Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 31
Skyldi Jóhanna hafa litið yfir liðna tíð og séð sína sæng upp reidda? Mikið hefur verið rætt um hverja beri að kæra og hverja ekki. Fyrningarfresturinn segir þá stikkfrí sem voru í stólunum fyrir þremur árum. Það er sem sagt ekki hægt að kæra Valgerði, sem gaf greinagóða lýsingu á hvernig hún seldi „kjölfestufjárfesti“ Búnaðarbankann fyrir utan allt hitt. Var með þrjá forstjóra í einu á launum hjá Byggðastofnun, gleymdi Blikastaðalandinu í vafa- samri sölu Íslenska aðalverktaka og toppaði svo allt með því að afhenda Sementverksmiðjuna þeim sem skuldaði henni mest. Svo er það Halldór, sem afhenti útvöldum þjóðarauðlindina. Opnaði landið fyr- ir erlendum glæpagengjum með því að koma okkur í Schengen og sóaði milljónum í Evrópusambandið (til að komast borðinu) og Örygg- isráðið. Stóra spurningin er hverjir báru ábyrgð og í hverju er ábyrgðin fólg- in? Er það bara forsætisráðherra sem verkstjóri eða öll stjórnin? Það fór ekki framhjá neinum að æðstu menn þjóðarinnar sögðu að ekkert væri að og fóru um allan heim með þann boðskap. Aðrir sögðu að þeir, sem vöruðu við öfunduðust út í vel- gengni okkar og ættu að fara í end- urmenntun. Atli Gísla- son sagði nýlega að rotturnar hefðu yf- irgefið landið sumarið 2008. Hvort sem hæst- virtir vissu betur eða ekki hefði verið gert áhlaup á bankana og þeir fallið hefði verið upplýst um stöðuna í byrjun árs 2008. Hefði það verið betra? Í umræðunni kom fram að lýðurinn yrði vonandi ánægður kæmu þessir ráðherrar fyrir lands- dóm. Þetta stakk mig. Ég velti fyrir mér hvort þetta yrði reglan, eins og þegar fótboltaþjálfarar eru reknir eftir tapleiki. Það eru nefnilega næg ákæruatriði á núverandi ráða- menn. Þeir vissu hvernig staðan var þegar þeir tóku við. Samt gerðu þeir lítið annað en kenna fyrri stjórn um og fresta vandanum á meðan þeir ræddu ESB og Icesave. Þingmenn voru þvingaðir til að sækja um aðild að ESB, sem nú er orðið aðlögunarferli. Sama háttinn átti að hafa á með Icesave. Fyrst átti að samþykkja það óséð og svo bjargaði Ólafur Ragnar Steingrími. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur nú þegar sparaði þjóðinni 100 millj- arða. Samt óskar hann enn eftir að borga, hvort sem okkur beri að borga eða ekki. Landsdómur er efstur á baugi á sama tíma og okkur er sagt að við megum eiga von á holskeflu af upp- boðum heimila sem ekki verði frest- að. Ekkert er gert til að stemma stigu við að hinir eiginlegu glæpa- menn eigi og reki fyrirtæki í land- inu, sem svo vafalaust verða notuð, sem þvottastöðvar fyrir þýfið sem geymt er í skattskjólum og ráðgjaf- arnir í Lúxemborg sýsla með. Hversu lengi ætlar RUV að bjóða okkur upp á auglýsingar frá Ice- land Express í beinu framhaldi af fréttum af glæpaverkum Fons & co, sem skrældi hvert fyrirtækið á eftir öðru og skildi eftir sig sviðna jörð? Ömurlegt er að horfa á hvern vitnisburðinn á eftir öðrum í Kast- ljósi frá fólki, sem hefur eða er að missa allt sitt. Saklaust fólk sem ekki ber neina ábyrgð á hruninu og er nú upp á aðra komið. Sumir sjá engan tilgang í lífinu og aðrir hafa flutt af landi brott. Skyldi Jóhanna hafa litið yfir liðna tíð og séð sína sæng upp reidda? Eftir Sigurð Oddsson » Vissu hvernig staðan var er þeir tóku við, en gerðu lítið annað en kenna fyrri stjórn um og fresta vandanum á meðan þeir ræddu ESB og Icesave. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Við leitum að VERSLUNARSTJÓRA í nýja og stærri Cintamani verslun í Kringlunni. Verslunarstjóri í Cintamani verslun þarf að vera afburðaeinstaklingur. Hann þarf að hafa reynslu og menntun sem nýtist í starfinu, geta virkjað samstarfsfólk sitt til góðra verka og hafa fullkominn skilning á því þjónustuhlutverki sem verslunar- rekstur byggist á. Þar að auki þarf hann að vera nákvæmur í vinnubrögðum og hafa þekkingu og fullt vald á þeim þáttum sem tryggja viðunandi rekstur verslunarinnar. Góð tölvu- og tungumálakunnátta er skilyrði. Skriflegar umsóknir sendist á netfangið kristinn.gunnarsson@arcticgroup.de fyrir 18. október nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. VILT ÞÚ LÁTA FÓlKI LÍÐA VEL Í ÖLLUM VEÐRUM? Cintamani fötin eru hönnuð og prófuð á Íslandi þar sem skiptir oftar og örar um veður en á nokkru öðru byggðu bóli. Þess vegna er klæðnaðurinn frá Cintamani nákvæmlega það sem Íslendingar þurfa á að halda til þess að láta sér líða vel allan