Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 ✝ Rut Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1940. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans 30. september 2010. Hún var dóttir Þór- unnar Jónsdóttur frá Ásmúla, f. 23.8 1920, d. 2000, og Guð- mundar R. Guð- mundssonar slökkvi- liðsstjóra, f. 13.11. 1919. Guðmundur kvæntist síðan Elínu Guðmundsdóttur, f. 1923. Rut átti 8 hálfsystkini en þau eru: Birna Margrét Guðmunds- dóttir, f. 1943, Stefanía Guðmunds- dóttir, f. 1945, Elín Edda Guð- mundsdóttir, f. 1946, d. 1997, María Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1948, Ív- ar Guðmundsson, f. 1952, Gunn- laugur Guðmundsson, f. 1956, Auð- ur Guðmundsdóttir, f. 1960, og Björn Valdimar Guðmundsson, f. 1966. Þann 5. nóvember 1961 giftist Rut Bjarna H. Ansnes, f. 1940. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ansnes, f. 1910, d. 1971, og Sólveig Bjarna- dóttir, f. 1909, d. 1983. Þau eiga tvær dætur, Þórunni Ansnes, f. 11. feb. 1962, og Írisi B. Ansnes, f. 13. 1981, BA-prófi í sérkennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1990 og meistaraprófi í uppeldis- og mennt- unarfræðum frá sama skóla 2004. 1991-92 sinnti Rut starfi skólastjóra við Flúðaskóla. Rut starfaði í ýms- um nefndum og stjórnum sem tengdust hennar starfi og má nefna að hún var kennsluráðgjafi í stærð- fræði á Suðurlandi frá 1983-89. Hún sat í stjórn Kennarasambands Ís- lands 1980-84 og síðan 1984-87, var formaður skólamálaráðs KÍ 1987-89 og síðan í stjórn Námsgagnastofn- unar 1990-93. Rut var ráðin skóla- stjóri Brautarholtsskóla 1998 og sinnti hún því starfi og tók þátt í sameiningu Brautarholtsskóla og grunnskólans í Árnesi og var skóla- stjóri Þjórsárskóla til 2007. Það sama ár réð hún sig síðan sem kennsluráðgjafa við skólaskrifstofu Selfoss sem hún sinnti til 2010. Sam- hliða skólastarfi var Rut hótelstjóri á Hótel Flúðum sumrin 1982-83. Þá voru þau hjónin með garðyrkju allt til dagsins í dag. Félagsstörf voru Rut einnig hugleikin, hún var í stjórn starfsmannafélags Sam- vinnutrygginga Andvöku og Glímu- félags Ármanns. Hún var í kven- félagi Hrunamannahrepps, Zontaklúbbi Selfoss og The Delta Kappa Gamma Society Int- ernational. Rut verður jarðsungin frá Skál- holti í dag, 9. október 2010, og hefst athöfnin kl. 14. sept. 1972. Eig- inmaður Þórunnar er Sigurður I. Björnsson, f. 1963. Börn þeirra eru Rut Sigurð- ardóttir, f. 1991, d. 1991, Bjarni H. Ans- nes, f. 1992, Gunnar Sigurðsson, f. 1994, og Mímir Sigurðsson, f. 1999. Sambýlismaður Írisar er Viggó Sig- ursteinsson, f. 1970. Rut ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni, en einnig dvöld- ust þær mæðgur mikið í Ásmúla hjá fjölskyldu sinni þar sem þær tóku þátt í bústörfum. Rut stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og æfði jafnframt handbolta með Ár- manni. Hún var í landsliði Íslands í handknattleik 1956-65 og varð Norðurlandameistari 1964. Rut starfaði hjá Líftryggingafélagi And- vöku frá 1957-64 og fluttist síðan með eiginmanni sínum á Hellissand þar sem hún kenndi við Barna- og unglingaskólann til ársins 1972. Það ár fluttu þau hjón á Flúðir í Hruna- mannahrepp þar sem þau hafa búið síðan. Fyrsta árið á Flúðum kenndi Rut við Flúðaskóla. Hún lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands Í dag kveðjum við með söknuði kæra vinkonu, eftir nærfellt 60 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á. Í hugann koma því margar góðar minningar, um ánægjulegar sam- verustundir, sem gott er að eiga á sorgarstund. Við viljum kveðja Rut með þessu ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Við ásamt Bjarna og Halldóri send- um Bjarna, Þórunni, Írisi, fjölskyld- um þeirra og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að veita þeim styrk á erfiðum