Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 35
þar sem annars staðar af myndar- skap og reglufestu. Á yngri árum var Rut afrekskona í íþróttum og var meðal annars í landsliði Íslands í handknattleik kvenna sem vann Norðurlandameistaratitil árið 1964. Í erfiðum veikindum sínum nú síð- ustu misseri hefur Rut sýnt ótrúlegan hetjuskap og æðruleysi. Hún tók á móti fjölmennum hópi gesta í sjötugs- afmæli bónda síns nú síðsumars af sínum alkunna myndarskap þó að hún væri þá orðin mikið veik og sár- þjáð. Við hjónin teljum okkur það til sér- stakra forréttinda að hafa verið í vinahópi þeirra Rutar og Bjarna um nær 40 ára skeið. Þar hefur ekki skugga borið á. Missir Bjarna og dætranna tveggja og fjölskyldunnar er mikill. Við hjónin sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar í nútíð og framtíð. Hrafnhildur og Jóhannes, Syðra-Langholti. Í dag kveðjum við með söknuði samstarfskonu okkar, Rut Guð- mundsdóttur. Rut var prýdd þeim einstaka kosti að allir sem áttu í samskiptum við hana fóru af þeim fundi fullir orku. Hún var góður félagi, hæglát, en þó alltaf stutt í prakkarann. Jákvæðari manneskja er vandfundin. Rut kom til starfa á Skólaskrifstofu Suðurlands haustið 2007 eftir langan og farsælan feril sem skólastjóri og kennari. Henni fórst ráðgjafastarfið einkar vel úr hendi og nýttist þar reynsla hennar, fagmennska og virð- ing fyrir öllum manneskjum. Við sem vorum svo lánsöm að fá að njóta sam- starfs við hana erum ríkari fyrir vikið. Hún mun lifa í minningum okkar. Bjarna, dætrum og öðrum að- standendum vottum við samúð okkar. Missir ykkar er mikill. Fyrir hönd samstarfsfólks á Skóla- skrifstofu Suðurlands, Kristín Hreinsdóttir. Kveðja frá Zontaklúbbi Selfoss Á fallegum haustdegi berst sú harmafregn að Rut sé látin. Eftir erf- ið veikindi er stundin komin. Maður- inn með ljáinn hlífir engum og nú er það mikilhæf kona sem kveður, alltof fljótt. Rut var í Zontaklúbbi Selfoss til margra ára og er nú stórt skarð höggvið í systrahópinn en við fé- lagskonur köllum okkur Zontasystur. Rut starfaði með okkur af miklum hug og dugnaði um áratuga skeið og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn allt til hins síðasta, hún hafði á orði í sumar að hún hlakkaði til vetr- arstarfsins sem nú er hafið án henn- ar. Öll hennar störf einkenndust af al- úð, nákvæmni og virðingu fyrir viðfangsefninu hverju sinni og slíkt fólk er ómissandi í hópi sem okkar. Zontaklúbbur Selfoss þakkar af al- hug þau góðu kynni og vináttu sem við bundum við þig, elsku Rut. Við þökkum allar góðar samverustundir á Zontafundum og með ykkur Bjarna í ýmsum ferðum og skemmtifundum. Hlýja brosið þitt og falleg fáguð fram- koma geymist í hugum okkar. Elsku Bjarni, Þórunn, Íris og fjöl- skyldan, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd Zontasystra, Rosemarie B. Þorleifsdóttir. Kær vinkona okkar er horfin á braut. Við hittumst fyrst á æfingu hjá Kvennaskólanum í Reykjavík, en skólinn var þá þátttakandi í Bindind- ismóti skóla í handknattleik, er var árlegur viðburður. Rut var sú eina sem mætti í hálfsíðum buxum og þjálfarinn okkar, Valgeir Ársælsson, leit á hana og sagði: „Þú ferð í mark- ið“. Þetta var upphaf afar farsæls íþróttaferils í hennar lífi. Hún gekk í raðir Ármanns. Hún varð margfaldur Reykjavíkur- og Íslandsmeistari í handknattleik með því félagi. Hún var á þessum tíma ein af allra bestu markmönnum Íslands í handknatt- leik. Rut var valin í fyrsta landslið Ís- lands 1956 aðeins 16 ára gömul. Þá var verið að undirbúa eina lengstu