ársins hring. Ég kvíði komandi helgi. Veðurspáin er góð, haustið skartar sínum fegurstu litum í lyngi, trjám og kjarri og mýr- ar og engi eru umvafin grænum, gulum, brún- um og rauðum litum í ótrúlegustu afbrigðum. Hvílík sýning og end- urnæring fyrir sálina. En ég veit að ég vakna í birtingu við skotdrunur og andskotagang sem stendur fram á dag. Ég veit líka að ég er ekki ein um að vakna við skothríð og skelfingarg- arg frá gæsahópum sem reyna að forða sér í dauðans angist. Nágranni minn er ekki einn um að telja við hæfi að sá í akur í þéttri byggð og bjóða/leigja/selja (?) aðgang hverja einustu helgi haustins mönnum sem hafa unun af að drepa fugla (menn nenna ekki lengur að hafa meira fyr- ir þessu). Þetta tíðkast um allt land og við hin höfum of lengi þagað yfir þessari framkomu. Mál er að linni. Eitt er ónæðið sem við verðum fyrir, annað og verra er aðfarir margra víðs vegar um land. Eflaust eru þeir til í þessum skotglaða hópi sem eiga rétt á að kallast veiðimenn, menn sem virða boðaðar umgengn- isreglur við fugla, skjóta ekki nema í öruggu færi og á afmarkaða bráð og gæta þess að elta uppi sáran fugl og aflífa. Slíkar reglur er að finna á vef umhverfisráðuneytisins og víðar en hvergi er þess getið hver á að fylgja þeim eftir. Flestir veiðimenn skjóta fáa fugla hvert haust til matar fyrir sjálfa sig og sína. Aðrir koma fyrir fjölda gervigæsa á akrinum í blekkingarskyni, bíða þess svo í skurðum, bak við hálmrúll- ur eða önnur skýli að þessir glæsi- legu fuglar komi fljúgandi úr nátt- stað inn á akurinn í trausti þess að þar eru (gervi)gæsir fyrir. Og þá er sallað á hópinn vægðarlaust til þess að reyna að ná sem flestum og ekk- ert um það skeytt hversu margir fuglar fljúga burt sárir. Sumir þess- ara særðu fugla falla til jarðar skömmu síðar og byltast þar hel- særðir, blæðandi, vængbrotnir, lim- lestir og ósjálfbjarga og það tekur þá mislangan tíma að deyja. Sumir lifa jafnvel dægur og áður en yfir lýkur er krummi eða annar vargfugl kannski mættur og byrjaður að snæða við sitt „villibráðarhlaðborð“. Þetta er eðli vargfugla, þeir hafa ekki siðvitund en það á mann- skepnan að hafa. Sá sem fer svona að er ekki veiði- maður, þetta eru ekki veiðar þetta er slátrun eða fjöldamorð. Hvað kallast hann þá? Ekki slátrari því það er virðingarvert starfsheiti manna sem vinna við slátrun búfjár við við- urkenndar aðstæður undir eftirliti dýralækna. Eigum við þá annað orð en fjöldamorðingi? Dæmi eru um menn sem drepa tugi og jafnvel hundruð fugla á einum morgni. Hvað gera þeir við allan þennan fjölda? Þeir selja gjarnan til veitingahúsa og þá helst bringurnar og fleygja af- ganginum af fuglinum (skyldi þetta vera gefið upp til skatts Stein- grímur?). Hvers vegna er þessi slátrun ekki háð eftirliti? Við hreindýraveiðar verður að hafa eftirlitsmann og fara eftir ströngum reglum. Er í lagi að misþyrma fuglum? Við rannsóknir hefur komið í ljós að um 40% ís- lenska gæsastofnsins fljúga um með högl í sér eftir misheppnaðar skot- árásir. Það þýðir að nærri því annar hver fugl flýgur særður úr hryðju- verkum haustins. Ætti kannski að safna þeim sem halda því fram að fuglarnir finni lítið fyrir þessu út á akur í morgunsárið og salla úr dá- góðri fjarlægð haglahrinu í (beran) afturendann á þeim og leyfa þeim að ganga með í einn vetur og njóta! Ég skora á umhverfisráðherra að setja reglur um hvar leyfilegt er að skjóta fugla og koma á skipu- lögðu eftirliti með gæsaveiðum. Ég skora á sveit- arstjórnir að setja sam- bærilegar reglur hver á sínu svæði. Ég skora á dýra- verndunarsamtök að beita sér gegn þessari misþyrmingu. Ég skora á veiði- menn að berjast gegn siðlausum fugladrápum. Ég skora á bændur að sýna ábyrgð í því hverjir fá að fara með skotvopn á þeirra landareign. Ég skora á þig sem pantar gæsa- bringu á veitingastað eða sækir villi- bráðarhlaðborð að skipta þér af því hvernig fanga var aflað. Ég skora á allan almenning að mótmæla illri meðferð á dýrum. Ég kvíði komandi helgi, ég kvíði því að heyra þytinn og skvaldrið af morgunflugi glæstra fugla og vita hvað á eftir fylgir. Eftir Emilíu Baldursdóttur »Er í lagi að fuglum sé misþyrmt og þeir skildir eftir limlestir og ósjálfbjarga? Hvers vegna er gæsaslátrun undir berum hausthimni óháð eftirliti? Emilía Baldursdóttir Höfundur er aðdáandi lifandi fugla, landeigandi og kennari. Má misþyrma fuglum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.