Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Grátbrosleg saga um fólk sem við þekkjum öll.“ Þannig er leikritinu Fólkið í kjallaranum lýst í leik- ársbæklingi Borgarleikhússins, en verkið verður frumsýnt í kvöld. Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu Auðar Jónsdóttur sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in 2004 en Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu. Í því segir af Klöru og Svenna sem búa í Hlíða- hverfinu í Reykjavík, eru í góðri vinnu og allt í sómanum. Þau bjóða vinum í kvöldmat en það kvöld breytist allt og Klara neyðist til að horfast í augu við sjálfa sig, atvik úr fortíðinni skjóta upp kollinum og hún kemst að því að hugsjónir henn- ar kynslóðar og kynslóðar foreldra hennar eiga ekki samleið. Hlutir sem skipta máli og hlutir sem skipta ekki máli „Foreldrar Klöru eru fulltrúar ’68 kynslóðarinnar en hún er af þessari góðæriskynslóð. Bókin kemur út 2004, þegar allt er á uppleið og það er bara talað um peninga, verðbréf og innréttingar í matarboðum. Það er aldrei rætt um neitt sem skiptir raunverulega máli. Kynslóð foreldra Klöru talaði um hluti sem skiptu máli, var með hugsjónir, mótmælti og var pólitísk, þorði að vera mann- eskjur. Og það er kannski það sem hún er að eiga við í þessu verki, skoða sjálfa sig út frá þessum gild- um, hvorum megin hún vill standa og hvort það er yfirhöfuð hægt að vera hvort tveggja; frjáls en samt ábyrgur. Þetta er enginn áfell- isdómur yfir þessum kynslóðum, meira verið að skoða hvora kynslóð fyrir sig og reynt að skilja þær,“ segir Kristín. – Og nú hafa gildi ’68 kynslóð- arinnar að vissu leyti snúið aftur? „Já, að mörgu leyti, eftir að allt hrundi. Það er kannski það sem gerðist í góðærinu, við gleymdum svolítið hvaðan við komum og héld- um að við hefðum svörin við öllu.“ Kristín segir verkið þroskasögu en varast að fara nánar út í söguþráð- inn. Það má nú ekki spilla ánægj- unni af hinu óvænta fyrir þeim leik- húsgestum sem hafa ekki lesið bókina. – Hvernig er leikgerðin í sam- anburði við skáldsöguna? „Auðvitað er það alltaf þannig að þegar verið er að gera leikgerð upp úr bók er sagan einfölduð og kannski skoðað hver kjarni hennar er. Kjarni sögunnar er saga Klöru og hennar barátta, þannig að það eru ákveðnar persónur í bókinni sem ekki eru með í leikgerðinni, eðlilega. Það er flakkað um fortíð og nútíð í leikgerðinni. Ólafur Egill Eg- ilsson, sem gerði leikgerðina, hefur mjög næmt auga fyrir þessu formi og það er búið að vera mjög spenn- andi að finna með leikhópnum að- ferðina við að koma þessu á svið. Ég held að kjarni bókarinnar, sú grunn- tilfinning sem er í bókinni, sé í leik- gerðinni og það er það sem skiptir máli.“ Kristín segir alltaf skemmtilegt að takast á við íslensk verk því þau séu speglun á okkar samtíma og nánasta umhverfi. „Þetta er fjöl- skyldusaga um alvöru manneskjur og við könnumst við hverja mann- eskju sem kemur þarna fram.“ Hippar og góðærisbörn  Leikritið Fólkið í kjallaranum verður frumsýnt í kvöld  Kafað í hugmyndir ólíkra kynslóða Góðæri Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson leika parið Klöru og Svenna í Fólkinu í kjallaranum. Boðið́ til kvöldverðar á tímum góðæris. www.borgarleikhus.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í KRINGLUNNI lar sýningar merktar með appelsínugulu SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 7 ÍSLENSKT TAL Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heilan her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu. SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI STEVE CARELL SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK Dýrin eru mætt....og þau eru ekki ánægð! Bráð- skemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna HHH - D.H. EMPIRE BESTA SKEMMTUNIN WALL STREET 2 kl. 8 -10:30 L EAT PRAY LOVE kl. 8 L SOLOMON KANE kl. 10:30 16 ALGJÖRSVEPPIOG.. kl. 4 -6 L AULINN ÉG m. ísl. tali kl. 4 -6 L FURRYVENGEANCE kl. 2 -6 L THETOWN kl. 8 -10:30 16 ALGJÖRSVEPPIOG... kl. 43D L ALGJÖRSVEPPIOG... kl. 2 -6 L STEPUP3 kl. 4 L DINNERFORSCHMUCKS kl. 8 -10:10 7 THE TOWN kl. 8 -10:20 16 FURRYVENGEANCE kl. 2 -4-6-8 L ALGJÖRSVEPPIOG.. kl. 2 -4-6 L THEGHOSTWRITER kl. 10 7 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.