ut- anlandsferð íþróttahóps þess tíma. Ferðin tók 3 vikur og var farið til Noregs í boði Íþróttafélagsins Gref- sen. Þar var leikinn landsleikur gegn Norðmönnum á Bislet-leikvanginum, en á þeim tíma voru stórleikir í hand- knattleik gjarnan leiknir utanhúss. Auk þess voru leiknir nokkrir leikir við norsk félagslið. Allt þetta var und- irbúningur okkar undir Norðurlanda- mót, sem fram fór í Finnlandi í beinu framhaldi. Eftir þessa ferð bundumst við allar sterkum vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Á Íslandi fór síðan fram Norður- landameistaramót 1964. Þar var Rut efst á blaði. Nú átti að gera stóra hluti. Við „stúlkurnar“ vorum teknar út af heimilum okkar, enda allmargar komnar með fjölskyldur. Við vorum settar í viku langa einangrun í Fé- lagsheimili Valsmanna. Þarna vorum við ásamt góðum kokki, Boða Björns- syni, sem sá vel um okkur. Enda kom á daginn að við stóðum uppi sem sig- urvegarar og átti markmaðurinn okk- ar ekki hvað minnstan þátt í því. Rut lék alls 17 landsleiki og var það frá- bær árangur á þessum tíma og var hún leikjahæsta handknattleiksstúlk- an hvað landsleiki varðar, þegar hún hætti keppni á vegum HSÍ. Í dag syrgjum við vinkonurnar yndislega manneskju, sem vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Hún var háttvís og gekk hljóðlega um. Hún var mannasættir, sem gott var að um- gangast. Megi hún hvíla í friði. Við vottum eiginmanni hennar, Bjarna, og dætrum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd Ármannsstúlkna fyrri ára, Svana Jörgensdóttir. Í dag kveðjum við Rut Guðmunds- dóttur, konu sem hafði mikil áhrif á okkur og átti stóran þátt í að koma okkur út í lífið og senda okkur á rétta braut. Mörg okkar muna eftir Rut frá byrjun skólagöngunnar í 1. bekk í Flúðaskóla, eða 0 bekk eins og hann hét þá, önnur okkar kynntust henni þegar Flúða-, Skeiða- og Gnúpverja- krakkarnir sameinuðust í 8. bekk, þá vorum við svo heppin að fá hana fyrir umsjónarkennara og fylgdi hún okk- ur út skólagönguna í Flúðaskóla. Það var alltaf auðvelt að leita til Rutar, hún var góð vinkona okkar allra og var hægt að ræða allt við hana og ef það voru vandamál, þá gat hún leyst þau með okkur. Það hefur samt ekki verið auðvelt starf að sjá um okkur 18 stykki á erf- iðustu árunum, unglingsárunum, en við vorum samt eflaust algjörir engl- ar í augum Rutar og við fundum það að henni þótti vænt um okkur eins og okkur um hana. Við eigum margar góðar minning- ar um Rut og verða þessar minningar geymdar það sem eftir er og erum við þakklát fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur, hún var mikilvæg í okkar augum og við litum upp til hennar. Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Elsku Bjarni, Þórunn, Íris og fjöl- skyldur, við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur og styðja. Elsku Rut, minning þín lifir, þú varst og verður perla í augum okkar og verður núna perla á öðrum stað í augum annarra. F.h. 10. bekkjar Flúðaskóla vetur- inn 1995-1996, Kristín Ásta Jónsdóttir og Edda Ósk Tómasdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 ✝ Jakobína Krist-jánsdóttir hús- móðir fæddist á Hnit- björgum í Jökulsárhlíð 8. maí 1929. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 2. október 2010. Hún var dóttir hjónanna á Hnit- björgum þeirra Krist- jáns Gíslasonar, f. 25. ágúst 1875, d. 9. nóv. 1954, og Sigríðar Bjarnadóttur, f. 7. júlí 1898, d. 13. nóv. 1985. Jakobína var yngst fjögurra alsystra, þeirra Rakelar, f. 9. júlí 1919, d. 6. feb. 2005, Fjólu, f. 15. okt. 1923, og Ingibjargar, f. 23. júlí 1925. Þær áttu tvo hálfbræður, samfeðra, þá Björn, f. 17. okt. 1903, d. 30. des. 1996, og Aðalstein, f. 5. ágúst 1905, d. 16. apríl 1942. þeirra f. 1. ágúst 2010, óskírð. b) Kristófer Örn, f. 11. jan. 1993, unn- usta hans er Sara Þöll Halldórs- dóttir, f. 5. nóv. 1993. c) Rakel Sif, f. 2. des. 1997. 