Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ég hef stundum velt fyr-ir mér hvernig væri aðlenda ofan í haughúsi ogbaða sig í kúamykju eða stórum drullupolli. Ég gerði mér það að leik sem barn þegar ég var að sækja kýrnar út í haga að ganga berfætt í moldarleðjunni eftir rign- ingardaga og það var undarlega notaleg tilfinning að sjá mjúku moldina þrýstast upp á milli tána. Það var svipuð tilfinning sem ég fékk þegar ég lagðist í leðjubað í Heilsustofnuninni í Hveragerði. Það var undarleg tilfinning en mjög notaleg. Ferð mín á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði var hluti af óvissuferð sem ég fór í einn laug- ardag með vinkonuhópnum. Ég hafði aldrei komið á Heilsustofn- unina áður en staðurinn er ynd- islegur og móttökurnar voru mjög hlýlegar. Litlir grænir leirkarlar Á Heilsustofnuninni tók Sig- urður B. Jónsson yfirsjúkranuddari á móti okkur og sagði fyrir verkum. Afklæðst var í búningsklefa og farið þar í baðföt eða nærföt sem voru tekin með, ekki er ráðlegt að fara í uppáhaldsundirfötunum eða baðföt- unum í leirinn. Síðan var gengið inn í leirbaðið. Þar fengum við úthlut- aðar rósóttar sturtuhettur til að hárið færi ekki í leirinn. Þá var farið í sturtu í fötunum og svo lagst í leir- baðið en fjögur leirbaðker eru á staðnum. Það var undarleg tilfinn- ing að stíga ofan í hveraleirinn. Sig- urður setti lítinn frauðkodda undir höfuðið og ýtti mér síðan betur ofan í leirinn, sem er frekar þykkur. Síð- an mokaði hann leirnum yfir mig og klíndi í andlitið svo ég var nánast al- veg hulin leir. Þegar búið var að koma okkur öllum vel fyrir voru ljósin deyfð og við látnar slaka á í korter ofan í leirnum. Mér fannst þetta alveg dásamlegt, leðjan var passlega heit og ég fann hvernig líkaminn mýkt- ist upp. Leðjan er þung og það er ekki auðvelt að hreyfa sig þegar of- an í hana er komið enda er það al- gjör óþarfi. Til að komast upp úr þurfti ég að byrja á að moka leirn- um ofan af mér og svo stóð ég upp og það var svolítið eins og þegar korktappi losnar úr kampavíns- flösku. Upp úr komnar vorum við vinkonurnar eins og litlir grænir leirkarlar, mjög fyndnar, enda hlóg- um við okkur máttlausar að útliti hver annarrar. Sigurður smúlaði það mesta af okkur á gólfinu en síðan var haldið aftur í sturtu þar sem tók nokkurn tíma að skola leirinn af enda smaug hann bak við hverja nögl og ofan í hvern nafla. Liðug, mjúk og afslöppuð Eftir leirbaðið var haldið í slök- unarherbergi þar sem við vorum vafðar inn í teppi, ljósin slökkt og róandi tónlist sett á. Þar var legið í nokkurn tíma og slappað af og sofið. Þá var leirbaðsprógramminu lokið, og haldið enn og aftur í sturtu og farið í hina frábæru sundlaug sem er á Heilsustofnuninni. Þar prófuðum við líka víxlbað en þá er gengið í heitu og köldu vatni til skiptis og á það að auka blóðflæði og þrek, sem það og gerði. Ég held að húðin á mér hafi aldrei verið jafnmjúk og eftir leir- baðið, þvílíkur unaður, og ég gat bara ekki hætt að strjúka mér, eða þannig. Skrokkurinn varð líka allur svo liðugur og mjúkur og ég sjálf af- slöppuð. Það mætti segja að ég hafi endurfæðst í leirbaði á Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði. Endurfædd eftir hveraleirbað Það er undarleg tilfinning að leggjast ofan í fullt kar af hveraleir en það fékk ég að prófa í heimsókn á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Þar hafa leirböð verið stunduð í áratugi og eru þau góð fyrir líkama, húð og sál. Ég gekk endurnærð út af stofnuninni eftir leirbaðið sem var dásemd ein. Slökun Blaðamaður slakaði vel á í leirbaðinu og dottaði aðeins.                                                                                                                                                       Málþing með notendum Faxaflóahafna Þriðjudaginn 12. október, kl. 16:00 í Sjóminjasafninu við Grandagarð 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Fjölmargir hafa brennandi áhuga á fiskum, þessum sem synda um í fal- legum búrum, ýmist heima hjá fólki eða í fyrirtækjum. Sumir eru meira að segja með fiskadellu enda er fiskaheimurinn litríkur og skemmti- legur og sérdeilis stór. Tegundir fiska eru nánast óteljandi og ekki síður er gaman að gleyma sér í öll- um græjunum sem þurfa að fylgja fiskabúrum. Fyrir þá sem eru að byrja í fiska- stússinu er tilvalið að kíkja á svo- kallað fiskaspjallið (fiskaspjall.is) en eins og nafnið gefur til kynna fara þar fram umræður um fiska og vatnadýr. Á fiskaspjallinu eru líka margir þeirra sem eru lengra komnir og þar er hægt að fá allskonar ráð, kaupa og selja bæði fiska, búr og græjur. Á einni spjallrásinni fara fram al- mennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðr- um flokkum en einnig er hægt að velja sértæka flokka umræðu, til dæmis um einstakar tegundir fiska, búr, plöntur og saltvatn. Einnig er hægt að skoða greinar um fiska og umhirðu þeirra, spjall um búrasmíði fyrir þá sem vilja smíða sjálfir og ótal margt fleira. Vefsíðan www.fiskaspjall.is Morgunblaðið/Ómar Fiskar Þeir eru misjafnir og sumir segja að þeir hafi ólíka persónuleika. Flækist um heiminn fiskanna Í tilefni af íslenska safnadeginum á morgun, sunnudag, er boðið upp á ókeypis göngu um miðbæinn þar sem Vala Garðarsdóttir fornleifafræð- ingur mun segja frá nýjustu fornleifa- fundum á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Þar hafa fundist afar merkar minj- ar um umfangsmikla atvinnu- starfsemi allt frá landnámsöld, m.a gangstígur, kolagröf, járnbræðslu- ofnar og húsarústir. Mæting við Landnámssýninguna í Aðalstræti 16, kl 14, og býðst gestum að skoða sýninguna (ókeypis) að leið- sögn lokinni. Endilega... ...njótið safnadagsins Morgunblaðið/Jim Smart Vandasamt Fornleifauppgröftur. Þeir voru heldur betur bleikir og brosandi starfsmenn Garðmanna þar sem þeir voru að vinna í lóð við Garða- stræti í gær. „Okkur finnst sjálfsagt mál að taka þátt í bleika deginum og sýna góðu málefni stuðning. Annars var það hún Magga systir mín sem hvatti okkur til dáða í þessum efnum en tveir synir hennar vinna hjá Garðmönn- um,“ sagði Jón Júlíus meistari og annar eigandi Garð- manna. „Sjálfur leitaði ég í meyjarskemmu dóttur minnar og fann þar forláta bleika dúsksokka og listamannshúfu, og nú er ég bleikur á topp og tá.“ Þeir stilltu sér kampa- kátir upp fyrir ljósmyndarann, f.v Andri Bergmann, Jón Júlíus, Böðvar, Elías, Einar og Guðmundur. Dúsksokkar og listamannshúfa dregin fram til að sýna stuðning Morgunblaðið/Ernir Garpslegir Garðmenn mættu allir í bleiku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.