stofnuninni. Ólafur segir ástæður þessa aðallega vera tvær. Veiði- mönnum hafi fjölgað verulega, um allt að fimmtung, og þeir gerst gráð- ugri en áður. Þeir fari ekki oftar að veiða en þeir drepi fleiri fugla í hvert sinn. Hver veiðimaður veiddi um 40% fleiri fugla. „Það hefur sýnt sig að 18 dagar eru það rúmur tími að menn geta náð sér í fleiri fugla því afkastageta þeirra er orðin það mik- il,“ segir Ólafur. Hann segir rjúpnaveiðimenn þurfa að sýna meiri hógværð á kom- andi veiðitímabili og það sé undir veiðimönnum sjálfum komið hvort veiðistjórnunin virki. Lítur Ólafur svo á að veiðimenn séu á skilorði í ár. Í ár leggur Náttúrufræðistofnun til að veiddar verði 75.000 rjúpur. Ólafur segir hins vegar að það sé vit- að mál að stofnstærðin sé ofmetin. „Talningar sýna að rjúpu fjölgar á Norður- og Austurlandi þar sem uppsveifla er í stofninum þriðja árið í röð. Hins vegar hefur orðið fækkun á Suður-, Suðvestur- og Vest- urlandi,“ segir Ólafur. Landið skipt- ist því í tvennt eftir ástandi rjúpna- stofnsins en stofnlíkan stofnunarinnar byggist á gögnum frá Norðausturlandi. Því sé mik- ilvægt að halda áfram að þróa stofn- líkan. Rjúpnaveiðar verða með sama hætti og í fyrra  Veiðar mega hefjast 29. október Morgunblaðið/Ómar 18 veiðidagar » Veiðitímabilið hefst föstu- daginn 29. október og stendur til sunnudagsins 5. desember. » Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudög- um, laugardögum og sunnu- dögum og verða veiðidagar því átján talsins. Veður víða um heim 8.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 léttskýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 11 heiðskírt Egilsstaðir 10 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Nuuk 3 alskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 7 súld Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 8 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 15 þoka London 16 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 skýjað Hamborg 15 heiðskírt Berlín 13 heiðskírt Vín 13 léttskýjað Moskva 10 léttskýjað Algarve 22 skýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 23 skýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 13 léttskýjað Montreal 12 skýjað New York 18 heiðskírt Chicago 20 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:01 18:30 ÍSAFJÖRÐUR 8:10 18:31 SIGLUFJÖRÐUR 7:53 18:14 DJÚPIVOGUR 7:31 17:59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.