2) Stúlka, f. 21. maí 1961, d. 22. maí 1961. 3) Sigurður Viðar Guðþórsson, f. 16. sept. 1963, maki Berglind Sveinsdóttir, f. 1. des. 1966. Börn þeirra eru: a) Margrét Freyja, f. 10. apríl 1985, maki Eðvarð Jón Sveinsson, f. 7. feb. 1984. Sonur þeirra er Ísak Daði, f. 18. mars 2010. b) Sigmar Daði, f. 7. des. 1987, maki Þórey Birna Jónsdóttir, f. 10. des. 1983. Sonur þeirra er Ágúst Bragi, f. 20. nóv. 2008. 4) Sigríður Soffía Guð- þórsdóttir, f. 16. apríl 1968, maki Arnar Sigbjörnsson, f. 16. mars 1972. Dætur þeirra eru a) Bergrún Huld, f. 8. nóv 1999, og b) Katrín Rós, f. 26. apríl 2002. 5) Smári Hlíðberg Guð- þórsson, f. 9. jan. 1971, maki Þórunn Brynja Gísladóttir, f. 5. sept. 1974. Börn þeirra eru a) Jakobína Ísold, f. 26. júní 1999, b) Guðþór Hrafn, f. 2. mars 2001, og c) Ellen Gréta, f. 29. júní 2006. Útför Jakobínu fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 9. október 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Hinn 7. júlí 1963 giftist Jakobína eft- irlifandi eiginmanni sínum Guðþóri Sig- urðssyni frá Fögruhlíð í Jökulsárhlíð, f. 9. okt. 1928. Hann er sonur hjónanna Sigurðar Guðjónssonar og Soffíu Þórðardóttur sem bjuggu í Fögru- hlíð. Guðþór og Jak- obína hófu búskap á Hnitbjörgum árið 1954 en brugðu búi og fluttu að Lagarási 2 á Egilsstöðum árið 1987. Börn Jak- obínu og Guðþórs: 1) Kristján Að- alsteinn Guðþórsson, f. 4. júní 1957, maki Sóley Garðarsdóttir, f. 28. sept. 1961. Börn þeirra eru a) Valdís Vaka, f. 4. maí 1984, maki Davíð Logi Hlynsson, f. 6. apríl 1982. Dóttir Það er svo margt sem kemur upp í hugann nú þegar komið er að kveðju- stund en maður er alltaf jafn óviðbú- inn þegar að henni kemur. En lífið heldur áfram og það liggur víst fyrir okkur öllum að kveðja þennan heim. Ég er þakklátur fyrir allar stund- irnar sem ég átti með mömmu. Hún var alltaf svo hlý og einlæg og það var svo margt sem hún kenndi mér sem ég hef reynt að tileinka mér. Það hefur kannski gengið misvel en minningarnar eru góðar og þær munu lifa. Þau pabbi ólu okkur systkinin upp í sveitinni en þar gat oft verið erfitt og mikið að gera. Þá vann hún bæði innan dyra og utan og kom þar skipu- lagshæfni hennar lagni og dugnaður greinilega í ljós og að góðum notum. Mér fannst þetta svo sjálfsagt þá en síðustu árin hef ég oft hugsað um það hvernig hún komst yfir þetta allt. En það var líka oft glatt á hjalla í sveitinni. Mamma gat hlegið mikið að óförum annarra í leik, en þó aldrei hátt. Samt á þann hátt að ekki var annað hægt en að hlæja með henni, þó svo að maður væri sjálfur aðhlát- ursefnið. Oft spiluðum við saman vist við pabba og Sigríði ömmu. Ef við lentum í vandræðum með að setja út þá pikkuðum við í fótinn hvort á öðru undir borðinu. Þá var eins gott að pikka í rétta fætur því mótherjarnir gátu verið afar tapsárir eða það fannst okkur að minnsta kosti. Hún gat því verið stríðin ef svo bar við og var húmoristi fram í fingurgóma. Hún var heimakær og hafði þann sið að stoppa aldrei lengi þar sem hún kom. Henni fannst alltaf einhver verkefni bíða sín heima en þar leið henni best. Þá vildi hún alls ekki vera að tefja fyrir öðrum og allra síst vinn- andi fólki. Ég sagði oft við hana að hún