Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is A flamark var ekki gefið út í úthafsrækju á fisk- veiðiárinu sem hófst 1. september. Útvegs- menn telja um skýlaust lögbrot að ræða og hafa hótað máls- sókn. Ráðherra hefur ekki svarað fyrirspurnum frá útgerðinni. Í bréfi sem Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sendi ráðherra fyrir hönd sam- bandsins 30. september, segir: „Enn og aftur förum við þess á leit að farið verði að lögum og aflamark í úthafs- rækju gefið út án frekari tafa. Þess er farið á leit að erindi okkar verði svarað eigi síðar en hinn 5. október.“ Svar hafði ekki borist LÍÚ í gær, 8. október. Þær upplýsingar fengust hjá Jóhanni Guðmundssyni í sjávar- útvegsráðuneytinu í gær að engin ný ákvörðun lægi fyrir varðandi úthafs- rækjuna. Núverandi ákvörðun gilti meðan annað væri ekki ákveðið. Að- spurður hvernig tryggt yrði að ekki yrði veitt umfram ráðgjöf í frjálsum rækjuveiðum sagði Jóhann að ráðu- neytið myndi fylgjast með veiðum á rækju á þessu fiskveiðiári líkt og öðrum tegundum. Friðrik Arngrímsson segist furða sig á því að ráðherra svari ekki ítrekuðum erindum. Að mati lög- fræðinga sem hafi skoðað málið séu ekki nokkrar forsendur fyrir því að gefa ekki út aflamark í úthafsrækju og um skýlaust lögbrot að ræða. Frá ráðuneytinu hafi ekki fengist nein lagaleg rök fyrir þessari ákvörðun. „Það vekur líka sérstaka athygli að ráðherra sem telur sig þess umkom- inn að standa fyrir ákærum á hend- ur fjórum fyrrverandi ráðherrum, skuli á sama tíma standa að augljósu lagabroti,“ segir Friðrik. Heimildir dagaði ekki uppi Þegar ráðherra kynnti ákvörð- un um heildaraflamark á þessu fisk- veiðiári og frelsi í úthafsrækjuveið- um var vísað til þess að ekki hefði á neinu fiskveiðiári á þessari öld verið aflað upp í útgefið aflamark. Ákvörð- un sína byggði ráðherra m.a. á vinnu starfshóps ráðuneytisins, en í nið- urstöðum vinnuhópsins segir: „Með sóknarstýringu á úthafs- rækjuveiðum mætti vinna gegn því að heimildir til úthafsrækjuveiða dagaði uppi. Um allverulega kerf- isbreytingu yrði að ræða sem krefð- ist breytinga á löggjöf.“ Ráðherra tilkynnti að þessi ákvörðun væri tek- in til eins árs og að ráðgert væri að leggja fram frumvarp á haustþingi um stýringu rækjuveiða á fisk- veiðiárinu, sem hófst 1. sept. Útgerðir rækjuskipa slógu vopnið um nýtingu aflaheimilda úr höndum ráðherra nokkrum vikum síðar. Þá kom í ljós að afli á nýliðnu fiskveiðiári var yfir sjö þúsund tonn, sem var leyfilegur hámarksafli og engar aflaheimildir dagaði uppi. Út- gerðarmenn hafa bent á að árin á undan voru ýmsir erfiðleikar í rækjuútgerðinni. Gengið var erfitt viðureignar, brestur í rækjustofn- inum og olíuverð um tíma mjög hátt. Svo dæmi séu tekin um hagsmuni sem eru í húfi hefur komið fram að Rammi hf. keypti allan sinn rækju- kvóta, mest fyrir um 15 árum. Fyrir kvótann greiddi fyrirtækið um 1,6 milljarða, en framreiknað með vísitölu nemur verðmætið um 3,3 milljörðum. Fram kom í sumar að Byggðastofnun bæri talsverða áhættu vegna lána til rækjuiðnaðar, eða 1,3 milljarða. Stór hluti þeirrar upphæðar væri vegna lána til kaupa á úthafsrækjukvóta, en með frjálsum veiðum tapar kvót- inn verðgildi sínu. Fátt um svör við gagnrýni útgerðar Ljósmynd/Björn Valdimarsson Atvinna Til sjós og lands hafa 50-60 manns starfað við rækjuvinnslu og rækjuveiðar hjá Ramma hf. á Siglufirði, en fyrirtækið keypti rækjukvóta. 