stundum. Blessuð sé minning þín, elsku Rut. Guðrún og Margrét. Á einu fegursta hausti sem komið hefur á Suðurlandi, þegar litirnir bregða á leik og flytja okkur marg- breytilega litasinfóníu sína, kvaddi Rut Guðmundsdóttir. Hjá henni haustaði of fljótt en minning hennar er falleg eins og tónarnir sem litir haustsins færa okkur. Haustið 1972 kom nýr skólastjóri að Flúðaskóla. Það var Bjarni Ansnes og með honum kom einnig kona hans, hún Rut og dætur þeirra Þórunn og Íris, sem þá var nýfædd. Rut fékk kennarastöðu við skólann og margar breytingar til hins betra urðu smátt og smátt eftir komu þeirra hingað. Rut var einstaklega dugleg að afla sér menntunar. Hún tók stúdents- próf, kennarapróf, sérkennarapróf og master í sérkennslufræðum og stjórnun og voru ófáar ferðirnar sem hún fór á milli Flúða og Reykjavíkur vegna þessa. Einnig sat hún í stjórn Félags grunnskólakennara og í stjórn Námsgagnastofnunar um árabil. Hún var farsæl í öllum þeim störfum sem hún tók að sér fyrst sem almennur kennari, þá sérkennari, síðan skóla- stjóri og að lokum kennslu- og sér- kennsluráðgjafi. Rut vakti alltaf athygli þar sem hún var sökum glæsileika og fallegrar framkomu. Fagmennska og ósér- hlífni einkenndi allt það sem Rut tók sér fyrir hendur, hún var einstaklega afkastamikil og dugleg. Það brást ekki að þau hjón buðu öllu starfsliði skólans til veislu á heimili sínu eftir skólaslit hvert einasta vor og alltaf hafði Rut lagað ein þær veitingar sem voru á borðum. Þessar veislur verða lengi í minnum hafðar. Seinasta veisla sem við vorum í hjá þeim hjón- um var 24. júlí sl. í sjötugsafmæli Bjarna og var hún heima hjá þeim á fögru heimili þeirra á Flúðaseli. Ljúft er að minnast þeirrar stundar. Margs er að minnast frá liðnum áratugum. Fyrir 25 árum ákváðu nokkur vinahjón að fara saman í viku hestaferð um hálendið ásamt börnum sínum. Rut og Bjarni og við hjónin vorum í þessum hópi. Þessi ferð var upphaf ferða sem hafa verið farnar á hverju sumri síðan og sífellt stækkaði hópurinn því börnin uxu úr grasi og komu með sína maka og börn í ferð- irnar. Einnig höfum við farið í margar utanlandsferðir saman, í kóraferð til Norður-Noregs, ferð kennara við Flúðaskóla til Þýskalands og allar borgarferðirnar sem við fórum sam- an til Evrópu með eldri deildinni úr hestaferðahópnum okkar. Við þökkum liðnar samverustundir og minnumst með söknuði frábærrar konu með bjart bros, smitandi já- kvæðni og ljúfa lund. Við sendum Bjarna, Þórunni, Írisi og fjölskyldum innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Rutar Guð- mundsdóttur. Björg og Kjartan. Í dag er borin til grafar vinkona mín, Rut Guðmundsdóttir, og langar mig að minnast góðs félaga og vinar sem hún svo sannarlega var. Við Rut kynntumst þegar hún tók við starfi skólastjóra Brautarholts- skóla og unnum við þar saman til árs- ins 2007. Þar tókst með okkur góð vinátta sem hélst allt til hennar lífs- loka. Rut var einstaklega greiðvikin og gáfuð kona, sem alltaf var hægt að leita til, bæði persónulega og faglega. Allt sem hún tók sér fyrir hendur ein- kenndist af ósérhlífni, alúð, dugnaði og heiðarleika. Ekki er hægt að minnast Rutar án þess að nefna mann hennar Bjarna, sem einnig var samstarfsmaður minn til nokkurra ára, og góður vinur. Þau voru einstaklega samrýmd hjón og veit ég að missir hans er mikill. Ég þakka Rut samleiðina og þá væntumþykju sem hún ávallt sýndi mér. Við Jónas sendum Bjarna, dætrum og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur á raunastund. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Jóhanna Lilja Arnardóttir. Við, fyrrum samstarfsfólk Rutar í Brautarholtsskóla, sendum henni okkar hinstu saknaðarkveðju með nokkrum fátæklegum orðum. Rut var einstök. Þegar hún kom til starfa í Brautarholtsskóla tókst henni strax að halda fallega utan um hópinn sem þar starfaði. Hún var dugmikill og drífandi stjórnandi, full bjartsýni og gleði og starfaði í takt við allt og alla. Við erum glöð að hafa fengið að starfa með henni, góður félagi og fallega fas- mikil kona hefur kvatt okkur og þetta litla ljóð á vel við þegar við minnumst Rutar. Ég endurtek í anda þrjú orð við hvert mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk) Blessuð sé minning hennar. Sendum Bjarna og fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd fyrrverandi starfsfólks Brautarholtsskóla, Jenný. Látin er glæsileg og hæfileikarík kona, Rut Guðmundsdóttir, rétt rúm- lega sjötug að aldri. Hún hefur verið búsett á Flúðum síðan haustið 1972 ásamt eiginmanni sínum, Bjarna H. Ansnes. Bjarni var skólastjóri Flúða- skóla frá 1972-2000 og Rut kennari við skólann lengst af þeim tíma. Síð- asta áratug eða svo var Rut skóla- stjóri við Grunnskóla Skeiða- og Gnú- verjahrepps. Undirritaður starfaði við Flúða- skóla með þessum ágætu hjónum um nær aldarfjórðungs skeið og kynntist þeim mjög vel og mannkostum þeirra. Margs er að minnast úr svo löngu og farsælu samstarfi og verður seint fullþakkað. Rut var ákaflega heilsteypt kona og lagði sig alla fram í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikilhæfur og stjórnsamur kennari og skólastjórnandi og virt af nemendum og samstarfsfólki. Upp í hugann koma myndir úr hinu daglega starfi og ennfremur af sér- stökum tilefnum svo sem skólaslitum að vori. Þá var fastur liður eftir skóla- slit að þau hjónin, Rut og Bjarni, buðu öllu starfsfólki skólans inn á heimili sitt og veittu ríkmannlega. Oft var síðan farið í ferðalag, gjarnan um uppsveitir Árnessýslu og þau hjónin jafnan hrókar alls fagnaðar. Tvö sumur var Rut hótelsjóri við sumarhótelið á Flúðum og stjórnaði Rut Guðmundsdóttir✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURDRÍFA JÓHANNSDÓTTIR, f. 2. september 1911, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 7. október. Kristín Ólafsdóttir, Guðjón Heiðar Jónsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA ÓLAFS rafvirkjameistara. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Eir, fyrir góða umönnun og hlýju í veikindum hans. Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur færum við hjartans þakkir fyrir einstakan stuðning og elsku á erfiðum stundum. Guð blessi ykkur öll Ólöf Alda Ólafsdóttir, Fríða Kristín Gísladóttir, Sigurður Þór Ásgeirsson, Anna Hlíf Gísladóttir, Jorgen Carlsson, Bryndís Marsibil Gísladóttir, Luca Pozzi, Björn Gíslason, Laufey Óskarsdóttir, Kári Gíslason, Olanda Gíslason og barnabörn. ✝ Hjartkær vinur minn og bróðir okkar, HÖRÐUR HARALDSSON fyrrv. kennari á Bifröst, sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 5. október verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 13. október kl. 15.00. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Eiríkur Haraldsson, Pétur Haraldsson. ✝ Okkur innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU RAGNHILDAR HELGADÓTTUR, Birkivöllum 27, Selfossi. Ormur Hreinsson, Guðrún Ormsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Gauti Guðlaugsson, Bjarni Þorsteinsson, Olga Björg Jónsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir, Jón Hafsteinn Ragnarsson, Elísabet Dröfn Erlingsdóttir, Kjartan Orri Ragnarsson, Una Guðrún, Katla Ýr, Gígja Rut, Ragnar Steinn, Þorsteinn Elvar, Guðrún Soffía, Hafsteinn Eyvar, Ragnheiður Olga og Ísabella Eir. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, HINRIKS THORARENSEN fyrrv. framkvæmdastjóra, Álfheimum 20, Reykjavík. Starfsfólki á Skjóli þökkum við hlýhug og góða umönnun. Emilía Thorarensen, Hinrik Thorarensen yngri, Svanlaug Dóra Thorarensen, Haukur Harðarson, Haukur Örn og Sara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.