væri eins og krían, ekki fyrr sest en hún sprytti upp aftur og svo hlóg- um við bæði. Mamma átti sér ýmis áhugamál. Hún var mikil hannyrðakona hún málaði, prjónaði, smíðaði, saumaði og heklaði svo fátt eitt sé nefnt. Það var einhvern veginn eins og allt léki í höndum hennar og hún var óhrædd við að prufa eitthvað nýtt í þeim efn- um. Þá var hún mikið náttúrubarn, hafði gaman af því að ferðast og tók gjarnan myndir. Mamma var í minningunni alltaf heilsuhraust og varð vart misdæg- urt. Þar til árið 2009 þegar hún greindist með sjúkdóm og svo aftur árið 2010. Alltaf kom það mér þó á óvart hversu sterk hún var. Hún var komin aftur á fullt áður en maður vissi af, í handavinnu, kíkti í sveitina og fór helst fimm aukaferðir á dag í stigann til að styrkja sig. Enda var hún orðin svo ótrúlega styrk og mögnuð þegar þriðja áfallið reið yfir nú í september en þá varð víst ekki aftur snúið. Mér verða ávallt minnisstæð síð- ustu orðin sem hún sagði við mig en þau lýstu svo vel persónu hennar, bjartsýni og trú. Ég kveð hana nú með þessum orðum: Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Kveðja, Kristján. Okkur langar til að minnast ömmu með örfáum orðum. Sem krakkar vorum við mikið hjá ömmu og afa. Þar leið dagurinn hratt en amma stytti okkur stundir með allskonar afþreyingu. Hún kenndi okkur stelpunum að prjóna og hekla og hafði við það mikla þolinmæði þar sem þetta var nú ekki beint okkar bolli af tei. Skartgripaskírnið hennar ömmu var eins og fjársjóðskista í okkar augum. Skrínið var skreytt með alls- konar steinum og innihélt perlufest- ar og skrautnælur sem hægt var að skoða tímunum saman. Í hvert sinn sem skrínið var skoðað var amma spurð spjörunum úr hvar hún hefði eignast hvern einasta hlut sem í því var og svaraði hún í hvert sinn sam- viskusamlega. Amma hafði gaman af því að spila og var ósjaldan spilaður hæ gosi en þá gekk mikið á og var mikið hlegið. Þá gat amma líka oft verið stríðin sem kom vel í ljós þegar hún gerði spilagaldra en nánast ómögulegt var að sjá í gegnum galdrana hennar. Enginn fór svangur heim frá ömmu, alltaf var boðið upp á kaffi, djús og kökur. Kökurnar hennar ömmu voru einstakar, skreyttar með bleiku kremi sem gerði þær ennþá girnilegri. Svo girnilegar að sumir áttu það til að borða yfir sig og fengu þá illt í magann. Þá var ömmu margt til lista lagt. Hún var alltaf með einhverja handa- vinnu, málaði á gler, saumaði út, heklaði, prjónaði svo eitthvað sé nefnt. Hógværð ömmu hvað þetta varðar var þó einstök. „Æ, þetta er nú voða lítið og ómerkilegt,“ sagði hún þegar hún rétti okkur jólapakk- ana sem innihéldu síðan fallega vett- linga eða aðra handavinnu eftir hana. Við kveðjum ömmu með þessum orðum sem eiga svo vel við: Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Takk fyrir allt. Valdís, Kristófer og Rakel. Jakobína Kristjánsdóttir Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustunni Karitas, líknardeild Landakots og starfsfólki Þjóðmenningarhússins. Sigrún Sigurjónsdóttir, Sverrir Sigurjónsson og fjölskyldur. Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og við útför elskulegs bróður okkar Gunnólfs Sigurjónssonar, húsvarðar Þjóðmenningarhússins. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÓLAFAR HELGADÓTTUR, Austvaðsholti, Landsveit. Ólafur Grétar Óskarsson, Steinunn Thorarensen, Sveinbjörn Benediktsson, Helgi Benediktsson, Regula Verena Rudin, Jón Gunnar Benediktsson, Nicole Chene, Hjörtur Már Benediktsson, Björg Hilmisdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.