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stækk-unarstjóriEvrópusam- bandsins, Stefan Füle, hefur ásamt sjávarútvegsstjór- anum og utan- ríkisviðskiptastjóranum sent Íslendingum hótunarbréf. Bréfið er sent vegna deilna um makrílveiðar og þar segir að deilurnar geti haft slæm áhrif á samskipti Íslendinga við Evrópusambandið. Til að auka þrýstinginn enn frekar er tekið fram í bréfinu að öll framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hafi áhyggjur af málinu og að „vandinn vegna makrílveiðanna sé víðtækari en svo að einvörðungu sé um að ræða málefni veiðistjórn- unar“. Hafi einhver efast um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði not- uð til að reyna að veikja stöðu landsins í viðræðum um sjáv- arútvegsmál við sambandið ætti bréfið að hafa sannfært viðkomandi um hættuna sem fylgir umsókninni. Það þarf enginn að láta sér koma til hugar að þeir sem hafa það eina pólitíska markmið að þrýsta Íslandi inn í Evrópu- sambandið leggi sig fram um það nú að gæta hagsmuna Ís- lands í makríldeilunni eða öðrum slíkum deilum. Bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra landsins ættu nú að beita sér af fullu afli til að tryggja hagsmuni Íslands í makríldeilunni. Þess í stað stendur sjávarútvegs- ráðherrann einn í þeim slag, en hann lætur drauma annarra ráðherra um Evr- ópusambands- aðild sem betur fer ekki trufla sig. Staðan í deilunni er hins vegar þannig að öll ríkisstjórnin og þingið allt þyrftu að standa saman af sannfæringu til að ráðamönn- um innan Evrópusambands- ins detti ekki í hug að þeir geti gengið á rétt Íslands í þessu máli. Á meðan rík- isstjórnin og stjórnarmeiri- hlutinn á þingi eru með hug- ann við að telja Stefan Füle og félaga á að leyfa Íslandi að ganga í Evrópusambandið eru þó litlar líkur á að rík- isstjórn eða þingheimur taki sannfærandi afstöðu í þessu máli. Framkoma Evrópusam- bandsins í makríldeilunni ein- kennist af yfirgangi, viljaleysi til samstarfs og beinum hót- unum. Þessi framkoma í garð smáríkis sem er að sækja um aðild er afar athyglisverð. Ekki síst þegar um er að ræða stærsta hagsmunamál smáríkisins og það mál sem aðildarsinnar hafa sagt að Evrópusambandið muni sýna mikinn skilning ef af inn- göngu verði. Fullyrt er að Evrópusambandið muni koma fram af mikilli nærgætni og sanngirni gagnvart Íslandi í sjávarútvegsmálum gerist Ís- land aðili að sambandinu. En hver trúir því að samband sem er með hótanir við smá- ríki í aðildarferli muni sýna því sanngirni ef af aðild yrði? ESB er með yfirgang í stærsta hagsmuna- máli Íslands í miðju aðildarferli} Stækkunarstjórinn hótar Íslendingum Jóhanna Sigurð-ardóttir for- sætisráðherra sagði í þingræðu í fyrradag að hún viðurkenndi „fús- lega“ að árangur af aðgerðum ríkisstjórn- arinnar sem kynntar voru í mars sl. hefði ekki orðið sem skyldi. Eins og menn muna áttu umræddar aðgerðir að vera endanleg lausn á vanda heimilanna. Þessi játning for- sætisráðherra kom fram í lok umræðu um skuldastöðu heimilanna eftir að nokkrir þingmenn höfðu bent á að rík- isstjórnin væri á algerum villi- götum og að aðgerðir hennar dygðu ekki. Fram að þessu hafði for- sætisráðherra haldið því fram að mikill árangur hefði náðst. Öll stefnuræða hennar í byrj- un vikunnar sner- ist til að mynda um þann meinta árangur. Þar var hvergi viðurkennt að aðgerðirnar hefðu misheppn- ast. Sú viðurkenning kom ekki heldur fram í sumar þegar ráðherrann hélt því fram að vandi heimilanna væri ofmet- inn. Vissulega er jákvætt að for- sætisráðherra hafi loks við- urkennt að ríkisstjórninni hafi mistekist. Segja má að slík játning sé alltaf fyrsta skrefið og forsenda þess að bæta sig. Játningin er hins vegar gagns- laus þegar forsætisráðherra dregur þá ályktun af mistök- unum að halda beri áfram á sömu braut. Þá breytist ekk- ert annað en að gáleysið verð- ur að ásetningi. Viðurkennt er að aðgerðirnar sem áttu að leysa allt hafa mistekist} Játning forsætisráðherra S vo margt er um þessar mundir skylt með Íslendingum og stuðnings- mönnum enska fótboltaliðsins Liver- pool að undrun sætir. Ekki síst vegna þess hve margt hefur breyst á skömmum tíma hjá báðum þjóðflokkum. Og allt heldur á verri veg, því miður. Hugsanlega veltir þessu enginn fyrir sér nema sá, sem tilheyrir báðum hópum. Ég veit ekki um hina. Enginn ræður sínum fæðingarstað og stund- um er eins og uppáhaldsliðið stökkvi í fangið á manni og ómögulegt sé annað en grípa. Meira að segja örgustu antísportistar eignast uppáhalds- lið. Vinur minn í menntaskóla sagði það einu íþróttaiðkun sína að halda með Liverpool! Ég held hann hafi reyndar gert það fyrir mig. Og tryggðin verður svo af einhverjum ástæðum fyrir hendi: enginn hættir að vera Íslendingur og tæpast trúi ég því heldur að nokkur maður hætti að halda með Liverpool sem einu sinni hefur tekið ástfóstri við félagið. Jafnvel þótt gefi á bátinn. Í sjálfu sér er absúrd að það skipti fólk máli hvernig íþróttaliði í útlandinu reiðir af. Að skapið sveiflist í takt við gengið, en engin ástæða er til þess að skammast sín eða hafna þeirri staðreynd. Lífið er of stutt til þess að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Sigurleikur veit á and- lega vellíðan, meistaratitill jafnast á við fullnægingu. Ekki er ýkja langt síðan við stóðum báðir á tindinum, Ís- lendingurinn og Liverpool-maðurinn; vorum lang flottastir, ríkastir og sigursælastir. Nánast var sama hvar drepið var niður fæti; Liverpool í ensku deildarkeppninni, ensku bikarkeppninni eða Evrópukeppninni. Íslensku fegurðardrottn- ingarnar voru fegurstar allra og sterkustu menn landsins þeir sterkustu í heimi. Svo urðu smásalarnir þeir flinkustu í veröldinni og bankamennirnir báru af öðrum. Nú eru bæði Íslendingar og Liverpoolmenn í gjörgæslu; staðan ekki verið verri í hálfa öld og alveg óljóst hver framvindan verður. En þegar botninum er náð, sem vonandi á við í báðum til- fellum, getur leiðin varla legið nema upp á við þó slíkt gerist aldrei af sjálfu sér. Allir verða að leggjast á árar, og helst róa í sömu átt. Vöngum er nú velt um sökudólga á báðum vígstöðvum og ekki undarlegt. En ekki er útlit fyrir sameiginlega niðurstöðu. Er fyrrverandi þjálfari skúrkurinn eða sá núverandi? Fyrirliðinn fyrrverandi eða sá sem nú ber fyrirliðabandið? Bandarísku eigendurnir eða Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn? Er 4-4-2 betri leikaðferð en 4-3-3? Eigum við að sækja upp vinstra megin eða kannski liggja í vörn? Gleymum því þennan dag og biðjum heldur fyrir friði. Flugvöllurinn í Liverpool ber nafn eins kunnasta sonar borgarinnar, Bítilsins og friðarsinnans Johns Lennons. Við eigum friðarsúluna sem Yoko tileinkar minningu eig- inmannsins. Áfram Ísland! Áfram Liverpool! Og, já; til hamingju með afmælið, John. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Friður innan og utan vallar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Niðurstöður stofnmælinga frá í sumar benda til þess að úthafs- rækjustofninn sé enn lítill og nýliðun slök líkt og undanfarin ár. Miðað við þessar upplýs- ingar er ólíklegt að rækjustofn- inn vaxi mikið í bráð. Hafrann- sóknastofnunin telur því ekki tilefni til endurskoðunar ráð- gjafar frá síðastliðnu vori um hámarksafla úr úthafsrækj- ustofninum. Stofnunin lagði í vor til að heildaraflamark út- hafsrækju á þessu fiskveiðiári yrði sjö þúsund tonn, sem er sama aflamark og lagt var til fyrir síðustu fjögur fisk- veiðiár. Útvegsmenn hafa lýst áhyggjum af óheftri sókn í stofn úthafsrækju. Afli í upphafi fisk- veiðiárs er meiri en á sama tíma í fyrra. Lítill stofn og léleg nýliðun ÓBREYTT RÁÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.